Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.07.1986, Blaðsíða 19
Guð veri með þér. Gamlar, góðar, guðræknar konur segja þetta stundum við mig að skiln- aði. Petta eru falleg orð. Mér hlýn- ar alltaf um hjartarætur, þegar ég heyri þau, og ég held að þau hafi hrinið á mér, þrátt fyrir allt. Það er annars undarlegt með guð. Því verr sem mér og mönn- unum hefur gengið að skilja hverjir aðra, því betur höfum við skilið hvor annan, ég og guð. Þetta er ekki trú í þeirri merk- ingu, sem lærðir menn leggja í það hugtak. Ýms fræðileg trúar- hugtök, eins og t.d. synd, bæn og náð, eru mér algerlega óskiljan- leg fyrirbæri. Ég held, að það sé ekki eins mikill vandi að um- gangast guð og lærðir menn vilja vera láta. Þessir menn sem alltaf eru að reka hnýflana í þá, sem ekki vilja láta að stjórn guðs, og alltaf eru að stagast á trúleysi, efnishyggju og öðrum ódygðum, sem þeir telja að standi guðsríki fyrir þrifum. Ég held, að guð komi til mannanna, þegar þeir þurfa á aðstoð hans að halda, og sé ekki að erfa það við þá, þótt þeir hafi einhverntíma brugðið á leik eða hlaupið út undan sér á skeiðvelli lífsins. Og allir þurfa einhvemtíma á hans aðstoð að halda á sinni lífsferð. Ég er ekki heldur í hópi þeirra manna, sem eiga guð, lflct og menn eiga skatt- og útsvarsfrjálsa innistæðu í banka eða vísitölu- tryggð verðbréf. Við, ég og guð, emm aðeins tveir einstaklingar, sem höfum hitzt á förnum vegi, og það hefur orðið að þegjandi samkomulagi okkar á milli að við reyndum að fylgjast að. Við vitum, aðvið höf- um báðir hag af samfylgdinni. Ég veit, að ég get ekki komizt af án þessarar samfylgdar, og guð veit, að hann hefur ánægju af því að gera mér þennan greiða. Það hefur ekki þurft að skipu- leggja þetta á nokkurn hátt eða gera um það sérstaka samninga. Þetta hefur komið allt eins og af sjálfu sér. Það var eitt kveld. Ég lá vakandi í rúmi mínu og reykti pípu mína. Þá þótti mér sem ég hefði verið og væri á tveggja manna fari með guði ró- andi yfir eitt mikið haf. Ég sat á hálsþóftunni og reri á bakborða, en guð sat miðskips og reri á stjórn. Það sem guð var miklu betri ræðari en ég, hafði hann horfu- ráðin. Hann gætti þess að halda stefnunni, en gerði aldrei tilraun til að snúa á mig. Hinsvegar kom það stundum fyrir, þegar gott var í sjóinn og ég var vel fyrir kallað- ur, að ég þóttist vera mikill ræð- ari og reyndi að snúa á guð. En guð brosti í kampinn og lofaði mér að snúa á sig. En þegar hon- um fannst sem nóg væri að gert og ekki mætti bera meira af réttri leið, leit hann til mín og sagði: Sparaðu kraftana, drengur. Við eigum langt eftir enn. Svo spyrnti hann öðrum fæti í skutþóftuna, tók dálítið dýpra í árinni og kippti bátnum í rétt horf með örfáum áratogum. En það var ekki alltaf gott í sjóinn. Stundum var að vísu lens. Þá var róðurinn léttur. Við bárum Skúli Guðjónsson Tveirá báti Kafli úr bókinni „Bréf úr myrkri“ árarnar ótt og títt, en tókum létt á þeim, og guð stakk stundum við til að rétta bátinn af, ef honum ætlaði að slá flötum. En oft höfum við fengið barn- ing. Vindurinn hefur staðið beint á hnýfil, og okkur hefur ekkert miðað áfram, og ég hef róið rétt eins og ég ætti lífið að leysa. En þegar mér hefur fundizt sem ég væri að gefast upp, hefur guð litið til mín og sagt: Þessi þota er nú að líða hjá. O, þetta var svo sem ekkert, segi ég þegar þotan er liðin hjá, því ég vil ekki láta guð verða þess varan, að ég hafi verið að því kominn að gefast upp. En stundum getur líka legið við á stjórn, því vindarnir blása af öllum áttum á þessu hafi. Þá reynist mér róðurinn léttur, en guð verður að spyma í skutþóft- una og taka djúpt í árinni til þess að halda í horfinu, en ég aflýist á meðan og óska með sjálfum mér, að það liggi alltaf við