Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 12
____BORGARNES___
María Einarsdóttir:
Launa-
hækkun
öllum
til góða
Sjálfsagt að helmingur hreppsbúa eigi
helming hreppsnefndarfulltrúa.
Fulltrúar fólksins í hreppsnefnd. Miklir
möguleikar í ferðaþjónustu
María Einarsdóttir 2. maöur á G-listanum: Möguleiki á að koma fleiri konum í
hreppsnefnd. Mynd gg.
Kosningarnar
Talsverðar
breytingar
Ný andlit í efstu sætum
allra lista nema D-lista.
Nýtt framboð
Framsóknarflokkur fékk
langflest atkvæði í síðustu
hreppsnefndarkosningum í
Borgarnesi og hefur 3 fulltrúa í
hreppsnefnd. Sjálfstæðis-
flokkur kom næstur með 248
atkvæði og tvo menn inn. Al-
þýðuflokkur fékk 169 atkvæði
og 1 fulltrúa, rétt eins og Al-
þýðubandalagið sem náði ein-
um manni með 144 atkvæðum.
Oddviti hreppsnefndar er Gísli
Kjartansson af D-lista.
Talsveröar breytingar hafa
orðið á listum flokkanna. Í efsta
sæti hja A-lista er Eyjólfur Torfi
Geirsson. Indriði Albertsson er
kominn í efsta sæti B-listans, og
eru þrjú efstu sæti hans reyndar
skipuð fólki sem ekki situr í
hreppsnefnd nú. Hreppsnefndar-
fulltrúar D-lista tróna enn í sínum
sætum. Halldór Brynjúlfsson
hreppsnefndarfulltrúi G-lista,
mun ekki sitja áfram, en í hans
stað í efsta sæti hefur komið Mar-
grét Tryggvadóttir. Pá er nú nýr
listi í framboð, H-listi óháðra
kjósenda, og þar er Jakob Þór
Skúlason efsti maður.
-gg
íþróttavöllur
Gras á
þann gamla
Alþýðubandalagið hefur lagst
gegn þeirri ákvörðun Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins í Borgarnesi að búa til nýtt
landsvæði í fjörunni við íþrótta-
húsið og gera þar íþróttavöll.
Þetta er hugsað sem bráðabirgða-
lausn á aðstöðuleysi íþrótta-
manna í Borgarnesi, en fyrir-
sjáanlegt er að framkvæmdin
muni kosta hátt á annan tug milj-
óna króna. Alþýðubandalagið er
á móti því að leggja slíkar upp-
hæðir í landvinninga en leggur til
að lagt verði gras á íþróttavöllinn
við Borgarbraut. Þar með væri
þessi vandi leystur til bráða-
birgða. -gg
„Jú, ég er bjartsýn á úrslit
kosninganna. Ef maður trúir
ekki á sig sjálfur, hver á þá að
gera það?“ sagði Maria Ein-
arsdóttir 2. maður á G-
listanum í Borgarnesi í samtali
við Þjóðviljann. María er nú í
fyrsta sinn á lista fyrir kosn-
ingar og tók annað sætið með
trompi í forvali sem háð var i
vetur.
Hún var spurð um uppruna og
sagðist vera fædd í Súðavík árið
1953. Hún hefur búið í Borgar-
nesi sl. 19 ár og segist vera farin
að líta á sig sem Borgnesing, enda
að komast á þann búsetualdur
sem Borgnesingar sætta sig við í
þeim efnum. María ergift Hregg-
viði Hreggviðssyni og þau eiga 3
börn. Börnin eru á þeim aldri að
henni hefur ekki veist auðvelt að
vinna ntikið utan heimilis undan-
farið, en vinnur þó hluta úr degi á
skrifstofu.
Ein kona í
hreppsnefnd
Þið eruð með konur í tveimur
efstu sætum listans. Á að bylta
hlutföllum milli kynja í hrepps-
nefnd í þessum kosningum?
„Það hefur verið mjög fátítt að
konur sitji í hreppsnefnd Borgar-
ness. A þessu kjörtímabili hefur
aðeins verið ein kona af sjö
hreppsnefndarfulltrúum og hún
var sú fyrsta sem kom inn um
langan tíma. Nú eru listarnir
þannig skipaðir að það á að vera
möguleiki að koma fleiri konurn
inn, enda finnst mér sjálfsagt að
helmingur hreppsbúa eigi full-
trúa í hreppsnefnd til jafns við
hinn helminginn.
Það sem helst brennur á okkur
Borgnesingum eru atvinnumálin.
Meðan ástandið í atvinnumálum
er svo slæmt sem raun ber vitni er
það síður en svo eftirsóknarvert
að flytjast hingað og því miður
hefur verið nokkuð unt að fólk
hafi verið að flytjast héðan burt
vegna atvinnuástandsins.
