Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 4
„Enn um órímuð ljóð“ Grein eftir Bjarna frá Hofteigi í tilefni Þorpsins eftirJón úr Vör, skrifuð við upphafdeilna um „ atómskáldskap “. Hérá eftir fer-nokkuð stytt- grein eftirBjarna Benedikts- son frá Hofteigi, sem birtistí Þjóðviljanum 1. mars 1947. Bjarni varþá tekinn viðhiut- verki aðalbókmenntagagn- rýnanda blaðsins oggegndi því i hálfan annan áratug. Greinin fjallar um „ órímuö Ijóð “ - tilefnið erað Þorpið eftirJón úr Vörhafði fengið dræmar viðtökur og í Tíman- um varmeira að segja hvatttil samfylkingar þjóðlegra afla gegn „ Ijóðakvislingum “ eins ogJóni, sem dirfðust að segja skilið við rím og stuðlanna þrí- skiptugrein. Þeir tóku svo upp hanskann í Þjóðviljanum fyrirJón Sigurð- ur Þórarinsson jarðfræðingur og Bjarni. ígrein Bjarna kem- ur fram sú afstaða, sem mjög setti svip sinn á hans skrif: hann varsíður en svo andvíg- urþví, að ung skáld færu nýjar leiðir-en honum var annt um það, að á þessum nýju leiðum fylgdu þau boðorði Stephans G. - að kenna til í stormum sinna tíða. -ÁB. Ljóðið og letin „Hugtakið ljóð (á íslenzkan mælikvarða)" er í engri hættu statt af ljóðagerð Jóns úr Vör og annarra, sem álíkt yrkja. Það er hvorki ætlun þeirra að drepa ís- lenzkt ljóð, né heldur verður það ljóð neitt annað en íslenzkt, sem Islendingur yrkir á íslenzka tungu. Á þeim sama degi, sem íslendingur yrkir ljóð í nýjum hætti, er íslenzkt ljóð ríkara en daginn áður, ríkara að þeirri reynslu, sem skáldið varð fyrir og þoldi, er hann orti ljóðið, að svo miklu leyti sem honum tókst að túlka hana. Greinarhöfundur Tímans heldur það sé af „einskærri leti“, sem órímuð ljóð eru ort, enda sé það lítill vandi. Ég þekki dæmi, sem sýnir hið gagnstæða. Ungt skáld, sem ég þekki vel, fékk einn morgun í ágúst 1945 hugmynd að ljóði. Það sótti svo á hann, að hann fékk ekki um annað hugs- að, og hann var mjög annars hug- ar á skrifstofunni þennan dag. Klukkan að ganga tíu um kvöldið hélt hann sig hafa lokið ljóðinu og það var einungis stutt ljóð. Hann les það yfir, þykir það sæmilegt og ekki meira. Síðan stingur hann því inn í möppu. í nóvember sama ár les hann það yfir af hendingu og finnur þá, að niðurlagið er óhæft og hann hefur ætlað að segja allt annað. En hvernig sem hann reynir næstu daga að segja það, sem fyrir hon- um vakir, tekst það ekki, en gerir smábreytingar í upphafi ljóðsins. Síðan fellur þetta niður. En einn sóldag sumarið eftir þegar hann er að binda hey uppi í sveit, botn- ar hann ljóðið og finnur á sömu stund, að þetta vildi hann hafa sagt. Þremur mánuðum síðar bætir hann þó einni mynd inn í og annarri á öðrum stað, en fellir niður eina í upphafinu. Og þar stendur það nú. Máski er því enn ekki lokið, þessu órímaða ljóði, en nokkuð er þó að gert. Og víst er, að ekki var þessi viðureign af „einskærri leti“ háð. Síðar í þess- ari grein verður líka skýrt frá öðr- um dýpri ástæðum fyrir þessari ljóðagerð. Gróni og Skjalda Nú mætti ennfremur benda hö- fundi Tíma-greinarinnar á þá staðreynd að skáld velur sér ekki sjálft sitt form, nema í einstöku tilfellum þá. Skáld les ekki t.d. Hvað er svo glatt eða Blessuð sértu sveitin mín og segir við sig, nú yrki ég kvæði undir þessum háttum-oger síðan byrjaður. En allt í einu og án þess nokkur