Þjóðviljinn - 06.07.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Síða 8
H E L L A 1986 Reynir með Spóa og Svartni: Maður verður bara betri með aldrinum. Mynd Sig. Farið á kostum á fyrsta degi. Mynd Sig. Eg kann ekkert annað ReynirAðalsteinsson frá Sigmundarstöðum: Mennerualltafað lœra meira um reiðmennsku og rœkta betri hesta Mér sýnist svona í fljótu bragði að aðstaðan hér á Hellu sé sú besta sem boðið hefur verið upp á á þessum mótum, sagði Reynir Aðalsteinsson þegar Þjóðviljamaður hitti hann að máli á fyrsta degi landsmots. Reynir var þá nýkominn á mótið með fjölskylduna og nokkra Þjóðverja í för. Þau riðu frá Sigmundarstöðum í Borgar- firði og tók ferðin alls fimm daga. Það er óhætt að fullyrða að hann sé einhver snjallasti knapi sem nú stundar hestamennsku á íslandi, þeir eru fáir sem standast honum snúning. „Ég hef stundað þetta allt frá því ég var 16 ára gamall og kann auðvitað ekkert annað, svo það verður ekki aftur snúið með þetta héðan af. Svo verður maður bara betri með aldrinum, öðlast meiri reynslu og lærir meira og ég held að þetta sé eina íþróttin sem svona er í stakk búið með. Það er svolítil sárabót," sagði hann. Reynir stundar ásamt konu sinni eingöngu hrossabúskap á Sigmundarstöðum, er þar með um 60 hross. Auk þess ferðast hann um landið með reiðnám- skeið og leiðbeinir útlendingum. Þetta tíunda landsmót hesta- manna er það fimmta sem Reynir sækir og hann var spurður hvort framfarir væru sjáanlegar milli móta. „Jú, gæðin eru alltaf að aukast með árunum. Menn læra meira um reiðmennsku og rækta betri hesta. Þetta er heilmikill lærdóm- ur“. —gg Notum auðvitað tækifærið og förum á bak. Mynd Sig. Danmörk Sá íslenski er bestur DanirnirTorben, Niels og Gurli á landsmóti Ég hef aldrei komið til ís- fands áður, en það er alveg ör- uggt að ég kem aftur, sagði Gurli Meyer f samtali við blað- ið. Hún er á landsmótinu með Niels bróður sínum og vini þeirra Torben Lai. Öll eru þau dönsk og systkinin eru mikiir áhugamenn um íslenska he- stinn. En hvað með Torben, hefur hann ekki tekið sýkina? „Nei, ekki af alvöru, en hann hefur fengið að reyna þetta hjá okkur og haft gaman af. Okkar fjölskylda er hins vegar á kafi í þessu. Við búum rétt fyrir utan Árósa og þar er mikið um íslenska hesta. Þar er stórt hesta- mannafélag einungis fyrir þá sem eru með íslenska," sagði Niels. Þegar þau voru spurð hvers vegna þau hefðu svo mikinn áhuga á þeim íslenska, sögðu þau hann vera þann besta í heimi. „Hann er mjög góður til útreiða og skemmtunar. Við notum auðvitað tækifærið núna og för- um á bak.“ Þau Niels, Gurli og Torben eru þó ekki komin til íslands ein- göngu til þess að fara á landsmót. Þau stefna að því að fara hringinn og skoða landið. Niels er reyndar ekki ókunnugur á íslandi. Hann hefur verið um nokkurt skeið á Vorsabæ á Skeiðum við tamning- ar og verður fram á haustið,—gg Þýskaland Líst mjög vel á þetta Karolin, Ellen og Sandra: Hvergi eins margir góðir hestar samankomnir á einum stað og á landsmóti Við komum a landsmótið einfaldlega vegna þess að við eigum þess hvergi annars staðar kost að sjá jafn marga góða íslenska hesta og hesta- menn saman komna á einum stað, sögðu þær Karolin, Elien og Sandra þegar Þjóðviljinn forvitnaðist um þeirra hagi þar sem þær voru að fylgjast með þegar kynbótahross voru dæmd. Þær eru allar þýskar, Karolin og Sandra eru frá Baden Baden, en Ellen er frá Bonn. Á báðum þessum stöðum er mikið um ís- lenska hesta, en þó sérstaklega í nágrenni höfuðborgarinnar Bonn. „Ég kom til íslands bara til að komast á landsmótið, því mig langar að gera hestamennsku að atvinnu einhvern tíma seinna. Svo er líka gaman að sjá alla þessa hesta og skemmtilegt að vera innanum allt fólkið hérna,“ segir Sandra. Hún á eins og hinar íslenska hesta og hefur fengið mikla ást á þeim. „Ég held að fólk sé svo hrifið af íslenska hestinum fyrst og fremst vegna þess að hann hefur tvo ganga fram yfir aðra, tölt og skeið. Svo er það líka gott fyrir þá sem stunda þetta í frítíma sínum að sá íslenski er ódýr í rekstri. Hann er mjög harðger þannig að maður getur látið hann standa úti. Það er að vísu hægt með 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. júlf 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.