Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Afríkuhlaupið Iþróttaviöburöur aldarinnar? 30 milljónir manns hlupu samtímis um allan heim til styrktarþjáðum í Afríku og telja menn að þetta hafi verið mestifjöldaíþróttaviðburður aldarinnar London — „Söfnum saman peningunum - Afríka getur ekki beðið“, sögðu aðstand- endur Afríkuhlaupsins (Sport aid) um víða veröld, Áætlað er að um það bil 30 milljónir manna í 278 borgum um víða veröld hafi tekið þátt í þessum mesta íþróttaviðburði sem fram hefur farið. Kólombía Nýr forseti Bogota — Leiðtogi Frjálslynda flokksins í Kólombíu, Virgilio Barco, vann yfirburðasigur í forsetakosningum í landinu um helgina. Barco sagði eftir að úrslitin voru kunn að honum hefði hlotn- ast óumdeilanlegt umboð til breytinga í landinu. Hann gaf hins vegar ekki upp í hverju þær breytingar yrðu fólgnar. Þegar talningu atkvæða var svo til lokið í gær, hafði Barco fengið 3,87 milljónir atkvæða en and- stæðingur hans í kosningabarátt- unni, hinn íhaldssami Alvaro Gomez, hafði fengið 2,38 milljónir atkvæða. Talið er að um það bil 7,5 milljónir manna hafi nýtt kosningarétt sinn. Gomez sem nú tapar í forsetakosningum í annað sinn á tólf árum, sagði að hann myndi enn um sinn halda áfram þátttöku í stjórnmálum. Barco tekur við af fhaldsmannin- um Belisario Betancur þann 4. ágúst, kjörtímabil forsetans er 4 ár. Búist er við að Barco hafi feng- ið 58 % atkvæða, Gomez 36 % og kommúnistinn Jaime Pardo Leal 4 %. Leal bauð fram í nafni Breiðfylkingar þjóðernissinna en hún var sett saman af Byltingar- her Kólombíu (FARC). Sigur Barcos kom ekki á óvart þar sem flokkur hans, Frjálslyndi flokk- urinn vann í þingkosningum í landinum, í mars síðastliðnum. A fundi með stuðnings- mönnum sínum eftir að úrslitin voru kunn í gær, sagði Barco að þessi úrslit sýndu að lýðræði hefði hlotið „áhrifamikið samþykki" þjóðarinnar og að Kólombíu- menn vildu lifa í friði. Barco bauð íhaldsmönnum þátttöku í stjórninni eftir að úrslit voru Ijós. Stærstu flokkarnir tveir, íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn, hafa yfirleitt skipt völdum á milli sín, öháð úrs- litum kosninga. Þjóðernisfylk- ingin hefur hins vegar ekki fengið jafn mikið fylgi fyrr og háttsettur evrópskur diplómat í landinu sagði fréttamanni Reuters að það myndi líklega hafa mikil áhrif á friðarmálið. Eftir að skæruliðar FARC gerðu árás á dómshús í höfðuðborginni í nóvember síð- astliðnum fékk Betancur, þáver- andi forseti, FARC samtökin til að falllast á friðarsáttmála sem gerður hafði verið árið 1984. FARC hefur hins vegar ekki lagt niður vopn enn sem komið er. ERLENDAR FRÉTTIR hjörlbfRsson/REU1ER Talið er að allt að 150 milljónir dollara hafi safnast, þar af 15 milljónir í Bretlandi. Aðstand- endur voru hins vegar óánægðir með að aðeins 4000 manns tóku þátt í Afríkuhlaupi í New York þar sem Omar Khalifa lauk hlaupi sínu um margar stórborgir heimsins. Ástæðan fyrir lélegri þátttöku í New York er eflaust sú að á sama tíma hafði verið skipu- lagt og geysimikið auglýst, „Takið saman höndum unt Bandaríkin", til styrktar fá- tækum þar í landi. Sá viðburður fólst í því að fólk raðaði sér upp og hélt í hendur næsta manns og átti þetta sameiginlega handtak að ná yfir endilöng Bandaríkin og standa yfir í 15 mínútur. í heildina litið voru aðstand- endur samt nokkuð ánægðir með viðburðinn, ekki síst Bob nokkur Geldof sem skipulagði Band Aid, Live Aid og nú Sport Aid. Hann sagði í gær að hann myndi ekki skipuleggja slíka atburði aftur, hann hefði lagt fram sinn skerf. Hann þjáist nú af ofþreytu og hál- skirtlabólgu. Kvikmyndir