Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 8
FLÓAMARKAÐURINN
MANNLÍF
Þeir áttu í einhverju brasi með þennan rafsuðutransara sem ofhitnaði. Orsakir voru ákaft ígrundaðar upphátt á pólsku.
Vestmannaeyjar
Þaulvanir og
klárir menn
Tólf pólskir málmiðnaðarmenn hjá Skipalyftunni hf. í
Vestmannaeyjum
Skrifræði í íslenskum ráðuneytum með sama sniði og
lýst er austantjalds?
Kaupi og sel
vel með farin húsgögn og húsmuni.
Fornverslunin Grettisgötu 31,
sími 13562.
Til SÖIu
Coleman 12 volta rafmagnsloft-
dæla, Brother ritvél og Orion hljóm-
flutningstæki, enn þá í ábyrgð.
Selst allt á hagstæðu verði. Uþpl. í
síma 688105 á kvöldin.
Fæst gefins
Fallegir kettlingar og Jógúrt-gerill
(til að búa til eigin jógúrt). Uppl. í
síma 688105 á kvöldin.
Til sölu -
óskast keypt
Til sölu píanóbekkur. Á sama stað
óskast keypt lítið píanó. Hringið í
síma 22985.
Til leigu
er geymslupláss í kjallara ca. 8 m2
Ágætt fyrir geymslu á búslóð. Uppl.
í sima 22985. |
Herbergi til leigu
við Tómasarhaga með aðgangi að
eldhúsi, baði, þvottahúsi og síma.
Hentar námsmönnum vel. Engin
fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma
622829.
ísskápur - herbergi
Bráðvantar ísskáp strax og einnig
herbergi um 2-3 mánaða tímabil.
Uppl. í síma 15255 á kvöldin.
Vandað fuglabúr
með fugli til sölu á kr. 2.500,- (keypt
nýtt í okt. s.l.) Einnig 10 bindi af
Öldinni okkar á kr. 6.000.-. Óska
eftir að kaupa ódýrt reiðhjól fyrir 10
ára telpu. Uppl. í síma 31853.
Kennarar
Nokkrir flugmiðar til Hannover í
Þýskalandi þann 22. júní til sölu,
opnir heim innan mánaðar. Mjög
hagstætt verð. Uppl. á skrifstofu Kl
sími 24070. Orlofsnefndin
Húshjálp
Einhleypt snyrtimenni á Boða-
granda óskar eftir húshjálp einu
sinni í viku. Upplýsingar í síma
18272.
Telpnareiðhjól
lítið til sölu, verð kr. 2.000.-. Uppl. í
síma 29465.
Til sölu
Fiat 131 til niðurrifs. Uppl. í síma
40276, eftir kl. 19.
Svefnsófi
Óska eftir að kaupa tvíbreiðan
svefnsófa, og 2ja sæta sófa. Uppl. í
síma 14454.
Til sölu
Honsó rafmagnsgítar með tösku.
Uppl. í síma 51856, eftir kl. 20.
Tölvur
Acron Elictron tölva til sölu, ásamt
kassettutæki og 15 forritum, selst
ódýrt. Einnig skermur fyrir Commo-
dore 64. Uppl. í síma 72024.
, /
Ibúð óskast
Stúlka í Kennaraháskóla íslands
óskar eftir íbúð. Uppl. í síma 15669.
Hjól með barnastól
DBS kvenreiðhjól ásamt barnastól
til sölu. Uppl. í síma 52654.
Óska eftir
að kaupa Cooper hjól til að nota í
varahluti. Uppl. í síma 15781.
íbúð óskast
Ungt par, annað í námi, óskar eftir
íbúð til leigu í Reykjavík. Uppl. í
síma 19296, eftir kl. 19.
Gleraugu töpuðust
Sunnudaginn 11. maí töpuðust
gleraugu í eða við Félagsheimili
Kópavogs. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 41382.
