Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 6
VSÐHORF Með Sú var tíðin að höfuðborgin . okkar var stærsta verstöð lands- ins. En í þeim efnum má Reykja- vík muna sinn fífil fegri. Sjómenn og fiskvinnslufólk eru minni- hlutahópur meðal starfandi Reykvíkinga. Samt lifir lengi í gömlum glæð- um. Sjómannsblóð rennur í æðum okkar flestra. Þess vegna leita margir til sjávarins í tóm- stundum, í leit að hugarró eða bara til að fá útrás arfgengu sjó- mannseðli. Borgarstjórn hefur alls ekki tekið nægilegt tillit til þessara erfðaeiginda margra Reykvík- inga. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um aðstöðu fyrir trillukarla og skemmtibátaeigendur. Þess vegna bið ég alla alvöru- sjómenn og sjómennskugutlara að kynna sér tillögur okkar jafn- aðarmanna í hafnarmálum. Við viljum t.d. að borgin hafi forgöngu um að koma á fót uppboðsmarkaði á sjómannsblóð í æðum Bryndís Schram skrifar: „Það þarf að vinna að því í samvinnu við fleiri sveitarfélög og áhugamannafé- lög að skemmtibátaeigendur fái sjósetn- ingaraðstöðu á nokkrum stöðum á strandlengjunni frá Reykjavík suður um til Stokkseyrar. “ sjávar- og landbúnaðarvörum, sem enn eru frjálsar undan einok- unarkerfi söluhringja. að komið verði upp sérstökum markaðshúsunt eða yfirbyggðum markaðstorgum, þar sem á boð- stólum verði í smásölu jafnt fisk- ur sem afurðir garðyrkjubænda, að fyrsta markaðstorgið af þessu tagi verði í tengslum við fiski- bátaaðstöðu í vesturhöfninni. Haldið þið, að það verði handagangur í öskjunni þegar reykvískar húsmæður flykkjast aftur niður að höfn til að kaupa ferskan fisk sem hefur verið landað beint upp úr bát í morg- unsárið! Og ekki sakar að geta sótt sér ferskan jarðargróða af svignandi markaðstorgum garðyrkjubænda - þeirra sem enn ganga lausbeislaðir frá Framsókn og geta um frjálst höfuð strokið. En við viljum líka að gerðar verði endurbætur á að- stöðu trillubáta austan Ægis- garðs og að haldið verði áfram gerð skemmtibátahafnar í Elliðaár- vogi. Það þarf að vinna að því í sam- vinnu við fleiri sveitarfélög og áhugamannafélög, að skemmti- bátaeigendur fái sjósetningarað- stöðu á nokkrum stöðum á strandlengjunni frá Reykjavík suður um til Stokkseyrar. Gleymum því ekki að Reykja- vík er hafnarborg. Gleymum ekki heldur uppruna okkar. Og fyrir alla muni, gleymum ekki sjálfum okkur. Sjómannsblóð rennur enn í æðum okkar. Það má fyrir enga muni storkna eins og í venjulegum meginlands- kröbbum. Bryndís Bryndís Schram er 2. maður á lista Alþýðuflokksins I borgar- stjórnarkosningunum í Reykja- vík. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU LAUSAR STÖÐUR Við Menntaskólann á Egilsstöðum er laus staðafrönskukennara Myndlista- og handíðaskóla íslands vantar kennara í hálfa stöðu við textíldeild. Umsóknarfrestur til 16. júní. Umsóknarfrestur um kennarastöður við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki í dönsku, stærðfræði og eðlisfræði, félagsfræði og sögu rennur út 1. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjald- enda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir jan., febr. og mars 1986, svo og sölúskattshækkunum, álögðum 14. mars 1986-22. maí 1986; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir jan., febr. og mars 1986 og mælagjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnu 11. febr. 1986. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 22. maí 1986 Laus staða Laus er til umsóknar staða lyfjafræðings í Rannsókna- stofu lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þjálfun í lyfjagreiningu. Laun samkvæmt samningi Lyfjafræðingafélags ís- lands og Apótekarafélags Islands. Umsóknir ásamt skýrslu um námsferil og störf skulu sendar Menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 18. júní 1986. Menntamálaráðuneytið 21. maí 1986. Dagsbrún A-f lokkarnir starf i saman Eftirfarandi kjaramálaályktun var samþykkt með öllum at- kvæðum nema cinu á aðalfundi Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar. Þröstur Olafsson starfsmaður félagsins fiutti og útskýrði álykt- unina: „Frá því síðasti aðalfundur félags- ins var haldinn hefur verkalýðshreyf- ingin knúið fram breytingu á stjórn efnahagsmála og þannig skapað skil- yrði fyrir aukningu kaupmáttar launa. Langvarandi óðaverðbóla, er- lend