Þjóðviljinn - 10.05.1986, Síða 17

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Síða 17
HEIMURINN Noregur 8 konur í nýju stjóminni Aðaláherslan verður á efnahagsmálin og Brundtland boðar harðar aðhaldsaðgerðir Osló — Ný minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og Vinstri sósíalista kom til valda í gær í Noregi undir forsæti Gro Harlem Brundtland. Af átján ráðherrum stjórnar- innar eru átta konur og hafa þær ekki verið svo margar í norskri ríkisstjórn fyrr. Brundtland sagði á fréttamannafundi í gær:„Sparn- aðaraðgerðir er ekki rétt orð yfir þá víðtæku efnahagslegu endur- skipulagningu í efnahagslífinu sem nú þarf að framkvæma.“ Hún sagði að Verkamannafl- okkurinn yrði að leggja til hliðar þá miklu útþensluáætlun sem flokkurinn hafði sett á stefnuskrá sína fyrir síðustu kosningar. Þá var hagnaður Norðmanna af olíu nær helmingi meiri en hann er nú. Stjórn Brundtlands hefur nú, með stuðningi Vinstri Sósíalista, 77 sæti af 157 sætum á norska þinginu. Enn er það Framfara- flokkurinn sem er í oddaaðstöðu á þinginu með sín tvö þingsæti. Brundtland sagði í gær að stjórn hennar hefði í hyggju mun strangari aðhaldsaðgerðir í ríkis- fjármálum en þær sem felldu stjórn Willochs. Hún endurtók fyrri ummæli sín að aðgerðir stjórnar Willochs hefðu komið mun verr niður á láglaunafólki en þeim ríku. Nýi olíu- og orkumálaráðherr- ann, Arne Oien, sagði frétta- mönnum að hann vildi gjarnan halda fund með fulltrúum OPEC ríkja og að Norðmenn ættu að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu átt þátt í að koma jafnvægi á olíverðið, það væri í þeirra eigin þágu. Opec hefur áður hvatt Norðmenn til samstarfs um fram- leiðslumagn og til að hækka verð. Þessu hafði stjórn Willochs neit- að. Verðfall á olíu hefur neytt olíufyrirtæki í Norðursjó til að draga úr kostnaðarsömu þróun- arstarfi sem hefði orðið norskum iðnaði mikil lyftistöng. Knut Frydenlund er aftur orð- inn utanríkisráðherra eftir nokk- urra ára hlé og Johan Jörgen Holst er varnarmálaráðherra í nýju ríkisstjórninni. Kjarnorkuslysið Eldar slokknaðir í Tsjemóbíl Sérfrœðingarfrá Alþjóðakjarnorkuráðinu hafa verið ískoðunarferð til Tsjernóbíl kjarnorkuversins í Úkraínu ogþeirtelja að eldarlogi ekki lengur íkjarnaofninum sem sprenging varð íþann 26. apríl. Geislavirkni hefurminnkað mikið Moskvu — Kjarnorkusérfræð- ingar Alþjóðakjarnorkuráðs- ins (IAEA) sögðu í gær að tek- ist hefði að slökkva þann eld sem var í kjarnaofninum í Tsjernóbílkjarnorkuverinu og að geislavirkni færi sífellt minnkandi í og umhverfis ver- ið. Hópur sérfræðinga frá IAEA sem heimsótt hefur Tsjernóbíl hélt fréttamannafund í gær í Mos- kvu. Sérfræðingarnir sögðu á fundinum að enn væri mikill hiti í kjarnakljúfinum en ekki væri tal- in hætta á bráðnun. Sérfræðing- arnir frá IAEA eru fyrstu útlend- ingarnir sem leyft hefur verið að koma nálægt verinu síðan slysið átti sér stað26. apríl síðastliðinn. Þeir lögðu áherslu á að mat þeirra á aðstæðum í verinu væri byggt á tölulegum upplýsingum frá Sov- étmönnum, ekki þeirra eigin. Þeir fóru einnig í flugferð í þyrlu yfir verið. Sérfræðingarnir sögðu að ekki hefði verið gerð kerfisbundin rannsókn á því hversu mikil geislavirknin væri við kjarnorku- verið en sæmkvæmt þeim tölum sem Sovétmenn hefðu látið þeim í té virtist sem almenneingur væri ekki í hættu. Yfirvöld í Sovétríkj- unum samþykktu að gefa daglega skýrslu um geislavirkni frá rannsóknarstöð í 60 km. fjarlægð frá Tsjernóbíl og á sex öðrum stöðum á vesturlandamærum Sovétríkjanná og hófust þær í mælingar í gær. Þá sagði for- stöðumaður IAEA, Hans Blix, að sovésk yfirvöld hefðu heitið því að senda helstu kjarnorkus- érfræðinga sína til Vínar ein- hvern tíma á næstu mánuðum til að greina frá því hvað hefði farið úrskeiðis. Sérfræðingar IAEA sögðu í gær að Sovétmenn hefðu ekki lokað öðrum kjarnaofnum en þeim þremur sem enn eru heilir