Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Kvennalandsleikir Laufeyog Guðrún mættar ísland mœtir V. Pýskalandi í Kópavogi á sunnudaginn kl. 18 Freyr Sverrisson (9) skorar sigurmark ÍBK gegn FH í gærkvöldi, lyftir boltanum snyrtilega yfir varnarmenn Hafnfirðinganna. Þótt hann virðist á leið yfir þverslá datt hann niður, undir hana og í netið. Mynd: E.ÓI. Mjólkurbikarinn Góð nýting IBK! Tvö mörk dugðu Keflvíkingum til að komast í undanúrslit Laufey Sigurðardóttir frá Bergisgladbach í Vestur- Þýskalandi og Guðrún Sæmunds- dóttir frá Giugliano á Ítalíu eru komnar til landsins og leika með íslenska landsliðinu gegn Vestur- Þýskalandi. Guðrún er reyndar alkomin heim og á leið í Val á ný. Fyrri leikur þjóðanna fer fram á Kópavogsvellinum kl. 18 á sunnu- daginn og sá síðari á Laugardals- vellinum kl. 19.30 á miðvikudags- kvöldið. „Við vitum ekki nógu mikið um styrkleika vestur-þýska liðs- ins, nema að það gerði jafntefli við Noreg fyrir skömmu. En þetta er spennandi verkefni og það verður gaman að sjá hvernig stúlkurnar standa sig í þessum leikjum sem verða örugglega mjög erfiðir," sagði Svanfríður Handbolti Hans ÍKR Hans Guðmundsson, fyrrum lcikmaður með FH, er genginn til liðs við 1. deildarlið KR og leikur með því næsta vetur. Hans hefur leikið með íslenska landsliðinu en sl. vetur spilaði hann á Spáni með 2. deildarliðinu Maritim og gekk vel. Þjálfari KR-inga er Olafur Jónsson, fvrrum landsliðsmaður úr Víkingi, og búast má við Vest- urbæingunum sterkari en sl. vet- ur þegar þeir héldu aðeins 1. dcildarsætinu vegna þess að fjölg- að var um tvö lið í deildinni. Drengjalandsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og vngri, heldur á sunnudag- inn til Danmerkur til þátttöku í Norðurlandamótinu. Það fer fram í Nyborg á Fjóni. ísland mætir Svíþjóð á mánu- daginn, Finnlandi á þriðjudag- Knattspyrna Stúlknamót Knattspyrnudeild Breiðabliks og verslunin Gull & Silfur standa að knattspyrnumóti fyrir 3. flokk kvenna í Kópavogi dagana 23. og 24. ágúst. Mótið fór í fyrsta sinn fram í fyrra og sigurvegarar varðveita far- andbikar í eitt ár. Þátttökugjald er 2000 krónur og leikið verður sam- kvæmt reglum KSl um mini- og kvennaknattspy rnu. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast til Sveins Skúlasonar, sími 44952, fyrir5. ágúst. Guðjónsdóttir, úr landsliðsnefnd kvenna, í spjalli við Þjóðviljann í gær. Sigurbergur Sigsteinsson landsliðsþjálfari hefur valið 16 stúlkur fyrir leikina og eru þær eftirtaldar, landsleikjafjöldi fylg- ir: Markveröir: Erna Lúðvíksdóttir Val...................9 Vala Úlfljótsdóttir, IA..................1 Aðrir leikmenn: ArnaSteinsen, KR.........................5 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki....11 ÁstaM. Reynisdóttir, Breiðabliki.........6 Guðrún Sæmundsdóttir, Giugliano..........2 HalldóraGylfadóttir, lA..................3 Ingibjörg Jónsdóttir, Val................0 Laufey Sigurðardóttir, Bergisgl..........8 Magnea Magnúsdóttir, Breiöabliki.........9 KaritasJonsdóttir. (A....................3 Katrín Eiríksdóttir, ÍBK.................2 Kristin Arnþórsdóttir, Val...............6 Sigurlín Jónsdóttir, |A..................0 SvavaTryggvadóttir, Breiöabliki..........4 Vanda Sigurgeirsdóttir, |A...............4 ísland hefur leikið 11 kvenna- landsleiki og Ásta B. hefur verið nteð í þeim öllum. -VS 3. deild IK efst ÍK er enn á ný komið í efsta sæti SV-riðils 3. deildarinnar í knatt- spyrnu eftir 1-0 sigur á Grindvík- ingum á Kópavogsvellinum í gær- kvöldi. Þórhallur Gunnarsson skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik en sóknarmenn IK fóru illa með mörg dauðafæri í leiknum. ÍK hefur 18 stig, ÍR 17 og Fylkir 16 stig. inn, Danmörku á miðvikudag- inn, Færeyjum á föstudaginn og Noregi á laugardaginn kemur. Lárus Loftsson þjálfari hefur valið 16 leikmenn til fararinnar og eru þeir eftirtaldir: Árni Halldórsson, lA Árni Kvaran, Stjörnunni Axel Vatnsdal, Þór A. Guðbjartur Auðunsson, Fram Gunnar Andrésson, Fram Halldór Kristinsson, KA Haraldur Ingólfsson, lA Haukur Pálmason, Fram Ingólfur Ingólfsson, Stjörnunni Jóhannes Jónsson, Víkingi R. Jörundur Sveinsson, Stjörnunni Kristján Finnbogason, KR Kristján Haraldsson, KR Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Þórður