Þjóðviljinn - 06.07.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Síða 13
Eru þeir mesta ógnunin í varp- inu?“ „Já vargfugl - örn, hrafn og ekki síst svartbakurinn hafa gert gífurlegan óskunda á varpsvæð- um, en einnig tófa og minkur. Veiðistjóri á að sjá um að fram- fylgja lögum um eyðingu svart- baks en embættið er fjárvana og því erfitt um framkvæmd lag- anna. Bændur eiga að snúa sér til veiðistjóra eða sveitarstjórna sem ber skylda til að fylgja lögun- um eftir. Auk vargsins getur veður farið mjög illa með æðar- varpið og yfirleitt öll truflun. Pað sem skiptir mestu máli er kyrrð og ró, nærgætni og natni.“ „Nú þykir æðardúnn munaðar- vara í flestum löndum - hvernig eru söluhorfur í dag?“ „Markaðurinn er sveiflu- kenndur, en hann var í toppi í fyrra og mér sýnist árið í ár ætla að verða gott líka. Verðið var mjög gott í fyrra, eða allt að 18 þúsund krónur fyrir kílóið. Dúnn úr 50-60 hreiðrum fer í sængina, eða um 1 kíló af hreinsuðum dún. Við flytjum aðallega út til V- Þýskalands en einnig hafa Japan- ir sýnt áhuga og meira að segja hefur verið sendur íslenskur dúnn til Taiwan (Formósu). Það er mikið atriði að halda gæðunum stöðugum. Héðan á enginn dúnn að fara nema fyrsta flokks og all- an dún á að gæðameta. Pegar gerviefnin fóru að ryðja sér til rúms og mikið framboð var á sængum með ýmsum gervifyl- lingum vorum við hrædd um að dúnninn yrði undir, en hann hef- ur haldið velli, enda ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann. ís- lenski æðardúnninn þykir ein- hver sá albesti í heiminum og það má ekkert verða til að draga úr gæðunum. Á seinni árum hafa menn kom- ið fram með ýmsar nýjungar til að bæta varpskilyrði með skýlum eða skjólum, en Árni Snæbjörns- son æðarræktarráðunautur Bún- aðarfélagsins hefur unnið gagnmerkt starf við að aðstoða varpbændur á þessu sviði. Þá má ekki gleyma Baldvin Jónssyni í Sylgju, sem var merkur hugvits- maður og fann upp dúnhreinsi- vél, sem hefur reynst mjög vel og margir bændur hafa heima hjá sér.“ „Hvaða svæþi landsins er mesta varpsvæði æðarfuglsins?“ „Það má segja að hann verpi allt í kringum landið, nema sára- lítið við suðurströndina. í öllum landshlutum nema á Suðurlandi eru æðarræktunardeildir, eða samtals 10 deildir. Breiðafjarðar- svæðið er þó helsta varpsvæðið nú sem fyrr. í dag eru um 400 varpjarðir á öllu landinu og fer þeim fjölgandi?" „Er eftirspurn eftir íslenskum æðardún fullnægt?“ „Nei, ég tel að það sé markað- ur fyrir mun meira en við seljum í dag. Ráðamenn virðast líta á æð- arrækt sem einkamál bænda, en þetta er þjóðhagslegt atriði og fáar búgreinar sem kosta eins litla fjárfestingu og röskun á um- hverfi. Það eina sem æðarfuglinn krefst er friður. Menn eru stöðugt að barma sér - harma- grátur þeirra sem stunda hefð- bundnar búgreina rættu að sýna mönnum fram á nauðsyn þess að efla framtíðargreinar eins og dúntekjuna. En það er stundum eins og menn sjái lítið út yfir loð- dýr og fiskeldi,“ sagði Sigurlaug að lokum. þs Sumarferðalag Verkakvennafélagsins Framsóknar 7.-10. ágúst n.k. um Vestfirði. Upplýsingar á skrifstofu í símum 688930 og 688931. Tilkynnið þátttöku fljótt. Mikil eftirspurn. Ferðanefnd. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli óskar eftir tilboðum í lokað sjónvarpskerfi fyrir nýju flugstöðina í Keflavík og nefnist verkið FLUGSTÖÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI LOKAÐ SJÓNVARPSKERFI FK- 17 Verkið nær til: a) Lokaðs sjónvarpskerfis b) Hönnunar og smíði, uppsetningar, prófunar og viðhalds í flugstöðvarbyggingunni í sam- ræmi við útboðsgögn. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf., Ár- múla 42, Reykjavík, gegn 10.000.- króna skila- tryggingu frá og með miðvikudeginum 2. júlí 1986. Tilboðum skal skila til: Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúlagötu 63 105 Reykjavík eigi síðar en 22. ágúst 1986, kl. 16.00. Reykjavík 24. júní 1986 Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli <n^ Havre-Fras 375 g ÍTTf Lingonberry sulta vSpí? 450 8 , OD Cranberry sulta RUSSNESK 450 g 1M5I ||Súkkulaðikex 3oog Vanillukex 3oog /^^Mintellikex 150 g ^^Hazelnutkex 125 g AA íva þvottaduft 2,3kg | Þvol þvottalögur a,5i I FRIGG Dún mýkingarefni 2,01 í Lesið _ & 19 lúni í sumarfríinu Meðal efnis: Eru karlar líka menn? Kvenfrelsast karlar? - Hvernig eru mjúkir karlmenn? Eg ætla sko að lesa um þetta allt í 19. júní - sérstaklega þessa mjúku! Tiifinningalíf karla? umhum. Lesið 19. júní og fræðist um sálarlíf karla. Hefur kynhlutverk breyst? Hvað segja þeir um jafnréttið? Ævar Kjartansson, Þórarinn Eldjárn og Heiðar Jónsson velta upp ýmsum hliðum í 19. júní. Kvenréttindafélag íslands Sunnudagur 6. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.