Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR TORGHE) Eru bílasímar ráðherranna bil- aðir? því að fjöldi bænda, einkum á Suður- og Vesturlandi, hefur þegar náð fullvirðisréttinum. Fullvirðistalan fyrir kindakjöt er á næsta tímabili 11.800 tonn, í stað 12.150 tonna nú. Kjötfram- leiðslan virðist ekki munu fara langt frammúr fullvirðistölunni nú, en í reglugerðinni eru í fyrsta sinn settar svæðareglur um kind- akjötsframleiðslu. Skipting þessara kvóta er tvenns konar, milli héraða, eða búmarkssvæða, og milli bænda innan svæðanna. í nýju reglu- gerðinni er ekki gert ráð fyrir neinum meginbreytingum við skiptingarreglur rnilli kúabænda. f fyrra var miðað við meðalfram- leiðslu áranna þriggja þar á undan, og var sú skipan gagnrýnd mjög, meðal annars vegna þess að tíð var nokkuð afbrigðileg á Fangahjálp Vernd biður borg- arráð um tvær miljónir til að borga afhúsinu við Laugateig. Samskipti við íbúa hverfisins góð Félagasamtökin Vernd hafa nú sótt um fjárstyrk að upphæð tvær miljónir til borgarráðs. Að sögn Ottós Arnar Péturssonar stjórnar- manns í Vernd er ástæða um- sóknarinnar sú að erfiðlega gengur að standa í skilum með afborganir af húseigninni við Laugateig 19, en samtökin reka þar heimili fyrir fyrrverandi fanga. „Happdrættið sem við efndum til gekk ekki nógu vel og þó að skjólstæðingar okkar greiði fyrir mat og húsaskjól þá dugir það auðvitað ekki tii þess að ná endum saman,“ sagði Ottó Örn í samtali við blaðið. Aðspurður sagði hann að samskipti við íbúa hverfisins gengju vel og engar kvartanir hefðu borist. „Fólk hef- ur aftur á móti hringt til okkar og beðist afsökunar á þessum undir- skriftalista sem var gerður og sagst hafa verið platað til að skrifa undir. Aðeins ein kona hefur kvartað undan því að ekki sé nógu vel dregið frá gluggunum í húsinu, en fólk verður að skilja að heimilísmenn eiga fullan rétt á því að vera í friði með sitt einkalíf einsog aðrir.“ Afgreiðslu á umsókn Verndar var frestað á fundi borgarráðs þann 15. þessa mánaðar og ekki er ljóst hvenær hún verður af- greidd. -vd. Heyskapartíö með besta móti um allt land og allir drifnir útá tún sem vettlingi geta valdið, leið um Húnavatnssýslu. - og jafnvel þeir sem ekki geta það. Myndina tók EÓI á Hvalafriðun Tvískinnungsháttur hjá Könum Úlfur Árnason dósent: Ber fulla virðingu fyrir sjónarmiðum Grœnfriðunga enþeir verða að varast að gera allt í auglýsingaskyni. Hvalastofninn hér við land í vexti Bandaríkjamenn og Grænfirð- ungar beina nú spjótum sín- um mjög að okkur Islendingum vegna hvalveiðanna hér við land. Þjóðviljinn leitaði álits Úlfs Árna- sonar dósents í ertðafræði, sem rannsakað hefur hvalastofninn hér við land í 20 ár, á framkomu Bandaríkjamanna í okkar garð og starfsemi Grænfriðunga í hvalfriðunarmálinu. „Ég ber fulla virðingu fyrir sjónarmiðum Grænfriðunga og það liggur í augum uppi að hvölum mun fjölga verði þeir al- friðaðir. En það gæti líka orðið um offjölgun að ræða, þar sem hvalveiðistöðvar og hvalfangarar myndu grotna niður og hæpið að menn stæðu í að byggja það allt upp frá grunni eftir mörg ár. Ég fullyrði einnig að hvalveiðarnar hér við land eru það mikið tak- markaðar að hvalastofnarnir eru í vexti. Þá þykir mér gæta tvískinn- ungsháttar hjá Bandaríkjamönn- um í þessu máli. Þeir lögðu til á ráðstefnu 1972 að banna hval- veiðar í nytjaskyni, en sjálfir drápu þeir þá á milli 400-500 þús- und höfrunga árlega við túnfisk- veiðarnar. Þeir nytjuðu ekki hva- lina en hentu þeim í sjóinn dauðum. Og þetta gera þeir enn. Japanir hirtu aftur á móti höfr- ungana við sínar túnfiskveiðar og þá kölluðu Bandaríkjamenn það