Jónsson, Víkingi Þorsteinn Þorsteinsson, Þrótti R. Fyrirliði liðsins er Guðbjartur Auðunsson. Aðeins tveir hafa áður leikið með drengjalandsliði, þeir Haraldur Ingólfsson og Sig- urður Bjarnason. Einn íslenskur dómari dæmir á mótinu, Gísli Guðmundsson úr Val. Það er ekki hægt að segja ann- að en að Keflvíkingar nýti mörk sín í Mjólkurbikarkeppninni til fullnustu. Þeir eru komnir í und- anúrslit á aðeins tvcimur mörk- um, það seinna tryggði þeim eftir atvikum sannagjarnan sigur á FH-ingum, 1-0, í Kaplakrikanum í gærkvöldi. Fyrra markið gerðu þeir í 1-0 sigrinum á Víði í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var lengst af nokkuð líflegur og hraður, og sótt á báða bóga. Keflvíkingar sóttu af mikl- um krafti framanaf, Ingvar Guð- KS og Þróttur frá Reykjavík mætast í þýðingarmiklum fall- baráttuleik í 2. deildinni í knatt- spyrnu á Siglufirði á morgun, laugardag. í lið KS vantar tvo burðarása, sóknarmanninn öfl- uga Hafþór Kolbeinsson og fyrir- liðann Jakob Kárason en þeir voru báðir reknir af lcikvelli í leik gegn KA um síðustu helgi og eru því í leikbanni. Hörður Júlíusson, formaður knattspyrnudeildar KS, gagn- rýndi mjög brottrekstrana tvo í samtali við Þjóðviljann. „Það er greinilega búið að innprenta hjá dómurum að siglfirskir knatts- pyrnumenn séu óalandi og óferj- mundsson fór illa með tvö góð færi en á milli, á 14. mínútu, skoraði ÍBK eina mark leiksins. Guðmundur Hilmarsson FH- ingur ætlaði að senda á Gunnar Straumland markvörð en Óli Þór Magnússon náði af honum bolt- anum, renndi útá Frey Sverrisson sem lyfti honum skemmtilega yfir varnarmenn FH og í hornið fjær (sjá mynd). Virkilega vel gert hjá Frey. FH tók við sér um miðjan hálfleikinn og pressaði talsvert, fékk m.a. fjölda hornspyrna sem ekkert kom útúr. Eina hættulega færið fékk Pálmi Jónsson á 38. skorað mark í sumar. Mörk ÍA gerðu Karítas Jónsdóttir 3, Ásta Benediktsdóttir 2, Sæunn Sigurð- ardóttir og Kristín Reynisdóttir eitt hvor. KR vann Þór örugglega á Ak- ureyri, 3-0, og hafði gért útum leikinn í hálfleik. Kristrún Heimisdóttir skoraði þá tvisvar og Margrét Leifsdóttir einu sinni. -MHM andi og þá verði að beita hörku. Við vorunt 1-0 yfir í hálfleik gegn KA en í seinni hálfleik var greini- legt að dómarinn hafði gert mikla áherslubreytingu, var farinn að dæma mikið harðar en í fyrri hálf- leiknum og sanngjarnir Akur- eyringar sögðu eftir leikinn að ef hann hefði dæmt eins á allt allan leikinn hefðu brottrekstrar verið jafnmargir á bæði liðin,“ sagði Hörður. Því má bæta við að fréttamaður Þjóðviljans á leiknum taldi að í a.m.k. öðru tilvikinu hefði verið mjög strangt hjá dómaranum að vísa Siglfirð- ingnum af leikvelli. mín. þegar hann skallaði framhjá eftir skyndisókn. Seinni hálfleikur var rólegur til að byrja með en Hörður Magnús- son kom inná sem varamaður hjá FH og hleypti lífi í leikinn. Þrjú ágæt færi skapaði hann fyrir sjálf- an sig og aðra, í því síðasta dans- aði boltinn lengi í markteig ÍBK en inn vildi hann ekki. Síðustu 10 mínúturnar náðu Keflvíkingar aftur undirtökunum og héldu sín- um hlut af öryggi eftir það. Ing- var var rétt búinn að skora á 85. mínútu, var sloppinn einn innfyrir vörn FH en missti bolt- ann afturfyrir. Það kom ekki að sök - ÍBK er ásamt Val, Fram og fA í undanúrslitum Mjólkurbik- arsins. -*g MEIRA EN VENJULEG MÁLNING STEINAKRÝL hleypir raka mjög auöveldlega i gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veðurheldin málning og hefur frábært alkalíþol og viöloöun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sínu. ÓSA/SlA Drengjalandsliðið Áförumtil Danmerkur NM hefst á mánudaginn -vs Föstudagur 25. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Kvennaknattspyrna Stórsigur ÍA ÍA vann yfirburðasigur á Haukum, 7-0, í 1. deild kvenna á Akranesi í gærkvöldi. Heimaliðið réði gangi leiksins og sýndi ágæt- isspil á köflum en þegar komið var upp að marki var mikið um þóf, enda nánast allir inní í víta- teig Haukanna. En mörkin hefðu með smáheppni getað orðið fleiri. Haukaliðið á langt í land með að geta plokkað stig af öðrum lið- um í deildinni og hefur enn ekki Siglufjörður Tveir í banni Erum taldir óalandi og óferjandi, segir Hörður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.