Þjóðviljinn - 06.07.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Síða 16
Starfsfólk óskast til starfa í kjötiðnaðarstöð. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra. Kjötiðnaðarstöð Sambandsins Kirkjnsandi sími: 686366 Psoriasis sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasís-sjúklínga 20. ágúst nk. til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöð- ina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umóknir verða að berast fyrir 1. ágúst. Þeir sem sótt hafa um fyrr á árinu þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Tryggingastofnun ríkisins %'/m ‘é*jm Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð- um í Snæfellsnesveg í Helgafells- sveit. (Lengd 10,5 km, fylling og burðarlag 150.000 m3) Verki skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. júlí 1986. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. júlí 1986. Vegamáiastjóri M Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingardeildar, óskar eftirtilboðum í endurnýj- un á loftræstikerfi í Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur Barónsstíg 47. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. . Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 16. júlí nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sirni 25800 Útboð Tilboð óskast í gerð sökkla fyrir 2. áfanga Hjalla- skóla í Kópavogi. Verkið er gröftur og uppsteypa sökkulveggja. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópa- vogs, Fannborg 2, 3. hæð, gegn 3000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skila miðvikudaginn 16. júlí 1986, kl. 11 á sama stað og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur Kópavogs Auglýsið í Þjóðviljanum Menningu þessara indíána er ógnað af iðnaði og trúarbrögðum hvíta mannsins Indíánar Fórnað ó altari iðnaðarins Stœrstu nauðungarflutningar þessarar aldar í Bandaríkjunum eru fyrirhugaðir í sumar. í sumar er ætlunin að flytja 11 þúsund Navajoindíánaog nokkur hundruð Hopi indíána nauðungarflutningum af verndarsvæði þeirra, Stóra fjalli, í norður Arisóna. Frest- urinn fyrir indíánana til að yfir- gefa svæðið sjálfviljugir renn- ur út 7. júlí. Hafi þeir ekki tekið pjönkur sínar og farið burt þá hafa yfirvöld leyfi til að flytja þáburtmeð valdi. Ofurkapp yfirvalda á að flytja indíánaþjóðflokkana burt af þessu svæði tengist því að í Stóra fjalli, sem er heilagt fjalla Navajo indíána, eru miklar kola-, úran- og platínunámur. Allt frá upphafi sjöunda áratugarins hefur verið mikil námuvinnsla í nágrenni verndarsvæðisins og jafnvel innan þess. Þarna er nú stærsta úranframleiðsla heimsins og er þessi verðmæti málmur unninn úr 40 námum á svæðinu. Er ætlunin að sjöfalda úranframleiðsluna á svæðinu fram til aldamóta. Krabbamein sexfaldast Yfirvöld láta þó í veðri vaka að önnur ástæða sé fyrir flutningun- um, eða landamæradeilur indíán- aþjóðflokkanna. En þjóðflokk- arnir neita því að hafa nokkurn tíma deilt sína á milli, hvorki um land né annað og svöruðu með því að efna til vinamóta og stuðn- ingsyfirlýsingum sín á milli. Segja þeir að þessar sögur um landa- mæradeilur séu lygisögur sprottnar frá stóriðjujöfrum. Vegna úranvinnslunnar á svæðinu er dauði af völdum krabbameins fimm til sex sinnum algengari en annars staðar í Bandaríkjunum og í úrannám- unni í Rauðakletti er búist við að 70 af hverjum eitt hundrað námu- verkamönnum látist af völdum krabbameins. Þá hefur fæðing vanskapaðra barna aukist mjög á undanförnum áratugum á vern- darsvæðinu. Vísindaakademían í Banda- ríkjunum hefur lýst því yfir að líf á þessu svæði geti aldrei orðið eðlilegt aftur. Segja talsmenn hennar að svæðinu hafi verið fórnað á altari iðnaðarins. Menning í hœttu Þessi fórn á eftir að hafa alvar- legar afleiðingar fyrir þá fornu menningu, sem hefur varðveist meðal þessara indíánaþjóð- flokka, því það er álit manna að Navajo og Hopí indíánar hafi varðveitt menningu sína betur en aðrir þjóðflokkar frumbyggja Ameríku. Þrátt fyrir að landið sé hrjóstrugt hefur þeim tekist að vera að mestu leyti sjálfbjarga með jarðrækt sinni og kvikfjár- rækt. Nú er ætlunin að flytja þetta fólk sem hefur lifað af landinu í steinkumbalda í nágrannabæjum verndarsvæðisins, en hvítir íbúar þessara bæja eru þekktir fyrir fjandskap sinn við indíána. Jesús í Ameríku Indíánum stendur ógn af fleiru en fégræðgi iðnjöfra því trúar- flokkur Mormóna álítur það sér- staka köllun sína að kristna þessa „heiðingja“. Halda Mormónar því fram að Jesús hafi skroppið til Ameríku eftir að hann reis upp og stofnað kirkjudeild þar. Kirkjudeild þessi sundraðist eftir að Jesús yfirgaf heimsálfuna og voru þeir sem klufu sig úr henni merktir með því að húð þeirra varð dekkri en hinna, en þeir rétttrúuðu héldu sínu föla litar- rafti. Mormónar telja það hlut- verk sitt að frelsa þessa villtu bræður trúarinnar frá eilífri glötun. Nota Mormónar öll tiltæk ráð til að snúa þeim til rétttrúnaðar. Eru börn fátækra indíánafjöl- skyldna ættleidd af Mormónum og þeim kennt að afneita upp- runa sínum. Þá eru unglingar tældir burt frá þjóðflokki sínum með peningagjöfum og heillandi tilboðum um gnægtalíf í heimi nútímatækni. Mormónakirkjan vex mjög ört um þessar mundir og er nú meðal 100 stærstu fyrirtækja í Banda- ríkjunum og hafa yfirvöld ekki séð neina ástæðu til að hafa af- skipti af frelsunarstarfi þeirra. Barátta indíánana í dag hefur verið lítt áberandi í fjölmiðlum þar til alveg nú upp á síðkastið. Hafa ýmis samtök og hreyfingar í Bandaríkjunum nú tekið upp baráttuna fyrir rétti indíánanna til að dvelja á eigin landi, en hvort sú barátta á eftir að koma í veg fyrir stærstu nauðungarflutn- inga á þessari öld í Bandaríkjun- um getur tíminn einn leitt í ljós. —Sáf/Ny tid 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.