Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN Kjarnorkuslysið Eldur í öðrum kjamakljúfi? Hættusvæði geislavirkninnar. Má nú búast við aukningu hennar? Líbýa Evrópumenn leknir úr landi París — Myndir sem teknar voru úr Landsat gervihnettin- um virðast sýna að tveir kjarn- akljúfar hafi bráðnað íTsjernó- bíl kjarnorkuverinu í Sovétríkj- unum. Sovéska sjónvarpið birti hins vegar myndir sem það sagði teknar í kjarnorku- verinu eftir slysið. Þær myndir sýndu að efsti hluti byggingar- innar utan um kjarnakljúfinn hefði eyðilagst og sannaði þar með að fréttir um stórkostlega eyðileggingu væru falsaðar. „Það eru tveir skærir rauðir blettir sýnilegir undir bláleitu skýi,“ sagði Michael Stern, starfsmaður Satellitbild fyrirtæk- isns. Stern hefur rannsakað myndir sem teknar voru úr Landsat gervihnettinum í fyrra- dag. „Eftir samráð við kjarnork- usérfræðinga varðandi þessar myndir sýnist okkur sem tveir að- skildir kjarnakljúfar hafi bráðnað," sagði Stern ennfrem- ur. Stern sagði að eftir tölvugrein- ingu sýndu gervihnattamyndirn- ar að annar blettanna væri greini- legri en hinn. Það væri líklega vegna þess að annar kjarn- akljúfurinn væri hulinn reyk. Stern sagði gervihnöttinn hafa tekið myndirnar á venjubundinni ferð sinni um jörðu. Fyrr í gær sögðust bandarískir embættismenn telja að annar kjarnakljúfur í kjarnorkuverinu hefði bráðnað. Svíar tilkynntu í gær að þeir hefðu bannað innflutning mat- væla frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu um óákveðinn tíma vegna ótta um að þau geti verið geislavirk eftir slysið í Tsjernóbílsk. Talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins sagði að sendiherra Sovétmanna í landinu hefði tilkynnt sænskum yfirvöld- um að geislavirkni frá kjarn- akljúfinum væri nú hætt að aukast og að Svíum yrði strax gert viðvart ef ástandið breyttist. f fyrrakvöld sagði sovéska stjórnin að slökkt hefði verið á öðrum kjarnakljúfum í verinu. Gunnar Bengtsson, sænskur kjarnorkusérfæðingur sagði í gær að ef fleiri kjarnakljúfar í verinu bráðnuðu mætti búast við mun meiri geislavirkni en varð um helgina. Ymsar Evrópuþjóðir hafa gagnrýnt Sovétstjórnina harð- lega fyrir að hafa ekki látið vita fyrr um kjarnorkuslysið. Víða voru gerðar ýmsar varúðarráð- stafanir vegna mögulegrar aukningar geislavirks úrfellis. Víða í Svíþjóð hefur geislavirkni aukist tífalt fram yfir meðallag. Norskir embættismenn sögðu að sovéski sendiherrann í Noregi hefði sagt að búið væri að ráða niðurlögum eldsins í kjarnorku- verinu. Sovétmenn hafa hins veg- ar ekki viljað láta neitt uppi um það hversu margir hafi verið fluttir á brott frá hættusvæðinu né hversu margir hafi særst eða lát- ist. Margar þjóðir í Evrópu, þar á meðal Svíar og Austurríkismenn, hafa hvatt almenning til að fara varlega með drykkjarvatn. í bæn- um Biaylstok í Póllandi hafa mjólkurvörur verið fjarlægðar úr búðum og sagt er að geislavirkni sé enn að aukast í landinu. V- Þýskaland tilkynnti í gær að sér- stakar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að fylgjast með frekari geislavirkni. Stjórnin sagði að þó vindar snerust í vesturátt og geislavirkni færðist yfir, yrði geislavirknin langt fyrir neðan hættumörk þegar hún bærist yfir landið. London — Líbýustjórn tilkynnti í gær að hún ætlaði sér að vísa 19 Bretum, 36 Spánverjum og 53 ítölum úr landi. Þessi ákvörðun mun hafa verið tekin vegna brottrekstrar Líbýu- manna frá ýmsum Evrópu- löndum að undanförnu. Búast má við frekari brottrekstri Evr- ópumanna á næstunni. Breska utanríkisráðuneytið sagði frá því að líbýska innflutningseftirlitið hefði skipað fimnt breskum fyrir- tækjum að minnka fjölda starfs- manna um alls 19. Þessir 19 menn munu hafa fengið 48 klukku- stunda frest til þess að yfirgefa landið. Spánverjarnir 36 sem eiga að yfirgefa Líbýu, eru tæknifræðing- ar sem unnið hafa að vegalagn- ingu í landinu. Vegabréf þeirra hafa verið gerð upptæk og fara þeir úr landinu í dag. ítalirnir sem gert er að fara úr landi, hafa unnið fyrir fimm ít- ölsk fyrirtæki í Líbýu. Ellefu þeirra fóru til Möltu í fyrradag. Noregur Olían er undirrótin Eftir að norska stjórnin hefur sagt sagt af sér, eru þeir fáir á norska þinginu sem hafa sérstakan áhuga á að fást við afleiðingar