Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Reagan og Nicaragua Fréttastofurnar voru að segja frá því að Reag- an Bandaríkjaforseti hefði unnið „verulegan sigur“. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt hundrað miljón dollara aðstoð við gagnbyltingarsveitir þær, sem herjað hafa á Sandinistastjórnina í Nicaragua frá Honduras. Reagan er sagður mjög glaður, en telur þó að hérsé aðeins um „áfangasigur" að ræða. Hann ætlar semsagt að leita ráða til að auka þessa hernaðaraðstoð - ekki nema von að Ortega, forseti Nicaragua segi um þessi tíðindi, að þau beri vitni um „víetnamiseringu" Mið-Ameríku og skilja allir hvað við er átt. Utanríkisráðherrar Contadoraríkjanna svo- nefndu, sem hafa staðið að friðarumleitunum í Mið-Ameríku, eru eins og vænta mátti von- sviknir yfir fyrrgreindri atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi. Og reyndar má ganga út frá því sem vísu, að fáir verði til að samfagna Reag- an í Mið-Ameríku og Rómönsku Ameríku yfir- leitt. Þar eru menn langþreyttir á því dæmi sem hefur verið kennt við „hákarl og sardínur" - hákarlinn er sá stóri bróðir í norðri, sem gengur fram með fagurgala um nauðsyn þess að vernda sardínurnar, smáríkin rétt fyrir neðan hann á kortinu, fyrir allskonar utanaðkomandi óvinum - sardínurnar eiga svo í þakklætisskyni að svamla inn í gin hans í auðmjúkum fögnuði þess, sem hefur fundið sér réttan stað í tilver- unni. Vitanlega mun Reaganliðið segja nú sem fyrr, að með því að styðja Contra-skæruliða til áhlaupa á Nicaragua séu þeir að berjast fyrir frelsi og mannréttindum. Þeim ræðum trúa ekki margir þar um slóðir - svo mjög sem Bandarík- in, landgöngusveitir þeirra eða málaliðar á þeirra snærum, hafa komið við sögu í Mið- Ameríku og jafnan í einum tilgangi: að steypa vinstristjórnum og umbótastjórnum, að tryggja hagsmuni bandarískra auðhringa og nota til þess herstjóra sem afnema mannréttindi hve- nær sem þeim þurfa þykir. Því verður til dæmis ekki á móti mælt, að mikið af því liði sem nú er gert út fyrir bandaríská peninga til að steypa byltingarstjórninni í Nicaragua, hélt áður uppi einhverju spilltasta lögregluríki álfunnar á vald- atíma Somozaættarinnar í því landi. Þetta lið, sem Reagan kallarfrelsishetjur, hefurfarið með brennum og ránum um sveitir Nicaragua - og áræðir þó sjaldan langt frá bækistöðvum sínum í Honduras - og m.a. rænt Evrópumönnum sem verið hafa við hjálparstörf í landinu. Einatt hefur málalið þetta lagst á varnarlausa bændur í Honduras sjálfu. Sumir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sýnt lit á því að viðurkenna, að byltingar eða vinstri- sveiflur í Rómönsku Ameríku eiga sér fyrst og fremst rætur í réttleysi og kúgun, sem alþýða þar í löndum hefur verið beitt. Sú stjórn sem nú situr í Washington hefur hopað sem lengst frá slíkum skilningi og kýs að sjá öll átök í álfunni sem endurspeglun átaka austurs og vesturs. Og einmitt þess vegna er nú reynt að „víetnam- isera“ Nicaragua með þeim valdhroka og fag- urgala, sem minnir á ekkert frekar en blóma- skeið „hákarlsins" á fyrstu áratugum þessarar aldar. -áb. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rítstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjori: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Ðlaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarbiöð: 45 kr. Áskrtftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SfÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 28. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.