Þjóðviljinn - 25.07.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Page 6
ATVINNULIF {&} Félagsmálastjóri Starf félagsmálastjóra ísafjaröarkaupstaöar er laust til umsóknar. Um er aö ræða afleysingu til eins árs. Upplýsing- ar um starfið veitir undirritaöur í síma 94-3722. Félagsmálastjórinn á ísafirði. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 681333 Laus hverfi:_____________________ Víðsvegar um borgina Það bætir heilsu 02 hag að bera út Þjriðviljann Tilboð óskast Tilboð óskast í skemmur á Keflavíkurflugvelli, sem veröa til sýnis mánudaginn 28. júlí kl. 11-15. Nánari uppiýsingar sama dag á skrifstofu Sölu varnarliöseigna á Keflavíkurflugvelli sími 92- 5146. Tilboö veröa opnuð á skrifstofu Sölu varnarliðs- eigna að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 29. júlí kl. 11 f.h. Sala varnarliðseigna. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar til umsóknar kenn- arastöður í handavinnu tré- og málmgreina, tclvufræðum. við- skiptafræðum og V2 staða tónmenntakennara. Umsóknir skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Hverfisqötu 6, 101 Reykjavík fyrir 10. ágúst. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöðuri stærðfræði og þýsku við Menntaskólann á Akureyri framlengist til 10. ágúst. Menntamálaráðuneytið. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöftn er tempruð. mÉUMFEROAR Vráð Heiða Jensdóttir: „Ég bið að heilsa á Þjóðviljann Selur kökur og Þjóðviljann Stolt staðarins er, var og verður sennilega enn um hríð, bakaríið. Þar afgreiðir Heiða nokkur Jensdóttir og hefur gert sl. fimmtán ár. Við spurð- um hana hvernig henni líkaði: „Stórvel, atvinnurekendurnir eru afar elskulegir og vinnan eftir því. Maður kynnist fjöldanum öllum af fólki í þessu starfi, enda margir fastir viðskiptavinir um ára- og jafnvel áratugaskeið. Þeir eru raunar að týna tölunni hægt og bítandi. Margir þeirra 'Sem ég afgreiddi fyrstu árin eru nú látnir, en einn kemur þá annar fer og hér er alltaf nóg að gera. Ég byrjaði hér í afleysingum þegar ég var í skóla. Vann þá í salnum við að bera á borð og þótti ágæt vinna. Svo fastréði ég mig hingað og var í salnum fyrsta kastið, eða þartil ég fór að 'af- greiða hér. Vinnufyrirkomulagið er ágætt og launin líka. Ég vinn frá klukk- an hálfníu til hálfsjö tvo daga og á frí næstu tvo. En ég sel ekki bara kökur, bætir Heiða við, ég sel líka Þjóðviljann - eitt blaða." Erum við ekki í nokkrum vafa um að það á sinn þátt í orðstí bakarís- ins. Bryndís Flosadóttir (t.v.) og Sigríður Sigursteinsdóttir, hjá þeim var nóg að gera í eldhúsinu. 32.000 krónur á mánuði Þó undirritaður þykist nokkrum sinnum hafa komið á Hressó, sá hann aldrei staðinn né allt starfsfólkið fyrr en í gær. Þykist hann vita að þeir séu þónokkrir sem aldrei hafi komið bakatil og hitt fólkið sem þar vinnur, enda eiga gestir þangað ekkert erindi. í eldhúsinu hittum við þær stallsystur Sigríði Sigur- steinsdóttur og Bryndísi Flosadóttur, en þær eru eins- og frændur okkar Danir kalla það „smörrebrödsdamer". Hjá þeim var auðvitað nóg að gera, en þó gaf Sigríður sér tíma til að spjalla aðeins við okkur: „Ég fór að vinna þegar maður- inn minn varð öryrki. Það var ekkert annað að gera, maður varð að horfast í augu við lífið og takast á við það. Síðan eru liðin 24 ár. Fyrstu 18 árin var ég á Birn- inum og Iærði þetta þar einsog menn læra þetta, af reynslunni. Síðustu sex árin hef ég svo verið hér og líkað vel á báðum stöðun- um. Það eru þokkaleg laun sem við höfum, eitthvað um þrjátíuog- tværþúsundir á mánuði fyrir þrjá- tíuogfimm stunda vinnuviku. Vinnuálagið er mismikið einsog gengur, en yfirleitt mest að gera á mánudögum og föstudögum," segir Sigríður og minnugir þess að hún á drjúgt dagsverk fyrir höndum kveðjum við Sigurður og þökkum fyrir. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.