Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 18
Fáskrúðsfjöröur Alvarlegt ástand í skólamálum Menntaðir kennarar fást ekki til starfa í sjávarplássin vegna lélegra launakjara. Úrbætur í þessum efnum lífsnauðsyn fyrirsveitarfélagið Sigurður Jónsson stöðvar- stjóri á Fáskrúðsfirði skipar annað sæti G-listans. í viðtaii við Þjóðviljann um atvinnumál og uppbyggingu á Fáskrúðs- firði var nokkuð gott hljóð í Sigurði en þó sagði hann að ymislegt mætti betur fara á staðnum. „Hér hefur verið unnið að uppbyggingu leik- skóla,“ sagði Sigurður, „og er það verk nú langt komið. Við leggjum allt kapp á að Ijúka því næsta ár og búa leikskólann þannig út að sómi sé að. Nú hefur tekist að ráða menntaða fóstru hingað í fyrsta sinn, það er stúlka sem er að útskrifast úr fósturskólanum og ætlar að koma hingað til okkar til starfa og við vonum að okkur takist að fá fleiri slíkar hingað." Sigurður sagði alvarlegt ástand á Fáskrúðsfirði í skólamálum vegna skorts á menntuðum kenn- urum. „Á sama tíma og foreldrar hafa stöðugt minni tíma til að sinna uppeldi barna sinna vegna óhóflegs vinnuálags flýja menntaðir kennarar störf sín vegna lélegra launa. Það er alveg ljóst að þetta ástand laðar ekki ungt fólk með börn á skóla- skyldualdri í minni bæi en þar er þetta ástand alvarlegast eins og allir vita. Það eru dæmi um það hér að fólk hefur séð sig knúið til að flytja burt vegna þessa. Sjáv- arplássin eru verst úti í þessari þróun og við hér erum engin und- antekning. Það verður að vinna að því að sveitarfélögin taki höndum sam- an og krefjist þess af stjórnvöldum að þau tryggi lög- boðna menntun á landsbyggð- inni. Það verður að leita uppi og laða til starfa menntaða kennara þó að það hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir sveitarfélagið." Um vegaframkvæmdir sagði Sigurður að lokum: „Gatnakerfi bæjarins er illa farið svo sem kunnugt er en þó verður ráðist í allmiklar framkvæmdir á þessu ári. Við teljum mjög brýnt að Sigurður Jónsson: Launakjör kenn- ara eru til háborinnar skammar og sjávarplássin og aðrir minni bæir verða verst úti vegna kennaraskorts. Ijúka varanlegri gatnagerð eins fljótt og unnt er og fjármagn leyfir.“ Vopnafjörður Nýjar leiðir í stjórnunarstörfum Aukin dreifing stjórnunarstarfa og meira upplýsingastreymi um hreppsnefndarstörf til íbúanna Aðalbjörn Björnsson efsti maður G- listans: í litlu sveitarfélagi er sjálfsagt að sem flestir taki þátt í stjórnunar- störfum, en ekki að hlaða öllum verk- efnum á örfáa. Til að það geti tekist, þarf að gefa íbúunum miklu meiri upplýsingar um hvað er að gerast innan hreppsnefndarinnar. Hér á Vopnafirði eru hafnar- málin í brennipunkti,“ scgir Að- albjörn Björnsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. „Það þarf að lengja viðlegukantinn en hér sem annars staðar hefur niðurskurðarstefna ríkisstjórn- arinnar haft sín áhrif, sérstaklega hvað varðar hafnarmannvirki og skólabyggingar“. Aðalbjörn sagði ýmislegt fleira sem þyrfti að þrýsta á um, skólinn væri allt of lítill en Alþýðubanda- lagsmenn teldu lausn þess máls ekki vera viðbyggingu sem tæki langan tíma heldur væri hægt að leysa málið með að koma upp lausum skólastofum. Annað oddamál Alþýðubandalagsins sagði Aðalbjörn vera byggingu dagheimilis. Úti á landi eru aðal- lega leikskólar en betra væri að geta boðið upp á heilsdagsgæslu ásamt leikskólanum og þar sem þörf er á að byggja nýtt húsnæði fyrir leikskólann sagði Aðalbjörn betri kost vera að byggja húsnæði sem rúmað gæti bæði dagheimilis- og leikskóladeild. Aðspurður um íþróttaaðstöðu sagði Aðalbjörn útiaðstöðu nán- ar enga og bæta þyrfti úr því ásamt því að hraða þyrfti bygg- ingu íþróttahúss. Um sveitarstjórnarstörf hafði Aðalbjörn eftirfarandi að segja: „Það er nokkuð undarlegt að i svo litlu sveitarfélagi sem Vopn- afjörður er, skuli vera kvartað yfir sambandsleysi við hrepps- nefnd og lélegum