Þjóðviljinn - 10.05.1986, Qupperneq 16
Þóra Guðmundsdóttir skrifar
„...eftiraðhafarœttmálin varðniður-
staða okkar sú aðfull þörf vœri á nýju og
sterku vinstra framboði. Undirtektirnar
. ..hafa sýntað við erum að gera það sem
rétt er.“
t komandi sveitarstjórnar-
kosningum bjóða alþýðubanda-
lagsmenn á Seyðisfirði fram í
tvennu lagi. Nokkur okkar sem
stöndum að S-listanum, lista al-
þýðubandalagsmanna og óháðra,
gengum til liðs við Alþýðubanda-
lagið á síðustu mánuðum og vild-
um með því efla vinstra starf í
bænum sem verið hefur sáralítið f
fjöldamörg ár. Til dæmis hafa
sárafáir ungir liðsmenn gengið í
flokkinn þrátt fyrir drjúgt fylgi G-
listans í alþingiskosningum.
Ástæðan fyrir þessum pólitíska
doða er fyrst og fremst ágreining-
ur sem ríkt hefur milli hópa, eða
ætta, innan flokksins. Við
reyndum að hefja pólitískt starf í
þeirri von að hægt væri að Iíta
framhjá þessum ágreiningi en
það reyndíst tálvon. Deilur bloss-
uðu upp og eftir nokkur átök
sameinuðust hóparnir sem staðið
hafa í deilum undanfarin ár en við
hrökkluðumst út.
Um tíma vorum við að því
komin að gefast upp en eftir að
hafa rætt málin varð niðurstaða
okkar sú að full þörf væri á nýju
og sterku vinstra framboði í bæn-
um. Undirtektirnar sem við höf-
um fengið síðan við tókum þessa
ákvörðun hafa sannfært okkur
enn frekar um að við höfum gert
það sem rétt er. Þær undirtektir
hafa ekki síst komið frá alþýðu-
bandalagsmönnum á Seyðisfirði
og annars staðar í fjórðungnum.
Vanmetin verðmæti
Grundvöllur okkar framboðs
er sú tilfinning að þrátt fyrir þá
staðreynd að lífskjör, atvinnu-
umhverfi, samgöngur, félagsleg
þjónusta og fleira standist ekki
samanburð við það sem þekkist á
höfuðborgarsvæðinu, þá viljum
við búa á Seyðisfirði. Við eigum
okkar eigin smábæjarmenningu
sem að mörgu leyti er ríkari og
skemmtilegri en „stórborgar-
menningin“. Við erum svo stál-
heppin að búa í einum fegursta og
sérstæðasta kaupstað landsins,
bæði hvað varðar náttúru, bygg-
ingar og skipulag. Til dæmis
eigum við mjög fallegan og af-
markaðan miðbæ sem mörg yngri
bæjarfélög geta ekki státað af. í
bænum er ein heillegasta byggð
gamalla timburhúsa á landinu,
gömul og merkileg hafnar-
mannvirki, hvort tveggja nátengt
sögu og menningu staðarins.
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bif-
hjóla í Seltjarnarneskaupstað og Kjósar-,
Kjalarnes- og Mosfellshreppum 1986.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Seltjarnarnes:
Þriðjudagur 20. maí
Miðvikudagur 21. maí
Fimmtudagur 22. maí.
Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnar-
nesi.
Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppur:
Mánudagur 26. maí
Þriðjudagur 27. maí
Miðvikudagur 28. maí
Fimmtudagur 29. maí.
Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi.
Skoðað verður frá kl. 8.00 - 12.00 og 13.00 -
16.00, alla framantalda daga á báðum skoðunar-
stöðunum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu
fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu
ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna
ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld séu greidd, að
vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bif-
reiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst sl. Athygli
skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera
læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til
skoðunar á auglýstum tíma, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem
til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi,
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
7. maí 1986
Einar Ingimundarson.
Fjórir efstu menn S-listans,
frá vinstri: Þóra Guðmunds-
dóttir arkitekt í 1. sæti, Jó-
hanna Gísladóttir kennari í 3.
sæti, Sigrún Ólafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur í 4. sæti og Jón
Halldór Guðmundsson gjald-
keri í 2. sæti.
Frá Seyðisfirði.
Okkur finnst þessi sérkenni og
verðmæti ekki hafa verið metin
sem skyldi og viljum beita okkur
fyrir því í bæjarstjórn að þar verði
breyting á. Við erum þeirrar
skoðunar að fagur og snyrtilegur
bær sé ekki síður verðmæti en
loðnumjölið sem við framleið-
um. Ekki síst í ljósi þess að
Seyðisfjörður hefur með tilkomu
Norröna skipað sér í röð helstu
ferðamannabæja landsins.
