Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 16
jk, LEO
(V r LITMYNDIR
V__________ÍSAFIRÐI_
Litfilmuframköllun
og kópíering
samdægurs
Filmumóttaka:
Bókaverzlun
Jónasar Tómassonar
ísafirði
ocrn
ucLu
SÉRHÆFÐAR MYNDAVÉLAVIÐGERÐIR
Myndavélaeigendur
tryggið betri endingu
véla ykkar með
reglubundnu eftirliti.
HASSFLBLAD
Canon
BECO
Njálsgötu 73 sími 23411
Pósthólf 244 121 Reykjavík.
>au fö Idu slorður- riynd
HVAÐ MEÐ ÞIG?
^fll ffgmor'ÖLjr; (Jy mynö LjÓtMYN DASTOFA Sími 96-22807 ■ Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akurevri 'i víílxt.
Þetta bara
gerðist
Þorkell Arnar Egilsson, er 19
ára gamall nemi í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð. Einsog
svo margir aðrir, stundar hann
Ijósmyndun í frístundum og
hefur m.a. sýnt á þeim tveim
Ijósmyndasýningum sem
framhaldsskólarnir stóðu að.
Raunar á hann sjálfur sæti í
framkvæmdanefnd samtaka á-
hugaljósmyndara í framhalds-
skólum. Við tókum Þorkel tali
og spurðum hann hvernig
hann hefði fengið bakteríuna.
„Þetta bara gerðist. Ég fékk
litla instamatic vél þegar ég var 10
ára og síðan hefur þetta bara þró-
ast stig af stigi. Ég eignaðist svo
„alvöru“ myndavél þegar ég var
15 ára, Olympus OívllO, og nota
hana enn. Þann sama vetur kom
ég upp lítillri myrkrakompu með
félaga mínum og gátum við þá
bæði framkallað og stækkað sjálf-
ir. Síðan hefur maður smátt og
smátt aukið við sig fylgihlutum
við vélina, linsum o.fl.“
En hvað er svona gaman við
ljósmyndun?
„Að sjá myndina koma á papp-
ír, það er stóra stundin. Það að
sjá hugmynd sem maður fékk,
verða áþreifanlega."
Heldurðu þig við einhverja
sérstaka tegund myndefnis?
„Nei. Maður sér bara skyndi-
lega mynd, án þess endilega að
hafa verið að leita myndefnis. En
það er ekkert gaman að sjá
mynd, án þess að hafa vélina. Þá
bölvar maður stundum sjálfum
sér hátt og í hljóði.
Ertu í einhverjum ljósmynda-
klúbbi?
„Já, við starfrækjum ljósmynd-
aklúbb í skólanum. Starfið hafði
legið niðri í nokkur ár þegar við
endurreistum hann árið 1984, en í
dag er þetta stærsti klúbbur í
framhaldsskóla á landinu, tæp-
lega 30 félagar. Raunar snýst
starfið mest um þá aðstöðu sem
við höfum til framköllunar og því
eru menn meira að vinna einir sér
en saman í hóp.“
Er þetta þokkaleg aðstaða?
„Ætli maður jánki því ekki
bara. En þetta fer líka allt eftir
því við hvað er miðað. Annars
nota ég þessa aðstöðu lítið, því ég
er, einsog áður sagði, með eigin
aðstöðu hér heima. Ég kaupi
bara filmur og pappír með hinum
í klúbbnum, þannig fær maður
það aðeins ódýrara."
En hvað með sýningar, nám-
skeið o.þ.h.?
„Við höfum haldið eitt nám-
skeið og var bara þokkalega sótt.
Við höfum sýnt litskyggnur,
teknar af félögum, einu sinni í
mánuði og svo höfum við alltaf
verið með óformlega sýningu á
Lagningardögum (þ.e. tóm-
stundadögum). Svo tókum við
upp á því á síðustu Lagningar-
dögum, að vera með stúdíó uppí
skóla. Við fengum að láni hjá
Leifi ljósmyndara fjöldann all-
ann af ljósum og regnhlífum og
mæltist uppátækið bara vel fyrir í
skólanum. Svo höfum við tekið
þátt í tveim samsýningum á veg-
um framhaldssicólanna. Var
önnur þeirra í Gerðubergi 1984
en hin í Ásmundarsal 1985.“
' 16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júlí 1986