Kvikmynd um Biko Harare, Zimbabwe — Richard Attenborough, leikari, leik- stjóri og kvikmyndaframleið- andi um áratugaskeið, ætlar nú að gera kvikmynd um ævif- eril Steve Biko, blökkumannal- eiðtogans frá S-Afríku sem lést í varðhaldi þar í landi árið 1977. Myndin verður gerð í Zimba- bwe, yfirvöld þar í landi hafa ákveðið að veita tæpum 5 milljónum dollara í myndina en áætlaður kostnaður verður um 22 milljónir dollara. Attenborough sagði á fréttamannafundi í Har- are í gær að að enn hefði ekki verið ákveðið hver myndi leika Biko en verið væri að leita að afr- ískum leikara til að fást við minn- ingu Biko. Ef það tekst ekki verður líklega einhver Breti eða Bandaríkjamaður fenginn til verksins. Myndin verður byggð a tveimur bókum sem Donald Wo- ods skrifaði um kynni sín af Biko. Woods var ritstjóri dagblaðs í S- Afríku en flýði land á gamlársdag árið 1977. Onnur bókin er ævi- saga Biko, hin er sjálfsævisaga, „Að kalla á vandræði" og snýst að mestu um kynni hans af Biko. Bandaríski leikarinn Kevin Kline hefur verið fenginn til að leika Woods. Attenborough sagði í gær að myndin hefði fengið nafnið „Biko - Að kalla á vandræði". Indland 0t& meðal Hindúa í Punjab Nýju Delhí —Ráðherra yfir Punjab ríki, þar sem Síkhar eru í meirihluta og mikii ókyrrð hefur verið að undanförnu, neitaði í gær kröfum hægri- sinnaðra Hindúa um að beita her landsins gegn öfga- mönnum Síkha. Síkhar hafa að undanförnu rekið fjölda Hindúa á brott úr þessu ríki, á miðvikudaginn drápu öfgasinnaðir Síkhar sex manns á markaðstorgi í höfuð- borg fylkisins Amritsar. Ráðherrann, Surjit Singh Barnala, sagði í gær að það myndi engan vanda leysa að beita hern- um gegn Síkhum. Mikil átök hafa verið í Punjab að undanförnu. Á laugardaginn hvöttu leiðtogar í hinum áhrifamikla Bahratiya Janata flokki Hindúa (BJP), Ra- jiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, til að beita hernum gegn þeim Síkhum sem vilja gera Punj- ab að sjálfstæðu ríki og hafa beitt miklu ofbeldi að undanförnu í þessari baráttu sinni. Hindúar hafa að undanförnu haft rniklar áhyggjur af því að Hindúar sent eru 40% af íbúum í Púnjab, hafa orðið að flýja fylkið af óttast um líf sitt, að því er sagt er. Leiðtogar BJP segjast óttast að Hindúar leggi á flótta í stríðum straumum úr fylkinu. Þar nteð streymi Síkhar úr öðrum héruð- um landsins til Púnjab og niður- staðan verði að öfgasinnaðir Sík- har færist nær endanlegu tak- marki sínu, að gera Púnjab að sjálfstæðu ríki, Khalistan. Finnland Stjómar- titringur Kalevi Sorsa hótar að segja afsér Helsinki — í Finnlandi leitast stjórnarflokkarnir nú við að komast hjá alvarlegri stjórnar- kreppu sem skapast hefur óbeint vegna kjarnorkuslyss- ins í Tsjernóbíl fyrir mánuði síðan. Dreifbýlisflokkurinn, einn af stjórnarflokkunum í Finnlandi er mjög á móti kjarnorkuverum þar í landi og bar í síðustu viku fram á þingi tillögu um að Finnar losuðu sig við kjarnorkuver sín tvö fyrir árið 2000. Til stóð að leggja þessa tillögu fram til atkvæða í finnska þinginu í dag. Eftir að Kalevi Sorsa, forsætisráðherra landsins, lýsti því yfir að hann myndi líta á slíkt sem vantrauststillögu á sig og þar með segja af sér embætti sínu, kallaði Dreifbýlisflokkur- inn saman til fundar um þetta mál. Talsmaður flokksins sagði í gær að líklega myndu þingmenn flokksins falla frá því að bera til- löguna fram til atkvæða. Skoðanakannanir að undan- förnu hafa gefið til kynna að al- menningur sé nú orðinn mjög mótfallinn kjarnorku til orku- öflunar. I landinu eru nú tvö kjarnorkuver, hvort um sig með tveimur kjarnakljúfum. Eftir Tsjernóbíl slysið ákvað stjórn landsins að hætta við að festa kaup á sovéskum kjarnakljúfi. Fréttaskýrendur segjast vissir um að Dreifbýlisflokkurinn vilji ekki ögra Sorsa um of þar sem þeir hafi ekki áhuga á kosningum á næstunni. Þingkosningar eru áætlaðar í mars á næsta ári, stjórnarslit myndu hins vegar færa þær fram í september á þessu ári. