Þjóðviljinn - 10.05.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Síða 5
DtiðmnuiNN Umsjón: Óskar Guðmundsson Brubl Reykvíkingar borga reikninginn Spilling og bruðl. Reikningur upp á hundruð miljóna. Nesjavellir- Ölfusvatn - ísbjörninn. Gatnagerðargjöldum við Skúlagötu sleppt. Gjöfintil Iðngarða. Vitlausar togarasölur Flokkskírteini í Sjálfstæðisflokknum kemur sér stundum vel.Tsbjarnarbræðurn- ir, úr innsta hring flokksins í Reykjavík, þurftu aðstoðar við þegar fyrirtæki þeirra gekk sífellt ver. Hjálparsveitin kom í gervi borgarstjóra, sem færði þeim eigur Bæjarútgerðarinnar á silfurfati. Reykvíkingar þurftu hins vegar að taka á sig 200 miljón króna skuld til að nýja fyrirtækið, Grandi hf. gæti byrjað með hreint borð. Spiliing og óráðsía í fjármála- stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur kostað Reykvíkinga hundruð miljóna á þessu kjörtímabili. Með hertu flokksræði í borgarkerflnu gerast gæðingar Sjálfstæðis- flokksins æ bíræfnari, og valds- menn flokksins, með Davíð borg- arstjóra í broddi fylkingar, eru orðnir svo handvissir um meiri- hluta flokksins að þeir telja sig ekkert hafa að óttast. Þeir leyfa sér því nánast hvað sem er og skella skollaeyrum við varnaðar- orðum flokksbræðra og gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Tök Sjálfstæðisflokksins á ríkisfjölmiðlunum og múll þeirra á Morgunblaðinu gera það hins vegar að verkum, að mjög fáir Reykvíkingar gera sér grein fyrir því, hversu mjög spillingin hefur vaxið undir núverandi borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins. Af sömu ástæðu hafa menn kokgieypt þann áróður að Reykvíkingar búi við „trausta fjármálastjórn“. Ábendingar Þjóðviljans og stjórnarandstöðu hafa þó opnað augu margra fyrir því, að stjórn Sjálfstæðisflokks- ins á fjármálum Reykvíkinga hef- ur veikst mjög á síðasta kjörtíma- bili. Hún er beinlínis orðin slöpp. Meira að segja Sjálfstæðismenn sjálfir skynja þetta, það sást til dæmis á grein Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Morgun- blaðinu á uppstigningardag. En þar sá borgarfulltrúinn sérstaka ástæðu til að hamra á því, að víst væri nú fjármálastjórn flokksins „traust"! Ölfusvatn - 60 miljónir Davíð Oddsson beitti sér sér- staklega fyrir því að borgin keypti jörðina Ölfusvatn austur í sveit- um. Jörðin var ekki metin á nema á um 400 þúsund krónur. Davíð knúði hins vegar í gegnum borg- arstórn að Reykjavík keypti Ölf- usvatn á 60 miljónir! Skýring Sjálfstæðisflokksins var sú, að jarðhita væri að finna í parti jarð- arinnar, og þess vegna væri verj- anlegt að greiða 60 miljónir fyrir jörð sem er metin á 400 þúsund krónur. Hitt er samt sem áður staðreynd, að verði þessi hiti ein- hvern tíma brúklegur, þá verður það í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir hundrað ár. Hin raunverulega skýring á kaupum Davíðs á Ölfusvatninu er auðvitað sú, að jörðin var í eigu erfingja fyrrum áhrifamanns í Sjálfstæðisflokknum, Sveins Ben. Flokksítökum var beitt til að greiða 60 miljónir króna (72 á núvirði) fyrir jörð, sem áhrifa- mikil fjölskylda í Sjálfstæðis- flokknum átti. Til að kóróna spillinguna sem fólst í Ölfusvatnskaupunum var svo fólgið í samningnum, að gömlu eigendurnir máttu nota jörðina áfram í hálfa öld án endurgjalds, leigja hana eftir það, byggja þrjá sumarbústaði (í viðbót við þá sex sem fyrir voru), bátaskýli og leggja veg. Nýi