Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA GLÆTAN LJÓSMYNPUN ATVINNULÍF HEIMURINN Fatlaðir Skipulagsstjóm gegn meirihluta Engin nefnd Alþýðubandalagið lagði í gær fram tillögu í borgarstjórn um að endurvekja nefnd frá 1982, sem starfaði að úrbótum í at- vinnumálum og fcrlimálum fatl- aðra, en henni var vísað frá. Mikill fjöldi sótti Hlíðargarðshátað Vinnuskólans í Kópavogi í gær og var gífurleg stemmning á mannskapnum enda veður með besta móti. Mynd: Sig.Mar. Niðurstöður verðkönnunar Krefjum heildsala skýringa Skýringar skortir á óeðlilega háu innkaupsverði íslenskra innflytjenda á erlendum vörum. koma mér afskaplega mikið á óvart og mér finnast þær mjög alvarlegar, sagði Sigurður E. Haraldsson formaður Kaupmannasamtakanna um nið- urstöður könnunar Verðlagss- tofnunar á vöruverði í Reykjavík og Glasgow. „Ég hef að vísu ekki kynnt mér niðurstöðurnar í smáatriðum en það sem vekur sérstaklega at- hygli mína er að í svo mörgum tilvikum skuli innkaupsverð hjá íslensku innflytjendunum vera hærra en smásöluverð sömu vöru í Glasgow. Pessu þurfa innflytj- endur að koma í eðlilegt horf en það er ekki bara metnaðarmál fyrir verslunina í landinu heldur líka hagsmunamál neytenda að hægt sé að fá vörur á sambærilegu verði við það sem gerist annars staðar. Ég vona að þeir sem hlut eiga að máli athugi sinn gang og reyni að færa þessi mál í eðlilegt horf sem allra fyrst“, sagði Sig- urður að lokum. Guðmundur Sigurðsson deildarstjóri hjá Verðlagsstofnun og umsjónarmaður könpunar- innar sagði að niðurstöðurnar gæfu fullt tilefni til frekari athug- unar og yrði í því sambandi t.d. að kanna hvort framleiðendur eða útflytjendur í Glasgow setji upp mismunandi verð fyrir hin ýmsu lönd en slíkar reglur gætu að einhverju leyti skýrt niður- stöðurnar. „í sumum tilfellum", sagði Guðmundur „hefur útflutn- ingverð vöru erlendis frá einmitt verið lækkað samkvæmt þessum reglum en þá hefur verið miðað við kaupgetu launa í landinu. Þá hefur varan jafnvel verið ódýrari í smásölu hér en í útflutnings- landinu. Ef um einhverjar reglur er að ræða í þeim tilvikum sem könnunin nær til þá er greinilegt að þær eru okkur mjög óhagstæð- ar“. „Við hljótum að krefja heild- sala skýringa á innkaupsverðinu. Mér er illa við að láta íslenska heildsala maka krókinn á minn kostnað en mér er jafnvel enn verr við að láta þá henda mínu fé í yfirborgun til útlendra heildsala eða framleiðenda", segir Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ í athugasemd um niðurstöður könnunarinnar sem birtist í blað- inu í dag. Sjá bls. 2 —K.Ól. Allir borgarfulltrúar minni- hlutans studdu hins vegar til- löguna, sem var unnin í samráði við stóran hóp fatlaðra. Nefndin var lögð niður þegar Sjálfstæðis- flokkurinn komst til valda á ný árið 1982. Samkvæmt tillögu Abl. áttu fulltrúar úr borgar- stjórn, svæðisstjórn fatlaðra, Sjálfsbjörg í Reykjavík og Ör- yrkjabandalaginu að sitja í nefndinni. -gg Ekki séðfyrir endann á deilum um Bergstaðastrœti 15. Sjálfstæðisflokkurinn gafleyfi til að byggja stórhýsi. Skipulagsstjórn mœlir með afturköllun leyfisins. Teikningar samrœmast ekki aðalskipulagi Skipulagsstjórn ríkisins ákvað á fundi sínum á þriðjudaginn að mæla með því að byggingar- leyfi, sem meirihlutinn í borgar- stjórn hafði veitt fyrir nær fjög- urra hæða hús að Bergstaðast- ræti 15, verði afturkallað. Ástæð- an er sú að teikningar samrýmast ekki staðfestu aðalskipulagi að svæðinu. Á lóðinni stóð áður elsti steinbær á fslandi. Miklar deilur risu í borgarkerfinu þegar Sjálf- stæðisflokkurinn ákvað að hei- mila niðurrif hans, og ekki síður þegar sami flokkur veitti leyfi fyrir byggingu þriggja og hálfrar hæðar steinsteyptu húsi á lóðinni. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður þá 2,5 en má samkvæmt aðalskipuiagi aðeins vera 0,5. Auk þessa leggst skipulagsstjórn gegn því að þarna verði verslun og skrifstofur, enda samræmist það ekki skipulagi. íbúi í hverfinu kærði ákvörðun byggingarnefndar borgarinnar um leyfisveitingu til félagsmála- ráðuneytis af fjölmörgum ors- ökum. Ráðherra bað skipulags- stjórn um umsögn um málið og var það samhljóða niðurstaða hennar að mæla með afturköllun. Þá er einskis beðið nema úr- skurðar ráðherra. Þessi ákvörðun skipulags- stjórnar er líklega einstök í sinni röð hvað Reykjavík varðar og er trúlegt að hún muni valda mikl- um úlfaþyt í borgarkerfinu. Ef ráðherra afturkallar leyfið verður það mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki síður þá sem hafa leyfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar, þrátt fyrir mikla andstöðu nágranna. —gg Hafnarfjörður 15% hækkun á lægstu laun Starfsmannafélag Hafnarfjarð- ar og bæjarstjórn náðu í gær samkomulagi um nýjan kjara- samning. Fráfarandi bæjar- stjórnarmeirihluti halði hafnað öllum kröfum starfsmannafélags- ins og var deilan komin til kjara- nefndar. Hinn nýgerði kjaras- amningur er afturvirkur til 1. fe- brúar og er í honum gengið nokk- uð í átt til kjarajöfnunar. Samkvæmt samningnum hækka laun bæjarstarfsmanna um 8,6% að meðaltali. Laun hinna lægst launuðu hækka mest en þeir færast upp um fimm launaflokka og fá því 15% launa- hækkun. Síðan fer hækkunin stiglækkandi eftir því sem ofar dregur og færast þeir í efstu launaflokkunum upp um einn launaflokk og fá því um 3% hækkun. Lægstu laun verða með þessum samningi um 27 þúsund krónur í stað 23 þúsunda króna áður. Einnig var samþykkt að endur- skoða niðurröðun í launaflokka síðar á þessu ári. -G.Sv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.