Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Bikarúrslitaleikurinn
Víkingsseiglan
er söm við sig
Víkingar íslands- og bikarmeistarar 1986 og unnu bikarinn
fjórða árið í röð. Stórkostleg frammistaða markvarðarins
óþekkta í sigrinum á Stjörnunni
Gatnla Víkingsseiglan er söm
við sig og hún sá til þess í gaer-
kvöldi að bikarinn flendist við
Hæðargarðinn. Víkingur vann
Stjörnuna 19-17 í hörkuspenn-
andi úrslitaleik bikarkeppninnar
í Laugardalshöllinni í gærkvöldi,
eftir að Stjarnan hafði leitt með
tveimur mörkum, 14-12, þegar 12
mínútur voru til leiksloka. Vík-
ingur er bikarmeistari fjórða árið
í röð, einstakt í sögu keppninnar,
og það sem meira er, félagið hefur
sigrað tvöfalt í vetur — er
íslands- og bikarmeistari í hand-
knattleik 1986.
Góður varnarleikur og frábær
markvarsla einkenndi leikinn.
Kristján Sigmundsson gat ekki
leikið í marki Víkinga vegna
meiðsla en hinn lítt þekkti Finnur
Thorlacius tók stöðu hans og átti
vægast sagt stórkostlegan leik.
Hann lokaði markinu á þýðing-
armiklum köflum og varði 15
skot í leiknum. Brynjar Kvaran í
Stjörnumarkinu var líka í miklum
ham og hirti 16 skot frá Víking-
um.
Stjarnan komst í 3-1 en Víking-
ar jöfnuðu og komust fyrst yfir
7-6. Þeir náðu síðan 3ja marka
forskoti fyrir hlé, 10-7.
Stjarnan virtist vera á góðri
leið með að gera útum leikinn á
fyrri hluta seinni hálfleiks. Gylfi
Birgisson, Eyjamaðurinn há-
vaxni, var óstöðvandi og félagar
hans voru vel með á nótunum.
Eftir 18 mínútur höfðu Garðbæ-
ingar skorað 7 mörk gegn 2 og
staðan 14-12.
Þá kom lykilatriðið að sigri
Víkinga. Þeir tóku Hannes og
Gylfa úr umferð og lömuðu með
2.flokkur
FHlékk
bikarinn
FH-ingar urðu bikarmeistarar
í 2. flokki karla í handknattleik í
gærkvöldi þegar þeir sigruðu ÍR
20-16 í úrslitaleik í Laugardals-
höllinni. ÍR-ingar höfðu undir-
tökin lengi vel, leiddu 11-8 í hálf-
leik og komust í 14-12 en sex FH-
mörk í röð gerðu þá útum leikinn.
—VS
því sóknarleik Stjörnunnar.
Hann varð ráðleysislegur og óag-
aður, Víkingar gerðu næstu 3
mörk og eftir það voru undir-
tökin þeirra. Hannes jafnaði, 17-
17, þegar 3 mín. voru eftir en
Karl braust í gegn og kom Vík-
ingum yfir á ný, 18-17. Þegar 70
sek. voru eftir var Einari Jóhann-
essyni vikið af leikvelli, Víkingar
því manni færri það sem eftir var,
en Stjörnumenn nýttu sér það
ekki. Ótímabært skot 55 sek.
fyrir leikslok og hinn síungi 35 ára
gamli Páll Björgvinsson tryggði
Víkingi sigur, svo sannarlega
ekki í fyrsta sinn, þegar hann
læddi sér í gegnum vörn Stjörn-
unnar og skoraði, 19-17, þegar 35
sek. lifðu af leiknum.
„Þetta er frábær endir á löngu
og erfiðu keppnistímabili,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson, fyr-
irliði Víkinga, í spjalli við Þjóð-
viljann eftir leikinn. „Tvöfaldur
sigur og bikarinn fjórða árið í
röð, betra getur það ekki verið.
Mikil vinna, frábær þjálfari (Árni
Indriðason) og góður mann-
skapur lögðu grunninn að þess-
UEFA-bikarinn
Real
malaði
Köln
Real Madrid gerði scinni úr-
slitaleik UEFA-bikarsins í knatts-
pyrnu næstum því að formsatriði
með því að sigra Köln 5-1 í þeim
fyrri á Bernabeau-leikvanginum í
Madrid í gærkvöldi.
Vestur-Þjóðverjarnir byrjuðu
þó vel því Klaus Allofs kom þeim
yfir á 29. mínútu. Hugo Sanchez
og Rafael Gordillo komu Real í
2-1 fyrir hlé og Jorge Valdano
skoraði, 3-1, á 51. mínútu. Köln
virtist ætla að sleppa með það en
Valdano skoraði aftur á 84. mín.
og gamli refurinn, Carlos Santil-
lana, innsiglaði sigurinn með
marki á lokamínútnni, 5-1.
Seinni leikur liðanna fer fram í
Köln á þriðjudaginn —VS/Reuter
um árangri. Hálftíma fyrir
leikinn varð ljóst að Kristján gæti
ekki leikið í markinu. Við ákváð-
um að þjappa okkur vel saman í
kringum Finn, náðum góðum
varnarleik og það gerði gæfu-
muninn.“
Finnur var hetja Víkinga ásamt
Páli Björgvinssyni. Það er alltaf
ævintýrakeimur af því þegar
óþekktur leikmaður kemur og
slær í gegn í úrslitaleik. Páll er
alltaf samur við sig, bestur þegar
mest liggur við. E'n heildar-
frammistaðan hjá Víkingsliðinu
er það sem mestu máli skiptir,
það eru reynslan, seiglan og sam-
heldnin sem hefur fært liðinu
sæta sigra í vetur.
