Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 11
DJÖÐVUJINN Umsjón: Garðar Guðmundsson Margrét Tryggvadóttir Atvinnumálin á oddinn Sérstaklega ánægjulegt aö konur skuli hafa valist í tvö efstu sæti G-listans. Viljum virkara lýðræöi. Staða kvenna verði bætt. Stefnum að því að bæta við manni „Mér finnst það alveg sér- staklega ánægjulegt að fólk skuli hafa valiö konur í tvö efstu sæti G-listans. Ég var í öðru sæti síðast og hef haft góða möguleika á að fylgjast með þessum málum, svo ég er ekki algjör græningi,“ sagði Margrét Tryggvadóttir kennari og tveggja barna móðir sem nú skipar efsta sæti G-listans í Borgarnesi. „Eg er fædd á Akureyri árið 1946 og ólst þar upp. Eg flutti hingað með eiginmanni mínum Ingþóri Friðrikssyni og hef búið hér samtals í átta ár og líkar bara vel. Borgarnes er notalegur bær og mannlífið er gott. Ég gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk síðan kennara- prófi 1967. Kennarastarfið hefur einmitt vakið mig til meðvitundar um þessa pólitík, sem ég er að takast á við núna. Maður herðist við hverja raun sem launþegi. Ég fékk mjög eindreginn stuðning í forvalinu og gat ekki skorast undan því að taka sæti á listanum eftir það, en ég verð að segja að þessi stuðningur kom mér þægi- lega á óvart.“ Viljum aukna atvinnu Hvað setjið þið á oddinn i kosn- ingabaráttunni? „Aukin atvinna er baráttumál númer eitt hjá okkur. Okkar helsta vandamál í þeim efnum er að við erum þjónustumiðstöð fyrir bændur í Borgarfirði sem eiga í erfiðleikum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. í lána- málum. Við höfum enga útgerð og þeg- ar samdráttur verður í landbún- aði vantar fjárstreymið og velt- una inn í bæjarfélagið. Það er mjög slæmt að atvinnuleysið, sem hefurverið viðvarandi, kem- ur verst niður á konum, og þær konur sem á annað borð fá vinnu eru yfirleitt illa launaðar. Þessu þarf að breyta. Við viljum að sveitarfélagið hafi frumkvæði að sköpun atvinnutækifæra og veiti aðilum, sem vilja koma hér upp t.d. iðnaði, einhverja fyrir- greiðslu. Einnig væri reynandi að veita þeim sem hafa áhuga á að koma á fót nýjum atvinnufyrir- tækjum ódýra þjónustu varðandi arðsemisútreikninga og önnur slík byrjunaratriði. Það mætti ráða rekstrartæknifræðing eða menn með hliðstæða menntun í einhvern tíma til að sinna þeirri þjónustu. Það er alveg ljóst að við verð- um að gera allt til að sporna við þeirri þróun í atvinnumálum og búsetu sem hefur orðið á undan- förnum árum að það er verkefni sem við Alþýðubandalagsmenn erum reiðubúnir að takast á við.“ Vantar skólabókasafn „í grunnskólanum er aðstöðu fyrir nemendur mjög ábótavant, en fyrst og fremst vantar skóla- bókasafn, sem er forsenda fyrir öllu starfi í skólanum. Nemendur og kennarar verða að hafa að- gang að handbókum og reyndar er kveðið svo á í grunnskóla- lögum að bókasöfn skuli vera í öllum skólum. Stóra vandamálið í sambandi við skólann er tregða ríkisstjórn- arinnar að leggja fram fé. A síð- asta ári var ríkið mörgurn miljón- um á eftir með framlög til skólans, þannig að sveitarfélagið varð að bæta það upp eftir því sem hægt var." Víða sukksamt „Við teljum nauðsynlegt að lýðræðið verði virkara og einn liður í því er að efla umhverfis- málanefnd, þannig að fleiri mál- um verði vísað til hennar til að fá álit hennar og umsögn um ýmis mál. Nefndin þarf að veita einr staklingum og fyrirtækjum að- hald, því það er víða sukksamt í Borgarnesi. Það má nefna að víða í iðnaðarhverfinu er frá- gangur ekki til fyrirmyndar. Mér finnst einnig rétt að það verði verkefni nefndarinnar að skipuleggja unglingavinnuna. Það er nauðsynlegt að unglinga- vinnan verði fjölbreyttari, að krakkarnir fái eitthvað annað að gera en að sópa götur og standa í ryki og skít allt sumarið." Konur jafnt sem karlar „Það vantar mikið upp á að konur sitji til jafns við karla í sveitarstjórnum. Við sjáum því ástæðu til að minna í stefnuskrá okkar á 12. