Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSPISTILL Menningarnýjungar og vinstrimennska / tilefni erindis dr. Arnar Óiafssonar á rithöfundaþingi Árithöfundaþingi ívorfluttidr. Örn Ólafsson erindi, sem hann síðan birti í Morgunblað- inu þann 22. júní undirfyrir- sögninni „Opingátt eða íhald“ -undirfyrirsögnin er„Er- lendar menningarnýjungar". Þarfjallar hann um það, að lengi hafi menn haft af því áhyggjuraðíslenskmenning væri í háska stödd í holskeflu erlendra áhrifa, sem kannski mundi sópa burtu öllum þjóð- arsérkennum ef ekki fyndust góð ráðítímatekin. Sjálfsagðir hlutir Örn lítur í snarhasti yfir söguna allt aftur til hinna rómantísku tíma, og kemst að þeirri niður- stöðu að oftar en ekki hafi óttinn við holskefluna erlendu verið næsta óþarfur. Góð skáld hafi reyndar haft sig mjög í frammi um að veita hingað (einkum með þýðingum) erlendum menningar- straumum, sem hafi virkað sem góður áburður á innlenda skáld- skaparmold. Og þeir reyfarar, sem til landsins hafa streymt allt frá aldamótum, hafi ekki gert ís- lenskri menningu, sem er náttúr- lega mjög við bókina riðin, neitt það ógagn að harmatölum taki. Þetta er allt saman gott og blessað og kannski óþarft að setja á langar ræður um tiltölulega sjálfsagða hluti. Hitt gæti verið varasamara ef menn gerðu of mikið úr hliðstæðum milli þýddra reyfara, sem hér hafa augum mætt í meira en hundrað ár, og þeirrar sannkölluðu „holskeflu" af stöðluðu afþreyingarefni sem að sækir í miðlum af nýrri gerð - á myndböndum og í gervihnattasj- ónvarpi. Og er - nota bene - á ensku. Þar er um að ræða vanda af allt annarri stærðargráðu en þær Kapítólur og Menn með stál- hnefa, sem ýmsir góðir menn hneyksluðust á hér á árum áður. Módernisminn tafinn En það eru tilteknar áherslur og kenningar í grein Arnar Ólafs- sonar sem full ástæða er til að gera nokkrar athugasemdir við. Hann ver töluverðu plássi til að fjalla um módernisma í íslenskri ljóðlist, atómskáldskaparum- ræðuna svokölluðu, sem stóð með nokkrum rokum á fyrsta ár- atugnum eftir stríð. Hann telur að einangrunarhyggja og nýjung- afjandskapur hafi þá tafið fyrir nauðsynlegri framvindu í bók- menntum, nánar tiltekið ljóðlist. Og hann leggur sérstaka áherslu á að vinstrimenn ýmiskonar hafi borið þar þunga ábyrgð, sumir vegna oftrúar á íslenskri hefð al- þýðlegri, aðrir (m.a. Kristinn E. Andrésson) vegna þess að þeir hafi með nokkrum hætti gerst liðhlaupar frá eigin hugmyndum um nauðsyn nýs forms með ný- jum tímum. Og liðhlaup þetta út- skýrir Örn bæði með einskonar dagskipan Stalíns og svo því, að þeir sem vildu nýtt þjóðfélag hafi ekki getað sætt sig við þá uppgjöf skálda fyrir einsemd og tilgangs- leysi, sem þessir menn töldu sig finna í módernismanum. Hann segir meðal annars: „Alþjóðasinnar og módernistar sneru við blaðinu á fjórða árat- ugnum. En það er aftur liður í alþjóðlegum straumhvörfum á þeim tíma, þjóðfylkingarstefnu Alþjóðasambands kommúnista, sem vildi efla almenna samstöðu um viðhald ríkjandi menningar gegn ógn fasismans. Samnefnar- inn varð íhaldsstefna. Það er ekki um að villast að þessi stefnu- breyting seinkaði komu módern- ismans til íslands, og hélt mó- dernistum lengi við hefðbundin yrkisefni“. Hér er flest rangt. Kynslóðaskipti Það er mikill óþarfi að leita til Alþjóðasambands kommúnista til að skýra þær deilur sem stóðu hér uppi á Islandi um rím, ljóð- mál og stuðlanna þrískiptu grein. Nærtækast er blátt áfram að tala um kynslóðaskipti, þótt það sé kannski lítt „fræðilegt". Mód- ernisminn var borinn uppi af yng- ri mönnum sem höfðu lesið og reynt annað