Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 9
, Þessi frumraun mín er galdrasmíð „Nú er ég loksins þeirrar ánægju aðnjótandi, að til- kynna þér, bróðir sæll, að mér hefur lánast að gera Ijósmynd og taka gæði hennar björtustu vonum mínum fram. Þessi frumraun mín verður sýnileg við samspil Ijóss og skugga og okkar í milli sagt - hún er galdrasmíð", sagði fyrsti Ijósmyndari sögunnar, Jos- eph Niépce, um fyrstu Ijós- mynd sögunnar, í bréfi til bróður síns árið 1826. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið og sam- kvæmt því: Niépce að taka ljós- mynd. Þannig var að Niépce, sem kominn var á eftirlaun, dundaði sér við steinprent, sem var mjög vinsæl prentaðferð í Evrópu um þessar mundir. Aðferðin fólst í því, að teiknað var á litógrafískan stein og síðan þrykkt eftir hon- um. En til að stunda slíka prent- un urðu menn jú að geta teiknað eða hafa teiknara nærhendis. Ni- épce sjálfur gat ekkert teiknað og sá sonur hans um þá hliðina, en þegar hann var kallaður í her- þjónustu vandaðist málið. Ni- épce hóf þá að nýju tilraunir, sem hann og bróðir hans höfðu gert rúmum tveim áratugum áður; með að láta sólina teikna fyrir sig. Nokkrum árum eftir að honum hafði tekist það hóf hann sam- starf við franska listmálarann Lo- uis Jacques Mandé Daguerre, um að fullkomna uppfinningu sína, því enn skorti nokkuð á skýrleika í teikningum sólarinnar, enda lýs- ingartíminn átta klukkustundir. Eftir fjögurra ára þrot- en árang- urslaust starf þeirra félaga, lést Niépce og félagi hans hætti til- raunum um tíma. Tveim árum síðar fann Dagu- erre svo lausnina, eiginlega fyrir heppni sakir. Hann hafði verið að meðhöndla silfraða plötu með joðupplausn og hafði lagt hana til hliðar inn í skáp. Af hreinni til- viljun var kvikasilfursgufa inni í skápnum. Og sjá: Platan fram- kallaðist. Nú átti aðeins eftir að finna leið Fyrsta Ijósmynd sögunnar, tekin út um gluggann á vinnustofu Josephs Niépce til að varðveita plötuna - stöðva ljósnæmi hennar. Til þess fékk hann til samstarfs við sig Claude Niépce (son Josephs) og eftir tveggja ára tilraunir, fundu þeir aðferð til að leysa upp óframkall- að joðsilfur. Næstu tveim árum eyddi Daguerre í að endur- bæta „camera obscura", kassa sem í alda raðir hafði verið notað- ur til að spegla myndir sólarinnar á veggi. í janúar 1839 var svo haf- in framleiðsla á „Daguerretype“, eins og þessi fyrsta myndavél nefndist. Niépce kallaði mynd sína „galdrasmíð“, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hvaða lýsingarorð hann myndi nota yfir myndir, sem teknar eru inní mannslíkamanum eða úti í geimnum, með tæplega 60 miljón sinnum þeim hraða sem hann tók sína mynd á, veit ég ekki. En hitt veit ég að þessi tækniundur o.fl. má rekja til uppfinningar hans. Og hann sem vantaði bara teiknara! En þó margar byltingar hafi orðið í ljósmyndun síðustu hundrað og sextíu árin, stendur þó alltaf eitt óbreytt. Það að reyna að fá sólina til að teikna fyrir sig er krefjandi. En það er að sama skapi skemmtilegt og þeir sem einu sinni byrja geta sjaldnast hætt. Enda er alltaf án- ægjulegt að geta sagt: Mér hefur lánast að taka ljósmynd og taka gæði hennar björtustu vonum mínumfram... okkarímillisagt- hún er galdrasmíð. Hhjv Föstudagur 4. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.