Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 11
AUGLÝSINGA- OG IÐNAÐARLJÓSMYNDUN LITSTÆKKANIR SKYGGNUFRAMKÖLLUN ESKIHLÍÐ 4 SÍM110690 FILMUR- VELAR MYNDAALBÚM Móttaka á filmum fyrir Hans Petersen. Radíóröst- Myndahúsið hf. Dalshrauni 13 Hafnarfirði sími 53181. HEIMSMEISTARI í FILMUGÆDUM Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Mexico notar aðeins Fuji filmur fyrir allar myndatökur af leikunum. Þegar á að taka vandaöar myndir sem á að varð- veita, þá er betra að hafa FUJI filmu f mynda- vélinni. Nýju FUJICOLOR HR filmurnar standa fyrir sinu — skarpar og ffnkornaðar myndir, sem varð- veita góðar minningar um langa framtfð. Næst þegar þú færð þér filmu — mundu eftir FUJI — vegna gæðanna og að sjálfsögðu líka vegna verðsins. Þú færð FUJICOLOR litfilmur 100 asa, 200 asa, 400 asa og 1600 asa, sem er Ijósnæmasta filma veraldar. SKIPHOLTI 31 — SÍMI 25177 Útsölustaðir um allt land! fvar: „Við erum að reyna að koma upp kaffikrók, þar sem fólk getur fengið að skoða þau söfn, sem eru fullfrágengin. Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig." OTRULEGT BANANA- LÝÐVELDI Þær Helga og Inga Hulda voru önnum kafnar við undirbúning sýningar sem verður haldin í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Á henni verða tæplega 300 myndir og þvi nóq að qera hjá þeim stöllum. Það er alltaf gaman að hitta hugsjónafólk, svo fremi auðvit- aö að hugsjón þeirra sé falleg. Einkum og sér í lagi hafi fólkið skapað sér aðstöðu til að hafa hugsjónina að starfi. Og ekki verður það til að draga úr ánægj- unni að starfið gangi vel. Enda verður ekki annað sagt en við Ari höfum skemmt okkur dável ( heimsókn okkar á Ijósmynda- safnið á þriðjudaginn var. Ljósmyndasafnið er annað tveggja á íslandi, hitt er Þjóðminja- safn fslands. Það var stofnað fyrir tæpum fimm árum síðan af níu áhugamönnum um ljósmyndir og sögu þeirra. Þareð safnið er í einka- eigu, datt okkur fyrst í hug að spyrja viðmælanda okkar, ívar Gissurar- son, starfsmann safnsins, hvort hér væri um eitthvert fjárplógsfyrirtæki að ræða (og myndi Freud hafa haft e-ð um sp. að segja). „Betur ef svo væri“, svarar fvar að bragði, „en því er nú öfugt farið. Við erum mjög illa stödd fjárhags- lega, skuldum mikið, enda hvernig á öðruvísi að fara, þegar húmanist- ar og þá aðallega konur taka sig saman og reyna að bjarga menning- arverðmætum. Það tók okkur tíma að læra að afla fjár og kannski var viljinn, áhuginn á slíku, ekki ýkja mikill fyrstu árin. En þetta er allt að lagast. Síðustu tvö árin höfum við rekið þetta hallalaust, en við sitjum náttúrulega enn uppi með skuldirn- ar frá fyrstu árum.“ Hvernig er með ríkið, styrkir það ykkur ekkert? „Nei, ótrúlegt en satt þá gerir það það ekki. Það erum við sem greið- um til þess, ekki það til okkar. Þetta er svo ótrúlegt bananalýðveldi að það tekur engu tali. Ljósmyndari hjá okkur var t.d. á þingi í Finnlandi fyrr á árinu og þegar hún fór út vissum við enn ekki með hverju átti að borga 30.000 kr. sem við skuld- uðum í söluskatt og eitt til tvö- hundruðþúsund króna skuld í tekj- uskatt. Þarna úti skildu þeir þetta einfaldlega ekki. Svona ástand þek- ktu þeir bara ekki, vissu ekki að þetta væri til í heiminum. Hefði hún sagt þeim, að fjárveitingar til sjálfs Þjóðminjasafnsins eru skornar svo við nögl að þeir hafa ekki efni á að ráða ljósmyndara og eru með allt safnið sitt í geymslum, þá hefðu þeir sennilega ekki trúað henni. En hafið þið sótt um fjárstuðn- ing? „Já, við sóttum um fyrir þetta ár, j en fengum heldur kaldar kveðjur. Við vildum ekki gera það fyrr, vild- um fyrst láta reyna á það hvort þetta væri bara stundarfyrirbæn eða hvort þetta væri safn.