Þjóðviljinn - 02.07.1986, Qupperneq 6
MINNING
Kennara vantar
Við skólann eru lausar kennarastöður. Með-
al kennslugreina eru íslenska og líffræði í
eldri deildum svo og íþróttakennsla. Skólinn
starfar í nýju húsnæði og er vinnuaðstaða
kennaratil fyrirmyndar. (búðarhúsnæði verð-
ur útvegað og einnig kemur greiðsla flutn-
ingsstyrks til greina. Nánari upplýsingar gef-
ur skólastjóri í síma 97-6182.
Skólanefnd
ESKIFjOflÐOR
Tæknifræðingur eða verkfræðingur óskast til að
gegna störfum byggingarfulltrúa á Eskifirði.
Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma
97-6175.
Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf og
menntun skal skila fyrir 20. júlí n.k.
Bæjarstjórinn á Eskifirði
Hafnfirðingar
Fastir viðtalstímar bæjarstjóra, Guðmundar
Árna Stefánssonar, eru á þriðjudögum og
miðvikudögum frá kl. 10-12.
Aðrir viðtalstímar eftir samkomulagi.
Bæjarstjórinn Hafnarfirði.
Laxaseiði til sölu
Nokkurt magn af sumaröldu laxaseiði til sölu.
Nánari uppl. í síma 94-2003 eða 94-2027 á kvöld-
in.
Klak- og eldisstöðin Seftjörn.
Viðgerða- og
ráðgjafarþjónusta
leysiröll vandamál húseigenda. Sér-
hæföir á sviöi þéttinga og fl.
Almenn verktaka.
Greiöslukjör. Fljót og góð þjónusta.
Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin.
Á mölinni mætumst með
bros á vör — ef bensíngjöfin
er tempruð.
UMFEROAR
RÁÐ
Sumariína Dagbjört
Jónsdóttir
Fœdd 23. ágúst 1900 - Dáinn 23. júní 1986
Hún Lína amma er dáin.
Tveimur mánuðum áður en hún
hefði orðið 86 ára og nokkrum
vikum eftir að afi birtist henni í
draumi og sagði: Lína, nú bíð ég
ekki lengur. Hvert sem hún fór
og hvort sem afi tók á móti henni,
vona ég að umhverfið sé fallegt.
Ekki síðra en Fljótin í Skagafirði,
sem héldu henni í átthagafjötrum
allt frá því hún kom til Reykja-
víkur um tvítugt.
Einhvern tímann mun ég kom-
ast í Fljótin, amma mín og hugsa
til þín með söknuði og þakklæti
fyrir þær skemmtilegu stundir
sem við áttum saman. Pegar búið
var að ræða um hvernig hin og
þessi hefðu það - og öllum leið
vel, var farið út í aðra sálma.
Stjórnmál, trúmál, jafnréttismál,
hvað sem var en alltaf var samtal-
ið fléttað ljóðum. Heilu erindin,
þulurnar, vísurnar og stökurnar.
Allt fram á síðasta dag var minnið
óbrigðult. „Ásdís á Bjargi" eftir
Jakob Thorarensen var síðasta
ljóðið sem ég heyrði hana fara
með, orðrétt eins og hjá barni,
sem er tilbúið í próf. Þegar ég
sagði henni að mér þættu ljóðin
hennar of rómantísk og trega-
bundin fyrir minn smekk, fór hún
yfir í Stein Steinarr og kímdi.
Hún kenndi mér að meta ljóð og
skáldskap.
Strax sem barni, fannst mér
Lína amma ekki vera þessi dæmi-
gerða amma í hugum krakka
þeirra tíma, þegar þær voru
þybbnar með fléttur og knúsuðu
mann á milli stroffanna á sokkun-
um eða vettlingunum, sem þær
voru að prjóna, gáfu kandís og
höfðu svo fátt að segja, nema
eitthvað um mannasiði. Lína
amma var öðruvísi. Hún talaði
börn til ábyrgðar og umhugs-
unar. Spurði um nám og hvað var
verið að læra hverju sinni.