viti, sér hann mynd eða heyrir hljóm, og óafvitandi hefur hann sagt eina setningu, sem mjög sjaldan verður sú fyrsta, þegar ljóðinu er lokið, en mótar það þó eftir sér frá því hún varð til. Þess vegna þýðir ekki að velta vöngum yfir því, hvort „rím og stuðlun hefði orðið þeim (þ.e. ljóðunum) til bóta“. Ljóð er alltaf það sjálft og ekki annað. Rímað ljóð og órímað ljóð eru tvö ljóð, þó þau séu um sama efni. Jón úr Vör hefði getað ort rímað ljóð um kaupmanninn í þorpinu, lítinn kút og fóstra hans og nefnt það Vetrardag þar að auki. Það ljóð hefði hvorki haft skilyrði til að vera betra ljóð eða verra en hitt, heldur einungis annað Ijóð. Sá, sem tæki að bera þau saman, yrði ekki tekinn trúanlegur um niðurstöður þess samanburðar eða ljóðdóma yfir- leitt. Rím er form eins ljóðs, rím- laust ljóð hefur annað form - og þarmeðbúið.Afþvíþaueruekki sams konar verða þau ekki borin saman sem skáldverk, fremur en það væri réttlæti gagnvart Grána að bera hann saman við mjólk- urkú eða Skjöldu að bera hana saman við reiðhest. Hvers vegna órímuð Ijóð? Ef höfundur Tímagreinarinnar spyrði nú, hvernigá þvístandi, að íslenzk skáld yrkja nú órímað, en hafa ekki gert það áður, þá mætti vitaskuld spyrja á móti: Hvers vegna verður allt einu sinni fyrst? Hví gerast hlutir yfirleitt? En þó mætti benda á, að fyrr hefur þekkzt ódýr kveðskapur á ís- landi, og er þar með ekkert sagt um skáldskapinn. Kveðskapur- inn á sumum hinna fornu dansa er t.d. af mjög skornum skammti. En öll þessi svör væru grunnfær og málefninu ósamboðin, enda er hér gengið miklu lengra en áður. Orsakirnar eru faldar í heimspekilegum og þjóðfélags- legum rökum þessarar aldar. Eg sagði áðan, að skáld veldi sér ekki að yfirlögðu ráði sitt form í hverju einstöku tilfelli, og átti þá við ljóðskáld. Þetta er að vísu rétt svo langt sem það nær, en er ekki allur sannleikurinn. Áður en spurt er, hví skáld yrki sem hann gerir, spyrjum vér, hví hann yrki yfir höfuð. Fáum vér svar við því vitum vér um leið að nokkru leyti, hví hann yrkir eins og hann yrkir, hver eru einkenni hans og auðkenni í heild, þó hvert ein- stakt ljóð fái sitt sköpulag að því er virðist eftir geðblæ þeirrar stundar sem er, þegar skáldið skynjar sitt ljóð í fyrsta sinn. En sá geðblær getur verið einkenn- dur og mótaður af dulvituðu, en Bjarni frá Hofteigi: Þessi skáld eru að freisa sig undan áhrifavaldi þeirrar listar sem var og undan formi þeirrar listar.... ákveðnu viðhorfi skáldsins til umhverfis síns og lífs og listar al- mennt. Og hann getur afneitað vissum skynjunum og sýnum, á þann hátt að túlka þær ekki. En þetta viðhorf er af mörgum þátt- um undið, upplagi, uppeldi, menntun, aðstæðum og ástandi í þjóðfélaginu, og skilji skáldið pólitíska atburði sinnar samtíðar og gruni um leið, hvert framtíð- ina ber, þá er fátt, sem sker eins glögglega úr um örlög hans sem skálds og manneskju. Frelsun undan fyrri tíma Á vorum dögum stendur meira til í heiminum en alla-jafna áður. Það eru gerðar stórkostlegar uppgötvanir í vísindum er munu hafa meiri áhrif á líf manna en flest, sem áður hefur verið gert í þeim efnum. Fjöldi þjóða kynnist um þessar mundir nýjum þjóðfé- lagsháttum og nýrri skipan fé- lagsmála, og þeim mun óskap- legri sem hörmungar stríðsár- anna voru því djarfari