Þjóðviljinn - 10.05.1986, Side 6
ÍÞRÓTTIR
Fri&rik Friðriksson og
Pétur Ormslev, hetjur
Fram í úrslitaleiknum,
lyfta bikarnum. Mynd:
Framarar vörðu titilinn
Skoruðu tvö gegn 10 KR-ingum íframlengingu
Brasilía
Leandro
sat heima!
Mœtti ekki á flugvöllinn
Leandro, besti og reyndasti
varnarmaður Brasilíu, neitaði að
fara með landsliðinu til Mexíkó í
fyrrakvöld. Hann mætti ekki á
flugvöllinn í Ríó, Zico og Junior
voru sendir heim til hans til að
reyna að tala um fyrir honum en
för þeirra varð til einskis — engu
tauti varð við Leandro komið og
hann neitaði að gefa nokkra skýr-
ingu á framferði sínu. Forseti
Flamengo, liðs Leandros, sagði
að leikmaðurinn hefði verið mjög
þunglyndur undanfarið en vissi
ekki um ástæðurnar fyrir því.
Það er því Ijóst að Leandro leikur
ekki með Brasilíumönnum í Mex-
íkó og þeir máttu síst við því að
missa sinn traustasta varnar-
mann. —VS/Reuter
Framarar urðu Reykjavík-
urmeistarar í meistaraflokki
karla annað árið í röð þegar þeir
sigruðu KR-inga 3-1 í framlengd-
um úrslitaleik á gervigrasinu í
Laugardal í fyrrakvöld.
Framarar byrjuðu mjög vel og
Pétur Ormslev slapp fljótlega í
gegnum vörn KR ogskoraði. Júl-
íus Þorfinnsson jafnaði fyrir KR í
fyrri hálfleiknum.
Harka og óþarfa brot settu
fljótlega svip sinn á leikinn og
gula spjaldið fór oft á loft. Það
rauða leit síðan dagsins ljós 10
mínútum fyrir leikslok þegar Þor-
steini Guðjónssyni, varnarmanni
KR, var vísað af leikvelli fyrir að
kasta boltanum í mótherja.
Tíu KR-ingar börðust vel og
sóttu nokkuð í framlengingunni
en Framarar voru beittari og
skoruðu tvisvar. Pétur Ormslev
fyrst með laglegum skalla eftir
fyrirgjöf Þórðar Marelssonar og
síðan kom Guðmundur Torfason
inná sem varamaður og lét það
vera sitt fyrsta verk að renna sér
innfyrir vörn KR og innsigla sig-
urinn, 3-1. Friðrik Friðriksson
átti stórleik í marki Fram og átti
drjúgan þátt í sigrinum.
—VS
Skotland
Óvænt HM-val
Hansen og Archibald ekki með
Valsstúlkurnar tryggöu sér Fteykjavíkurmeistaratitilinn í
meistaraflokki kvenna í knattspyrnu í fyrradag, eina ferðina enn.
Þær sigruðu Fram 1 -0 í lokaleiknum. E.ÓI. tók myndina af þeim eftir
að þeim hafði verið afhentur bikarinn í leikslok.
Fteykjavíkurmeistarar 1986. Mynd: E.ÓI.
Knattspyrna
Karfa
Holland vann
Hoilendingar sigruðu Islcndinga 98-80 í
seinni vináttuleik þjóðanna sem fram fór í gær í
Hollandi.
Holland vann fyrri leikinn með sjö stigum
einsog fram kemur annars staðar á síðunni.
Staðan í hálfleik var 56-47 heimamönnum í
hag. Birgir Mikaelsson skoraði 22 stig, Torfi
Magnússon 12, Pálmar Sigurðsson, Páll Kol-
beinsson og Hreinn Þorkelsson gerðu 11 stig
hver. - VS
Meistarakeppnin
Fram-Valur
í Kópavogi
Islandsmeistarar Vals og bikarmeistarar
Fram mætast annað kvöld, sunnudagskvöld, í
hinni árlegu Meistarakeppni KSI. Leikurinn
fer fram á Kópavogsvellinum og hefst kl. 19.
Framarar sigruðu Skagamenn í Meistara-
keppninni í fyrra og þeir urðu Reykjavíkur-
meistarar í fyrrakvöld.
Körfubolti
Lakers í úrslit
Góður leikur hjá Pétri
Pétur Guðmundsson átti góðan
leik þegar Los Angeles Lakers
tryggðu sér sigur í einvíginu gegn
Dailas Mavericks í fyrrakvöld.
Hann skoraði 8 stig og tók 6 frá-
köst og Lakers unnu 120-107.
Lakers unnu því 4 leiki en Maver-
icks 2 og Pétur og félagar leika því
til úrslita við Houston Rockets um
meistaratitil vesturhluta NBA-
íslendingar töpuðu óvænt fyrir
Færeyingum 2-3 á Norðurland-
amótinu í blaki í Digranesskóla.
