Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 8
MANNLIF Kynning á skólastarfi Foldaskóli, yngsti skóli Reykjavflcur Grafarvogurfyrr og nú. Nemendurnir kynna sér umhverfi sitt. Nauðsynlegur þáttur í skólastarfinu Foldaskóli í Grafarvogi er yngsti skóli Reykjavíkur. A laugardaginn var haldin þar kynning á skólastarfinu og verk- efnum sem nemendur hafa unnið í tengslum við Reykjavíkuraf- mælið. Verkefnið var einangrað við umfjöllun um Grafarvog og nán- asta umhverfi nemendanna sagði skólastjórinn Arnfinnur Jónsson. „Pau gerðu meðal annars líkan af hverfinu áður en það byggðist og merktu inn öll gömul örnefni. Svo teiknuðu þau upp kort af byggðinni eins og hún er í dag og gerðu könnun á íbúafjölda, fjöl- skyldustærð, hvaðan það fólk kemur sem nú býr eða er að byggja í Grafarvogi. Þau fóru líka í heimsóknir í þær stofnanir sem eru hér í næsta nágrenni,“ sagði Arnfinnur enn fremur. „Þau fóru í Aburðarverksmiðjuna, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins að Keldum, Gufunesradíó, Sjúkra- stöðina Vog og á sorphaugana. Þau unnu síðan úr þessum efni- viði og afraksturinn má sjá hér í líkönum, myndum, kortum og öðru slíku. Litlu krakkarnir fóru og skoðuðu fuglalífið og bjuggu til fugla sem hengdir voru í loftið og eru voðalega skrautlegir.“ Foldaskóli er í nýju skólahúsi efst í Grafarvogi og geta má þess að lokum að hann er einn af ör- fáum einsetnum skólum á höfuð- borgarsvæðinu. Ing Guðrún Unnur og María Aðalsteins sögðu að það hefði verið mjög gaman að vinna að verkefninu um Grafarvoginn. Þeim fannst fuglarnir líka svo skemmtilegir. (Mynd: Sig). María og Þóra leyfðu gestum Esjubergs að njóta starfskrafta sinna. (Ljósm.: Sig). Hvammstangakrakkar Starfskynning á Hótel Esju Nemendur 9. bekkjar Grunn- skóla Hvammstanga eru þessa viku stödd í Reykjavík í starfs- kynningu. Starfskynningin er skylda og þurfa þau að skrifa um hana ritgerð sem metin verður til einkunnar. Hver og einn mátti velja sér staði til að heimsækja og ráða hversu lengi hann dveldist þar. Staðirnir sem þau völdu sér voru að sjálfsögðu mjög misjafnir enda valdir eftir áhugasviði ein- staklinganna. Sem dæmi um val þeirra má nefna Þjóðviljann, Lyngás, Hót- el Sögu, Myndlista- og handíða- skólann og Laugavegsapótek auk nokkurra sígildra staða svo sem sjónvarpsins og hárgreiðslustofa. Á Esjubergi voru tvær stelpur, þær Þóra Sverrisdóttir og María Guðmundsdóttir, á mánudag og þriðjudag. Við fórum og spjöll- uðum dálítið við þær. Þær sögð- ust hafa valið þennan stað bara upp á grín og að þeim líkaði bara ágætlega. María sagðist vera í eldhúsinu við að smyrja brauð, skera grænmeti og setja í upp- þvottavélina. Þóra var aftur á móti í salnum, skipti um dúka, þreif borð og fór með morgunmat á herbergi. María sagðist hafa matargerð að tómstundagamni og því félli henni þetta ágætlega. En Þóra sagðist ekki vera spennt fyrir að leggja þetta fyrir. Næstu daga ætlaþærm.a. íNóaog Síríus og á hárgreiðslustofu. -H + H Verður gott grasár? Nú benda h'kur til þess að þetta sumar verði grasgefið. Þeir bændur sem eru vel staddir með fyrningar ættu að geta komist af með tvo þriðju af þeim áburði, sem almennt var borinn á í fyrra- vor. Það hefur sýnt sig, að góður heyfengur bregst varla þegar vet- urinn hefur verið mildur, og eftir harða vetur er það undantekn- ing, að heyskapur verði ekki í lakara lagi. Dæmi um þetta sést á þeirri teikningu sem hér fylgir af vetrarhita í Stykkishólmi og