heima og erlendis en þeir sem helst tóku upp hanskann fyrir íslenska ljóðahefð. Þeir menn voru til, sem höfðu byrjað skáldferil sinn í hagmælskunni miðri á þriðja áratugnum en steyptu sér í formbyltinguna á hinum fimmta - ég á vitanlega við Jóhannes úr Kötlum. En þeir voru ekki margir. í annan stað er rétt að minna á það, að það er mikil einföldun að gefa það í skyn að í atómskáld- skapardeilunni hafi íhaldsamir rauðliðar fyrst og síðast staðið gegn einskonar nýjungaþörf handan við pólitíska strauma. Það er rétt að minna á það, sem einhvernveginn dettur upp fyrir hjá Erni, að mest eru þetta rót- tæklingar af ýmsu tagi að deila sín ímilli ogvettvangurinn vareinna helst Þjóðviljinn, Tímarit Máls og menningar og síðan Birtingur. Þórbergur Þórðarson, Gunnar Benediktsson, Björn Sigfússon og fleiri skutu á „atómskáld“ á síðum Þjóðviljans og Máls og menningar. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi var bæði með nauð- syn endurnýjunar (samanber málsvörn hans fyrir Jón úr Vör sem birtist á öðrum stað í blaðinu í dag) og uggandi um „formdek- ur“ eða „geðleysi“ skálda - og átti um þetta orðastað við einn af helstu málsvörum nýrrar skáld- akynslóðar, Einar Braga, einmitt hér í Þjóðviljanum. (Um það má vísa til vinsamlegrar ritdeilu milli þeirra í blaðinu eftir frægan stú- dentafund um ljóðlist 1952). Það var svo í þessu dagblaði hér, að Einar Bragi hélt áfram skothríð sinni á hefðina og í Tímarit Máls og menningar skrifaði Sigfús Daðason merka grein „Til varnar skáldskapnum" þar sem hann kvað niður mjög rækilega marg- skonar fordóma gegn sinni kyn- slóð - meðal annars þá að hinn nýi skáldskapur væri einskonar flótti frá lífsins vanda og þar með happafengur fyrir vini hins óbreytta ástands. Með þessu er ekki verið að halda því fram, að skáld- skaparumræðan á eftirstríðsár- unum hafi verið einskonar einka- mál vinstrisinna. Meðal þeirra sem til máls tóku voru þeir Jónas frá Hriflu, Tómas skáld Guð- mundsson, Ingimar Jónsson, „hagmæltir Framsóknarbændur úr sveit“ ogsvo mætti lengi telja- og ekki verður betur séð, en að þeir hafi yfirleitt verið heldur erf- iðir hinum unga skáldskap, ef ekki fullir haturs og fjándskapar. (Einn kallaði Jón úr Vör „ljóða- kvisling'4 svo dæmi sé nefnt). En hvað sem því líður: þeir voru yfir- leitt róttækir í viðhorfum, sem báru „formbyltinguna44 fram til sigurs - eins og flestir þeir voru einnig sem drógu af henni vissa lærdóma í leit að „nýju jafnvægi44 milli nýmæla og hefðar. Hvers konar áhyggjur? Það andóf sem á þessum árum kom fram hjá einstökum sósfal- istum gegn nýjum skáldskap og seinna gegn nýrri skáldsögu kem- ur að mínu viti lítið við tilteknum afleiðingum samfylkingarbaráttu gegn fasisma á fjórða áratugnum. Þetta andóf er mjög tengt við áhyggjur af íslenskri menningu og sjálfstæði - og þær áhyggjur spretta með fullkomlega sjál- fsögðum hætti af ameríkaníser- ingu og herstöðvajukki. (Sjálf „atómskáldin44 ortu einnig út frá þeim áhyggjum eins og sjálfsagt er, þótt Orn Ólafsson hafi til- hneigingu til að harma að þar með hafi módernistarnir tafist við „hefðbundin yrkisefni44!). í ann- an stað var vinstraandóf gegn ný- jungum tengt áhyggjum af því, að óbrúanleg gjá kynni að skapast milli almennings og skálda. f þriðja lagi var þessi andúð tengd frómri en þröngsýnni ósk um að skáld gerist leiðtogar fjöldans og hvetji hann til dáða. Og eins og fyrr var að vikið: nýjungamennirnir sjálfir vissu vel af öllum þessum áhyggjum og spurningum. Þeir vísuðu þeim ekki frá sér, en þeir áttu sín svör við þeim, sem voru - vegna öðru- vísi reynslu