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þar sem segir að leitast skuli við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfé- laga og félagasamtaka. Staðreyndin hefur verið sú að konum hefur gj arna verið hleypt í svokallaðar mjúkmálanefndir. Margrét Tryggvadóttir í efsta sæti G-listans: Hef haft góða möguleika á að fylgjast með málum. Mynd Sig. en í nefndum sem fjalla um skipu- lagsmál og atvinnumál fá konur hvergi að koma nærri. Þessu vilj- um við breyta." semdir, tillögur og hugmyndir um hreppsnefndarmál." Góðar undirtektir Opnara stjórnkerfi „Enn um stjórnkerfið. Við leggjum mikla áherslu á að al- menningur fái að fylgjast nánar með málum sem fara í gegnum hreppsnefnd. Við viljum að meira verði gert af því að halda opna fundi um einstök mál og að teknir verði upp fastir viðtalstím- ar hreppsnefndarfulltrúa. Við leggjum einnig til að stofnaður verði hugmyndabanki, þar sem menn geta lagt fram athuga- „Haldið þið einum hrepps- ncfndarfulltrúa í þcssuni kosn- ingum, eða hafið þið jafnvel með- byr til að bæta öðrum við? „Við erurn staðráðin í að halda okkar manni og helst að bæta öðrum við. Mér finnst við al- mennt hafa fengið ágætar undir- tektir, en að vísu getur maður aldrei sagt fyrir um úrslit. Það er allra veðra von og ég get ekki annað sagt en að ég er mjög spennt," sagði Margrét að lok- um. - gg. Grétar Sigurðarson 3. maður á G-listanum: Framkvæmdaviljinn hverfur í kreppunni. Mynd gg. Grétar Sigurðarson: Viljum kveðjakreppuna Rífum Borgarnes upp úr ládeyðunni. Holræsamálin í megnasta ólestri. Líklega mikilvægustu kosningar í sögu lýðveldisins „Hér í Borgarnesi hefur ver- ið ríkjandi stöðugt atvinnu- leysi og algjör stöðnun í öllum framkvæmdum. Þessa kreppu viljum við kveðja,“ sagði Grét- ar Sigurdsson formaður Al- þýðubandalagsins i Borgar- nesi og 3. maður á G-listanum þar í samtali við Þjóðviljann. Grétar er fæddur í Sogni í Ölf- usi árið 1945, en segist vera alinn upp hér og þar á Suðurlandsund- irlendinu, „og í raun og veru er ég Hornfirðingur að ætt og upp- runa,“ segir hann. En svo datt honum í hug að læra mjólkur- fræði og það leiddi hann til Borg- arness árið 1973. Eiginkona hans er Pálína Hjartardóttir, Hornfirðingur í húð og hár. Uppgangstímar fyrir kreppu „Hér voru rniklir uppgangstím- ar allan áttunda áratuginn og fram yfir 1980, en síðan hefur ríkt algjör kreppa. A síðasta áratug var Borgarfjarðarbrúin byggð, hér var lögð hitaveita og gatna- kerfið endurnýjað í framhaldi af því, Mjólkursamlagsbyggingin reis og hér var byggt hótel. En síðan hefur verið viðvarandi atvinnuleysi og í mars voru jafnmargir á atvinnuleysisskrá og í Hafnarfirði, sem er margfalt stærra bæjarfélag. Þetta ástand smitar út frá sér og myndar kalbletti í hjörtu og sálir fólks. Framkvæmdaviljinn hverf- ur. Við viljum rífa Borgarnes upp úr þessari ládeyðu og teljum að sveitarfélaginu beri skylda til að hafa forystu um þá uppbyggingu sem er nauðsynleg. Sveitarfé- lagið hefur vissulega marga möguleika á að ýta undir atvinnu- uppbyggingu," segir Grétar. Sorinn í fjörunum „Annað sem við leggjum mikla áherslu á er að holræsamálum verði komið í viðunandi horf, en þau eru í megnasta ólestri. Það er vandamál sem er stórt í krónunr og aurum talið og líklega þarf tugi miljóna króna til að koma því í lag, svo það er ekki á færi sveitarfélagsins að leysa það nema á mörgum árum eða ára- tugum, en við leggjum til að gerð verði áætlun um framkvæmdir og að þær verði hafnar þegar á næsta ári. Á meðan þessi mál eru óleyst rennur sorinn beint í fjörurnar og það er auðvitað óþolandi." Mikilvægar kosningar „Ég er þeirrar skoðunar að þessar sveitastjórnarkosningar séu líklega þær mikilvægustu í sögu lýðveldisins. Ef ríkisstjórn- arflokkarnir fá ekki rassskell í þessum kosningum verður það að teljast ákveðinn móralskur Þriöjudagur 27. maí 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.