með- alheyfeng á öllum búreikninga- býlum landsins árin 1974-1984. Að þessu sinni var meðalhitinn í október-apríl í Stykkishólmi, -1 gráða, sá sami og hann var að meðaltali á góðæraskeiðinu 1931- 1960. Þetta er 1,6 stigum meiri hiti en var að jafnaði köldu vet- urna, sem enduðu 1981-1983 og 1979. í fyrra brugðu margir á það ráð eftir mikið grasár 1984 að draga úr notkun tilbúins áburðar, að meðaltali um 10% á öllu landinu. En samkvæmt reynslu af vetrarhita og heyfeng sýnist mér samt að töðufall verði núum 15% meira en þarf til vetrarfóðurs handa þeim búpening, sem nú er í landinu, að óbreyttum áburði. Mér þykir líklegast að talan verði nú 4,25 miljónir rúmmetra, talin í þurrheyi. Búféð tel ég að hafi verið 117,6 þúsund kvígildi um áramót (mjólkandi kýr 1 kvígildi, aðrir nautgripir 0,4, sauðkindin 0,08 og hrossið 0,20 kvígildi). Síðustu 10 ár hefur heyskapur numið 31,5 rúmmetrum á kvígildi að jafnaði. Samkvæmt því er þörfin fyrir vetrarfóður 3,7 milj- ónir rúmmetra, 13% minni en líklegur heyfengur að óbreyttum áburði. Þess vegna ætti nú að vera hægt að spara mikinn áburð. Sá bóndi, sem telur sig nú eiga nógar fyrningar, getur komist af með 65% af þeim tilbúna áburði sem notaður var í fyrra, ef hann nýtir allan búfjáráburð. Þó gæti verið hagkvæmt að draga ekki nema 20% af köfnunarefninu, en 70% af fosfór og kalíi í tilbúnum áburði. Mest hey fæst fyrir áburð- inn með því að bera hann á allt túnið, fremur en að skilja eftir hluta þess. Sá bóndi sem á nú engar fyrn- ingar má ekki bera minna á en í fyrra, en þá ætti hann líka að geta aflað heyja sem eru 15% meiri en þarf til vetrarfóðurs, ef allur bú- fjáráburður er líka nýttur. Að öllu samanlögðu sýnist mér, að bændur geti nú dregið úr áburðarkostnaði sem nemur 200 miljónum króna, og verið þó birgir af heyjum í haust, jafnvel þó að búfé verði ekki fækkað. Flestir munu þó telja líklegt, að það verði gert, vegna markaðs- erfiðleika. En í lokin skaðar ekki að minn- ast þess, hvað heygæði eru mik- ilsverð. Hvers vegna ekki að verja þeim fjármunum, sem hægt er að spara í áburðarkaupum, til þess að bæta aðstöðu til votheys- verkunar? Með þvf vinnst þá líka, að hægt verður að minnka kjarnfóðurgjöf næsta vetur, að meinalausu. Og þann væntanlega sparnað má þess vegna líka leggja í undirbúning votheysgerðar, til þess að auka öryggi og sam- keppnishæfni landbúnaðarins í framtíðinni. Þess má svo geta, að allar tilraunir sýna, að því meiri verður sprettan sem fyrr er borið á á vorin, helst um leið og vel fært er orðið um völlinn. Það verður fyrst á gömlu valllendi og móa- túnum, síðar á flötum mýrartún- um. Þeim sem kynnu að vilja at- huga betur, á hverju ég byggi þessar hugleiðingar, skal bent á greinar í Frey 1985, bls. 286 og 989, ennfremur greinar sem þar er vísað til. Skrifað 29. apríl 1986. Páll Bcrgþórsson Páll Bergþórsson skrifar 1975 1980 1985 Teikningin sýnir hvernig árlegur meðalheyfengur á öllum búreikningabýlum landsins (efra línuritið) hefur fylgt hitanum í Stykkishólmi (neðra línuritið) í október-apríl veturinn áður. Eðlilega er samræmið ekki fullkomið, meðal ann- ars vegna þess að sumarhiti leggur líka nokkuð til málanna, til dæmis 1979. Þessi gögn hafa ekki verið birt áður, en þau staðfesta vel áhrif vetrarhitans í öðrum rannsóknum. Eftir þessu að dæma er heyfengur að jafnaði 30% meiri eftir vetrarhitann +1 gráðu en eftir vetrarhitann -1 gráðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.