hvalveiðar. Tvískinnungsháttur Grænfrið- unga kemur líka víða fram. Nefna má sem dæmi að þjóðirnar við Eystrasalt hrópa á hvalveiði- bann og selveiðibann. Á sama tíma hrynur selastofninn í Eystrasalti niður vegna mengun- ar. Um síðustu aldamót voru 50.000 selir í Eystrasalti, nú er talið að þeir séu um 1500 og þar af aðeins 150 heilbrigð dýr. Við þessu segja Grænfriðungar ekk- ert,“, sagði Úlfur að lokum. S.dór 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júlí 1986 Lagmeti Flutt út fyrir hálfan milljarð Stœkkun stendur fyrir dyrum hjá K. Jónssyni, Norðurstjörnunni og Artek. Sigló-verksmiðjan hefur verið endurbyggð. Sölustofnun lag- metis flutti út fyrir hálfan miljarð í fyrra til 22ja landa vörur út undir nafninu Iceland Greinilegt er að mikill vaxtar- broddur er nú í lagmetisiðn- aði hér á landi. Sölustofnun lag- metis flutti út í fyrra fyrir rúm- lega 500 miljónir kr. til 22ja landa og eru nú ýmsar nýjungar á döf- inni. Theódór Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að nú væri verið að stækka nokkrar niðurlagningar- verksmiðjur, svo sem K. Jónsson á Akureyri, Norðurstjörnuna í Hafnarfirði og Artek á Akranesi. Þá hefur Sigló-verksmiðjan verið endurbyggð frá grunni. Theódór sagði vissulega vera vaxtarbrodd í þessari atvinnu- grein, en hann benti á að miklar sveiflur væru í niðurlagningunni. Því segði það ef til vill ekki alla söguna, þótt nú væri umtalsverð söluaukning og síðan væri það alltaf spurningin um verð og hagnað. En eins og er má kalla ástandið í þessari grein gott. Sölustofnun lagmetis flytur Waters og selur sem fyrr segir til 22ja landa. Af því fer um 55% til V-Evrópulanda, 18% til A- Evrópulanda, 20% til Bandaríkj- anna og Kanada en afgangurinn til Asíu. Þá er allmikið magn pakkað fyrir King Oscar keðjuna, sem selur vöruna undir sínu nafni en pökkunarmerki er frá íslandi. Þá er einnig pakkað hér fyrir Viking Delight og Crown Prince fyrir- tækin. -S.dór Kjöt og mjólk Miljón Irtnim minna Ireglugerð um mjólk og kinda- kjöt sem landbúnaðarráðherra undirritaði á þriðjudag er stefnt að því að mjólkurframleiðsla dragist saman um milljón lítra á næsta verðlagsári frá viðmiðun þessa árs, og kindakjötsfram- leiðsla um 350 tonn. Bændum er á næsta verðlags- ári, frá 1. september, tryggt fullvirði fyrir 106 miljónir lítra af mjólk, en talan fyrir þetta ár er 107 miljónir, og reyndar ljóst að framleiðslan verður mun meiri viðmiðunarárunum. Þessari við- miðun er haldið með nýju reglun- um, en þó miðað við fullvirðissréttinn ’85-6 og þannig reiknað með þeim lagfæringum sem í gagn hafa komist nú á ár- inu. Svæðaskipting kjötframl- eiðslunnar er miðuð við það tveggja síðustu verðlagsára sem betra hefur reynst, og skorið jafnt niður á svæðunum. Fari fra- mleiðslan frammúr settu marki um fullvirðisrétt er gripið til sérs- takra skerðingarákvæða um nvert bú, og miðað við búmark, svipað og verið hefur. Þéttbýlis- bændur búa þó við þrengri kost en áður. Þá er búnaðarsambönd- unum heimilt að gefa undanþág- ur frá skerðingarákvæðum og er þar rætt um minnstu búin, frum- býlinga, félagsbú, þá sem hafa verið að stækka við sig og þá sem eru að rétta við eftir áföll. Búmarkssvæðin eru nú 26, og hefur fjölgað um eitt. Austfirðir voru áður eitt svæði en hefur nú verið skipt í fjögur, en Gullbringu- og Kjósarsýslum hinsvegar slegið saman, og vest- ari hluti Suður-Þingeyjarsýslu, sem áður var sjálfstætt svæði, sameinað Eyjafjarðarsýslu. Eitt nýmæla f reglugerðinni er að gert er ráð fyrir að búnaðars- amböndin geti fært búmark sem ekki er nýtt milli búa og svæða. Vemd í vanda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.