eigandinn, Reykjavíkurborg, mátti hins vegar ekkert gera á jörðinni í aldarfjórðung! Þetta er svartasta dæmið um spillinguna, sem hefur sprottið upp undir verndarvæng Sjálf- stæðisflokksins. ísbjarnar- bræðurnir - 200 miljónir Á fleiri stöðum en í Ölfus- vatnsmálinu hefur Davíð Odds- son gengið fram fyrir skjöldu til að nota peninga Reykvíkinga til að hygla flokksbræðrum sínum. Stofnun Granda hf. úr Búr og ís- birninum er dæmigerð. ísbjörn- inn, hið gamla flaggskip einka- framtaksins í Reykjavík og eftir- læti Morgunblaðsins, var á hraðri niðurleið. Að baki flokkstjalda var tekin ákvörðun um að bjarga bræðrunum sem áttu fyrirtækið með því að sameina það BÚR. Davíð Oddsson tók þessa ákvörðun einn. Aðrir borgar- fulltrúar vissu ekkert um hana. Ekki einu sinni þeir sem þó eru í Sjálfstæðisflokknum. Einsog aðrir borgarbúar lásu þeir fyrst um björgunarafrek Davíðs í Morgunblaðinu. Málsvörn Davíðs var sú, að hann vildi „auka hagræði í fisk- vinnslu“ í Reykjavík. Hvers vegna var þá BÚR ekki sameinað Hraðfrystistöðinni, sem þó var í næsta húsi? Framkoman gagnvart Kirkju- sandi, öðru frystihúsi í Reykja- vík, sannar þó öllu betur, hvað vakti í rauninni fyrir Davíð. Eigendur Kirkjusands tóku hann nefnilega trúanlegan, þegar hann talaði um „hagræðingu" og skrif- uðu honum bréf, og sögðust vilja fá að vera með í sameiningunni, í „hagræðingarskyni". Davíð fékk að sönnu bréfið. Hann reif það upp og las. Stakk því svo kyrfilega undir stól, labb- aði upp í næstu flugvél og fór til Spánar. Bréfið komst aldrei lengra. Kirkjusandur fékk ekki að vera með í „hagræðingunni“. Enda var leikurinn aðeins gerður til að bjarga flokksbræðr- um sem höfðu greitt dyggilega í flokkssjóðina um árabil. Og í ofanálag héldu ísbjarnar- bræðurnir, landsfrægir efna- menn, miklu af eignum sínum óskertum, eftir samrunann. En til að Davíð gæti borgið þessum flokksgæðingum úr nauð þurft- um við, óbreyttir Reykjavíking- ar, hins vegar að taka á okkur 200 miljón króna skuld, til að ísbjarn- arbræðurnir gætu byrjað með hreint borð í Granda hf. Togarasölurnar -100 miljónir Dæmi um vonda fjármála- stjórn er hin fráleita sala á tveimur togurum Bæjarútgerðar- innar sálugu, þeim Bjarna Ben. og Ingólfi Arnarsyni. Þeir voru seldir á kjörtímabilinu, án aug- lýsingar. En samanburður við aðrar togarasölur á sama tíma sýndu, að verðið á hvorum um sig var um 30 miljónum of lágt. A núvirði töpuðum við Reykvíking- ar því samtals um 90 til 100 miljónum króna á sölu togar- anna. Þetta ber auðvitað órækan vott um ekkert annað en afar slaka fjármálastjórn. Hljómtækjakaupin - 20 miljónir Enn eitt dæmi um vonda fjár- málastjórn er hvernig staðið var að kaupum borgarinnar á hljóm- flutningstækjum. Að öllu eðli- legu hefðu kaupin verið boðin út. Svo var hins vegar ekki gert. Da- víð og vinur hans Ómar Einars- son - sem hvorugur hefur sér- staka þekkingu á hljómflutnings- tækjum - fóru hins vegar í heim- sókn til aðila í Lundúnum. Að henni lokinni ákváðu þeir án þess að leita víðar, að kaupa hljóm- flutningstæki fyrir röskar 20 milj- ónir. Öllum sem vit hafa á ber saman um, að þetta sé fáheyrt verð. Öllum ber líka saman um að það sé fáheyrt að ekki skuli hafa verið haldið útboð á kaupunum, og benda á það sem dæmi um einkar óvitræna fjármálastjórn. Til að kóróna frammistöðuna kom svo í ljós, að Davíð hafði gleymt því að það þurfti að borga tollaf hljómflutningstækjum, og sökum