á ýmsum sviðum - önnur en þeir hefðbundnu og efa- gjörnu kunnu. Nýtt er nýtt er nýtt... Að lokum þetta. í erindi Arnar Ólafssonar og mörgum öðrum skrifum fer þó nokkuð fyrir þeirri einföldun, sem setur jafnaðarmerki á milli nýjunga og formbyltingar og þess sem gott er, en annað slíkt jafn- aðarmerki á milli hefðar og íhaldssemi og stöðnunar. Vitan- lega er það svo í reynd, að á hverjum tíma gerist margt í senn í bókmenntum, sem truflar slíkt skipurit. Álitleg nýjung getur til dæmis snúist í tuggu og klisju fyrr en varir - hvort sem um er að ræða eltingaleik súrrealista við veröld draumsins eða tilraun sovéskra höfunda til að búa til sögur þar sem Vinnan og Vélin kæmu í staðinn fyrir „hefðbund- na persónusköpun44 - svo að tvö gjörólík fyrirbæri millistríðsá- ranna séu nefnd. Hið nýja er svo óendanlega margrar ættar - það getur verið eins mikið landnám að leiða tiltekna manngerð inn í skáldsöguna og að reka allar manngerðir út úr henni. Og þeg- ar hið frjálsa ljóðform hefur lifað andmælalaust í þrjátíu ár, eignast • sín stórskáld og sína apaketti, sigrað í háska og koðnað niður í nýjum klisjum - þá getur það á tilteknu skeiði orðið öllu öðru nýrra og frumlegra að glotta við tönn rímandi. Það hefur verið sagt, að í listum liggi engin leið til baka, og má það vel vera rétt. En eins getur vel verið, að í listum liggi leið í hring - við komum aft- an að vinum og fjendum eftir drjúga ferð, en ekki í sama punkti og áður, því það fer ekki hjá því að margt gerist á ferlinu sjálfu. Trúðurinn mikli er látinn Coluche án gervis: „Til er fólk sem á börn af því það hefur ekki efni á að eignast hund..." Þekktasti trúður Frakklands, Michel Coluche, lést nýlega í umferðarslysi, aðeins41 árs að aldri. Hann var vanur að heilsa áhorfendum sínum með einhverri ósvífni á borð við „Sælir hálfvitar" og var manna snjallastur í „svörtu“ gamni um flestar heilagar kýr Frakklands - forsetaembætt- ið, trúarbrögðin, kynlífið og kynþáttafordómana. Það er að segja: hann skar við trog með grófu og sterku háði það sem eftir varaf heilögum kúm, á þeim sviðum sem upp voru talin. Einu sinni ætlaði hann að efna til mikillar skemmtunar fyrir sjálfan sig og aðra með því að bjóða sig fram til forseta árið 1981. Hann hafði fengið marga mæta menn til að mæla með sér, en féllst svo á að hætta við allt saman. Coluche kom fram í kvikmynd- um og sjónvarpi og hann bjó til feiknavinsæla plötu sem nefnist „Les lnderdits“ - það sem bann- að er. Hann var sonur húsamál- ara og byrjaði ungur að vinna við færiband í verksmiðju en strauk fljótt úr þeirri prísund. Hann gekk aldrei í skóla en lærði að leika með þeirri aðferð „að herma eftir einhverjum sem var allt öðruvísi en ég sjálfur44. Til dæmis fór hann einu sinni að sjá allar myndir Elizabeth Taylor, sem hann komst yfir, til að læra tækni hennar og „stæla44. Coluche var mikið á fartinni innan um fólk, hlustaði eftir orð- um sem hvunndagsmaðurinn franski lét falla um menn og mál- efni í almenningasfarartækjum og kaffihúsum og smíðaði úr heimsku samborgaranna og for- dómum grimmar háðssenur, sem hann flutti fólki í hefðbundnum búningi trúðsins - í röndóttum galla og með rautt nef. Hann var þekktur fyrir að smyrja þykkt á, hikaði ekki við að beita úrræðum „skítasögunnar44 í takmarkalausu virðingarleysi sínu fyrir stofnun- um og átrúnaði Frakklands. Með árunum varð þó sú persóna sem hann hafði skapað eins og „fág- aðri44 - beitti lævísari aðferðum í hinu mikla stríði við mannlega heimsku og dauða viðbragðanna. (áb tók saman)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.