Borgarnes er láglaunasvæði og
því verðurn við að breyta. Það
kentur að sjálfsögðu öllum vel að
hækka laun fólks og fyrirtækin
ættu að líta á hærri launagreiðslur
sent ákveðna fjárfestingu. Gott
atvinnulíf ergrunnurinn að því að
hér verði blómlegt mannlíf, og
því verðum við að snúa hér við
blaðinu."
Virkara lýðræði
Þið leggið mikið upp úr því að
stjórnkerfið verði opnað og lýð-
ræðið gert virkara en það er. Er
þessu mjög ábótavant í Borgar-
nesi?
„Það vill brenna við að ákvarð-
anir séu teknar og jafnvel hafnar
frantkvæmdir án þess að þorri
fólks hafi vitneskju um það. Við
erum á móti jjessum vinnu-
brögðum og teljum að það þurfi
að kynna ntál ntun betur fyrir
fólki. Við ntegum ekki gleyma
því að þeir sem sitja í hrepps-
nefnd eru fulltrúar fólksins og
hafa skyldur að rækja við það.
Það er til lítils að státa sig af lýð-
ræði, ef það er svo ekki virkt.
Sú hugmynd hefur komið upp
að byggja söluíbúðir fyrir aldraða
og leitað hefur verið eftir tilboði í
byggingu slíkra íbúða, en það er
ljóst að það verður dýrt og aðeins
á fárra færi að eignast þær íbúðir.
Við teljurn brýnt að byggðar
verði leiguíbúðir fyrir aldraða, en
þær eru ekki fyrir hendi í Borgar-
nesi eins og er.
11% Borgnesinga eru 65 ára og
eldri og þetta hlutfall á eflaust
eftirað hækka. Hreppurinn verð-
ur einhvern veginn að koma til
móts við þetta fólk og það verður
best gert með því að byggja leigu-
íbúðir og gera íbúunum kleift að
njóta þjónustu frá dvalarheimi-
linu. En það er ekki nóg að ald-
raðir fái viðunandi lausn á húsn-
æðisvanda sínum og við höfum
einnig lagt til að kontið verði upp
vernduðum vinnustað fyrir þá,
sem að mínu mati er mjög áríð-
andi.“
Möguleikar í
ferðamálum
„Svo ég komi enn og aftur að at-
vinnumálum þá langar mig að
nefna ferðamálin. Það eru liðin
10-12 ár síðan hafist var handa
við byggingu Borgarfjarðarbrú-
arinnar og þá var ljóst að ferða-
mannastraumur um Borgarnes
myndi margfaldast. Ráðamenn
hefðu þá þegar átt að hefja undir-
búning að því að geta tekið á móti
ferðamönnum, en það hefur ekki
verið unnið nægilega ötullega að
því.
Við búum á einunt fallegasta
stað landsins og eiguin marga
möguleika á að koma hér upp
ferðamannaþjónustu. Við viljum
að að því verði stuðlað, m.a. með
því að leggja Gíslatún alfarið
undir þjónustu við ferðamenn.
en erum á móti því að þar verði
byggður stórmarkaður, eins og
skipulag gerir ráð fyrir. Það er
einnig mikilvægt í þessu sam-
bandi að þjónusta við tjaldstæðin
verði aukin. Síðast en ekki síst vil
ég svo nefna hugmynd okkar um
að byggja smábátabryggju. Þar
með gæfist möguleiki á bátaleigu
og lengri eða skemmri siglingum
um Borgarfjörð, sem ættu að
hafa mikið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn," sagði María.
- gg-
í LANDSBANKANUM
FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA,
FLORINUR, ESCUDOS OG LIRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM
g þá er ekki allt upp talið.
í öllum afgreiðslum Landsbankans
geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust
gengið að gjaldmiðlum allra helstu
viðskiptalanda okkar vísum.
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
stuðningur við stjórnarstefnuna
og það mun liafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir launafólk í ára-
tugi að mínu mati. Það er því
brýnt að kjósendur veiti þessunt
flokkum ráðningu í kosningun-
um.“
Talið berst að flokksstarfinu í
Borgarnesi. Þegar Þjóðviljamað-
ur kont í Röðul, félagsheimili
þeirra Alþýðubandalagsmanna,
var þar nýbúið að mála gólfið og
þeir kumpánar Marx, Lenín og
Maó Tse blöstu við þegar inn var
komið.
Er þetta blómlegt fclag?
„Þetta félag er að mörgu leyti
blómlegt, en við eigunt auðvitað
okkar döpru stundir. Við gefum
hér út blað fjórum sinnuin á ári
og oftar ef þurfa þykir og það er
að verða 12 ára gamalt. Við höf-
um átt þetta félagsheimili meðan
þessi ríkisstjórn hefur setið.
Allt starf hér byggist á sjálf-
boðavinnu og það er umtalverður
fjöldi fólks sem hefur unnið með
okkur í gegnum árin. Ætli það
hafi ekki nokkrir tugir manna
unnið við útgáfuna," sagði Grét-
ar að lokum.
- gg-
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. maí 1986