Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Sjúkrahúsin og láglaunastefnan Skorturinn á hjúkrunarfræðingum er mun verri á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Þetta er hinsvegar þveröfugt við það sem áður var, og það er fróðlegt að skoða skýringarnar. Eftir að hafa búið við langvarandi skort á menntuðu hjúkrunarfólki gripu sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar úti á landi til þess bragðs að taka upp eins konar staðaruppbætur, auk annarra fríð- inda. Nú ertil að mynda ekki óalgengt, að hjúkr- unarfræðingar sem fást til starfa á landsbyggð- inni njóti yfirborgana sem svara til 10 til 15 þús- und króna á mánuði, auk ívilnana í barnapöss- un, aðstoðar með húsnæði í sumum tilvikum og við flutningskostnað. Þetta leiðir til þess, að hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsunum í Reykjavík fara í vaxandi mæli til starfa út á landsbyggðina, og láir þeim eng- inn. Sömuleiðis hverfa flestir nýútskrifaðir hjúkr- unarfræðingar til starfa á landsbyggðinni að námi loknu. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á að vinna fyrir þau laun sem boðið er upp á á höfuð- borgarsvæðinu. Stjórnvöld eiga því ekki um neitt að velja. Vilji þau tryggja eðlilegan rekstur sjúkrahúsanna verða þau að bæta kjör þess fólks sem nú kýs að velja sér annan starfsvettvang sökum óvið- unandi launakjara. Það er vert að geta þess, að samvinnunefnd sjúkrahúsa á Akureyri og í Reykjavík skilaði í apríl vel unnum tillögum um úrbætur til að ráða bót á vandanum. í meginatriðum var lagt til, að laun yrðu hækkuð eftir ýmsum leiðum. Sömu- leiðis var lagt til að dagvistarrými, sem hjúkrun- arfræðingarhafatil ráðstöfunar, yrði aukiðveru- lega til að auðvelda þeim starf utan heimilis. Afleiðingar láglaunastefnunnar sem stjórnvöld og atvinnurekendur hafa rekið hér á landi síðustu árin gera víða vart við sig. Ástand- ið er einkum slæmt hjá hinu opinbera, þar sem launaskriðið og hlunnindin, sem bjóðast hjá einkageiranum, þekkjast tæpast. Vegna launanna kinokar fólk sér nú við að vinna hjá hinu opinbera, og þess gerast æ fleiri dæmi að fólk beinlínis hrekst þaðan vegna óviðunandi kjara. Hjúkrunarfræðingareru dæmi um þetta. í dag sárvantar mikinn fjölda hjúkrunarfræðinga til starfa, og sökum þess hefur reynst nauðsyn- legt að loka um stundarsakir mikilvægum deildum nokkurra sjúkrahúsa í Reykjavík. Eng- um blandast hugur um orsakirnar: lág laun og mikið álag. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal- anna, upplýsti í samtali við Þjóðviljann, að alls verði fimm deildum lokað í sumar. Þessar deildir eru fyrst og fremst á Landspítalanum, en einnig á Kleppsspítala, sem hefur raunar búið við skort á hjúkrunarfræðingum um langt skeið. Forstjóri Ríkisspítalanna fer ekki í neinar grafgötur með orsakir vandans. „Það þarf að hækka laun hjúkrunarfræðinga, það er Ijóst að þeir eru óán- ægðir með kaup sín og kjör“, segir hann í viðtali við blaðið. Það er að vísu rétt að taka það fram, að það er ekki nýtt, að erfiðlega gangi að manna sjúkra- húsin hjúkrunarfræðingum yfir sumarleyfistím- ann. En hitt eru menn einnig sammála um, að ástandið hefur vart verið verra í annan tíma. Þetta veldur svo því, að til dæmis á barnaspítala Hringsins, þar sem 300 börn eru á biðlista, verður að stöðva innkallanir, og þar er ekki hægt að sinna nýjum tilfellum nema um bráðan vanda sé að ræða. Þetta er auðvitað gersam- lega óviðunandi ástand. Staðreyndin er einfaldlega sú, að til að halda sjúkrahúsunum fullmönnuðum þarf að hækka laun þeirra hópa sem sinna hjúkrun og aðhlynn- ingu sjúklinga; ekki einungis hjúkrunarfræð- inga, heldur líka sjúkraliða, meinatækna og Sóknarkvenna. Þetta gera yfirvöld sér Ijóst, og þau gera sér einnig Ijóst að leiðin til að ráða bót á vandanum felst í kjarabótum. En hvers vegna er þá ekkert gert? - Er Ragn- hildi Helgadóttur sama þótt skortur á hæfu starfsfólki lami sjúkrahúsin að verulegu leyti? Hvað ætlar hún að sitja lengi á tillögum sem hafa verið settar fram um lausn vandans? -ÖS KUPPT OG SKORID Furður viðskipta- lífsins t>að var merkileg frétt í fjöl- miðlum í gær og fyrradag. Verð- lagsstofnun hefur gert saman- burð á smásöluverði í Glasgow og Reykjavík. Og þá kom það ekki bara í ijós, að smásöluverð á ým- islegum matvælum var 140-600% hærra í Reykjavík en í Glasgow. Pað sem mesta athygli vekur er brátt áfram þetta hér: „if 55% til- vika var innkaupsverðið jafnhátt eða hœrra (til íslands) en verð á stórvörumarkaði í Glasgow. “ Nú er vafalaust hægt að telja lengi upp allskonar ástæður