Loðnubræðslur
á fornaldarstigi
í firðinum eru tvær loðnu-
bræðslur og báðar á hálfgerðu
fornaldarstigi hvað varðar at-
vinnuhætti og umgengni. Önnur
þeirra, sú sem ísbjörninn á, er á
miklu hættusvæði vegna snjó-
flóða og tilvist hennar í rauninni
stöðug ógnun bæði við líf þeirra
verkamanna sem þar vinna og
lífríki fjarðarins í heild. Þúsundir
tonna af lýsi og svartolíu eru þar í
tönkum á vertíðinni og svartolí-
uslysið sem varð um síðustu jól er
hreinn barnaleikur hjá því sem
gerst gæti. Hvorug bræðslan er
búin hreinsibúnaði svo mengun
lofts og sjávar er gífurleg. Nýleg
athugun Hollustuverndar ríkisins
á rykmagni (mjöli) sem berst upp
úr reykháfum bræðslunnar á
Eskifirði leiddi í ljós að það nam
25 kílóum á klukkustund. Það
jafngildir því að báðar bræðslurn-
ar hér í bæ spúi hálfu öðru tonni
af mjöli yfir bæinn á sólarhring.
Auk þess eru báðar bræðslurnar
reknar á takmörkuðum starfs-
leyfum.
Það er von okkar að eindregin
afstaða íbúa bæjarins og bæjar-
stjórnar bæði í garð stjórnvalda
og bræðslanna verði til þess að
þessum málum verði kippt í lag.
Bræðslurnar eru nauðsynleg
atvinnutæki í bænum. Við sjáum
þeim fyrir frábærri höfn og dug-
andi vinnuafli. f staðinn gerum
við þá sjálfsögðu kröfu að þær
mengi ekki umhverfi okkar.
Á Seyðisfirði er atvinnulífið
einhæft og það hamlar fólksfjölg-
un. Ungt fólk fer burt og aflar sér
menntunar á ýmsum sviðum en
finnur svo ekki not fyrir hana hér
í heimabyggðinni þótt það vilji
helst búa hér. Það er því brýnt að
hlúa að nýjum atvinnugreinum,
bæði þeim sem tengjast fjöreggi
okkar, sjávarútveginum, og öðr-
um iðnaði og ferðamannaþjón-
ustu.
Eitthvað strax
Á S-listanum eru konur í meiri-
hluta en það er okkar skoðun að
svonefnd hagsmunamál kvenna
séu í raun hagsmunamál alls sam-
félagsins. Við leggjum ríka
áherslu á aðbúnað barna og ung-
linga í stefnuskrá okkar og teljum
nauðsynlegt að í vinnuþjökuðu
samfélagi sé boðið upp á dagvist-
un barna. En í bænum er aðeins
starfræktur leikskóli án
menntaðra fóstra. Málefni ung-
linga eru í lítið betra lagi. Félags-
heimilið hefur verið í lamasessi
vegna rekstrarörðugleika í fjölda
missera og skólinn ekki í stakk
búinn að anna félagsþörf ungling-
anna.
Eldra fólkið hefur svo alveg
gleymst, að frátöldum þeim sem
dveljast á sjúkrahúsinu. Ekkert
skipulegt starf eldri borgara er í
bænum.
Þessum félagslegum þáttum
þarf auðvitað að sinna. Við ger-
um ekki allt í einu en eitthvað
strax.
Þóra Guðmundsdóttir er arkitekt
og skipar efsta sætið á S-listanum
ó Seyðisfirði.
Orðsending frá
Fósturskóla íslands
Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Um-
sóknir um skólavist þurfa að berast skólan-
um fyrir 6. júní nk.
Nánari upplýsingar og eyðublöð, fást á skrif-
sfofu skólans.
Skólastjóri
VEGAGERÐIN
Útboð
Vegagerð rfkisins óskar eftir tilboðum í
slitlög 1986 í Reykjanesumdæmi. (Útlögn malbiks og olíu-
malar). Verki skal lokið fyrir 15. ágúst 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík
(aðalgjaldkera) frá og með 13. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 26. maí
1986.
Vegamálastjóri.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Reykjavík
Húsnæði
- einstakt tækifæri
Vantar sárlega húsnæði með góðri lóð á leigu.
Um er að ræða heimili 20 prúðra barna, 5 þægi-
lega starfsmenn og áreiðanlegra foreldra.
Heimilíð hefur verið rekið í 13 ár í leiguhúsnæði, -
og við verðum að vera komin í nýtt hús 1. sept-
ember. Margs konar húsnæði í Reykjavík kemur
til greina.
Uppl. í síma 23277 frá kl. 8 til 17 virka daga.
Barnaheimilið Ós
Þess vegna
sérframboð