Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 5
MÚÐVIUINN
Umslagið um Parade er í svart-
hvítu, eins og kvikmyndin sem
músíkin mun koma til með að
skreyta. Til aðstoðar Prince og fé-
lögum í Revolution eru nokkrir úr
gamalkunnri hirð Princins, eins
og t.d. Sheila E. og Susannah í
Apollonia 6.
PRINCE
hin
konunglega
og
hugmyndaríka
ótukt
Fjölhljóöfæraleikarinn snjalli
Prince Rogers Nelson hefur
fengið viöurnefniö The Royal
Badness sem Gunnar Salv-
arsson kennari, blaðamaður
og útvarpsmaður (að ég held)
hefur þýtt svo ágætlega: Hin
konunglega ótukt. Astæðan
fyrir nafngiftinni mun sú að
siðprúðu fólki þykir Prince
vægast sagt hinn ósiðsam-
legasti í textum sínum, boða
sifjaspjöll, samkynjaástar-
sambönd á báða bóga og yfir
höfuð of mikinn kynlífshugs-
unarhátt. Og það er svo sem
satt að Prince hefur gert út á
„sexið“ á leið sinni til frægðar.
En sá maður er rúinn allri
kímnigáfu sem sérekkert
nema klám og svínarí við
þennan prins, ef ekki konung,
dægurlagatónlistar áttunda
áratugarins. Þar að auki er
þessi smávaxni fagri maður
aldeilis frábær músíkant og
hugmyndasmiður, og fær
enda ekki næga útrás í eigin
ferli, eins og afskipti hans,
leynileg sem opinber, af
plötugerð listamanna eins og
The Time, Vanity 6, Appol-
oniu 6 og Sheilu E. sýna
glögglega. Þásegirþaðekki
lítið um virðingarsess Prince
sem tónlistarmanns að jafna
ópoppstjörnulega þenkjandi
menn og Lloyd Cole og Andy
Cox, gítarleikari Fine Young
Cannibals, nefndu báðir
Prince sem uppáhaldsmúsík-
ant sinn, er þeir röbbuðu við
blaðamenn, sitt í hvoru lagi,
hér á Listahátíðardögum.
Nú fyrir skömmu kom út átt-
unda breiðskífa Prince og hljóm-
sveitar hans The Revolution, og
ber hún nafnið Parade og mun
tónlistin skreyta næstu kvikmynd
Prince sem enn er í smíðum en
hefur samt hlotið nafn, Under the
Cherry Moon, eins og reyndar
eitt fallegt lag plötunnar. Ekki
verður þetta þó tónlistarmynd
eins og hið vinsæla Purpuraregn,
heldur „ótrúlega rómantísk“
leikin kvikmynd um tvo vini sem
fara á frönsku Rivíeruna til að
verða ríkir. í aðalhlutverkum eru
Prince, auðvitað, og gamall vinur
hans frá fæðingarbæ hans Minn-
eapolis, þar sem Prince fæddist 7.
júlí 1959. Jerome heitir hann
Bentone, sá hinn sami og lék
„þjón“ Time-trommarans Morris
Day í Purple Rain.
f sambandi við dálæti Prince á
kynlífi hefur mörgum þótt hann á
vissan hátt vera í hlutverki gleði-
konuhaldarans (pimps), þar sem
hann hefur skreytt hljómsveit
sfna með kvenkyns hljóðfæra-
leikurum léttklæddum og jafn-
framt haft sem aukanúmer á
hljómleikum hinar blúndunær-
fataklæddu Vanity 6, sem síðar
breyttu fornafninu í Appolonia
en héldu sexinu, og svo hina
ágætu Sheilu E., sem var vel
klæddur og virtur ásláttarhljóð-
færaleikari áður en Prince náði
henni úr hljómsveit Lionels Rich-
ie og fékk hana til að klæðast
kvenlegum og „kyn“legum
hirðklæðum sínum. Ekki er
undirrituð, þótt kvenremba sé,
alveg sammála þessari gagnrýni á
Prince, því að þótt ytri búnaður
kvennahjarðar hans sé undan
rifjum karlrembna, sem ekki
álíta konur nema til eins nýtar, þá
bætir Prince það kynferðislega
flipp sitt upp með því að láta
stúlkurnar koma fram sem sterk-
ari aðilann, sannkallaða kvenna-
herdeild, sem hefur töglin og
hagldirnar í baráttu kynjanna.
Þeir sem sakað hafa Prince um
misnotkun kvenlíkamans, eða
réttara sagt ofnotkun sparlegs
blúndulíns á kvenlíkömum, þykj-
ast hins vegar sjá hjá honum yfir-
bót nokkra þar sem hann réð tvær
næsta óþekktar konur úr amer-
ískri kvikmyndamannastétt sem
handritshöfund og leikstjóra við
kvikmyndina Under the Cherry
Moon, þær Becky Johnson og
Mary Lambert. Þar að auki er
hljómsveitarstjóri og útsetjari
klassísku sveitarinnar á Parade
kona, Clare Fisher, og tvær í við-
bót í upptökumannadeildinni.
Reyndar viðurkenna þessar
gagnrýnisraddir að háttalag
Prince í meðferð áðurnefndra
kvenstjarna sinna megi kalla
Föstudagur 4. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5