Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTT1R
Mjólkurbikarinn
Altt þorpið
á völlinn!
Bikarvörn Fram byrjar íArbœnum
„Þetta vorum við búnir að
segja, við ætluðum að fá Skaga-
menn í heimsókn. Allt þorpið
kemur á völlinn,“ sagði Úlfur
Björnsson, fulltrúi 4. deildarliðs
Hvergerðinga sem eru komnir í
16-liða úrslit bikarkeppninnar,
sem nú heitir Mjólkurbikarinn, í
fyrsta skipti.
Þegar dregið hafði verið um 6
leiki af 8 í húsakynnum Osta- og
Smjörsölunnar í gær kom upp
nafn Hveragerðis. Samkvæmt
venju var þá fulltrúi liðsins, sem
var Úlfur, fenginn til að draga
mótherjana úr svarta kúluhattin-
um. Möguleikarnir voru ÍA,
Fylkir og Fram og hann valdi rétt
— flýtti sér síðan í símann til að
tilkynna liðsmönnum tíðindin en
þeir biðu óþreyjufullir eftir þeim
í íþróttahúsinu í Hveragerði.
Annars fór drátturinn í gær
þannig:
KR-Þór A.
Víðir-ÍBK
(BV-Breiðablik
Grindavík-Valur
KS-Víkingur R.
Austri-FH
Hveragerði-ÍA
Fylkir-Fram
Þrjár innbyrðis viðureignir 1.
deildarliða og einu 2. deildarliðin
sem komust svona langt, KS og
Víkingur,lentu saman. Liðin úr 3.
og 4. deild sem duttu í þann lukk-
upott að fá 1. deildarlið í heim-
sókn eru því Hveragerði, Austri
Eskifirði, Grindavík og Fylkis-
menn sem taka á móti bika-
rmeisturunum og efsta liði 1.
deildar, Fram, í Arbænum.
í leiðinni var dregið til 8-liða
úrslita í bikarkeppni kvenna. Þar
leika saman:
Breiðablik-lA ^
KA-Fram
(BK-KR
Valur-Atturelding
Bikarmeistarar Vals ættu að
komast áfram en tveir skæðustu
keppinautar þeirra í 1. deildinni,
Breiðablik og ÍA, þurfa hinsveg-
ar að berjast um hvort liðið kemst
í undanúrslit. —VS
Kvennaknattspyrna
Blikasigur
á Akranesi
Átta Valsmörk. Glœsimark Kristrúnar
Breiðablik vann mikilvægan
sigur á IA, 1-0, í 1. deildinni á
Akranesi í gærkvöldi. Þetta eru
fyrstu stigin sem ÍA tapar en Blik-
astúlkurnar höfðu áður tapað
fyrir Val. Sigríður Sigurðardóttir
skoraði sigurmarkið í jöfnum leik
þegar um 10 mín. voru liðnar af
seinni hálfleik. Það var eftir
hornspyrnu en Skagastúlkurnar
vildu meina að hún hefði brotið á
varnarmanni áður en boltinn fór í
netið.
Valur náði á meðan 6 stiga for-
ystu með því að gjörsigra Þór á
Akureyri, 8-0. Kristín Arnþórs-
dóttir skoraði 4 mörk, Ingibjörg
Jónsdóttir 2 og Ragnhildur Sig-
urðardóttir 2. Staðan var 4-0 í
hálfleik og yfirburðir Vals miklir
allan tímann.
KR vann ÍBK 1-0 á KR-
vellinum. Sigurmarkið kom í fyr-
ri hálfleik og þykir eitt það glæsi-
legasta sem gert hefur verið í
Vesturbænum. Kristrún Heimis-
dóttir var þar á ferð, beint úr
aukaspyrnu í stöngina og inn.
