Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 13
FISKIMAL Aflaskýrslur ekki Nú er það komið á daginn að stjórn fiskveiða undir forystu nú- verandi sjárvarútvegsráðherra hefur orðið til þess, að aflaskýrsl- ur ísienska fiskveiðiflotans eru ekki lengur marktækar. Það er talað um það opinberlega og skrifað um það í blöð að landað sé fiski í miklum mæli framhjá ferskfiskmati Ríkismats sjávaraf- urða. Þetta er ekki lengur neitt leyndarmái, menn tala um þetta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta svindl gerir að sjálfsögðu aflatölur viðvíkjandi þorskafla marklausar því allt snýst þetta um þorskinn og niðurskiptingu þeirra 300 þúsund tonna sem þeir komu sér saman um að veiða ætti í ár, Halldór Ásgrímsson og Kristján í Landssambandi út- vegsmanna. Á vetrarvertíð 1985 fór það að kvíast út að talsverðu magni af þorski sem var tveggja nátta og eldri, dauður í neturn, væri kast- að aftur í hafið svo verðgildi kvót- ans sem bátum hafði verið úthlut- að rýrnaði ekki. Þá voru menn feimnir við að segja frá þessu. Nú tala menn um þetta opinskátt á yfirstandandi vetrarvertíð því þetta er ekki lengur neitt leyndarmál. í fréttabréfi Ríkismats sjávar- afurða frá 15. apríl sl. stendur undir fyrirsögninni „Versta fisk- inum hent“ eftirfarandi: „Þegar gæftir eru stopular og bátarnir komast ekki út til að vitja net- anna, virðist nokkuð bera á því, að versta fiskinum sé hent í sjóinn í stað þess að koma með hann að landi. Eftir að skreiðarverkun lagðist að mestu leyti niður hefur ekkert verið hægt að nýta þennan fisk nema í gúanó og fyrir það fæst lítið verð. Því er það skiljan- leg afstaða þeirra sem lítinn kvóta hafa að skerða hann ekki með því að koma með verðlausan fisk að landi. Þarna er úrlausnar þörf, því sé mikið af fiskinum hent verða aflatölur ekki réttar. Enginn segir veðurguðunum fyrir verkum, ekki einusinni örvænt- ingarfullur sjómaður. Því er það spurning hvort og hvernig sé hægt að koma því þannig fyrir að þessi fiskur komi einnig að landi en skerði ekki um of afkomumögu- leika sjómanna." Þeir sem bera ábyrgð á kvóta- kerfinu þeir komast heldur ekki undan því að bera ábyrgð á þeirri spillingu sem það hefur haft í för með sér og hér hefur verið komið lítillega inná. En þegar svona er komið þá verða allar opinberar aflatölur markleysa og ekkert hægt á þeim að byggja hvorki um afla einstakra báta né heldur þorskafla landsins. Slík stjórnun fiskveiða er engin stjórnun held- ur helber vitleysa sem þjónar engum tilgangi. Hrygningastöðvargeta verið í hættu Sé um það að ræða sem margt bendir til að netaþorski tveggja nátta og eldri, dauðum í netum. sé aftur kastað í hafið í umtal- sverðum mæli þá getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem rnenn virðast ekki hafa reiknað með. Þessi fiskur leggst á botninn og rotnar þar. En við rotnunina myndast gas sem eyðileggur sú- refni botnsjávarins og gerir öndun fiska gegnum tálknin erf- iða. Sé mikið um fiskrotnun á botni að ræða getur hún leitt til þess að engri lífveru sé þar vært meðan á henni stendur. Fyrir þessu liggja vísindalegar sannanir frá Noregi. Síldarbátur hleypti mikilli síld í hafið úr nót sinni í mynni fjarðar í Norður- Noregi vegna þess að stærð síld- arinnar hentaði ekki til vinnslu. Mikið af síldinni drapst og lagðist á botninn. Þetta var á góðri fiski- slóð. Að stuttum tíma liðnum hvarf ekki bara síld af þessu svæði heldur líka allur annar fiskur. Við vísindalega rannsókn sannaðist hvað olli þessu, það var gas sem myndaðist við rotnun síldarinnar og mengaði