Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Námslán Valfrelsi Eygló Bjarnadóttir: Verði ekki gert alvarlegt átak í launamálum meinatækna hættir stéttin að endurnýjast. Ljósm: Sig. námsmaraia skert Aöalfundur Aðalfundur Blaðamannafé- lagsins verður haldinn í dag, laugardaginn 28. júní að Síðu- múla 33 og hefst hann kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. í París ætlum við aö: • Fara í tyrkneskt kvennabað • Skoöa stærsta markað í París, þar sem konur geta skoðað allar þær tuskur sem þær vilja • Ganga settlega um skrautgarða Parísarborgar • Horfa á Eiffelturninn (það verður beöiö eftir þeim sem þora upp) • Fara á flot á Signu • Heimsækja Pompidou-safnið • Fara á kvennakaffihús — og fullt af götukaffihus- um • Horfa á sæta stráka bera að ofan og í stuttbuxum • Fara í skoðunarferð um borgina Þetta er bara brot af þvi sem hægt er aö gera i París. En fyrst og fremst ætlum viö kellurnar að hlægja saman, kjafta saman, boröa saman, og skoða og skemmta okkur VERÐAÐEINSKR. 26.940.- Innifalið: Flug til Parísar, gisting á 3ja stjörnu hóteli ogfararstjórn Helgu Thorberg. perqöSKRIFSIDFAN ^mTerra — ekki bara fyrir herra. LAUGAVEGI 28,101 ^EYKJAVlK, SÍMAR 29740, 621740. Meinatæknar Fjöldi meinatœkna ístarfifer hraðminnkandi vegna lágra launa og lélegs aðbúnaðar á vinnustað. Ahugi á meinatœkninámi nánast enginn Formaður SINE: Dregið úrfjölbreytni menntunar í landinu að er mjög slæmt að skcrða valfrelsi námsmanna með þeim hætti sem hér er gert, sagði Björn Rúnar Guðmundsson for- maður Sambands íslenskra námsmanna erlendis þegar hann var spurður álits á nýrri reglu- gerð um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Björn sagði að hér væri um allverulega takmörkun á nánts- möguleikum að ræða, a.m.k. hjá þeim sem ekki hefðu tök á að fjármagna nám sitt með öðrum hætti en lánum. Þá hefði þessi skerðing veruieg áhrif á fjöl- breytni menntunar í landinu þar sem nánast væri lokað á fyrri- hlutanám í hinum enskumælandi heimi. „Verði ekki gert verulegt átak í launamálum meinatækna sé ég ekki neina leið út úr því nevðar- ástandi sem hér ríkir,“ sagði Eygló Bjarnadóttir deildarmeina- tæknir á Landspítalanum í sam- tali við Þjóðviljann. Eygló sagði að á meðan rann- sóknum fjölgaði fækkaði meina- tæknum jafnt og þétt og nú væri orðið vonlaust að manna stöðu- gildi meinatækna á Landspítalan- um. „Ástandið hefur farið versnandi frá því í fyrra en ég get nefnt sem dæmi að til sumaraf- leysinga í ár hefur mér, á þeirri deild sem ég starfa við, aðeins tekist að fá 1 meinatækni í hálfs dags starf í einn og hálfan mánuð en fékk í fyrra 5 af 8 stöðugild- um,“ sagði Eygló. Eygló bætti við að í vetur hefðu 5 meinatæknar hætt á Landspítalanum og nú væru 7 búnir að segja upp störf- um. „Við höfum ítrekað reynt að ná samkomulagi við forstjóra ríkisspítalanna vegna þessa en það hafa verið árangurslausar til- raunir,“ sagði Eygló að lokum. Guðrún Yngvadóttir deildar- stjóri meinatæknadeildar Tækni- skóla íslands sagði að eftirspurn eftir skólavist í deildinni hefði farið hraðminnkandi á síðustu árum. Að sögn Guðrúnar hefur deildinni fram að þessu ekki tek- ist að sinna eftirspurn en umsækj- endur hafa verið á bilinu 50-60 á meðan nemendafjöldi hefur að- eins verið 16. í ár eru umsóknir um skólavist aðeins 12 og því 4 pláss sem ekki tekst að fylla. „Ástæðan fyrir þessari fækkun er án efa léleg laun meinatækna og lélegur aðbúnaður á vinnustöð- um en á flestum þeirra hefur regl- fylgt,“ sagði Guðrún að lokum. um um öryggisbúnað ekki verið —K.ÓI. Alþýðubandalagið Beðið eftir lokaskilum Vinningsnúmer í kosningahappdrœtti Al- þýðubandalagsins innsigluð þar til lokaskil hafa borist. Reykjavíkurfélagið setur allt í gang r g vil hvetja alla til að gera skil að sögn Guðna Jóhannssonar C sem allra fyrst í kosninga- happdrættinu svo við getum birt opinberlega vinningsnúmerin, en þau eru nú geymd innsigluð hjá borgarfógeta, sagði Kristján Valdimarsson starfsmaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Um helgina og í næstu viku verður gert lokaátak í innheimtu kosningahappdrættisins um allt land. Eru allir þeir sem eiga eftir að gera skil hvattir til að gera það hið fyrsta. Félagsdeildir Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík munu formanns félagsins hafa samband við fólk næstu daga og flýta fyrir lokauppgjöri. - „Við íeggjum áherslu á að geta lokið þessu af sem allra fyrst svo væntanlegir vinningshafar geti farið að skipu- leggja ferðalög sín og við væntum þess að fólk veiti okkur góðar viðtökur því það liggur mikið við og fyrirsjáaníeg önnur kosninga- barátta ekki langt undan." Guðni benti á að þeir sem nota greiðslukort geta haft samband við skrifstofuna Hverfisgötu 105 og gert skil með því að gefa upp númer á kortum sínum. Það ríkir neyðarástand

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.