Staðan í 1. deild:
Valur...............6 6 0 0 26-1 18
ÍA..................5 4 0 1 11-3 12
Breiðablik..........5 4 0 1 11-4 12
KR..................5 2 0 3 5-9 6
Þór A...............5 1 0 4 4-16 3
IBK.................4 0 0 4 2-14 0
Haukar..............4 0 0 4 0-12 0
Markahæstar:
Kristín Arnþórsdóttir, Val................10
Karítas Jónsdóttir, |A.....................6
Ingibjörg Jónsdóttir, Val..................5
—K&H/hhjv/VS
Portúgal
Leikbannið
fordæmt
Stjórnmálamenn úr flestum
flokkum hafa gagnrýnt mjög þá
ákvörðun knattspyrnusambands
Portúgals að dæma 8 leikmenn í
lífstíðarbann frá landsliðinu.
Eins og fram hefur komið mót-
mæltu leikmennirnir lágum
greiðslum fyrir landsleiki rétt
fyrir heimsmeistarakeppnina í
Mexíkó þannig að það vakti
heimsathygli.
„Knattspyrnumennirnir eru
verkamenn sem ekki er hægt að
meðhöndla einsog skepnur,“
sagði kommúnistinn Jorge Lem-
os í portúgalska þinginu í gær.
„Þessi ákvörðun er brot á grund-
vallaratriðum stjórnarskrárinnar
sem tryggir þegnunum frelsi,"
sagði sósíalistinn Manuel Alegre
sem fór framá að þingið skipaði
sérstaka rannsóknarnefnd í mál-
ið.
Fyrirliðinn Manuel Bento sem
var talsmaður leikmannanna í
verkfallsaðgerðunum sagði að
knattspyrnusambandið væri að
leita að blóraböggli vegna lélegs
árangurs liðsins í Mexíkó. „Eg
mun kalla alla landsliðsmennina
22 saman á fund þegar við erum
komnir úr sumarfríi,“ sagði
Bento og vildi ekki ræða málið
frekar. —VS/Reuter
Guðmundur Torfason gnæfir yfir varnarmönnum ÍA og skorar annað mark Fram. Hann hefur nú gert 11 mörk í 10 leikjum
í 1. deild. Mynd: Ari.
1. deild
Sex stiga fbrskot
Guðmundur Torfa með tvö í viðbót. ÍA yfirþar til á 71. mín.
Prjú Frammörk á 9 mínútum
Það leit út fyrir á tímabili í gær-
kvöldi að sálfræðileg tök Skaga-
manna á Frömurum myndu duga
þeim til sigurs. En Framarar,
minnugir tapsins stóra síðasta ár,
gáfust aldrei upp þótt þeir væru
undir þar til 19 mínútur voru eftir
og uppskáru í lokin sanngjarnan
sigur, 3-1.
Skagamenn fengu óskabyrjun.
Eftir aðeins 9 mínútur lá knöttu-
rinn í Frammarkinu eftir varn-
armistök. Meinleysislegur bolti
fór innfyrir vörnina, Guðbjörn
Tryggvason var á auðum sjó,
skaut í úthlaupandi Friðrik Frið-
riksson markvörð en boltinn
hrökk aftur í Guðbjörn og í netið,
0-1.
Fram að markinu höfðu liðin
skipst á um að sækja en eftir
markið var hálfleikurinn eign
Framara. Þeir léku mjög vel sam-
an og fengu mörg góð færi sem
ýmist enduðu í sterkri Skaga-
vörninni eða að ágætur mark-
vörður Skagamanna, Birkir
Kristinsson, varði. Lfmdeilt atvik
varð á 42. mín. þegar Janus Guð-
laugsson átti skalla, boltinn fór í
Skagamann, sumir sögðu hendi,
og Birkir bjargaði naumlega.
Framarar komu mjög ákveðnir
til seinni hálfleiks og léku vel
saman úti á vellinum en virtist
skorta herslumuninn og nægilegt
bit í sókninni. Þó áttu Guðmund-
ur Steinsson og Pétur Ormslev
ágæta skalla yfir markið en á milli
hafði Sveinbjörn Hákonarson
komist í gott færi við Frammarkið
en skotið framhjá.
