Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 16
DJÓÐVIUINNIJTII fITIMf ÁRA 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Fimmtudagur 1. maí 1986 97. tölublaö 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Frá 1979 Samfelld lymun kaupmattar Sighvatur Björgvinsson áfundifélagshyggjufólks á Hótel Borg: Kaupmáttur kauptaxta rýrnað um 30%, - launaskrið aukist um 24% á sama tímabili. Kaupmáttur kauptaxta hefur tæka fólkið hefur orðið að taka á orðið sér útum kaupmáttaraukn- miðað við yfirlýsingar ASÍ um dregist saman um allt að kíp ín% kiaraskprfiinai! hafa hin- íneu um tum' nrósenta " saofti mat þess á samningunum er gert ráð fyrir að kaupmáttur umsam- inna launa standi í stað, en launa- skrið, þ.e. launamisréttið í aupmáttur kauptaxta hefur dregist saman um allt að þriðjung frá árinu 1979, en á sama tíma hefur verið samfellt launaskrið. Þetta þýðir að mörg verkalýðsfélög eru orðin í raun tvöföld, - annars vegar samning- saðilar um opinberan kauptaxta og hins vegar leynifélög um launamál, sagði Sighvatur Björg- vinsson á fundi félagshyggjufólks á Hótel Borg í fyrrakvöld. Sighvatur rakti tölur um kaup- mátt atvinnutekna, vinnutíma, kauptaxta og launaskrið frá árinu 1978. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hefur kaupmáttur kauptaxta dregist saman á milli ára frá árinu 1979. „Á sama tíma og kaupmáttur umsaminna launa hefur dregist saman á hverju ári hefur launa- skrið aukist til þeirra hópa sem þess njóta. Mismunurinn er að sjálfsögðu aukið launabil, - það er alvarlegasta afleiðing þeirra samninga sem gerðir hafa verið af þeím sem þeim ráða á síðustu árum," sagði Sighvatur á fundin- um. „Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að BSRB er að sundrast - og það má einnig kenna sömu þró- unar annars staðar, - ASÍ kann að fara sömu leið," sagði Harald- ur Steinþórsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BSRB um þetta mál. „Kaupmáttarrýrnun samnings- bundinna launa hefur á þessu tímabili numið 30%, - launskrið- ið hefur á sama tíma aukist um rúmlega 24% miðað við að allir launamenn nytu launaskríðsíns, þegar að tekið er tillit til þess að aðeins hluti launamanna nýtur launaskriðs tákna þessar tölur að launabil í þjóðfélaginu milli hinna lægst launuðu og þeirra sem betur mega sín hefur aukist um 40-50% á þessum fáu árum. Með öðrum orðum - á meðan fá- Blönduós Guðmundur Theódórsson í 1. sæti Alþýðubandalagsmenn og óháðir á Blönduósi hafa ákveðið framboð til sveitastjórnarkosn- inga. Guðmundur Theódórsson mjólkurfræðingur er í fyrsta sæti. 2. Kristín Mogensen kaup- kona, 3. Eiríkur Jónsson skóla- stjóri, 4. Ingunn Gísladóttir deildarstjóri, 5. Ásgeir Blöndal skipstjóri, 6. Ásta Rögnvaldsdóttir bókavörður, 7. Jón Hannesson framkvæmda- stjóri, 8. Málfríður Lorange sál- fræðingur, 9. Stefán Berndsen trésmiður, 10. Guðrún Tryggvá- dóttir húsmóðir, 11. Gísli Garð- arsson verkstjóri, 12. Jakob Jóns- son trésmiður, 13. Gunnar Krist- jánsson símvirki, 14. Sturða Þórðarson tannlæknir. Alþýðubandalagsmenn buðu áður fram lista með Framsóknar- mönnum og Alþýðuflokks- mönnum á Blönduósi, - lista vinstri manna. Upp úr því sam- starfi hefur slitnað og því bjóða Alþýðubandalagsmenn og óháð- ir fram sérstakan lista núna. Vinstri listinn átti 3 af fimm bæjarfulltrúum og myndaði meirihluta á síðasta kjörtímabili. -óg tæka fólkið hefur orðið að taka á sig 30% kjaraskerðingu hafa hin- ir betur settu hópar ekki aðeins getað velt af sér öllum kjara- skerðingunum, heldur einnig orðið sér útum kaupmáttaraukn- ingu um tugi prósenta," sagði Sighvatur. „í síðustu kjarasamningum heldur þessi þróun áfram, því þjóðfélaginu vaxi á samningstím- anum um 2% til 4%. Það er því ekki hægt að segja að menn gangi blindir frá samningsborði," sagði Sighvatur Björgvinsson. _ös ;V:»M'ry ¦ ¦. ¦ ......:„^.,M,..:v.v,,/i. - „Halló" „Halló" „Halló" „Komið þið öll blessuð og sæl" „Fundur er settur, fyrsta mál á dagskrá." (Mynd E.