skuldasöfnun og efnahagsstefna fjandsamleg verkafólki höfðu gert verkalýðshrefyingunni afar erfitt um vik og gert að engu umsamdar kauphækkanir. Við þessar aðstæður dugðu hefðbundnar aðferðir til trygg- ingar kaupmáttar afar skammt. Hin nýja efnahagsstefna mun ekki leiða sjálfkrafa til verulegs kaupmáttar- bata. Fleira þarf til að koma. Þar skiptir verðlag nauðsynjavara mestu, einkum fyrir láglaunafólk. Við næstu samninga þarf að meta vandlega niðurstöður og draga lær- dóm af því sem miður hefur farið. Reyna verður til þrautar þá tilraun sem hafin var með síðustu samning- um, þó með nýjum áhersluatriðum. Treysta verður enn frekar um- samda kaupmáttartryggingu hafi hún ekki reynst nægilega vel. Við breytingu á launakerfinu verði svo um hnútana búið að innbyrðis launahlutföll breytist þannig að lægstu laun hækki sérstaklega. Gera verður þá kröfu til atvinnu- rekenda að kaupmáttur launa á næsta ári verði allverulega mikið hærri en á yfirstandandi ári. Auk þess verður að gera þá kröfu til hins opinbera að til viðbótar auki það sérstaklega kaup- mátt m.a. með eftirtöldum aðgerð- um. 1. Niðurgreiðslur á búvörum verði auknar en útflutningsbótum hætt. Markmiðið er að búvörur lækki í verði á næsta ári. 2. Lækkaðir verði skattar og útsvar á lægri tekjum og hæsta skatt- prósentan byrji við hærri tekjur en nú. Heilbrigðisþjónusta verði aftur ókeypis. 3. Gjöld vegna barnagæslu og strætisvagna verði lækkuð og verð á hita, rafmagni og síma verði lækkað enn frekar. 4. Tryggingakerfinu verði gert kleift að mæta erfiðleikum barn- afjölskyldna með hækkun bóta með sambærilegum aðgerðum. Á þennan hátt verði með sameigin- legu átaki reynt að ná nýjum áfanga í hærra kaupmáttarstigi án vaxandi verðbólgu og aukningu erlendrar skuldasöfnunar. Verkalýðshreyfingin gerir sér grein fyrir því að því eru takmörk sett hve lengi er hægt að semja um slíka hluti við ríkisstjórn, sem stefnir að þjóðfé- lagsgerð sem er í öllum megin at- riðum andstæð hinum hefðbundnu hugsjónum verkalýðshreyfingarinn- ar. Því er það mjög aðkallandi úr- lausnarefni að verkalýðsflokkarnir tveir gangi til pólitísks samstarfs fyrir næstu alþingiskosningar til að styrkja málstað verkalýðshreyfingarinnar í þjóðmálabaráttunni og takist sam- eiginlega á hendur mótun þessa þjóðfélags. Þess vegna skorar aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar á verkalýðsflokkana að ganga þegar í stað til viðræðna um nánara sam- starf.“ _________MINNING_____ Líney Harðardóttir F. 16. október 1963 d. 19. maí 1986 „Það líf er ekki lengst sem lengst hefur varað. Sá hefur lifað lengst er nýtir lífið best. Sá er ekki ríkastur sem mest hefur sparað. Nei, sá er ríkastur sem hefur gefið mest.“ (Naima Jakobsson), lauslega þýtt úr sænsku. I starfi hjúkrunarfræðinga er dauðinn oft nálægur. Hjá inörg- um er dauðinn kærkomin hvíld eftir langan ævidag, þegar heilsan er farin að gefa sig. Stundum finnst okkur dauðinn ótímabær, sérstaklega þegar börn eða ungt fólk á í hlut. Fregnin um lát Líneyjar Harð- ardóttur, nemenda okkar í Hjúkrunarskóla íslands kom því eins og reiðarslag. Við vissum að vísu að hún hafði átt við veikindi að stríða undan- farna mánuði, en éngan óraði fyrir hversu alvarleg þau voru. í fámennum skóla eins og Hjúkr- unarskóla fslands verða tengsl nemenda og kennara oft náin. Líney var dagfarsprúð og hafði til að bera hlýju sem ekki er öllum gefin. Hún naut trausts samnemenda sinna og var kjörin til trúnaðarstarfa fyrir hópinn. í námi hennar í Hjúkrunar- skóla fslands komu glögglega í ljós hæfileikar hennar til hjúkr- unarstarfa. Líney var samvisku- söm, ósérhlífin og áhugasamur nemandi. í verklegu námi á hin- um ýmsu sjúkradeildum fékk hún alls staðar góðan vitnisburð. Þrátt fyrir veikindin lagði hún hart að sér síðustu vikurnar í verklegu námi og lauk verkefn- um á tilsettum tíma. Fram undan var lokatakmarkið, að ljúka hjúkrunarnámi hinn 21. júní næstkomandi. Fráfall Líneyjarer staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Við vottum unnusta, ný- fæddri dóttur, foreldrum og systkinum innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Kennarar og starfsfólk Hjúkrunarskóla Islands. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 27. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.