Færeyingar unnu tvær fyrstu lot-
urnar 15-3 og 15-11, en Islending-
ar unnu tvær næstu 15-8 og 15-5.
íslendingar náðu svo góðri for-
ustu í síðustu lotunni, 10-2, en
deildarinnar.
Rockets unnu Denver Nuggets
eftir tvær framlengingar, 126-
122, og unnu því einvígið 4-2.
Boston Celtics eru komnir í úrslit
í austurhlutanum og leika þar lík-
lega við Milwaukee Bucks sem
hafa 3-2 forystu í einvíginu við
Philadelphia 76ers.
—VS/Reuter
Færeyingar skoruðu 13 stig í röð
og sigruðu 15-10.
íslendingar töpuðu fyrir Svíum
í gær og Norðmönnum á
fimmtudag og munu því leika við
Færeyinga um 5.-6. sætið í dag.
Hefst leikurinn klukkan 12.30.
Svíar og Finnar hafa verið í
Knattspyrna
FH-ingar
unnu ÍA
FH sigraði ÍA 1-0 í lokaleik
Litlu bikarkeppninnar í Hafn-
arfirði í fyrradag. Ingi Björn
Aibertsson skoraði sigur-
markið. Lokastaðan varð því
sú að ÍBK fékk 7 stig, FH 5,
Breiðablik 5, ÍA 3 og Haukar
ekkert stig.
—VS
sérflokki á þessu móti. Bæði liðin
hafa sigrað í sínum riðlum og
leika að öllum líkindum til úr-
slita. Danir og Norðmenn leika
svo líklega um 3.-4. sæti. Leikur-
inn um 3.-4. sætið hefst klukkan
14.30, en úrslitaleikurinn kl.
17.00. - Logi
Alex Ferguson, landsliðseinvaldur
Skota, kom mjög á óvart í fyrradag
þegar hann tilkynnti 22ja manna hóp
sinn fyrir lokakeppni HM í Mexíkó.
Steve Archibald, Barcelona og
Alan Hansen, Liverpool, eru ekki í
hópnum, og ekki heldur David Spee-
die frá Chelsea sem reiknað var með
að færi með. Þeir eru allir í sex manna
bakvarðasveit, tilbúnir ef einhverjir
detta útúr hópnum.
Ferguson valdi eftirtalda leik-
menn: Markverðir: Jim Leighton
(Aberdeen), Alan Rough (Hiberni-
an) og Andy Goram (Oldham). Aðrir
Körfubolti
Gottí
Hollandi
Holland vann nauman sigur á
íslandi, 94-87, í vináttulandsleik í
körfuknattleik sem fram fór í
Hollandi I fyrradag. Þetta er mjög
góð frammistaða hjá íslenska lið-
inu en Holland hefur jafnan verið
hátt skrifað í evrópskum körfu-
knattleik.
Leikurinn var hnífjafn allan
tímann og Holland leiddi 56-55 í
hléi. Heimamenn skoruðu fimm
síðustu stig leiksins á lokamínút-
unni og tryggðu sér þar með
sigur. Valur Ingimundarson
skoraði 34 stig fyrir ísland, Guðni
Guðnason 11 og Torfi Magnús-
son 8. —VS
leikmenn: Richard Gough (Dundee
Utd), Steve Nicol (Liverpool),
Maurice Malpas (Dundee Utd), Alex
McLeish (Aberdeen), Willie Miller
(Aberdeen), David Narey (Dundee
Utd), Arthur Albiston (Man.Utd),
Graeme Souness (Rangers), Gordon
Strachan (Man.Utd), Paul McStay
(Celtic), Jim Bett (Aberdeen), Roy
Aitken (Celtic), Eamonn Bannon
(Dundee Utd), Kenny Dalglish (Li-
verpool), Frank McAvennie (West
Ham), Charlie Nicholas (Arsenal),
Graeme Sharp (Everton), Paul Sturr-
ock (Dundee Utd) og Davie Cooper
(Rangers).
—VS/Reuter
Spánn
Hercules
úr leik
Pétur Pétursson og félagar í Hercu-
les voru slegnir útúr spænska deilda-
bikarnum í knattspyrnu á miðviku-
dagskvöldið. Þeir töpuðu 0-2 á heima-
velli fyrir hinum nýkrýndu bikar-
meisturum Real Zaragoza. Hercules
hafði tapað útileiknum naumlega, 2-
1, en náði ekki að nýta sér það.
Real Sociedad sló Atletico Bilb'ao
út með 2-2 jafntefli eftir að hafa unnið
fyrri leikinn í Bilbao 2-1. Real Ovideo
og Sestao úr 2. deild slógu út 1.
deildarliðin Racing Santander og Las
Palmas og Valencia, Valladolid, Esp-
anol, Real Betis og Sporting Gijon
tryggðu sér einnig sæti í 2. umferð
keppninnar.
—VS/Reuter
Blak
Töpuðu fyrír Færeyingum
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. maí 1986