Þjóðviljinn - 06.07.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Side 6
Jarðvegur mýranna í Stað- arsveit er mjög djúpur og hef- ur orðið til af jurtaleifum á löngum tíma eða frá lokum ís- aldar. í mýrum þessum hefur þrifist mjög sérkennilegt og fjölbreytilegt dýra og jurtalíf. Þar í sveit einsog annarsstað- ar á landinu hefur mikið af mýrlendi verið ræst fram og hefur það haft alvarlegar af- leiðingar á lífkeðju votlendis- ins. Leifur Þorláksson, einyrki á Hólkoti í Staðarsveit, hefur mikl- ar áhyggjur af þessari þróun og stendur vörð um votlendið í landi Hólkots. Við lindina byrjar gróðurtorfan „Lífkeðjan hefur verið slitin í sundur með þessum uppþurrkun- arskurðum. Með þeim hefur ver- ið skemmt meira en svo að bætt verði aftur með góðu móti. Við megum ekki gleyma því að vatnið er uppspretta lífsins og jarðveg- arins og það er við lækinn og lindina sem gróðurtorfan byrjar. f>ó ég sé orðinn gamall þá held ég áfram baráttunni fyrir votlendinu og það má segja að ég hafi unnið mína sigra á undanhaldinu einsog bretinn og byggt upp nýja og nýja vígstöð eftir því sem kraftar endast til,“ segir hann. í landi Hólkots er mýrarland Maðurinn er versta óværan á jörðinni og satt að segja skil ég ekkert í því hversvegna hann var staðsettur hér. Myndir Sáf. Vatnið er uppspretta Rœtt við Leif Þorláksson einyrkja á Hólakoti í Staðarsveit á Snœfellsnesi um 1 náttú ruverndo.fi. lífsins og er þar varpland fyrir margar tegundir vaðfugla. Fer mestur tíminn hjá Leifi í að halda við votlendinu og verja það ágangi skynlausra skepna. „Það er lítil skynsemi í því að láta skynlausar skepnur ráða því hvernig gróðurinn er nýttur. Það fer því mikill tími í að huga að girðingum og reka rollurnar af landinu.“ Leifur er ekki með neinar skepnur lengur, ekki einusinni kött, en nokkur hross una sér vel í túninu. „Þetta var nú hálfgerður kot- ungsbúskapur á mér, og ekki get ég sagt að ég sakni þess að vera ekki lengur með skepnuhald fyrst hrossin eru hér í túninu hjá mér, en hesturinn er eina skepnan sem ég hef haft virkilega ánægju af. Eg komst aldrei í neitt samband við sauðkindina, enda eru það leiðinlega lyntar og uppbyggðar skepnur, ef undan er skiíin hin frjálsa fjallafála, sem nú heyrir sögunni til.“ Þó Leifur geri lítið úr þeim bú- skap sem hann hafði var hann þó Þeir Leifur Þorláksson, Hólakoti, t.h. og Emanúel Guðmundsson, Ólafsvík, t.v., eru jafn gamlir og báðir fæddir á Búðum. Emanúel var í heimsókn hjá æsku félaga sínum þegar blaðamann bar að garði. með þokkalegasta bú, rúmar 100 ær, 10 hross og 4 kýr. Tók hann við búskap af foreldrum sínum en að Hólkoti flutti hann tveggja ára gamall frá Búðum, en þar fæddist hann. Snœfellsnesið versti skaginn ó landinu Snæfellsnesið er versti skaginn á landinu upp á veður að gera, hér er bæði úrkomusamt og áveð- urssamt en þrátt fyrir það hefur aldrei hvarflað að mér að yfirgefa nesið. Hólkot er landlítil jörð en grasspretta er góð hér. Fyrir daga skurðana var vatninu úr Bláfeld- ará veitt á túnin, en í því er mikill áburður enda var grasvöxtur í flóanum geysimikill. Það reyndist hinsvegar erfitt að vinna grasið þegar heyvinnuvélarnar komu og því var hætt að veita ánni yfir engin.“ Leifur sagði að farvegur árinn- ar hefði stíflast fyrir þrem árum og hún flætt yfir bakka sína og yfir túnin og enn þann dag í dag má sjá hvar hún flæddi yfir því liturinn á grasinu þar er mun grænni en annarsstaðar á túnun- um og jafnframt er sá hluti túns- ins algjörlega laus við sóeyjar. „Áburðurinn sem Bláfeldará færir árlega til sjávar er milljóna virði.