Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Fornleifar Lykillinn enn ófundinn Enn hefur ekki tekist að ráða írúnir á viðarbút, semfannst við fornleifauppgröft á Stóru-Borg ífyrra. Mjöll Snœsdóttir, fornleifafrœðingur: Reyndi að víxla stöfum en allt komfyrir ekki. Stefán Karlsson, Arnastofnun: Reyndiýmis villuletur- kerfifrá 17. öld, en árangurslaust Enn hefur enginn treyst sér tii að ráða í rúnirnar á þessum viðarbút, sagði Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur, við Þjóðvilj- ann í gær. „Það er í sjálfu sér auðvelt að lesa rúnirnar, því hér er um venjulegar rúnir að ræða, en þegar þetta er lesið fæst stafa- runa, sem myndar ekki orð. Viðarbútur sá sem hér er til umræðu kom í ljós er verið var að grafa á Stóru-Borg í Austur- Eyjafjallahreppi. Búturinn er um 7 cm á lengd og 2 cm á breidd og eru rúnir ristar beggja vegna á hann. Mjöll sagðist hafa sent ýmsum aðilum ljósmynd af fundinum jafnt hér heima sem erlendis en enn hefði engum tekist að finna lykilinn að því sem þarna stend- ur. Sagðist hún hafa sjálf reynt ýmsar aðferðir til að ráða gátuna m.a. með því að víxla stöfum en allt hefði komið fyrir ekki. Stefán Karlsson hjá Arnastofn- un er einn þeirra manna sem reyndi við rúnirnar. Sagði hann að sér hefði ekki tekist að fá neina meiningu út úr þessu. M.a. reyndi hann ýmis villuleturkerfi sem kunn eru frá 17. öld, en þá var algengt að skrifarar notuðu slíkt á spássíum í handritum til að kynna sjálfa sig. Ekkert af þess- um kerfum kom að haldi er lesa átti úr þessum rúnum. Stefán sagði að sú hugmynd hefði komið upp að þetta væru upphafsstafir úr einhverju kvæði, en það mun hafa verið nokkuð algengt að skrifarar notuðust við upphafstafi kvæða er þeir voru að rifja upp fyrir sér kveðskap og læra utanbókar. Þessi hugmynd hefur þó ekki leitt til neinnar lausnar á því sem stendur á viðar- bútinum. Mjöll sagði að uppgreftrinum á Stóru-Borg yrði haldið áfram í sumar og yrði hafist handa seinni hlutann í júní. Sagði hún að nú Þetta er orðið eins og í aumasta fátækrahverfi í stórborg, sagði einn íbúa viö Njálsgötu í samtali við Þjóðviljann og átti hann þá við opið svæði milli Njálsgötu, Bjarnarstígs og nafnlauss götuslóða. Þarna er svæði sem borgin á og hefur verið komið þarna upp leiktækjum fyrir börn. Borgin hefur aftur á móti ekkert hugsað um að halda svæðinu hreinu og eins og myndin ber með sér er heldur óhrjálegt þarna um að litast. Og þeir eru því miður margir blettirnir í borginni sem standa baka til og sjást ekki af götunum, sem svipað er ástatt um. (Ljósm. Sig.) Bókakaffi Hlaðvarpans Stemmningin undurljúf Nú hefur Bókakaffi bókafor- lagsins Bríetar og Hlaðvarp- ans staðið yfir í heila viku en dag- lega hefur verið boðið upp á bók- menntadagskrá í Hlaðvarpanum og þar flutt erindi um ritverk kvenna og lesið úr þeim. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur hefur aðsóknin verið mjög góð og í sumum tilfellum troðið út að dyrum. „Stemmningin hefur ver- ið mjög ljúf,“ sagði Guðrún „og að því er virðist þá hafa flytjend- ur og áheyrendur verið mjög væri farið að líða á seinni hlutann af þessum uppgreftri og allt útlit væri fyrir að tækist að rannsaka gamla bæjarhólinn áður en hann færi undir sjó en það má varla tæpara standa. Sagði Mjöll að í raun og veru þyrfti ekki meira til en aftakaveður er stórstreymt væri og hóllinn gætið þá horfið fyrir fullt og allt. _ Sáf Flugleiðir Bremsubilun Bremsur á vinstra aðalhjóli Fokkervélar frá Flugleiðum bil- aði í lendingu á ísafiröi á laugar- daginn. Þurfti flugmaðurinn því að nota neyðarbremsur við lend- inguna og rann flugvélin á flug- brautinni. Sagði einn farþega við Þjóð- viljann að vélin hefði næstum lent út í skurði. Hjá Flugmálastjórn fengust þær upplýsingar að engar alvar- legar skemmdir hefðu orðið á vélinni. Enn er ekki vitað hvað olli bil- uninni en Flugmálastjórn á eftir að fá nánari upplýsingar um óhappið. - Sáf ánægðir með kvöldstundirnar." í kvöld þriðjudag verður flutt erindi og lesið úr verkum Mál- fríðar Einarsdóttur og miðviku- dagskvöldið verður helgað Ástu Sigurðardóttur. Á fimmtudags- kvöldið verður „ljóðakvöld“ en bókakaffinu lýkur á föstudagsk- völdið með upplestri úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Sömu daga er sögustund fyrir börnin klukkan 17.15 en „fullorðinsdag- skráin“ hefst klukkan 20.30. -K.ÓI. Þriðjudagur 27. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 KJÖRBOK 1ANDSBANK4NS TENGD VERÐTRYGGINGU ÖRUGG BOK* ENGIN BINDING HÁIR VEXTIR FRÁiÞVI AÐ LAGT ER INN M^JJöilÆimUajíjjArJxi mJJjJbJJJJijXjJmn LANDSBANKINN V P/ '' (jrxddur cr xeymdur cyrir Útibúið Seyðisfirði sími 97-2208 Afgreiðslan Vopnafirði sími 97-3135 Útibúið Eskifirði sími 97-6300 Afgreiðslan Reyðarfirði sími 97-4220 Útibúið Fáskrúðsfirði sími 97-5228 Afgreiðslan Breiðdalsvík sími 97-5653

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.