vonir hlýtur fólkið að ala um framtíð- ina. Það mætti því undarlegt heita, ef skáldin reyndu ekki nýj- ar leiðir í list sinni, en vægju síf- ellt í knérunn stirðnaðra forma og viðtekinna siða. Frelsi er kall og lögmál vors tíma öllum hlutum fremur. Frelsi er afstætt, og hug- takið táknar ekki varanleg sann- indi eða algilt ástand nema í þrengdri merkingu. Andlegt frelsi hverrar kynslóðar er fólgið í því, að hún nái að setja sinn per- sónulega svip á heiminn, lesi sína eigin drætti í svip hans, heyri sína eigin rödd í harki tímanna, ráði til lykta vandamálum sínum sem mest eftir sínum eigin lögmálum. - Þegar Jón úr Vör og önnur skáld yrkja órímuð ljóð, eru þeir að frelsa sjálfa sig undan áhrifa- valdi þess tíma, sem var og undan formi þeirrar listar, sem þá átti sína aðild í sögu hans og lausn þess vanda, er að honum sótti, og glataði sköpunarmætti sínum við inngang nýrrar aldar og nýrra viðfangsefna. - í órímuðu ljóði heyra þeir sína eigin rödd. Á þeim vegum leysa þeir gátu sinn- ar listar. „Listöfgar“ og þjóðfélag En nú er komið að stórum hlut og alvarlegum í þessu máli. í grein sinni segir Sigurður Þórar- insson réttilega, að ungu skáldin í Svíþjóð sem standa að tímaritinu 40-tal (5, tugurinn) og eru kennd- ir við það, myndu kalla skáldskap Jóns úr Vör gamaldags. í því sambandi minnist maður þess að hafa lesið ljóð, sem hann kann ekkert nafn yfir nema listöfgar. Þau sýnast svo fjarstæð bæði um stflbrögð, myndir og hugmynda- tengsl, að lítill vegur er að átta sig á þeim. Ég dæmi ekki þessa list sem slíka, en ég spyr: Hver eru rök hennar? Svarið er, að þjóðfélag það sem skáldin búa í, veitir þeim ekki andleg lífsskilyrði og þroskamöguleika. Með tilveru sinni einni táknar kapítalskt þjóðskipulag misrétti, fátækt og armóð þegna sinna og styrjaldar milli þjóða. í slíku andrúmslofti fær skáld á vorum dögum ekki þrifizt. En - hann misskilur sjálf- an sig, ef hann ætlar sér að leysa gátu sína í einhliða listdýrkun. Vera má að hann njóti þar stund- argriða, en þar er um enga lausn að ræða. Fyrr eða síðar rekur hann sig á, að hann erþjóðfélags- þegn, og sé þar allt í sama horfi, hefst flótti á nýjan leik - eða sjálfsmorð. Rétta leiðin fyrir hann er sú að beita vopnum gegn þeim þjóðfélagsháttum, sem vegna sjálfráðrar og ósjálfráðrar andstöðu við þróun sögunnar og frelsisvilja fólksins hrekja hann frá sér útí listkukl eða dauðann. Til þess þarf bæði siðferðilegan styrk og skilning á þjóðfélagsleg- um sannindum. En skáld er þá fyrst í samræmi við sig og heim- inn, er hann opnar hug sinn fyrir þeim straumum, sem í dul og hljóði leita sér vega um hjarta fólksins og opna þeim nýjar sýnir á líf og tilveru. - Skáldið hlýtur að tengja saman líf og list í órofa heild. Ég endurtek, að ég fyrirdæmi ekki þessar listöfgar, sem ég kalla svo, en ég ákæri það þjóðskipu- lag, sem samkvæmt eðli sínu neit- ar lífdraumum skáldsins um fyll- ingu og hrekur hann síðan í ann- an heim, þar sem hann leggur stund á fagurfræðilegar vanga- veltur, ef hann hefur ekki mátt til að rísa gegn þessu þjóðskipulagi eða skilur ekki, hvar skórinn kreppir. - Það skal tekið fram, að skáld sem þessi eru fágæt á ís- landi og Jón úr Vör er ekki meðal þeirra. (Millifyrirs. áb.) 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.