“ Leifur hefur aldrei borið tilbú- inn áburð á túnin hjá sér og þakk- ar hann því að tún hafa aldrei kalið á Hólkoti. Fá bændur á nærliggjandi bæjum að nýta slægjuna í Hólkoti þegar þeir hafa orðið illa úti með túnin sín. Mikilmenni á alla kanta Það var Finnbogi G. Lárusson, útgerðarmaður, bóndi og versl- unareigandi á Búðum (1906- 1926), sem fyrstur manna gerði tilraun með áveitu í sveitinni. „Finnbogi var mikilmenni á alla kanta. Hann er mesti maður sem komið hefur í Staðarsveit og bændur hér í sveitinni lærðu meira af honum en dvöl sinni á búnaðarskólum. Finnbogi var stórhuga maður og allt sem hann tók sér fyrir hendur stórt í sniðun- um. Fyrsta fiskeldisstöðin Einsog háttar til á Búðum þá eru lítil tún þar en þrátt fyrir það var Finnbogi með stórbúskap á bænum. Þegar mest var þá bjóst hann við 1000 ám af fjalli og á sauðatímanum hafði hann um 100 sauði. Þá var hann með 12-20 kýr, sem var óvanalega margt á þeim tímum. Þar sem lítið var um slægjur á Búðum lét hann gera áveitu á Bakkaflóa og var þar fljótlega gott engjaland og á því byggðist þessi mikli fjárstofn hans. Fékk hann búfræðing, sem hafði lært hjá Torfa í Ólafsdal, til að gera teikningu að áveitunni og svo vel tókst til að auk þess sem áveitan skilaði þessum mikla heyfeng, þá varð hún mjög góð uppeldisstöð fyrir sjóbirting og fylltist ósinn af honum. Það má eiginlega segja að þarna sé komin fyrsta fiskeld- isstöð íslendinga. Var fiskurinn reyndar lítið nýttur, en Finnbogi hafði gaman af að renna fyrir si- lung í ánni. Finnbogi var langt á undan samtíð sinni á flestum sviðum og sem dæmi um það má geta þess að hann var friðunarmaður á nytjar lands, en slíkt var eins- dæmi á þessum tímum. Þó hann væri með svona margt fé þá lét hann það ekki valsa um í Búða- hrauni þó grasspretta sé mjög góð þar. Sleppti hann aldrei fénu í hraunið fyrr en eftir réttir á haustin og fram að því að það var tekið á hús. Þetta gerði hann til að vernda gróðurinn." Átt við yfirvöld Nú rúmlega hálfri öld seinna stendur Leifur í sömu baráttunni fyrir lífheiminum. Sagði hann að hann hefði farið til formanns Náttúruverndarráðs á Snæfells- nesi og beðið um að votlendið hjá Hólkoti yrði friðlýst. Þeir hjá Náttúruverndarráði vissu að sögn Leifs ekki hvernig þeir áttu að bregðast við, því þetta mun vera í fyrsta skipti sem landeigandi sæk- ir um friðlýsingu á eigin landi en yfirleitt hafa yfirvöld átt í stappi við landeigendur með að fá að friðlýsa landið. Friðlýsingin er því í biðstöðu núna. Leifur hefur einnig átt í stappi við Vegagerðina, því þeir stífluðu áveituskurð þar sem vatni var veitt yfir votlendið. Bjóst hann við að þeir hjá Vegagerðinni myndu kippa því í liðinn fljót- lega. Maðurinn versta óvœran „Maðurinn er mesta óværan á jörðinni og ef satt skal segja þá skil ég ekkert í því hvers vegna hann var staðsettur hér.“ Undirrituðum lék forvitni á að vita hver skoðun þessa manns, sem lifir í svo nánu sambandi við náttúruna, er á þeirri trú manna að sérstökum krafti stafi frá jökl- inum. „Ekki held ég það, í það minnsta hef ég ekki orðið var við hann, enda get ég varla talist op- inn fyrir slíkum kröftum, ég hef ekki einusinni orðið var við drauga eða huldufólk hvað þá kraft úr jöklinum.“ Leifur er hinsvegar staðráðinn í að fylgjast áfram með jörðinni sinni þegar hann er genginn á vit feðra sinna „og ætli ég muni ekki hnippa í þann sem tekur við af mér hér ef hann sýnir ekki náttúr- unni næga tillitssemi," sagði Leifur að lokum og glotti_Sáf 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.