Foreldrar í Kópavogi
athugið
Ég er að verða 14 ára og mig langar
til að passa börn eftir hádegið i
sumar. Upplýsingar í síma 41214
eftir kl. 17.
Húsbyggjendur
Uppistöður 2x4" til sölu á hag-
stæðu verði. Upplýsingar í síma
44236.
Benz ’68 módel
Benz fólksbíll '68 módel til sölu fyrir
lítið verð. Upplýsingar í síma 41214
eftir kl. 17.
Til sölu
Furusófasett (3+2+1, sófaborð og
hornborð) og 2 bambusrúllugardín-
ur. (Breidd 1,40 m). Uppl. í síma
32047 f. hád. og á kvöldin.
Parket slípun
Slípum og lökkum öll viðargólf.
Uppl. í síma 20523.
Parket-Slípunin ORG
Ódýrt húsnæði
til leigu
2 herb. íbúð með húsgögnum í
Breiðholti til leigu frá 1. júní - 20.
ágúst. Ódýr leiga. Einungis reglu-
samt og snyrtilegt fólk kemur til
greina. Uppl. í síma 79338 eða
21971.
Kettlingar
Tveir húsvanir kettlingar fást gef-
ins. Uppl. í síma 611228.
Sumarvinna
Óska eftir sumarvinnu. Er 16 ára
stúlka. Hef unnið við afgreiðslu í fat-
averslun og bakaríi. Margt kemur til
greina. Meðmæli ef óskað er. Uppl.
í símum 43473 eða 43094.
Bókahillur
Til sölu BBB bókahillur (fura), 3 ein-
ingar lokaðir skápar í 2 þeirra. Uppl.
í síma 16557.
Til sölu
Casio rafmagnsorgel PT 80 á 3
þús. kr. Vinsamlegast hringið í síma
42212.
Raflagna- og
dyrasímaþjónusta
Önnumst nýlagnir, endurnýjanir og
breytingar á raflögninni. Gerum við
öll dyrasímakerfi og setjum upp ný.
Góð greiðslukjör og greiðslukorta-
þjónusta. Löggiltur rafverktaki. Sími
651765, símsvari allan sólarhring-
inn, 651370.
Til sölu fyrir lítið
1. Tvíbreiður svefnsófi
2. Stækkanlegt borðstofuborð
3. Stólar af öllum gerðum
4. Ljósakrónur
5. Gamall Ijósalampi
6. 30 trébakkar
7. Tvær rýjamottur
8. Blómagrind
9. Silfurskál
10. 2 hnakkapúðar í bíl
11-150. Fullt af smáhlutum.
Uppl. í síma 17482.
Gömul garðsláttuvél
óskast keypt. Hef líf áhuga á ónýt-
um barnavagni. Uppl. gefur Álfhild-
ur í síma 688070.
Athafnaþrá
Mig vantar sumarvinnu. Er dugleg
og get unnið sjálfstætt. Get byrjað
strax. Hringið í Þórdísi eftirkl. 19 frá
kl. 9-14.
Rafmagnsþilofnar óskast
Notaðir rafmagnsþilofnar til nota í
sumarbústaði óskast nú þegar.
Kaupandinn er í síma 40471 á
kvöldin.
íbúð óskast
Einhleyp fullorðin kona óskar eftir
íbúð á leigu til lengri tíma. Uppl. í
síma 13681, eftir kl. 19.
íbúð - mæðgur
Mæðgur óska eftir að taka á leigu 4
herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma
71871 á kvöldin.
Barnapía
Er ekki einhver barngóð 12-14 ára
stelpa í Smáíbúðahverfi, sem vill
gæta 2 ára telpu eftir hádegi í sum-
ar? Vinsamlegast hringið í síma
84398 eftir kl. 19.
Til sölu
Wella hárþurrka og Silver Cross
regnhlífakerra. Selst hvor tveggja á
góðu verði. Uppl. í síma 667232.
Viltu góðan vinnukraft?