í Tsjernóbíl verinu. Það sem gerð- ist var í grófum dráttum það að sprenging varð í fjórða hluta kjarnorkuversins. Ekki er enn Ijóst hver ástæðan fyrir spreng- ingunni var. Af varð mikill eldur og bygging kjarnaofnsins, ýmis tæki, kjarnaofninn sjálfur og kjarnakljúfurinn skemmdust mikið. Afleiðingin varð mikil geislavirkni sem barst víða. Keðjuverkan í kjarnaofninum stöðvaðist strax eftirað spreng- ing varð. Eldur kom upp í grafít- blökkinni (sjá nr. 11 á teikningu). Þessir eldar hafa nú verið slökktir en hitinn er enn mjög hár. Ekki er þó talið að hætta stafi af því. Nú er unnið að þvði að steypa utan um allan kjarnaofninn. Þegar Blix var spurður að því hvort hann væri ánægður með þær upplýsingar sem þeir hefðu fengið sagði hann svo vera. „Við áttum mjög einlægar og opinská- ar viðræður við ráðherra og sér- fræðinga." Blix neitaði hins vegar ásökunum Sovétmanna um að vestræn ríki hefðu gert of mikið úr slysinu. „Það er ljóst að geisla- virkni vegna slyssins er mun meiri en áður hefur orðið í kj arnorkusl- ysum. Það er því rétt að veita þessu fulla athygli.“ Tass fréttastofan sagði í gær að sovésk matvæli væri ekki menguð geislavirkni og gagnrýndi harka- lega ráðstafanir Evrópubanda- lagsins um timabundið bann á innflutning matvæla frá Sovét- ríkjunum. í opinberri tilkynn- ingu sagði að slíkar aðgerðir væru aðeins til að grafa undan alþjóð- legum samningum um verslun og að þær samrýmdust ekki þeim hefðum sem venjulega væri farið eftir þegar fundin væri lausn á vandamálum í alþjóðaverslun. Evrópubandalagið ákvað í gær að banna innflutning á fersku kjöti og lifandi dýrum frá Austur- Evrópulöndum. Þetta líka... Kiev — Embættismenn í Úkraínu fyrirskipuðu snemmbært skóla- leyfi fyrir 250.000 börn í Kiev en sögöu að geislavirkni frá kjarn- orkuverinu í Tsjernóbíl væri fyrir neðan hættumörk i Kiev. Aþenu — Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hvatti í gær til þess að endir yrði bundinn á tilraunir með kjarnorku- vopn og að í framtíðinni gengju skilaboð um kjarnorkuver betur fyrir sig en nú er. Dhaka — Helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn í Bangladesh, Awami bandalagið, hvatti í g'ær til sex klukkustunda allsherjarverkfalls á miðvikudaginn næsta til að mót- mæla því sem flokkurinn nefndi kosningasvik i þingkosningunum þar í landi fyrir þremur dögum. Larnaca, Kýþur — Líbanskur karl- maður var í gær handtekinn á Larnacaflugvelli þegar hann reyndi að fara um borð í flugvél franska flugféiagsins Air France með vopn. Bonn — Vestur-Þjóðverjar eru að athuga þann möguleika að koma á alþjóðlegri ráðstefnu sem ákveði alþjóðiega öryggisstaðla fyrir kjarnorkuver víða um heim. ERLENDAR PRÉniR hjórleífsson/ R E U ~I E R k^RARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-86008: 75 stk. 25 kVA einfasa staura- dreifispennar. Opnunardagur: Þriðjudagur 10 júní 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudegi 12. maí 1986 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 7. maí 1986 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Kjarnaofninn: grafítblökk með 1693 lóðréttum vinnslurásum. Inn i þær er rennt úranstöngum, þe. eldsneytinu. Hæð blakkar- innar er 7 metrar, breidd 11,8 m. j vatnslelðslur til ofns j Við kjarnklofninginn hitnar vatnið sem rennur upp í gegnum þlökkina upp í 284 gráður. Gufuskiljur leiða gufuna inn í hverfla sem framleiöa orkuna. Átta dælur halda kælivatnsrennslinu í gangi. Með því að renna 179 stýripinnum niður í Plökkina má hægja á eða stöðva kjarnaklofninginn. Steinsteypukápan utan um kjarnann er loftþétt og klædd utan kápu úr Plöndu af stáli og blýi. Inni í kápunni er bianda af vetni og köfnunarefni sem heldur súrefninu frá kjarnanum en ef það kemst að honum getur þaö leitt til íkveikju, eins og gerðist í Tsérnobil á dögunum. Laugardagur 10. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.