“ En hvað er það sem þið leggið áherslu á hér í safninu? „Við ætluðum upphaflega að leggja aðaláherslu á sýningar og bókaútgáfu, en okkur hefur borist slíkur og þvílíkur fjöldi mynda að skráning og forvarnarstarf tekur, nær allan okkar tíma. Nákvæm- asta talan sem ég get gefið þér um fjölda mynda í safninu er fleiri hundruð þúsund. Svo fer auðvitað! alltof mikill tími í fjáröflun. Hvernig aflið þið fjár til starfsem- innar? „ Við höfum mikið verið með sýn- ingar úti á landi og selt þar ágætlega af myndum. Við vinnum líka mynd- ir í alskyns bækur, erum t.d. með mikið af myndum í bókinni sem kemur út í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Svo seijum við líka beint héðan út. Svo eigum við ágæta velunnara bæði innan og utan kerf- isins, sem hlaupa undir bagga þegar illa árar. T.d. þegar ástandið var verst, árið 1983, bárust okkur pant- anir um skreytingar í hin ýmsu fyrir- tæki og höfðum vel uppúr því. Er þetta ekki geysidýr vinna, að lagfœra og koma lagi á gömul söfn? „Hvort hún er. Að ganga frá þokkalegu safni, svona 2-3.000 glerplötum, kostar, þegar allt er tal- ið, eina miíjón króna.“ Fleiri hundruð þúsund myndir, sagðirðu, eruð þið þá ekki búin að sprengja utan af ykkur hús- nœðið? „Jú, blessaður vertu, við erum með fjölda mynda í eldtraustum geymsíum útí bæ. Þetta er heldur ekkert safnahúsnæði sem við erum í, sífelld hlaup milli hæða og húsa. Að leita uppi eina mynd hér er ekki ósjaldan dagsverk, en þetta er að skána því við erum nýbyrjuð að tölvukeyra skrána. Tölvuforritið er raunar ágætt dæmi um það hvernig þetta er rekið. Það var einn af að- standendum safnsins, sem eyddi flestum kvöldum og helgum í hálft ár til að semja það og gaf svo safn- inu.“ En getið þið eitthvað sýnt hér? „Nei, það er einmitt það sem okkur vantar mest fyrir utan tíma, það er sýningarsalur og þá getum við líka farið að sinna nýrri ljós- myndun miklu meira. Kynnt það sem er að gerast í dag, hér og er- lendis, jafnframt því sem við reyndum að bjarga þeim menning- arverðmætum sem nú eru sem óðast að fara forgörðum." En hvaða þjónustu bjóðið þið meðal-jóni einsog mér? Ef þig langar til að eignast ein- hverja sérstaka mynd, segjum t.d. Fjalaköttinn um aldamótin, þá spyrðu okkur bara hvort við eigum slíka mynd og ef svo er finnum við hana og seljum þér. Svo erum við að reyna að koma hér upp smá kaffikrók, þar sem menn geta feng- ið að skoða þau söfn sem eru fullfrá- gengin. Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig.“ 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júlí 1986 Föstudagur 4. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 GÆÐA VÖRUR fynr atvinnu- og áhugaljósmyndara Roffifm Pappírsskurdarhnífar í mörgum stærðum. Póttþétti Ijós- myndapappírinn í bláu pökkunum. Mest notaði Ijós- myndapappír hér á landi. coMn Filterarnir frá- bæru frá Frakk- landi fást á allar linsustærðir. HK 'HfC Kentmere Þýsk Ijósmynda- flöss á góðu verði - margar gerðir. Yfir 60% atvinnu- Ijósmyndara nota Metz. Traust merki. Snorrabraut 54. Sími 10293.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.