fréttum frá henni. Við Alþýðubandalags- menn teljum að hreppsnefnd þurfi að auka áhuga fólks á því sem hún er að gera, þ.e. auka áhuga fólks á milli kosninga. Við erum með leiðir í þessa átt, t.d. viljum við auglýsa fundi vel og þá sérstaklega þá fundi þar sem mikilvæg málefni eru á dagskrá. Þá viljum við að hreppsnefnd sendi frá sér fréttir af gangi mála Lykill að nýjum markaði Lausfrystitæki frá AGA FRIGOSCAIUDIA Reynsla íslenzkra framleiðenda hefur núþegar sýnt að lausfrystitækin opna nýja möguleika á sölu freðfisks á erlendum mörkuðum. EVRÓPUVIÐSKIPTI HF. Hafnarhvolí v/Tryggvagötu — Sfmi 25366 AGA FRIGOSCANDIA með vissu millibili. I næstum því 1000 manna byggðarlagi er þörf fyrir útgáfu almenns fréttablaðs og við teljum að hreppsnefnd mætti vera aðili að slíkri útgáfu. Það er ætlun Alþýðubanda- lagsins að starfa af krafti næstu fjögur árin m.a. með hrepps- málaráði sem stofna á á næstunni og það mun þá styðja við fulltrúa Alþýðubandalagsins í hrepps- nefnd. Nefndaskipan teljum við eigi að vera á annan hátt en nú er. Við viljum að þekking, reynsla og áhugi eigi að ráða hvernig skipað er í nefndir en ekki hvort einstak- lingar eru í þessum eða hinum stjórnmálaflokknum. þetta er sérstaklega mikilvægt í litlum sveitarfélögum. í framhaldi af þessu er ætlun okkar ef við náum einhverjum áhrifum að hrepps- nefndarfulltrúar sitji ekki í fast- anefndum, svo og að einn og sami maður sitji ekki í fleiri en einni nefnd. Þannig munum við virkja hinn almenna íbúa hreppsins í stjórnunarstörf". Ing. Vopnafjörður Þarf að lengja viðlegukant hafnarinnar „Það kom hér nýtt skip á síð- asta kjörtímabili, Lýtingur, sem gerir að mestu út á hörpudisk,“ segir annar maður G-listans á Vopnafirði Olafur Ármannsson, „og eins var sett hér af stað ný vinnsla sem vinnur hörpudiskinn. Þetta hefur treyst átvinnulífið hér mikið og uppi eru hugmyndir um að koma upp rækjuvinnslu líka. En hingað vantar smáiðnað og aukna fjölbreytni í atvinnulífið sem smáiðnaði er samfara. Þetta er allt bundið við frystihúsið eins og er og það kallar ekki nóg á unga fólkið sem er að vaxa úr grasi. Fólk virðist ekki fara í frystihúsin nema í neyð og síðasta ár gekk frystihúsið hér van- mannað og skilaði umtalsverðum halla sem rekja má til mannfæðarinnar að mestu leyti en hingað var ekki ráðið erlent vinnuafl.“ Annað stórt vandamál segir Ólafur vera húsnæðisskort á staðnum og verði að finna lausn á því sem allra fyrst því það standi atvinnulífi bæjarins beinlínis fyrir þrifum. „Það er slegist um hverja kompu hér og ég veit dæmi um að fólk hafi ætlað að koma og setjast hér að en snúið við vegna þess að það hafði ekkert húsnæði feng- ið.“ „Það má merkja í atvinnulífinu núna að nýbúið er að taka ákvörðun um að byggja hér 300 tonna loðnubræðslu sem taka á í gagnið um miðjan október," bæt- ir Ólafur við. „Það verður til mikilla bóta fyrir sveitarfélagið en loðnubræðslan tengist líka hafnarmálinu sem er oddamál Ólafur Ármannsson: Húsnæðis- skortur stendur bæjarlífinu og at- vinnumálum hér beinlínisfyrir þrifum. Það flyst enginn hingað nema hann geti búið einhvers staðar. Ekki er hægt að bjóða fólki að búa í tjaldi. okkar Alþýðubandalagsmanna. Eins og er er viðlegukanturinn hérna um 50 metra langur en brýn þörf er á að lengja hann um 50-60 metra til viðbótar. Það er gagnrýnisvert að togararnir okk- ar tveir og nýja skipið geta ekki legið í höfninni í friði en þurfa að fara úr höfninni til að víkja fyrir strandferðaskipum sem koma. Þetta eykst líka mikið þegar loðn- ubræðslan tekur til starfa ef ekk- ert verður að gert og verður al- gert neyðarástand. Þetta er ekki hægt að bjóða upp á og allra síst sjómönnum sem kannske eru úti í 10 daga og hluti af tveggja sólar- hringa fríi þeirra fer í svona skipaleik.“ ing. 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 27. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.