Fátt gladdi hana eins mikið og
þegar eitthvert af barnabörnum
hennar stóð sig vel í skóla. Sjálf-
sagt komið til af því að hún þráði
að komast til mennta sjálf, eins
og það var kallað, en aðstæður
leyfðu það ekki. Hún sagði mér
að aðeins einu sinni á æfinni hefði
hún stolið. Það var á bernsku-
slóðum um 10 ára aldur þegar
hún tók bók í leyfisleysi á næsta
bæ, vegna þess að hún var búin að
lesa allt heima mörgum sinnum.
Hvort sem hún hefur fundið til
samkenndar með snærisþjófnum
Jóni Hreggviðssyni í sögunni um
íslandsklukkuna vegna þessa,
veit ég ekki en hún hélt mikið upp
á þá sögu. Það hefur eflaust gilt
það sama með börn um alda-
mótin og ómaga á tímum Jóns
Hreggviðssonar, að á hvorugt var
hlustað.
Allt frá þeim tíma hafa bækur
verið hennar líf og yndi. Sjálf
skrifaði hún bækur undir nafninu
Dagbjört Dagsdóttir og var með
eina í vinnslu, þegar sjónin gaf sig
fyrir nokkrum árum. Ferða-
sögur, smásögur og ljóð skrifaði
hún einnig og ekkert gat stöðvað
hana í að njóta góðra bóka og afla
sér þekkingar.
í skáldsögum hennar kemur
fram þessi sterka réttlætiskennd,
sem einkenndi hana. Réttlæti
fyrir þá sem minna mega sín í lífs-
baráttunni og sem órétti voru
beittir, enda sósíalisti alla tíð.
Það sem einkenndi hana líka var
rómantík, sem í dag mundi vart
teljast jarðnesk og alltaf var
söknuður í öllum lögum, ljóðum
og öðru sem hún unni.
Það væri ekki rétt að segja að
lífið hafi klappað henni ömmu
minni, þessari stoltu norðan-
konu. Hún kynntist baslinu og
harðri baráttu við það að fá að
njóta þess að skapa, að hlusta á
sitt innra sjálf og að þurfa að
standa sig sem móðir á þeim tím-
um þegar staða konunnar var
bágbornari en í dag og vinnu-
stundirnar fleiri. Ólgusjór í
hjónabandi, þó lygnt hafi að lok-
um. Hún lifði í tveimur heimum
og þegar sá harði var of aðgangs-
frekur, flýði hún í sinn eiginn og
kom sterkari til baka.
Hvernig hafðir þú tíma, sem
fjögurra barna móðir, sauma-
skapur og önnur búsýsla án nú-
tíma þæginda? spurði ég hana
einu sinni. Nóttin, svaraði hún.
Þú gleymir nóttunum. Þá er
kyrrð, þá eru álfar á sveimi.
Svona var amma. Ef hún talaði
ekki í Ijóðum þá talaði hún í gát-
um og alltaf var stutt í spaugið.
Enginn sofnaði af leiðindum
hjá henni. Amma mín, næst þeg-
ar ég fer norður, þá kem ég við
þar serft vötnin eru tærari og fjöll-
in blárri. Ég ætla að sjá, það sem
ég hef hingað til aðeins heyrt um.
Dagbjört Erla Magnúsdóttir.
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Sumarhátíð
Sumarhátíð Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin í landi Birningsstaða í
Laxárdai í S-Þingeyjarsýslu dagana 4.-6. júií n.k.
Dagskrá:
Föstudagur 4. júlí:
Mótsgestir safnast saman og tjalda.
Laugardagur 5. júlí:
Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um Laxárdal með leiðsögn (farið á einkabílum). Endað við
Laxárvirkjun og mannvirkin skoðuð. (Gönguferð á Geitafellshnjúk ef tími og veður leyfir). Um kl. 18.00
verður kveikt á útigrilli og kvöldvaka á eftir þar sem þingeyskir sagnaþulir segja m.a. frá Laxárdeilum.
Söngur og skemmtun.
Sunnudagur 6. júií:
Stutt gönguferð um nágrennið fyrir hádegið. Skoðunarferð með leiðsögn um byggðasafnið á Grenjaðar-
stað á heimleið.
Mótið er öllum opið. Gestir úr öðrum kjördæmum sérlega velkomnir.
Mætum öll og tökum með okkur leikföng, hljóðfæri, söngbækur, hlý föt og gott skap.
Kjördæmisráð
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. júlí 1986