Ég er 28 ára kennari og mig vantar
vinnu í sumar. Ég vil helst vinna úti
undir beru lofti. Reynsla í garðyrkju-
störfum. Hef einnig ágæta reynslu í
almennum skrifstofustörfum, vélrit-
un og þess háttar. Uppl. í síma
27117.
Næturvarsla
Kennara vantar næturvarðarstarf í
sumar í 2-3 mánuði. Uppl. í síma
43294 á kvöldin.
íbúð
Unga stúlku bráðvantar íbúð á leigu
sem allra fyrst. Uppl. í síma 32402.
Framhald á hls. 20
Tólf pólskir málmiðnað-
armenn eru um þessar
mundir við störf hjá Skipal-
yftunni hf. í Vestmanna-
eyjum. Gunnlaugur Axels-
son, fjármálalegur fram-
kvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, sagði að í Eyjum hefði
verið staddur í haust verk-
fræðingur frá skipasmíð-
astöðinni í Póllandi sem
smíðaði tvíburaskipin Halk-
íon og Gídeon, og það hefði
komið til tals að hann útve-
gaði Skipalyftunni menn frá
pólskum skipasmiðjum
eftir að hann kæmi til Pól-
lands aftur, vegna þess
hvað þeim hjá Skipalyft-
unni hefði reynst erfitt að fá
plötusmiði til starfa hjá sér,
en mannekla er vandamál
sem gætir í málmiðnaði um
allt land.
Gunnlaugur sagði engin vand-
kvæði hafa verið að útvega leyfi
frá verkalýðsfélögum og öðrum
aðilum í Vestmannaeyjum, og í
Póllandi hefðu hlutirnir líka
gengið hratt fyrir sig, öll
nauðsynleg gögn hefðu verið
komin þaðan fyrir desemberlok.
Ekkert hefði virst því til fyrir-
stöðu að nrennirnir kæmu til
starfa upp úr áramótum. Seina-
gangur við afgreiðslu málsins í
viðkomandi ráðuneytum hefði
Verið er að byggja allt nýtt ofan á
Sighvat Bjarnason VE. Einn af pólsku
smiðunum er ofan á hvalbaknum á
Sighvati aö mæla út fyrir hækkun á
bakkanum.
hins vegar valdið meira en
tveggja mánaða töf. Það hefði
komið sér mjög á óvart, sagði
Gunnlagur, - sér hefði ekki dott-
ið í hug að skrifræði í ráðuneytum
í Reykjavík væri með sama sniði
og sagt er vera austan járntjalds.
Gunnlaugur Axelsson sagði að
Pólverjarnir væru allir eldklárir
starfsmenn og þaulvanir. Þeir
fengu atvinnuleyfi til sex mán-
aða, en hefðu viljað ráða sig til
eins árs. Þeir tala nær eingöngu
móðurmál sitt, en virtust samt tjá
sig vandræðalaust við íslenska
vinnufélaga. Undirrituðum gekk
samt ekki vel að ræða við þá
vegna skammarlegrar fákunnáttu
í pólsku. Einn þeirra talar ensku,
og sagði hann að þeir kynnu
ágætlega við sig, - vinnan hefði
bara gengið vel til þessa, - það
hefði að minnsta kosti ekkert ver-
ið fundið að þeirra störfum.
Þessi maður virtist vera í for-
svari fyrir hópnum, en hafði samt
fremur illan bifur á að láta hafa
nokkuð eftir sér og tók ekki í mál
að láta taka af sér mynd. Hann
kann að hafa óttast að stilla ætti
sér upp við vegg í áróðursskyni.
Blaðamaður átti þó við hann stutt
samtal í mestu vinsemd, og ræddi
hann m.a. þann mikla mun sem
óneitanlega væri á vinnuaðstæð-
um þarna og í hinum risastóru
skipamiðjum í Gdansk í Póllandi,
þar sem vinna tugir þúsunda
manna.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. maí 1986