Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Gunnólfsvíkurfjall Lögbrot hjá hemum? Vegaframkvœmdum áfjallinu að Ijúka án þess að umsögn Skipulags- stjórnar liggi fyrir. Sigurður Thoroddsen: Vega- og byggingafram- kvœmdir verða lagðar fyrir skipulagsstjórn í einum pakka Skipulag framkvæmda hersins á Gunnólfsvíkurfjalli hefur ekki verið lagt til umsagnar hjá Skipulagsstjórn ríkisins en sam- kvæmt Skipulagslögunum getur hreppsnefnd ekki endanlega sam- þykkt skipulag og framkvæmdir hafist fyrr en umsögn Skipulags- stjórnar liggur fyrir. Aðspurður hvort vegafram- kvæmdir hersins á fjallinu teldust því ekki ólöglegar sagði Sigurður Thoroddsen hjá Skipulagsstjórn ríkisins að fyrirhugað hefði verið að leggja vegaframkvæmdirnar og byggingaframkvæmdirnar á fjallinu fyrir Skipulagsstjórn í einum pakka og að það verði væntanlega gert einhvern tímann á næstunni. Hvort ekki væri óeðlilegt að leggja skipulagið fyrir stjórnina svo löngu eftir að framkvæmdir væru farnar af stað, svaraði Sígurður að í lögunum væri eingöngu talað um mannvirki og að það væru ekki allir sammála um að undir það hugtak féllu vegaframkvæmdir. „Er svo ekki líka ágætt að fá veg upp á þetta fjall? Ég skil ekki af hverj u þið eruð að elta ólar við það,“ sagði Sigurður að lokum. —K.Ól. BSRB Verið á verði „Ríkisvaldið gerir nú tilraunir til að skerða eða afnema samn- ingsrétt þeirra sem starfa að öryggis- og heilbrigðismálum,“ segir í ályktun frá stjórn BSRB. Par er því „að gefnum tilefn- um“ beint til félagsmanna „að vera vel á verði“ gegn skerðingu réttinda og vakin sérstök athygli á að framundan sé „hörð varnar- barátta gegn skerðingu lífeyris- réttinda opinberra starfsmanna" í kjölfar samninga VSÍ og ASÍ í vetur. „Ef ríkisvaldinu tekst að rjúfa samstöðu opinberra starfsmanna í varðstöðu um áunnin réttindi er hætta á ferðum, sem öllum opin- berum starfsmönnum ber að snú- ast gegn.“ ABR Sumarfeið um Suðumes Fœrustu leiðsögu- menn í för. Skráning hafin Það bíða margir eftir að frétta af ferð ABR, og nú erum við sem- sagt búin að fastsetja hana laugardaginn 16. ágúst, sagði for- maður ABR, Guðni Jóhannesson við Þjóðviljann í gær. „Við ætlum að halda á Reykjanes. Það verður lagt af stað í langferðabílum klukkan níu um morguninn, og farið fyrst suður í Svartsengi. Þar er fyrir- hugað að skoða orkuver og hita- veituframkvæmdir undir leið- sögn kunnugra, þó ekki sé að vísu ennþá búið að fá tilskilin leyfi. Á sjálfu Svartsenginu verður líka vönduð dagskrá sem er í undir- búningi, og flutt ávörp.“ „Þessu næst munum við halda sem leið liggur suður um Grinda- vík, koma við í Ögmundarhrauni og Krísuvík. Svo verður ekið um Krísuvíkurleið, beygt inn til Blá- fjaila og áð þar. Þar vonumst við til að koma fólki upp á fjall í stól- lyftunum, sem annars eru notað- ar af skíðafólki, þannig að þeir sem vilja geta með því móti notið stórkostlegs útsýnis. Um kvöldið verður svo haldið aftur til Reykjavíkur.“ Guðni sagði að samkvæmt venju yrðu bestu leiðsögumenn landsins með í för til að fræða ferðamenn um staðhætti og sögu. Hann sagði að ferðin yrði betur auglýst og skýrð í Þjóðviljanum síðar, en hvatti menn til að skrá sig þegar í stað til farar. -ÖS Útivist Suðvestur- sérkort Frá Landmælingunum er nú komið nýtt sérkort af suðvestur- hluta landsins, og virðist vandað til altra verka. Á kortinu eru öll helstu útivist- arsvæði í nágrenni höfuðborgar- svæðisins, Reykjanesfólkvangur, Bláfjöll og Þingvellir meðal ann- ars. Kortið er í kvarðanum 1:100.000 einsog fleiri sérkort Landmælinganna, til dæmis gönguleiðin Landmannaleiðir - Þórsmörk - Fimmvörðuháls, Hornstrandir o.fl. Kortið fæst bæði flatt og brot- ið, meðal annars í kortaverslun Landmælinganna, Laugavegi 178. Hluti af börnunum á barnaheimilinu Ós, fyrir framan nýja húsnæðið að Bergþórugötu 20. Aftari röð frá vinstri: