Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 14
FRETTIR
Fíkniefnalögreglan
Kæmm fér fækkandi
156 kœrðir áfyrri helming ársins en 412 allt árið ífyrra. Búið að leggja hald á um
5 kg afhassi og rúmt kg afamfetamíniþað sem afer árinu
Kærumál hjá Fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík
voru 90 talsins á fyrri helmingi
þessa árs cn 198 allt árið í fyrra.
Alls voru 156 kærðir 6 fyrstu
mánuði þessa árs en 412 á árinu
1985. Lögreglan segir að of
snemmt sé að segja til um hvort
sama þróun verði út þetta ár og
að málum sé að fækka og þá jafn-
framt þeim sem kærðir eru fyrir
fíkniefnamisferli.
Það sem af er þessu ári hafa
lögreglan og tollgæslan lagt hald
á tæp 5 kg. af hassi en hald var
lagt á tæp 9 kg. allt árið í fyrra. Þá
hefur nú verið lagt hald á rúmt
kíló af amfetamíni en allt árið í
fyrra var lagt hald á 970 grömm.
Þetta eru þau tvö efni, sem eru
ríkjandi á fíkniefnamarkaðnum
hér og hefur svo verið undanfarin
ár. Eftirtektarvert er að ekkert
hefur verið lagt hald á af LSD í ár
en sl. tvö ár hafa komið upp stór
mál tengd LSD smygli. Þá hefur
heldur ekkert verið tekið af kók-
aíni í ár en undanfarin ár hefur
eitthvað af því verið tekið á
hverju ári. Þótt ekkert hafi verið
haldlagt af þessum efnum í ár er
ekki þar með sagt, að þau séu
ekki í umferð hér á landi en varla
nema í takmörkuðum mæli.
Tekið skal fram, að hér er aðeins
um að ræða þau efni, sem skráð
hafa verið hjá deildinni í Reykja-
vík þannig að heildartalan fyrir
allt landið gæti verið hærri.
Eins og áður þá berast fíkni-
efnin nær eingöngu frá Hollandi,
annaðhvort beint eða í gegnum
nágrannalönd Hollands.
Af þeim 156, sem voru kærðir á
fyrri helmingi ársins voru karlar
131 og konur 25. 51 var kærður í
fyrsta skipti en 105 höfðu áður
komið við sögu. Af þessum 156
voru 126 fíkniefnaneytendur og
þar af 5 sprautunotendur, 16 voru
dreifendur fíkniefna og 16 innf-
lytjendur. 7 sættu gæsluvarðhaldi
á þessum tíma vegna rannsókna
fíkniefnamála og 10 gengust
undir röntgenrannsókn til að
kanna hvort þeir hefðu fíkniefni
fólgin innvortis en engin fíkniefni
fundust við þær rannsóknir.
Skipting hinna kærðu eftir
aldri og atvinnustétt var sem hér
segir:
Undir 15 ára aldri: 0, 15 ára: 2, 16
ára: 0, 17 ára: 3, 18 ára: 3, 19 ára:
13, 20 ára: 6, 21-25 ára: 45, 26-30
ára: 50,31-40: 30,41 ársog eldri: 4.
Atvinnulausir: 57, verkamenn: 28,
sjómenn: 26, iðnaðarmenn: 9,
verslunarmenn: 9, opinberir starfs-
menn: 2, sjálfstæðir atvinnurek-
endur: 12, nemar: 6, húsmæður: 2,
önnur störf: 5.
Haldlögð fíkniefni á landinu,
sem skráð hafa verið hjá
deildinni voru sem hér segir:
Hass..................4.932,6 gr.
Maríhúana................14,2 gr.
Hassolía.......................0
Hassplöntur................6stk.
Amfetamín.......:.....1.009,8gr.
Kókaín.........................0
Sauðárkrókur
Fiktað með
eldspýtur
Eldur kom upp í íbúðarhúsi við
Raftahlíð á Sauðárkróki í gær-
morgun. Er orsökin talin vera, að
barn hafi verið að leika sér með
eldspýtur og misst. Komst eldur-
inn í rúmstæði og loftklæðningu
og olli þannig talsverðum
skemmdum á herberginu auk
þess sem reyk lagði í önnur her-
bergi.
Greiðlega gekk að slökkva
eldinn, að sögn lögreglu, en þetta
er fjórði bruninn í umdæmi henn-
ar í ár. Einu sinni í bíl, einu sinni í
þvottapotti, einu sinni í útihúsi og
nú í íbúðarhúsi.