ÓI.). Sími Allir á sömu línu Bara að hringja í 02 ogpanta símtal við marga í einu. Tiltölulega mjög ódýrt. Þjónusta sem er ekki mikið notuð Piið er hægt að tala við fleiri en einn í einu, hér á Reykjavík- ursvæðinu, kostar það aðeins kr. 33,65 í eins langan tíma og maður vill, sagði Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma er Þjóðviljinn spurði hann hvort rétt væri að hægt væri að hringja í 02 og panta samtöl við fleiri en eiim aðila á mismunandi stöðum á landinu og tala við alla í einu. Jóhann sagði að það þyrfti ekki endilega að panta slík samtöl fyrirfram en það færi eftir atvik- um hve lengi símastúlkurnar væru að afgreiða þessi svoköll- uðu hópsamtöl. þetta er allt tengt saman gegnum skiptiborðið í Reykjavík, ogef talað er út á land er til dæmis hægt að tala við einn á Akureyri, annan á Þingeyri og þann þriðja á Húsavík, og alla í einu. Mínútan út á land kostar kr. 9,75 á hvern stað, - þannig kostar símtal við fjóra kr. 30,00 og reikningurinn kemur á það núm- er sem pantar hópsamtalið. Guðbjört Erlendsdóttir varð- stjóri á langlínumiðstöð sagði þetta ekki mikið notað en þó væri nokkuð um að menn héldu fundi svona í gegnum símann. Hún sagði að landssíminn væri búinn að veita þessa þjónustu núna í nokkur ár. Ing. Lionsmenn gegn vímuefnanotkun Utidagskrár um allt land Undir kjörorðinu „Vímulaus œska". Lionsmenn um allan heim taka höndumsaman íbaráttunni gegnfíkniefnum. Aukinfrœðslaog kynning á málefninu vímulaus Laugardaginn 3. maí nk. mun Lionshreyfingin í Reykjavík standa l'yrir dagskrá á Lækjar- torgi í Reykjavfk. Dagskrá þessi er liður í fimm ára áætlun Lions- manna í baráttunni gegn vímu- efnanotkun. Lögð verður sérstök áhersla á að kynna fólki baráttu- merki Lionshreyfingarinnar gegn fíkniefnum „Túlípanamerkið". Kl. 13.15 verður safnast saman á horni Frakkastígs og Laugaveg- ar og síðan gengið í skrúðgöngu niður á Lækjartorg þar sem skemmtidagskrá hefst kl. 14.00. Þar munu m.a. hljómsveitirnar Voice og Greifarnir skemmta, Eiríkur Fjalar, Óskar og Emma, unglingar úr Fellahelli og kynnir verður Haraldur Sigurðsson. í apríl 1982 samþykkti alþjóða- stjórn Lionshreyfingarinnar að eitt stærsta verkefni hreyfingar- innar á næstu árum skyldi vera barátta gegn misnotkun fíkni- efna. Vegna síaukinnar vímuefna- neyslu á Norðurlöndum og í Evr- ópu hefur Lionshreyfingin á Norðurlöndum sameinast um að gera fyrsta laugardag í maí ár hvert að samnorrænum baráttu- degi Lionsfélaga gegn vímuefn- um. Hér á Iandi verður helsta áherslan lögð á forvarnarstarf, t.d. er einn liður í starfinu að styrkja kennara tii að sækja nám- skeið hér heima eða erlendis til að þeir verði betur undir það Túlípanamerkið: Tveir túlípanar, annar þráðbeinn og geislandi af hreysti hins heilbrigða, hin boginn, tókn niðurbrotins fíkniefnaneytandans búnir að sinna fræðslu um þessi mál innan skólanna. Nú þegar er hafin kynning á Túlípanamerk- inu í skólum og verið er að dreifa burðarpokum með merkinu í matvöruverslanir. -Ing

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.