olíulœkkunar Osló — Óþægileg staða er nú komin upp í norskum stjórnmálum eftir að hægri stjórn Kaare Willochs hefurtil- kynnt að hún muni segja af sér. Willoch tilkynnti í fyrrakvöld að hann myndi færa konunginum afsögn sína og biðja hann að bjóða Gro Harlem Brundtland, formanni Verka- mannnaflokksins að mynda nýja stjórn. Vitað er að Brundtland hefur lítinn áhuga á að mynda nýja stjórn við þær aðstæður sem nú ríkja á þinginu. Ný vinstri stjórn mun eiga alveg jafn erfitt meða að koma sínum tillögum um umbætur í efnahagsmálum í gegnum þingið. Það sem gerir hlutina nokkuð snúna er ákvæði í stjórnarskránni sem segir að kosningar skuli án undantekn- inga aðeins vera á fjögurra ára fresti. í atkvæðagreiðslum á þinginu í fyrrakvöld munaði einu atkvæði að tillögurnar yrðu samþykktar. í þeim fólust almennar skatta- hækkanir og lækkun á fjárfram- lögum hins opinbera. Framfara- flokkurinn var að sjálfsögðu á móti öllum skattahækkunum og eftir síðustu þingkosningar þarf hægristjórn Willochs að reiða sig á stuðning Framfaraflokksins. Verkamannaflokkurinn hafði m.a.Iagt til að lagðir yrðu skattar á hina efnameiri en mun að lík- indum ekki takast að ná meiri- hlutafylgi um slíkar ráðstafanir. „Svarta gullið“ En undirrót kreppunnar í norskum stjórnmálum má rekja til „svarta gullsins“, olíunnar. Hið mikla hrap á olíuverði á heimsmarkaði er lykilástæðan fyrir því að stjórn Kaare Willochs ætlar nú að segja af sér. Tekjur ríkisins af olíusölu lækka úr 6,3 milljórðum dollara árið 1985, niður í tæplega 4,7 milljarða doll- ara á þessu ári. Verðið á hverri tunnu af olíu hefur fallið úr 30 dollurum niður í 12 dollara. Willoch var endurkjörinn í september síðastliðnum, hann hafði áður haft öruggan meiri- hluta á þinginu. Nú er það fylgi hins vegar komið í nauman minnihluta og tveir þingmenn Framfaraflokksins hafa tryggt hægristjórninni eins atkvæðis meirihluta. Skattahækkanir eru hins vegar bannorð hjá þeim flokki og því fór sem fór. í kosn- ingabaráttunni barðist Verka- mannaflokkurinn fyrir því að meira af olíutekjunum færu í sameiginlega neyslu en Willoch neitaði þessu og hefur undanfarið unnið markvisst að því að selja ríkisfyrirtæki. Hver tillagan af annarri hefur komið frá stjórn- arflokkunum sem stefna í þessa átt. Þannig kom félagsmála- ráðherrann nýlega með tillögur Brundtland, formaður norska Verka- mannaflokksins hefur lítinn áhuga á að taka við stjórnartaumunum. um að læknar fengju aðstöðu til að reka einkastofur sínar á ríkis- sjúkrahúsum. Þá kom einnig ný- lega fram tillaga um að gömlu fólki og langlegusjúklingum yrði komið fyrir á einkahjúkrunar- heimilum. Embættismenn hafa lýst því yfir hvað eftir annað að þeir sjái enga þörf á að ríkið sé í atvinnurekstri og þeir eru þegar byrjaðir að selja ríkisfyrirtæki og eru þegar byrjaðir að selja, þar má nefna Osram og Anker raf- hlöðufyrirtækið. Stjórnin hefur undanfarið verið harðlega gagnrýnd fyrir að vinna markvisst í þágu hinna ríku og Verkamann- aflokkurinn hefur krafist hærri skatta á hátekjufólk. Á það hefur ekki verið hlustað hingað til. En Verkamannaflokkurinn stendur frammi fyrir sama vanda og stjórnarflokkarnir nú. Hann hef- ur ekki meirihlutafylgi á þingi og stendur frammi fyrir sama olíu- vanda. Brundtland hefur sagt að styrki til iðnaðar og gjaldeyris- tekjur af olíu eigi að nota til að gera Norðmenn ekki eins háða olíuframleiðslunni og verið hef- ur. Spurningin er nú, hvernig verður ný stjórn samansett? Brundtland sagði á þinginu í fyrr- akvöld að Willoch hefði, ef hann hefði viljað, geta afstýrt stjórnar- kreppu. Verkamannaflokkurinn hefur nú stuðning Sósíalíska vinstriflokksins og þarf því stuðn- ing að minnsta kosti tveggja flokka úr stjórninni. Willoch sagði £ gær að hægri flokkarnir væru að vissu marki reiðubúnir til að starfa með nýrri minnihluta- stjórn vinstri flokkanna. Eins og fyrr sagði gerir stjórnarskráin ekki ráð fyrir að hægt sé að boða til kosninga nema á hinum hefð- bundna fjögurra ára fresti. Nor- skir þingmenn verða því að leysa stjórnarkreppuna sjálfir. Sendum launafólki um land allt árnaðaróskir á hátíðisdegi verkamanna, 1. maí. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Fimmtudagur 1. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.