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur Dreibýlisflokk- urinn misst atkvæði yfir til Græn- ingja, talsmaður flokksins sagði að Pekka Vennamo, formaður þeirra, myndi hvetja félaga sína i þingflokknum til að falla frá til- lögunni. Kjaramál Víðtæk verkföll á Norðurlöndum Ekkert lát er á vinnudeilum á Norðurlöndum, ígœr hótuðu járniðnarnienn í Svíþjóð að stöðva bílaiðnaðinn ílandinu efvinnuveitendur hœkkuðu ekki lœgstu launþeirra Stokkhólmi — Félag járniðnað- armanna, stærsta verkalýðsfé- lagið í Svíþjóð, (240.000 fé- lagar) hótaði í gær að stöðva með verkfalli allan bifreiðaiðn- aðinn í landinu ef atvinnurek- endur hækka ekki lægstu laun I í þessari atvinnugrein. ' Aðeins 14.000 járniðnaðar- menn fóru í verkfall í gær en búist er við að atvinnurekendur svari með því að setja verkbann á alla járniðnaðarntenn eftir fund sinn í dag. Talsmenn Volvo og Saab sögðu í gær að bifreiðaverksmiðj- urnar yrðu að loka ef járniðnað- armenn gerðu alvöru úr því að hefja tímabundin verkföll 3. júní næstkomandi. Forseti sænska alþýðusam- bandsins (LO), Stig Malrn hefur lýst sig andvígan þeirri stefnu að nota verkföll nú til þess að leysa launadeilur og hefur varað sænsk verkalýðsfélög við því sem hann nefndi „ensku veikina". í Noregi eru nú um það bil 25.000 opinberir starfsmenn í verkfalli. Öngþveiti hefur skapast á vegum, kvikmyndahús eru lokuð og flestum íþróttavið- burðum hefur verið frestað. Hin nýja stjórn Verkamannaflokks- ins hefur neitað að auka launa- hækkanir umfram tilboð sitt um 8,3 % og ber fyrir sig erfiðleika í olíuiðnaðinum. Flugumferðar- stjórar hafa nú hótað að fara í verkfall og mun aðallega ætlað að trufla flutninga starfsfólks með þyrlum út á olíuborpallana í Norðursjó. í Finnlandi hættu opinberir starfsmenn í verkfalli þann 18. maí síðastliðinn. Allur bygging- ariðnaður hefur hins vegar lagst niður vegna verkfalls 40.000 byggingarverkamanna þar í landi. Þann 22. maí fóru 10.000 manns í heilbrigðisstéttunum í verkfall í Svíþjóð og hefur það haft víðtæk áhrif á flestum stær- stu sjúkrahúsunt Svíþjóðar. Yfir- völd hafa svarað því með því að ákveða að setja verkbann á kenn- ara þegar þeir Ijúka kennslu í vor þannig að þeir fái ekki laun í sumarleyfi. Þessi ákvörðun hefur hins vegar haft þau áhrif að nem- endur í framhaldsskólum hafa neitað að mæta í skóla til að sýna kennurum sínum stuðning. Sænsk stjórnvöld hafa sagt það meginverkefni sitt að ná verð- bólgu niður í 2,3 % og hafa ekki orðið við launahækkunarkröfum ýmissa hópa meðal ríkisstarfs- ntanna. í gær tilnefndi stjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð þrjá menn í n.k. sáttasemjaranefnd til þess að koma saman einum launapakka fyrir alla opinbera starfsmenn í landinu. Verkalýðs- leiðtogar vöruðu hins vegar við slíkri hugmynd og sögðu að hún myndi einungis leiða til frekari verkfalla. Bílaþjónusta G-listans í Reykjavík Sjálfboðaliðar óskast til aö keyra fyrir G-listann á kjördag. Nanna skráir niöur nöfn ykkar í síma 19396. Alþýðubandalagið. Kosningakaffi G-listans í Reykjavík Sjálfboðaliðar óskast í bakstur og uppáhellingar í kosningamiöstööinni á kjördag. Nanna skráir nöfn ykkar í síma 19396. Alþýðubandalagið. Þriðjudagur 27. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.