sjóinn svo súrefni hans var ekki nægjanlegt þeim fisktegundunr sem þarna höfðu verið. JÓHANN J. E. KÚLD Ef við hugleiðum niðurstöðu þessarar vísindalegu norsku rannsóknar þá gefur auga leið að sama lögmál gildir um dauðan þorsk sem netabátar kasta fyrir borð og síldina, bæði leggjast á botninn og rotna þar en gasið sem rotnunin framleiðir mengar sjó- inn. Hrygningastöðvar og gjöful- ar fiskislóðir þar sem dauðum fiski úr netum er aftur kastað í sjóinn geta því verið í mikilli hættu. Mönnum leyft að kasta hrognum og lifur í hafið Þrátt fyrir svokallaða fisk- veiðistjórnun þá viðgengst það að hundruð miljóna verðmætum af afla íslenska fiskveiðiflotans er kastað í hafið við slægingu. íslenskum verksmiðjutogurum sem veitt er veiðileyfi þeim er í sjálfsvald sett hvað þeir hirða af aflanum sem um borð kemur. Ut- koman er svo sú að hrognum, lifur og slógi er aftur kastað í haf- ið. Sama gildir um vertíðarbáta sem selja fiskinn á erlendan ntarkað nýjan, þeir henda öllu innan úr fiskinum í hafið við slæg- ingu. Og þetta er leyft af þeim sem segjast vera að stjórna fisk- veiðum í þágu þjóðarinnar. Við skulum gera okkur það ljóst að þrátt fyrir miklar tæknilegar framfarir á árunum sem liðin eru síðan heimsstyrjöld lauk. þá er um Dagsbrúnar- ~ menn Dagsbrúnar- menn Fjölmenniö í kröfugönguna 1. maí og á útifundinn á LÆKJARTORGI. Lagtveröuraf stað kl. 14 frá Hlemmtorgi. Stjórn Dagsbrúnar marktækar afturför að ræða í nýtingu á fisk- afla um borð í íslenska úthafs- veiðiflotanum. Fyrir styrjöldina þá hefði það verið talinn glæpur að kasta lifrinni í hafið. Þá var hver lifrarbroddur hirtur og ann- aðhvort bræddur unr borð eða settur í tunnur og fluttur í land. Sama gilti um hrogn á vetrarver- tíð um borð í íslenska togaraflot- anum og voru þó skilyrði þá til nýtingar erfið. Nú eru hinsvegar góð skilyrði til að hirða og nýta öll verðmæti sem frá fiskaflanum koma en það er bara ekki gert. Hér skortir op- inbert aðhald og þess er sjáanlega þörf þar sem útgerðaraðilar hafa ekki notað það frelsi til verðmæt- asköpunar eins og hægt er, sem þjóðin hefur veitt þeim. Það verður að taka fyrir það að hrognum og lifur sé kastað í hafið þegar hægt er að vinna úr þessu hráefni dýra vöru sem er auðselj- anleg fyrir erlendan gjaldeyri sem þjóðina skortir. Hér vantar sjáanlega ráðgjöf manna með sérþekkingu á viðfangsefninu sent upplýst geta útgerðaraðila og lánastofnanir þeirra um að það er rekstrarlega hagkvæmt að nýta þau góðu hráefni sem hér hafa verið gerð að umtalsefni í staðinn fyrir að kasta þeim aftur í hafið. Vél sem hreinsar hringorma úr fiski í málgagni norsks sjávarútvegs Fiskaren frá 10. apríl sl. er birt frétt tekin upp úr marshefti Fis- hing News International þar sem sagt er frá því að fyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir „De- sign Systems" hafi fundið upp vél sem leitar uppi sníkjudýr í fiski þar á meðal hringorma og fjar- lægirsíðan. Þessi merka uppfinn- ing er sögð hafa verið kostuð af U.S. National Marine Fisheries Service. Þessi frétt het'ur síðan verið birt í ýmsum erlendum blöðum en ég hef ekki orðið var við að íslenskir fjölmiðlar hafi sagt frá henni og því þykir rétt að birta hana hér. Sé þessi frétt rétt gæti hér verið komin lausn á hringormavandamáli íslenskrar fiskvinnslu. 21/4 ’86 Um leið og við minnuni á siðustu leikviku viljum við )akka öllum )áíttakendum yrir veturinn og þann stuðning sem þeir hafa þar með veitt íþróttahreyfingunni á íslandi. II á ÍSLENSKAR GETRAUNIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.