Samkór Breiðdœlinga
Tónleikaferð
um Austfirði
Nýstofnaður samkór Breiðdæl-
inga hélt sína fyrstu tónleika í fé-
lagsheimilinu Staðarborg í
Breiðdal í gærkvöld.
í kvöld verða tónleikar í félags-
heimilinu Skrúð Fáskrúðsfirði kl.
21.00 og í Fjarðarborg Borgar-
firði eystra laugardaginn 26. júlí
kl. 21.00.
A efnisskránni eru innlend og
erlend kórlög, einsöngur og tví-
söngur. Stjórnendur kórsins eru
söngvararnir Elín Ósk Óskars-
dóttir og Kjartan Ólafsson.
Heimsókn
Kennslumála-
ráðherra
Danmerkur
til íslands
Dagana 29. júlí til 2. ágúst nk.
heimsækir kennslumálaráðherra
Danmerkur, Bertel Haarder, og
eiginkona hans ísland í opinberu
boði menntamálaráðherra.
Ráðherrann mun heimsækja
Háskóla íslands og helstu söfn
höfuðborgarinnar. Norðurland,
Mývatn og Akureyri heimsótt og
ennfremur ferðast um Borgar-
fjörð og til Þingvalla.
Heimsóknin er í tilefni af lúkn-
ingu hins alkunna og mikilvæga
handritamáls, en á Þingvöllum,
hinn 1. ágúst, fara fram loka-
undirskriftir vegna lausnar þess
máls.
LSD...................0
Skrá y fir haldlögó tiknief ni 1979 - 1985 .
1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985
Hass 2,858,0 5,283,1 6,059,2 21,096,1 7,088,7 8 906,0
Maríhúana 822,3 2,765,5 L,525,0 3,329,0 65,2 573,5
Hassolia 24,6 32,3 342,2 295,2 . 430,0 0,2
Kannabisplönt ur V .112 stk. 27 stk.
Amfetamin 1,6 50,6 73,6 624,3'^ 1,348,4 970,2
Kókain 0,8 4,6 7,3 25,8 18,5 24,0
LSD stk. 0 0 4 stk. 0 775 stk. 2223 stk.
Heróin 0 0 0 0 0,3 0 0
esa
Sœplast
Unnið allan sólarhringinn
Pétur Reimarsson: Petta gengur eiginlega alltof vel
Sæplast h.f. hefur nú verið
starfrækt á Dalvík í tvö ár.
Áður hafði fyrirtækið verið starf-
rækt í Garðabæ þar sem það
hafði gengið illa og var reksturinn
kominn í þrot þegar það var
keypt til Dalvíkur. Þegar Þjóð-
viljinn hitti Pétur Reimarsson
framkvæmdastjóra Sæplasts hf.
var hann nýlega kominn af stórri
sjávarútvegssýningu í Bella Cent-
er í Kaupmannahöfn og ég spurði
hann hvernig gengi að selja vörur
fyrirtækisins.
„Það gengur eiginlega alltof
vei,“ sagði Pétur og glotti. „Við
seljum allt sem við framleiðum
og höfum varla undan.“ Svo varð
Pétur alvarlegri í framan og upp-
lýsti að frá áramótum hefði verið
unnið alla daga og allan sólar-
hringinn til að anna eftirspurn-
inni.
Sæplast hefur flutt dálítið af
kerjum út og ég bað Pétur að
segja mér frá því.
„Við erum í útflutningshóp
sem stofnaður var fyrir ári síðan,
sérstaklega til þess að selja út-
gerðarvörur til Kanada, Banda-
ríkjanna og Grænlands. Fyrir-
tækin sem eru með okkur í þessu
eru Plasteinangrun og Vélsmiðj-
an Oddi á Akureyri, Sjóklæða-
gerðin í Reykjavík og
Vélsmiðjan Hörður í Njarðvík.
Þessi útflutningshópur réði sér-
stakan mann til að sinna þessu
verkefni og nú erum við farnir að
sjá árangur af þessu starfi."
Sæplast framleiðir eingöngu
fiskker og vörubretti úr plasti en
bæði brettin og kerin geta verið
fjölbreytileg að stærð og gerð.
T.d. eru þeir nýbyrjaðir að fram-
leiða ker fyrir trillur og hafa þau
mælst mjög vel fyrir að sögn Pét-
urs. Með tilkomu þessara kerja
fer það að heyra fortíðinni til að
ísa fisk beint í lest, jafnvel á
minnstu bátunum.
-yk/Akureyri
Pétur Reimarsson t.h. og Jón Gunnarsson framleiðslustjóri.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júlí 1986