Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 9
MENNING Laugardagur 28. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Leiklistarhátíð áhugamanna Þrælanna langa ganga Leikfélagið í BUL, Niðarósi. Ildstálet eftir Ingeborg Eliassen, Björn-Erik Hansen og Berit Östberg. Leikstjóri: Elin Hassel Iversen. Tónlist: Henning Sommerro. Norræniráhugaleikhópareru hver með sínum hætti að vinna úr sögunni og hefðinni þjóðlegu. Danir brugðu á söguleg ærsli við opnun þeirrar hátíðar sem nú stend- ur yfir og sama kvöld fluttu frændur úr Niðarósi einkar al- vörugefið leikrit um part af þrælanna löngu göngu til frelsis á mótum heiðni og kristni. Þessi leikur er skrifaður af tveim höfundum og hinn þriðji hefur samið ljóðrænan texta sem að nokkru líkja eftir Eddu- kvæðum og eru lagðir í munn skáldi sem útlistar för þrælanna og flytur þeim brot úr Rígsþulu. Húsbændur þrælanna hafa brunnið inni og þeir leggja af stað í nýja vist og komast við illan leik til óðalsbónda, sem segir þeim að nýr siður sé kominn í landið með Hvítakristi. Par með hafa þrælar fengið frelsi, en þeir eru ekki miklu betur settir en áður, því hvorki eiga þeir amboð né jörð. Petta er einskonar kennslu- leikrit, tilraun til að rekja í mynd- um kjör þeirra sem verst voru settir á víkingatímum og fengu sjaldan eða aldrei orðið í bókum. Þessi viðleitni virðist helst eiga erindi við skólafólk og er góðra gjalda verð sem slík. En til þess að vekja verulegan áhuga hefðu höfundar þurft að sýna meiri út- sjónarsemi í tilsvörum, uppá- komum og átökum. Og ekki skildi ég hvað Rígsþula var að gera í þessu verki, en það kvæði flytur framþróunarkenningu sem er ekki sérlega huggunarrík fyrir þræla leiksins - og endar á að til verður sá dýrðarmaður konung- urinn (í leikritinu var frásögninni af uppruna þræla, bænda og jarla snúið við). Leikstjórinn hefur fundið þessu verki skynsamlegar og ein- att skondnar sviðslausnir - þótt það komi fyrir að hann eins og missi mannfjöldann á sviðinu úr höndum sér. Leikmynd er ein- föld og hentug og tónlistin fellur vel að efninu. Þetta er hópverk, þar sem einstaklingar eru ekki að ráði sérkenndir og því reyndi ekki á getu leikaranna til persónusköpunar, en þegar á heildina er litið var frammistaða þeirra nokkuð svo jöfn og hnökralaus. ÁB. Ágæt færeysk sýning ''//'//Æ V Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í EFNISVINNSLU Á VESTFJÖRÐUM. (Magn 27,500 m3). Verki skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 1. júlí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 hinn 14. júlí 1986. Vegamálastjóri Sjónleikarhúsið í Þórhöfn I Lýsing eftir Regin Djurhuus Patursson leikstjóri Elin Karbech Mourit- sen Tónlist: Sunleif Rasmussen. Leiklistarhátíð áhugamanna (sem höfundur textans gerði) voru sterk og sannfæreysk og tónlistin laus við banalítet. Leikararnir geta bersýnilega flest eða allt sem góðir atvinnumenn gera, ekki síst þau Margreta Næs og Oskar Hermannsson, sem léku landið og hafið og komu m.a. einkar vel til skila gaman- stefi í leiknum. Rói Patursson Norðurlanda- verðlaunaskáld las kvæði í sýn- ingu miðri. Það er margt gott um kveðskap hans að segja, en ekki tókst að koma lestri hans fyrir þannig að hann yrði eðilegur partur af sýningunni. -ÁB. Höfundur þessa leiks er einn af þessum ágætu færeysku endur- reisnarmönnum - hann teiknar og málar, yrkir og skrifar músík og þegar á það var minnst við hann fyrir einum fimm vikum, hvort hann gæti ekki skrifað leikrit til að fara með á norræna leiklistarhátíð áhugamanna, þá gerði hann það í snarheitum. Og tókst vel, enda bæði Djurhuus og Patursson. Tókst vel sagði ég: hugmyndin er einföld - tveir klettar standa á ströndinni, annar fægður í faðmi Ægis, hinn nýdottinn af öxlum Jarðar. Og þau hittast í fjörunni, Landið og Hafið, og rífast um sitt sambýli og hvernig klettarnir eigi að standa af sér. Og það koma fleiri til sögu - hvað getur mynd- höggvarinn lagt til mála? ástin? hinar ýmsu kynslóðir í fortíð og nútíð? Þetta fólk ræður við hvað sem er... Nú er að viðurkenna það, að þessi áhorfandi hér skilur alltof lítið í færeysku talaðri - en sýn- ingin var öll svo vönduð og gerð með þeirri útsjónarsemi, að furðu lítið fór fyrir tungumáíaerf- iðleikunum. Það var verið að setja á svið náttúruöflin og sitth- vað tengt þjóðsögum - en það gleymdist ekki að glæða þessa persónugervinga sérlegum mannleika - Sjórinn og Landið voru um leið skötuhjú sem geta ekki setið á sátts höfði en geta heldur ekki hvort án annars ver- ið. Og unga parið var ungt par um leið og þau hlýddu boðum héðan og þaðan um að draga það litla Elin Mouritsen, sem hingað kom áður og Iék Nóru svo vel að lengi verður í minnum haft, hefur leikstýrt sýningunni af öruggum smekk og hugvitssemi. Leiktjöld Tímarit Máls og menningar hefur staðHftímans tönn. Án glansmynda og auglýsinga. Eingöngu gott efni: Smásögur, Ijóð, greinar um bókmenntir, listir, heimspeki og þjóðfélagsmál eftir fræðimenn og skáld, áhugafólk og atvinnumenn. Tímarit Máls og menningar - tímarit sem endist! Áskrift að Tímarili Máls og menningar veifir félagsaðild að Máli og menningu og 15% afslátt af útgáfubókum. Áskriftarsíminn er 15199. land, Færeyjar, eitthvað annað eitthvað burt úr þeim stað, þar sem þær eru. ÁRNI BERGMANN Hússtjórnarskóli Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Næsta skólaár verða starfræktar tvær hússtjórn- ardeildir í skólanum. Á haustönn í þrjá mánuði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Á vorönn í 41/2 mánuð. Umsóknir þurfa að berast fyrir lok októ- ber. Námið er metið sem hluti matartæknanáms. Önnur námskeið verða auglýst í byrjun septemb- er. Skrifstofa skólans verður opin frá kl. 10-12, mán- udaga, þriðjudaga og miðvikudaga allan ág- ústmánuð. Sími 11578. Skólastjóri Eiginkona mín og móðir Guðrún Sigurgarðsdóttir Hólm lést fimmtudaginn 19. júní síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið framí kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinn Egilsson Jakobína Sveinsdóttir Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.