þessa stóð hann lengi vel í þeirri trú að tækin myndu ekki kosta nema tíu miljónir. Tuttugu urðu þær þó að lokum, en í viðtali við Þjóðviljann hefur innflytj- andi hljómflutningstækja haldið því fram að hægt hefði verið að fá nægilega góð tæki fyrir 6 miljón- ir. En Davíð lét sem sagt narra sig til að borga 20 miljónir. Það varð Reykvíkingum dýrkeypt narr. Iðngarðar - 6 miljónir Það er hægt að taka mörg dæmi um minniháttar spillingu af hálfu Sjálfstæðisflokksins. En látum dæmið af Iðngörðum nægja til að sýna, hvað flokkstengsl smá- fiskanna geta borgað sig vel. Á sínum tíma fengu Iðngarðar hf - sem ekki líða beinlínis skort - út- hlutað nær öllum lóðunum í Skeifunni. Vegur var lagður inn á lóðina, og auðvitað töldu allir sem til þekktu, að Iðngarðarnir ættu að greiða kostnaðinn. En viti menn! - Flokkstengslin voru á sínum stað. Sjálfstæðisflokkur- inn ákvað að gefa sex miljónirnar eftir. Skulagatan - tugmiljonir Enn annað dæmið af því hversu sterk tök gömlu gæðing- arnir í flokknum hafa á borgar- stjóra er Skúlagötumálið. Það hefur staðið mikill styrr um skipulag Skúlagötunnar, þar sem nokkrir gamalgrónir áhrifamenn úr Sjálfstæðisflokknum eiga lóð- ir. Vegna mikillar andstöðu íbú- anna á svæðinu varð ljóst, að samþykkt skipulags myndi drag- ast. Þá lá fyrir, að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld af eignarlóðum myndi senn taka gildi, og það hefði þýtt að eigendur lóðanna við Skúlagötu hefðu þurft að borga tugmiljónir í gatnagerðar- gjöld. Það vildu þeir að sjálf- sögðu alls ekki - og fóru til flokksins og kvörtuðu. Sjálfstæðisflokkurinn tók að sjálfsögðu vel í bón flokksbræðr- anna, sem um áratugi hafa borg- að fúlgur í flokkssjóðinn. Hann frestaði gildistöku gjaldskrárinn- ar. Það er erfitt að meta nákvæm- lega, hversu mikið hefur með þessu tapast úr sjóðum borgar- búa. En hitt er víst, að það skiptir tugmiljónum. Nesjavellír - miljónahundruð Nú þegar er búið að leggja um 700 miljónir í virkjun á Nesja- völlum. Á þessu ári á að setja um 200 miljónir að auki í svæðið. Samt er enn ekki búið að taka neina fullnaðarákvörðun um virkjunina, og nú er ljóst, að henni má fresta um að minnsta kosti tíu ár. En miljónahundr- uðin sem er búið að leggja í svæðið verða ekki notaðar annars staðar, meðan þær liggja í jörðu á Nesjavöllum. Fjárfestingakostn- aðurinn af allt of hröðum og ótímabærum framkvæmdum á Nesjavöllum verður að líkindum orðinn hundruð miljóna áður en virkjunar verður þörf. Þann kostnað berum við í formi hærra verðs á heitu vatni. í ofanálag er nú komið í ljós, að framkvæmdagleði Sjálfstæðis- flokksins á Nesjavöllum byggðist á snarvitlaustum orkuspám, sem eru víðs fjarri til dæmis spá þess aðila sem gerst ætti að vita: ork- uspárnefndar. Vitlaus fjármála- stjórn og skortur á aðhaldi hefur því reynst Reykvíkingum dýr- keypt í tilviki Nesjavalla. Helblár himinn Staðreyndin er einfaldlega sú, að spilling í tengslum við Sjálf- stæðisflokkinn hafa kostað Reykvíkinga hundruð miljóna á síðasta kjörtímabili. Ölfusvatns- málunum mun fjölga. og Nesja- vallabruðlið mun halda áfram, verði flugfjaðrir Sjálfstæðis- flokksins ekki stýfðar. Það þarf að veita honum aðhald, ella verða borgarbúar að punga út enn meira fé fyrir óráðsíuna. Himinninn má ekki verða hel- blár yfir Reykjavík - það yrði of dýrt! Össur Skarphéðinsson Laugardagur 10. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.