Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 24
ÞJÓÐVIUINN flff fITIff JIIÁRA Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Föstudagur 4. júlí 1986 147. tölublað 51. örgangur Albert og Guðmundur rúnir trausti Skoðanakönnun HP sýnir að almenningur vill að þeir segi af sér V-Landeyjar Kosningamar ógildar Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins um þetta verkefni. - Petta sagöi Trausti Eiríksson framkvæmdastjóri Trausts hf. þegar Þjóðviljinn forvitnaðist um lánaúthlutun til fyrirtækisins vegna hönnunar á fyrrnefndum vélarútbúnaði. - Við sóttum um 2,4 miljónir króna til Þróunarsjóðs Rannsóknarráðs vegna þessa verkefnis en fengum 500 þúsund svo að í rauninni er allt í óvissu um framhaldið. Trausti sagði ennfremur að hlutverk Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins í þessu verkefni væri að finna heppilega aðferð til að vinna kavíar úr hrognunum. - Það er ekkert vafamál að hér er á ferðinni mjög góð söluvara ef hægt verður að finna hagkvæma markaði fyrir þessa afurð, sagði Trausti og bætti við að þeir hjá Traust hf. myndu sjálfir sjá um markaðsmálin. - sg. Yfirgnaefandi mcirihluti þjóð- arinnar virðist nú þeirrar skoðunar að Albert Guðmunds- son eigi að segja af sér ráðherra- embætti. Samkvæmt skoðana- könnun sem Helgarpósturinn birti í gær eru 73% þeirra sem afstöðu taka þeirrar skoðunar að ráðherrann eigi að segja af sér. Þá telja 53,2% að Guðmundur J. Guðmundsson cigi að segja af sér þingmennsku. 27% eru þeirrar skoðunar að Albert eigi ekki að segja af sér, en í desember s.l. voru 64% þess- arar skoðunar. Af þeim 73% sem telja að ráðherrann eigi að segja af sér vill meirihlutinn að hann segi af sér fyrir fullt og allt. en ekki aðeins meðan á rannsókn Hafskipsmálsins stendur. Með hliðsjón af þeirri áherslu sem menn hafa lagt á lagalega hlið þessa máls vekur athygli að einungis 5,4% rökstyðja afstöðu sína með skírskotun til laga. Meirihluti, eða 60,6%, vísar hins vegar eingöngu til siðferðilegra ástæðna. í þessari skoðanakönnun var fólk ennfremur spurt hvort það teldi að Guðmundur J. Guð- mundsson ætti að segja af sér þingmennsku vegna peninga- greiðslunnar sem hann þáði fyrir milligöngu Alberts Guðmunds- sonar. Af þeim sem afstöðu taka eru 53,2% þeirrar skoðunar að Guðmundur eigi að segja af sér. G.Sv. Sveitarstjórnarkosningarnar í V-Landeyjahreppi hafa verið úrskurðaðar ógildar og hefur Friðjón Guðröðarson, sýslumað- ur, lagt til að kosið verði að nýju sunnudaginn 13. júlí. Kosningarnar voru kærðar vegna utankjörstaðaratkvæðis sem skipti sköpum um úrslit kosninganna. Bar númerum á umslagi og fylgiskjölum atkvæð- isins ekki saman en atkvæðið varð til þess að varpa varð hlut- kesti milli 4. rnanns K-listans, en efsti maður hans Eggert Haukdal alþingismaður, og 2. manns EI- listans, lista óháðra. K-listinn vann hlutkestið og fékk því fjórða mann inn. „Þetta er sjálfsagt eitt dýrasta atkvæði á íslandi‘% sagði Friðjón við Þjóðviljann í gær. Er hægt.að áfrýja dómnum en að sögn Friðj- óns virtust menn sætta sig við þennan úrskurð. - >g- Kakkalakkakeppni Dallas - Nú keppa þeir að því í Dallas í Texas hver geti fundið stærsta kakkalakkann og bjóða fyrir hann 41 þúsund krónur. Meindýraeyðir í Dallas stend- ur fyrir þessu uppátæki. Það hef- ur vakið slíka lukku í Dallas að nú þegar hafa einir 200 kakkalakkar verið innritaðir í keppnina sem fer fram 11. júlí. Sá stærsti er þrjár tommur að lengd og kallast Hómer. Hann fannst í háskóla- eldhúsi í borginni. „Við erum búnir að fita hann á kexi og syk- urvatni", segir finnandinn, Chris Graham. - IH/Reuter Kattavinafélagið Kattholt rís „Hér er hægt að