Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 17
Fáskrúðsfjörður Eskifjörður Vopnafjörður Þriðjudagur 27. maí 1986 1 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 HÓTEL Vi/ BLAFELL Breiódalsvík Sími (97)5770 Eskifjöröur Löndunarbryggja og smábátahöfn í brennipunkti Stálþil utan á löndunarbryggjuna áöur en hún gliönar í sundur. Byggja þarf fyrst áfanga smábátahafnar og stefna að því aö dvalarheimili aldraöra standi fullbúið eftir þrjú ár Hjalti Sigurðsson: Við stefnum að því að fá tvo menn inn. „ Hafnarmálin og bygging dvalarheimilis fyrir aldraða eru stærstu malin hér á Eskifirði" sagði Hjalti Sigurðsson efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins þar. „Hvað hafnarmál- in varðar þarf að lagfæra lönd- unarbryggjuna með því að setja stálþil utan um gömlu bryggjuna. Hún er að vísu ekki nema tíu ára gamalt mannvirki en er samt öll að detta í sund- ur, - hefur gliðnað undan þessum nýju þungu loðnu- bátum og tækjum sem fylgja þeim. Við i Alþýðubandalaginu leggjum líka áherslu á að fyrsti áfangi smábátahafnar verði tekinn með í þetta dæmi og unnið að henni um leið. Það er framkvæmd upp á fimm milj- ónir sem eru auðvitað smámál miðað við þá 30 til 40 miljón króna framkvæmd sem talið er að lagfæring löndunar- bryggjunnar kosti. Fjárveit- ingavaldið er að vísu tregt í taumi en við beitum það stöð- ugum þrýstingi.“ Á Eskifirði er nýbúið að bjóða út byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða. Hjalti sagði að á síðasta kjörtímabili hefði meirihluti bæjarstjórnarinnar (1 frá Al- þýðubandalagi, 1 frá Alþýðu- flokki, 2 frá Framsóknarflokki) loksins komið í verk að Ijúka skólabyggingu sem búin var að vera í byggingu í tíu ár. Hjalti sagði skólann nú fullbúinn og hefði hann verið tekinn í notkun um síðustu áramót „og nú á að drífa af stað næsta stórverkefni í bænum en það er þetta dvalar- heimili fyrir aldraða sem nýbúið er að bjóða út til byggingar núna. Áætlað er að það verði fokhelt í haust og við munum þrýsta á að lokið verði við það á næstu þrem- ur árum. Það á að reisa hér stærri VERIÐ VELKOMIN í NÝJA HÓTELIÐ OKKAR Eins og tveggja manna herbergi. j veitingasal er boðið upp á Ijúffengan og heimilislegan mat í hádegi og á kvöldin. Einnig grillrétti við allra hæfi. Fullkominn staður til að dvelja á ef þér eruð á leiðinni um Austfirði. Fáskrúðsfjöröur Brýn þörf á nýrri vatnsveitu Nýtt dvalarheimili aldraöra tekið í notkun um næstu áramót. Framkvæmdir við smábátahöfn hefjast á næstunni. Björgvin Baldursson verk- stjóri er efsti maður á lista Al- þýðubandalagsins á Fá- skrúðsfirði. Hann sagði margt búið að vera í gangi á staðnum á síðasta kjörtímabili. „Nú sér fyrir endann á byggingu dval- arheimilis fyrir aldraða og von- umst við til að það verði fullbú- ið upp úr áramótum. Þarna verða 7 hjónaíbúðir og 7 ein- staklingsherbergi. Næsta verkefni í þeim málaflokki verður að sækja um að byggja hjúkrunarheimili sem yrði þá áfast við hús dvalarheimilis- ins. Hér hefur verið uppbygg- ing í hafnarmálum og henni verður að sjálfsögðu haldið áfram eftir föngum. Fram- kvæmdir við smábátahöfn eiga að hefjast núna á næstu dögum og við stefnum að því að Ijúka henni á þessu ári fáist nægjanlegt lánsfjármagn því rikið styður ekki nægjanlega við bakið á okkur. 900 þúsund krónur voru upphæðin sem við fengum frá þeim til smá- bátahafnarinnar svo það sér hver maður að við þurfum að leita eftir lánsfjármagni til að Ijúka höfninni. Á síðasta kjörtímabili náðist samstaða við Landgræðslu ríkis- ins um friðun og uppgræðslu bæjarlandsins. Landgræðslan ætlar að sjá okkur fyrir girðingar- efni en hreppurinn sér síðan um að girða af bæjarlandið og land- græðslan mun sá grasfræi og dreifa áburði í sumar. Annar merkur áfangi sem náðist nú und- ir áramótin var að ríkið sam- þykkti þátttöku í byggingu íþróttahúss en það hefur verið draumur okkar hér lengi að koma slíku húsi upp hér. Nú er verið að vinna að teikningum að húsinu og vonandi getum við hafið fram- kvæmdir á næsta kjörtímabili." Björgvin sagði að í svo litlum sveitarfélögum væri yfirleitt ekki stór ágreiningur milli stjórnmála- flokka um stærri verkefni, það væri þá helst spurning um for- gangsröð. „Það er í sambandi við minni verkefnin sem menn grein- ir á pólitískt," sagði hann. „Eitt er það mál hér sem verð- ur að fara að taka á en það er vatnsveitan,1' sagði hann að lok- um. „Hér verður að koma ný vatnsveita alveg á næstu árum, því sú gamla er orðin óviðunandi, vatnið er að ganga til þurrðar og ekki nægjanlega gott. Við þurf- um að finna nýtt vatnsból sem fyrst og hönnun og undirbúning- ur mannvirkisins verður að fara fram á þessu ári þannig að fram- kvæmdir geti hafist árið 1987.“ -Ing. Séð yfir Eskifjörð af Norðfjarðarveginum. Snyrtilegur bær og fallegur þar sem hann kúrir í fjallshlíðinni. sagði Hjalti það vera fyrir fjórtán vistmenn. „Húsið er skipulagt þannig að á fyrstu hæðinni verður þjónustumiðstöð og tómstunda- aðstaða fyrir fólkið, á annarri hæð verða einstaklingsherbergi og þriðja hæðin er svo fyrir íbúð- ir.“ Hjalti sagði að á fjárhagsáætl- un væri lögð áhersla á áframhald- andi gatnagerð og væri gamli miðbærinn þar efstur á blaði en eins væri áætlað að leggja varan- legt slitlag á nokkrar-nýjar götur. „Nú á einu sinni enn að leggja slitlag á aðalgötuna, en það hefur verið gert þrisvar áður og alltaf með gölluðum efnum svo gatan hefureyðilagst jafnóðum. Ennúí síðasta skiptið fengum við skaðann bættan svo að við getum gert þetta okkur að kostnaðar- lausu í þetta sinn og við munum sjá til þess að fá besta efni sem völ er á núna,“ sagði Hjalti. heilsugæslustöð en nú er og þegar það verður mun dvalarheimilið verða tengt henni.“ Aðspurður hvað þetta dvalar- heimili væri áætlað fyrir marga Björgvin Baldursson: Það er orðiö óhjákvæmilegt að gera eitthvað í vatnsveitumálum hér

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.