á stjórn. Én það liggur ekki alltaf við á stjórn. Það kemur ekki sjaldan fyrir að það liggi við á bak, og þá fer gamanið fyrst að grána fyrir mér. Ég ræ og ræ af öllum lífs og sálar kröftum, spyrni fæti í mið- þóftuna og það bogar af mér svit- inn. Særokið drífur yfir mig og seytlar ofan í hálsmálið og Skúli Guðjónsson frá Ljótunnarstöð- um. blandast svitanum og mig svíður í allan skrokkinn. En guð getur farið sér hægt, hann dýfir aðeins blaðinu í sjóinn, ósköp letilega að því er mér finnst, og stundum stingur hann við þegar mig skortir afl til að halda bátnum í horfinu. Ég fer að hugsa ljótt um guð, að það sé ekkert réttlæti í því að láta mig hamast svona miklu meira en ég hef afl til, en hann situr þar á sinni þóftu sama sem aðgerðalaus. Og ég afræð með sjálfum mér, að ég skuli leggja árar í bát, þetta sé hvort sem er allt vonlaust. En þá lítur guð til mín og segir: Láttu líða úr lófum, væni minn, meðan hrinan líður hjá, ég skal damla fyrir þig á meðan. Og svo tekur guð við árinni minni og damlar á tvær árar með- an hrinan líður hjá. En ég nudda hendurnar, sem orðnar eru dofn- ar af því að halda um hlumminn. Og þegar hrinan er liðin hjá, réttir guð mér árina og segir: Reyndu nú að damla dálítið, drengur minn, þetta smástyttist. En ég tek við árinni, aflúinn og staðráðinn í því að gefast aldrei upp. Og þannig hefur þetta gengið og þannig mun þetta ganga. Það verður gott í sjóinn, og ég reyni að snúa á guð. Það kemur lens og róðurinn verður léttur, það kemur mótbyr og róðurinn þyngist. Það liggur við á stjórn og róðurinn verður aftur léttur, og það liggur við á bak og róðurinn verður óbærilega þungur, og þeg- ar ég kemst í þrot, tekur guð við árinni minni og damlar á tvær árar meðan hrinan líður hjá. Og þegar hrinunni slotar, tek ég aft- ur við árinni, ákveðinn í að duga, hvað sem á dynur. Og þannig mun þetta allt end- urtaka sig, þar til dagur er að kvöldi kominn, og við lendum bátnum við ókunna strönd. Við stígum á land, brýnum bátnum, rekum undir hann skorður og festum fram af hon- um. Síðan köstum við af okkur sjóklæðunum og göngum til bæjar. María mey rennir upp á könnu- na og ber okkur brennheitt lút- sterkt baunakaffi með hnaus- þykkum rjóma og sykruðum pönnukökum. Og við drekkum kaffið og borðum pönnukökurnar, sitjandi í hægindum himnaríkis og njót- um þess að þreytan líði úr limum okkar. Og þegar við höfum drukkið kaffið, tekur guð upp tóbaks- punginn sinn, réttir mér hann yfir borðið og segir: „Fáðu þér í pípu, drengur.“ Ég opna punginn og sé, mér til óumræðilegrar gleði, að þetta er Edgeworth, uppáhaldstóbakið mitt. Og meðan ég er að troða í píp- una mína, lítur guð á mig, brosir í kampinn og segir glaðklakka- lega, næstum hróðugur: „Jæja drengur, aldrei fór það þó svo, að við næðum ekki landi.“ LAN DS BAN KASÝ NING IQOÁRA AFMÆLl LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU 28.JÚNÍ—20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU fí ]| tilefni 100 ára afmælis Landsbankans og | íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp L vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kaikofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá iandnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn I framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig penlngaseðill verður til. r; 7 8081181 ^ FIMM v! KHÓNUR .... . í&Sr - !^A7SU8U81 sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningarog frímerki, þarer vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega i fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala er á sýningunni og leiksvæói fyrir börn. ýningin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna 1100 ár ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.