Vala, Freyr, Steinn og Orri. Fremri röð: Geir Matti, Arnar, Bjartur, Elín, Þórkatla og Kári. Ljósm.Sig. Bergþórugata Bámjámshúsið fyrir bömin Barnaheimilið Ós var á götunni. Fékk Bergþórugötu 20 lánað í 5 ár. Hœtt í bili við að rífa húsið Borgarráð hefur samþykkt að lána barnaheimilinu Ósi báru- járnshúsið við Bergþórugötu 20 til 5 ára. Barnaheimilið þarf ekki að borga leigu en þarf að greiða öll opinber gjöld af húsinu og við- gerðir og breytingar á húsnæð- inu. Barnaheimilið er nú við Bergstaðastræti en hefur verið sagt upp því húsnæði. Á Ósi eru nú 19 börn og margir á biðlista en ekki verður hægt að fjölga börnum þegar Ós flytur, því nýja húsnæðið er heldur minna. Margt á eftir að gera á nýja staðnum. M.a. á eftir að laga alla lóðina og stækka eldhúsið og baðherbergi. Vonast er til að all- ar breytingar verði búnar 1. okt. því þá á Ós að vera búið að rýma húsið á Bergstaðastræti. Að- spurðar sögðu fóstrurnar á Ósi að þær væru mjög fegnar að fá þetta húsnæði. „Það er númer eitt að missa ekki vinnuna." 4 fóstrur eru á Ósi í 3 og 1/2 stöðu. Fyrirhugað var að rífa Berg- þórugötu 20, en vegna þess að húsið hefur mikið sögulegt gildi, var reist 1920 og er eitt af fyrstu verkamannabústöðunum, var hætt við það, að minnsta kosti í bili. SA. Tillögur iðnaðarráðherra Urslitaáhrif til útlendinga FramkvœmdastjórnAlþýðubandalagsins mótmælir harðlega frum- varpi iðnaðarráðherra sem kynnt var í ríkisstjórn ígœr. Erlendfyrir- tœki með meirihlutaeign. Allt vald íhendurráðherra Framkvæmdastjórn Aiþýðu- bandalagsins hefur mótmælt harðlega tillögum og hugmynd- um iðnaðarráðherra að veita er- lendum fyrirtækjum heimild til að taka þátt í rekstri iðnfyrir- tækja sem meirihlutaaðila hér á landi án atbeina alþingis og eins að erlend fyrirtæki geti átt og rek- ið fasteignir hérlendis með ein- földu leyfi ráðherra án þess að alþingi eða rikisstjórn í heild fjalli um málið. „Með þessari tillögu væri úr- slitavald um hlutdeild erlendra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi fært úr höndum alþingis til eins ráðherra. Framkvæmdastjórnin mótmælirþessari tillögu harðlega og skorar á ríkisstjórnina að gera tafarlaust grein fyrir því hvort hér er um að ræða tillögur ráðherrans eins eða ríkisstjórnarinnar í heild,“ segir í samþykkt fram- kvæmdastjórnar Abl. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra kynnti þessar tillögur sínar í ríkisstjórninni í vor og á fundi hennar í gærmorgun lagði hann fram frumvarp til laga með áðurnefndum breytingum á iðn- aðarlögum. „Auk þess sem iðnaðarráð- herra beitir sér fyrir meirihluta- eign útlendinga í íslenskum iðn- fyrirtækjum er ljóst að innan stjórnarflokkanna er áhugi á því að útlendingar seilist enn lengra inn í íslenskt fjármálalíf," segir í ályktun Abl. „Forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hafa nú stofnað tvö ný fjármögnunarfyrirtæki með þátttöku erlendra fjármála- fyrirtækja án þess að fyrir liggi neinar lagareglur eða stjórn- valdsákvarðanir um starfshætti slíkra fyrirtækja. Framkvæmda- stjórn Álþýðubandalagsins varar við þessum vinnubrögðum.“ Nýtt tölunafn Kennitala! lim næstu áramót mun Hag- stofa Islands taka upp nýtt talna- kerfi fyrir einstaklinga og fyrir- tæki í stað nafnnúmera sem nú gilda. Þetta nýja kerfi verður byggt uppá fæðingarnúmerum þjóðskrár fyrir einstaklinga og samsvarandi talnakerfi fyrir fyr- irtæki, félög og stofnanir. Og í stað þess að nú er fólk spurt um nafnnúmcr verður það spurt um — kennitölu — eftir áramótin. Margar hugmyndir komu fram um nafn á þetta nýja talnakerfi svo sem auðkennisnúmer, per- sónunúmer, eigintala, einkatala kennitala, manntala, sértala, mark, tölnafn og tölunafn. Það var svo ákveðið að velja orðið - kennitala. c A- Galtalækjarskógi Verslunarmannahelgin 1.—4. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.