fyrir því að vörur hækka í hafi á leið norður hingað. En ef innkaups- verð til íslands er í svo mörgum dæmum sem raun ber vitni hærra en útsöluverð á staðgreiðslu- mörkuðum í stærstu borg Skot- lands, þá eru maðkar í mysunni og það vel feitir. Annaðhvort eru íslenskir inn- flytjendur asnar, sem láta kjafta sig upp úr skónum og vita ekki hvort þeir eru staddir í innkaupa- ferðum. Eða þá að hér er eina ferðina enn verið að iðka þá kúnst sem Halldór Laxness kallar „Faktúru-Fölsunar-Félagið“ í Atómstöðinni. Aðferðin er þar orðuð eitthvað á þessa leið: Þú kaupir tölu í New York sem kost- ar tvo aura. Svo hefurðu fyrirtæki í New York sem skrifar: ein tala - tvær krónur og sendir til íslands. Þú græðir tvö þúsund prósent. Eftir mánuð áttu miljón... Það eru einmitt æfingar af þessu tagi sem sérfróðir menn segja að geri opinberar skýrslur um viðskiptajöfnuð að mjög óár- eiðanlegum pappírum. Verkalýðsfélög í vanda í Alþýðublaðinu birtist fyrir nokkru þýdd grein þýsk um vanda þann sem tæknibylting, mikið atvinnuleysi og ýmislegt fleira leiða yfir stéttarfélög. Þar segir sem svo, að til þessa hafi starfsemi verkalýðsfélaga að mestu miðast við fastráðna starfs- menn í hefðbundnum störfum. En nú fækki fólki mjög ört í slík- um störfum, sem og þeim sem geta reiknað með fastri vinnu til langframa. Sá hópur sem eftir verður, einskonar starfsmann- akjarni, verður nátengdari fyrir- tækjunum en verið hefur, en þar eftir í lausari og óvissari tengslum við stéttarbræður: „Trúnaður við fyrirtœkið er þyngri á metunum en stéttvísin, þrýstingur frá vinnumarkaðinum og vissan um að vera forréttinda- hópur, stuðlar að því að eigin- hagsmunir og hagsmunir fyrir- tœkisins eru látnir sitja í fyrir- rúmi. “ Greinarhöfundur, sem starfar að rannsóknum á vegum þýskra verkalýðssamtaka segir að þetta valdi því að „andstœðurnar milli auðmagns og vinnu breytast smám saman í hagsmunaárekstra milli fastráðinna og lausráðinna starfsmanna - milli þeirra sem hagnast á aukinni hagrœðingu og þeirra sem tapa á henni. “ t>á segir, að þessi þróun sé nú þegar mjög langt komin í Japan, þar sem fastráðnu fólki í undir- stöðuatvinnugreinum hefur mjög fækkað að undanförnu sem og meðlimum í verkalýðssamtök- um. „Þegar svo er komið standa stéttarfélögin andspœnis þeirri hœttu, að daga uppi sem trygg- ingafélög fyrir lítinn hóp forrétt- indafólks, sem ekki sækir styrk sinn til breiðra raða verka- manna. “ Greinarhöfundur brýnir fyrir stéttarfélögum að snúast til varn- ar gegn þessari þróun með „kröf- um um réttlœti og félagslegar lausnir vandamálanna, fremur en til buddunnar hjá hverjum fyrir sig. “ 0g við hér heima Sundurvirk þróun og nauðsyn samstöðustefnu er gamalt og nýtt vandamál verkalýðshreyfingar, en það brýst nú fram með auknum krafti á dögum örrar tækniþróunar, sem leiðir m.a. til þess að á vinnumarkaði snýst allt um tiltölulega fámennan hóp sér- hæfðra og sérmenntaðra starfs- manna. A íslandi er almanakinu flett með öðrum hraða en í grann- löndum - vandi okkar er stór, en sú staðreynd að atvinnuleysi hef- ur ekki hrjáð okkur að ráði hefur dregið úr honum, slegið honum að nokkru á frest. En nú steðj a að vondar fréttir: hinn mannfreki frystiiðnaður stendur á veikum fótum, fyrirtæki loka, svara er leitað í fækkun fyrirtækja og starfsfólks og aukinni hagræð- ingu, tæknivæðingu og sérhæf- ingu. Einmitt þessi tíðindi síðustu daga minna okkur á, að vandi Þjóðverja eða Japana verður okkar innan tíðar - og þá er spurt að því, hvernig ætla menn að nota þann tíma sem þeir hafa til stefnu, til að bregðast við sundur- virkri og tortímandi togstreitu milli þeirra ,„sem hagnast á hag- rœðingu og þeirra sem tapa á henni. “ Mannát Að lokum stórmerkilegt fram- lag duglegasta hugmyndafræð- ings Morgunblaðsins til umræð- unnar um Suður-Afríku: „Vesturlandabúar eiga hvorki lífs- néfrelsisvon, nema þeir öðlist vit og vilja til að stífla uppsprettu- lindir haturs og lyga. Holl aftur- bataæfing gæti falist íþví að reyna að hindra að hvítt fólk í Suður- Afríku, afkomendur frumbyggja landsins, yrði étið. “ Athugasemdir óþarfar. ÁB djoðviljinn Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphóðinsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Blaðamenn: Öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- Clausen. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. - Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Verð í lausasölu: 40 kr. Utllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð ó mónuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.