En jöfnunarmarkið var glæsi-
legt þegar það loks kom. Eftir
góða sókn renndi Gauti Laxdal
boltanum á Guðmund Torfason
sem lagði hann fyrir sig utan vít-
ateigs og þrumaði með vinstra
Fram-ÍA 3-1 (0-1) * * * *
Laugardalsvöllur, 3. júní
Dómari Friðgeir Hallgrímsson *
Áhorfendur 1310
0-1 Guðbjörn Tryggvason (9.), 1-1
Guðmundur Torlason (71.), 2-1 Guð-
mundurTorfason (78.), 3-1 Guðmund-
ur Steinsson (80.)
Stjörnur Fram:
Gauti Laxdal * *
Guðmundur Torfason *
Guömundur Steinsson *
Viðar Þorkelsson *
Kristinn R. Jónsson *
Stjörnur ÍA:
Birkir Kristinsson *
Ólafur Þórðarson *
Guðbjörn Tryggvason *
Heimir Guömundsson «
fæti svo knötturinn söng í netinu.
Birkir hreyfði hvorki legg né lið,
óverjandi skot, 1-1.
Þar með var ísinn brotinn og
annað markið skoraði Guð-
mundur Torfason með skalla (sjá
mynd) eftir ágæta fyrirgjöf Guð-
mundar Steinssonar, 2-1. Og
Framarar sóttu án afláts og þriðja
markið kom strax. Skagavörnin
var galopnuð, Gauti þrumaði í
stöng en Guðmundur Steinsson
fylgdi vel á eftir og skoraði, 3-1.
Sigur Framara í höfn en þeir sóttu
áfram og á 86. mín. átti Guð-
mundur Steinsson skalla—mikill
darraðardans varð á línunni,
stúkan dæmdi mark en Eysteinn
línuvörður ekki. Á sömu mínútu
var Sveinbjörn Hákonarson
Skagamaður rekinn af leikvelli
eftir óþarft og ljótt brot á Viðari
Þorkelssyni.
Skagamenn ollu vonbrigðum.
Þeir léku dæmigerðan enskan
fótbolta og byggðu allt sitt á ster-
kri vörn og skyndisóknum. Fram-
arar höfðu hinsvegar undirtökin
og léku vel úti á vellinum þótt
sóknin hafi ekki verið eins beitt
lengi vel og oftast áður. En í
heildina litið var þetta
sannfærandi sigur hjá Frömurum
og þeir eru þar með komnir með
6 stiga forystu í 1. deild. —Pv
Körfubolti
Pétur enn útilokaður
Tillaga um atvinnumennfelld á þingi FIBA
Á þingi FIBA, Alþjóða Körf-
uknattleikssambandsins, í Barce-
lona í fyrradag var felld tillaga
um að sambandið legði blessun
sína yfir atvinnumennsku í körfu-
knattleik. Þetta þýðir að enn sem
fyrr eru þeir sem gerast atvinnu-
menn algerlega útilokaðir frá
þátttöku í landsleikjum.
Forystumenn í íslenskum
körfuknattleik hafa barist fyrir
því að atvinnumenn verði leyfðir
vegna Péturs Guðmundssonar og
töldu sig hafa fullvissu fyrir því að
þessi tillaga yrði samþykkt. Hún
féll hinsvegar á því að meirihluti
þingheims sat hjá, 74 greiddu
ekki atkvæði. Alls var 31 á móti
tillögunni, 27 greiddu henni at-
kvæði.
Aðalritari FIBA sagði hinsveg-
ar að mikilvægt skref í áttina
hefði verið stigið með því að orð-
ið „áhugamaður" var fellt úr titli
sambandsins.
—VS/Reuter
Föstudagur 4. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23