Stjarnan getur verið sátt við
sinn hlut í þessum úrslitaleik.
Garðbæingarnir sýndu að þá
vantar aðeins herslumuninn til að
krækja í stóru titlana, lið þeirra er
ungt og á að geta náð langt. Segja
má að reynsluleysið hafi orðið
þeim að falli í gærkvöldi, þeir
stóðust ekki álagið í lokin. Gylfi
og Hannes voru lykilmennirnir
ásamt Brynjari í markinu, Gylfi
getur úr þessu ekki átt langt í
landsliðssætið.
Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 6,
Guömundur Guðmundsson 3, Guðmund-
ur Albertsson 3, Karl Þráinsson 3, Steinar
Birgisson 3(2v), Hilmar Sigurgíslason 1.
Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 7,
Hannes Leifsson 5(1 v), Hermundur Sig-
mundsson 2, Sigurjón Guðmundsson 2,
Magnús Teitsson 1.
Ólafur Haraldsson og Stefán
Arnaldsson dæmdu leikinn. Þeir
byrjuðu vel en voru síðan mi-
Knattspyrna
Argentína
lá í Oslo
Norðmenn komu heldur betur
á óvart í gærkvöldi þegar þeir
sigruðu Argentínumenn 1-0 í vin-
áttulandsleik í Osló. Kjetil Osvold
skoraði sigurmarkið 8 mínútum
fyrir leikslok. Leikur Argentínu-
manna olli miklum vonbrigðum,
þeir lágu í vörn allan tímann og
stjörnur á borð við Passarella og
Maradona náðu ekki að lyfta leik
liðsins á hærra plan_VS/Reuter
1
Guðmundur Gu&mundsson fyrirliði Víkinga lyftir bikarnum — Víkingar eru
íslands- og bikarmeistarar 1986. Mynd: E.ÓI.
Enska knattspyrnan
Liverpool meistari á laugardaginn?
Sigraði Leicester á meðan Everton tapaði. West Ham í öðru sœti og á möguleika
Enski meistaratitiilinn í knatt-
spyrnu blasir við Liverpool. Tak-
ist Kenny Dalglish og félögum að
sigra Chelsea á Stamford Bridge í
London á laugardaginn hrósa
þeir sigri í 1. deildinni, hvað svo
sem West Ham og Everton gera.
Liverpool vann Leicester 2-0 á
útivelli í gærkvöldi á meðan Ox-
ford lagði Everton 1-0. Liverpool
stendur nú meiri ógn af West
Ham en af grönnum sínum Evert-
on, ef Liverpool nær ekki að sigra
Chelsea og West Ham sigrar
WBA og síðan Everton stendur
Lundúnaliðið uppi sem meistari í
fyrsta sinn en það vann sigur á
Ipswich í gærkvöldi.
Úrslit í ensku knattspyrnunni í
gærkvöldi urðu þessi:
1-delld:
Leicester-Liverpool..................0-2
Oxford-Everton.......................1-0
West Ham-lpswich.....................2-1
2. deild:
BradfordC.-Millwall..................0-2
3. deild:
DerbyCounty-Bury.....................1-1
Lincoln-Bristol R....................2-2
Liverpool kom sér í þægilega
stöðu í Leicester með tveimur
mörkum í fyrri hálfleik. Ian Rush
og Ronnie Whelan voru þar að
verki og nú er staða Leicester
orðin mjög slæm.
Everton virtist ætla að kreista
út mikið heppnisstig í Oxford.
Þrátt fyrir mikla stórskotahríð
heimaliðsins, t.d. tvö stangarskot
frá Billy Hamilton, stefndi allt í
0-0. En mínútu fyrir leikslok
skoraði Les Phillips sigurmarkið
og nú eiga mjólkurbikarmeistar-
arnir alla möguleika á að halda
sér uppi, eiga eftir tvo heima-
leiki.
Og naumt var það hjá West
Ham. Ipswich náði forystu á 64.
mínútu með marki frá Kevin Wil-
son en Alan Dickens náði að
jafna 8 mínútum síðar. Þegar 4
mínútur voru til leiksloka fékk .
svo West Ham vítaspyrnu og
Skotinn með stáltaugarnar, Ray
Stewart, skoraði af öryggi, 2-1.
Staða efstu og neðstu liða 1.
deildar:
Liverpool.......41 25 10 6 88-37 85
WestHam.........40 25 6 9 70-35 81
EvertOfl........40 24 8 8 78-39 80
Man.Utd.........41 22 9 10 69-35 75
Ipswich.........41 11 8 22 32-54 41
Coventry........41 10 10 21 46-70 40
Oxford..........40 9 12 19 58-78 39
Leicester.......41 9 12 20 53-76 39
Birmham.........41 8 5 28 30-72 29
W.B.A...........41 4 12 25 33-86 24
Á laugardag eru þýðingar-
mestu leikirnir Chelsea - Liverp-
ool, Everton - Southampton,
WBA - West Ham, Covéntry -
QPR, Leicester - Newcastle, Óx-
ford - Nottm.Forest og Shef-
f.Wed. - Ipswich. Everton og
West Ham mætast síðan á mánu-
dag, sem og Oxford og Arsenal.
—VS/Reuter
d