Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Laugardagur 28. júní 1986 Grásleppuvertíðin 143. tólublað 51. árgangur Eitlaf slæmu áninum Það er meiri eftirspurn en framboð af grásleppuhrogn- um, svo það væri enginn vandi að selja miklu meira bara ef það veiddist meira. Vertíðin hefur gengið afar ilia. Það var smá glæta út af Norð-Austurlandi í byrjun maí; síðan ekki söguna meir. Jón Höskuldsson stjórnarmað- ur í félagi grásleppuhrognafram- leiðenda sagði þetta þegar Þjóð- viljinn spurði hann hvernig gengi að selja grásleppuhrogn í ár. Jón sagði að meðal-framleiðsla ís- lendinga væri svona 14-15000 tunnur á ári. í fyrra hefðu veiðst upp í 18000 tunnur, en í ár væri útlit fyrir að saltað yrði í 10000 tunnur. íslendingar framleiða u.þ.b. helming af grásleppu- hrognum í heiminum. „Nú í ár sýnist mér að það sé um 880 manns sem hafa atvinnu sína af þessum veiðum, svo það er mjög alvarlegt ástand þegar vertíðin bregst svona eins og hún gerði í ár. Eins hafa margir fjár- fest í nýjum bátum og veiðarfæri eru mjög dýr,“ sagði Jón og bætti við að það hafi alltaf verið miklar sveiflur á milli ára í grásleppu- veiðuín. -SG Ferðalög Steingrímur til Kína Steingrímur Hermannsson forsætisráðhera hefur þegið boð ríkisstjórnar Kínverska alþýðu- lýðveldisins um að koma í opin- bera heimsókn til Kína. Ráðgert er að Steingrímur fari til Kína síðari hluta októbermán- aðar í haust. Akureyri Ekiðá gangandi mann Laust fyrir hádegi í gær varð alvarlegt umferðarslys á Akur- eyri. Ekið var á mann sem var á leið yfir gangbraut á Hörgár- braut við gatnamót Hörgár- brautar og Stórholts. Á Hörgárbraut eru tvær ak- greinar í hvora átt og bílinn sem lenti á manninum ók fram úr öðr- um sem hafði hægt á sér til að virða rétt hins gangandi. Maður- inn kastaðist langa leið af bílnum og hlaut höfuðkúpu-, handleggs- og fótbrot. Hann er talinn vera úr lífshættu. -yk- Ef viöskiptavinur greiðir fyrir vöru eða þjónustu með tékka skal hann útfylla tékkann í þinni viðurvist og framvísa bankakortinu ásamt tékkanum. SPARIBANKINN I® REIKNINGS NÚMER____ ■-OaF.lEUn AFQM SPARIBANKINN k KR CrO irHS-°T f't '' ’&§, í ^ ,0' BANKI 1176 5155-5635 J0k JORSSON lllb 0000 003^ 135? NAFNNÚMER i að hór fyrir neðan sjáist hvorki skrift nó stimplun. Banki-Hb Reikn.nr. Upphæð Pú athugar: O hvort bankakortið sé frá sama banka og tékkinn 0 að gildistími kortsins sé ekki útrunninn © fæðingarár með tilliti til aldurs korthafa o hvort undirskrift á tékka sé í samræmi við rithandarsýnishorn á bankakorti. Séu ofangreind atriði í lagi © skráir þú númer bankakortsins (6 síðustu tölurnar) neðan við undirskrift útgefanda tékkans. Þetta gildir um alla tékka, óháð upphæðinni. Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Aiþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir ^flELJX-LÆTUR HJÓUN SHÚAST Q AUK hf. X2.4/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.