vista 108 ketti í einu í framtíðinni og einnig verð- ur hér dýraspítali fyrir öll smá- dýr“, sagði Svanlaug Löve for- maður kattavinafélagsins á blaðamannafundi scm haldinn var í tilefni af því að bandaríska fóðurframleiðslufyrirtækið Pur- ina Company gaf félaginu eitt þúsund dollara styrk vegna bygg- ingar sem félagið er að reisa. Húsið sem er við Stangarhyl 2 í Reykjavík verður bæði spítali með gjörgæsludeild og íbúð fyrir dýralækni og einnig dvalarstaður fyrir ketti meðan eigendurnir eru í fríi eða veikir. Einnig getur fólk komið með heimilislausa ketti þangað og þeir munu fá umönnun og reynt verður að finna þeim nýja eigendur. Búist er við að húsið verðir fullklárað eftir 3 ár og er ætlunin að kalla það Kattholt. Formaðurinn Svanlaug Löve og eiginmaður hennar hafa í 8 ár rekið þessa starfsemi heima hjá sér en þörf reyndist vera fyrir miklu stærra húsnæði. „Kattholt mun standa alveg undir sér svo þjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af Gleði- banka hér“, sagði Gunnar Pét- ursson sem er meðstjórnandi í fé- laginu. Það veröur lagt vistgjald á hvert dýr sem hingað kemur til lækninga eða dvalar. Meðlimir í kattavinafélaginu eru nú 900. SA Svanlaug Löve formaður kattavinafé- lagsins fyrir framan Kattholt með fressköttinn Runólf í fanginu. Runólf- ur er leikari. Hann hefur leikið í sjón- varpinu og gefið kattavinafélaginu kaupið sitt. Runólfur er 5 ára, 9 kiló og kallar ekki allt ömmu sína. Um daginn týndist hann, varð fyrir bíl og þá sár- slasaður úti í 33 sólarhringa áður en honum var bjargað. - Ljósm. Ari. Rœkjuhrogn Verðmætum hent Trausthf undirbýr smíði á vél til að vinna rœkjuhrogn - Við höfum hugsað okkur að hanna vélarbúnað til að ná hrognum úr rækju. Hingað til hefur þessum hrognum verði hent. Við erum í samvinnu við Hafskipsmálið íhaldið Felldu þrjáftíu þúsundir Kristín Ólafsdóttir: Ástandið í kjaramálum orðið óþolandi og hættulegt. Framsókn sat hjá Þessi tillaga um launauppbót til starfsmanna borgarinnar er hugsuð sem aðgerð til að bregð- ast við ástandi sem er algjörlega óþolandi og hættulegt, sagði Kristín Á. Olafsdóttir borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins m.a. á borgarstjórnarfundi í gær þegar hún mælti fyrir tillögu frá Abl., Kvennalista og Alþýðuflokki um vcrulegar launauppbætur til starfsmanna. Sjálfstæðisflokkurinn vísaði tillögunni frá, en Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins sat hjá við atkvæða- greiðsluna, þar sem hún taldi ekki rétt að brjóta upp kjara- samningana frá í vetur. Hins veg- ar taldi Sigrún að borgin ætti að taka Kaupfélag Eyfirðinga sér til fyrirmyndar, en KEA gaf starfs- mönnum sínum fimrn þúsund krónur r tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Tillaga flokkanna þriggja gerði ráð fyrir að lágmarkslaun yrðu 27 þúsund krónur frá 1. júlí og 30 þúsund frá 1. september. Var gert ráð fyrir að þetta fyrirkomu- lag myndi gilda þar ti! gerðir yrðu nýir samningar við viðsemjendur borgarinnar. Hatrammar deilur spunnust í borgarstjórn vegna tillögunnar og margar bókanir gerðar. Sjálf- stæðisflokkurinn vísaði henni frá á þeirri forsendu að með þessum uppbótum væri borgin að brjóta upp „það samkomulag sem megin þorri þjóðarinnar fagnaði sl. vor“. Kristín Ólafsdóttir benti á að kjarasamningar, sem gerðir hafa verið síðan ríkisstjórnin skerti laun um 25-30% árið 1983, hefðu ekki gert meira en að viðhalda þeirri kjaraskerðingu og stað- festa hana. „Tillagan byggist á því áliti að ekki sé siðferðilega verjandi að greiða laun undir 30 þúsund krónum fyrir fulla dag- vinnu“, sagði Kristín. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.