Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
25
165. tölublað 51. örgangur
júlí
1986
föstu-
dagur
JOÐVIUINN
GLCTAN
ATVINNULIF
UM HELGINA
ÍÞRÓTHR
Lífskjarasáttmálinn
Fiskvinnslufólkið svikið
Starfsnámskeið sem áttu að hefjast 1. júní eru hvergi hafin enn. Engin hœkkun 1. sept.
Finnur Ingólfsson: Sumarið ekki heppilegt fyrir námskeið
Mér fínnst mjög slæmt hvað
þetta hefur dregist á langinn,
sagði Jón Kjartansson formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
er Þjóðviljinn innti hann álits á
þeim drætti sem orðið hefur á
námskeiðahaldi fyrir fískvinnslu-
fólk. Samkvæmt síðustu kjara-
samningum áttu þessi námskeið
að hefjast 1. júní sl. og
kauphækkanir skv. þeim að taka
gildi frá og með 1. september nk.
Gífurleg óánægja er meðal
fiskvinnslufólks víða um land
vegna þess dráttar sem orðið hef-
ur á framkvæmd þessa máls. Fjöl-
margir höfðu hug á að komast á
námskeið þegar í júní sl. og ljúka
þeim sem fyrst, því skv. febrúar-
samningnum eiga menn að
hækka um 3 launaflokka að
afloknu námskeiði. Fyrirsjáan-
legt er að sú hækkun kemur ekki
til framkvæmda á næstu vikum.
Þjóðviljinn hafði samband við
Finn Ingólfsson aðstoðarmann
sjávarútvegsráðherra og for-
mann þeirrar nefndar sem sjá á
um framkvæmd málsins. Var
hann beðinn að skýra það hvers
vegna námskeið væru hvergi far-
in af stað, jafnvel þótt skýrt sé
kveðið á um að það hefði átt að
gerast strax fyrir tæpum tveimur
mánuðum.
Við hefðum gjarnan viljað geta
byrjað strax 1. júní að bjóða fólki
uppá þetta, sagði Finnur, en því
miður hafa tvær ástæður komið
til. Leiðbeinendur voru ekki
fullmenntaðir fyrr en í lok maí,
en þá átti eftir að prenta náms-
gögn. Það mun núna taka nokk-
urn tíma. Ástæðan til þess að við
höfum ekki rekið á eftir því er sú
að við höfum verið sammála um
að þessi tími, hásumarið, sé ekki
heppilegur til þessa námskeiða-
halds.
G.Sv.
Loðnan
Stöðvast
veiðamar?
Alltútlitfyrir að loðnuveiðarnar stöðvist.
Verksmiðjurnar neita að taka við. Skipin bíða
íhöfn. Ákvörðun SR um loðnumóttöku
endurskoðuð
Sýnd veiði... Kisa í veiðihug við Reykjavíkurtjörn. Sjá baksíðu. (mynd:
EOI.)
Þrjú skip eru nú byrjuð loðnu-
veiðar. Mörg fleiri skip eru
tilbúin til veiða, en sú óvissa sem
ríkir um loðnumóttöku kemur í
veg fyrir að þau leggi á miðin.
Engin verksmiðja tekur nú við
loðnu nema Krossanesverksmiðj-
an en bara af Súlunni EA, og
verksmiðja SR á Raufarhöfn. Svo
virðist sem hún hafí verið opnuð í
trausti þess, að verðið yrði miklu
lægra en það síðan var ákveðið,
eða 1900 kr. fyrir tonnið.
„Það er alveg ljóst að við verð-
um að endurskoða málið á næsta
stjórnarfundi," sagði Þorsteinn
Gíslason formaður stjórnar SR í
gær. Hann staðfesti að Raufar-
hafnarverksmiðjan væri opin, en
benti á að aðeins 3 bátar væru á
miðunum enn sem komið er.
Þá er ljóst að Alli ríki á Eski-
firði verður að taka í sína verk-
smiðju afla Jóns Kjartanssonar,
sem hann á, þar eð Krossanes-
verksmiðjan neitar að taka við
afla skipsins en á það var treyst,
þegar skipið fór til veiða. Hins-
vegar hefur Alli sagt, svo og
framkvæmdastjóri hans, Magnús
Bjarnason, að verksmiðjan á
Eskifirði taki ekki við loðnu á því
verði sem var ákveðið.
Því er allt í hinni mestu óvissu
um framhald loðnuveiðanna og
ekki síst í ljósi þess að verðinu má
ekki breyta meðan forsendur
fyrir því haldast, það er fita og
þurrefnisinnihald loðnunnar.
-S.dór
Gallup-könnunin
40% telja VSÍ of valdamikið
Um 50% telja launþegasamtökin of áhrifalítil og að þau gœti
hagsmuna launþega illa
Um 50% þeirra er starfa við
sjávarútveg, opinbera þjón-
ustu og landbúnað í landinu telja
að launþegasamtök hafí of lítil
áhrif í þjóðfélaginu, samkvæmt
Gallup-könnun Hagvangs hf. á
„Gildismati og mannlegum við-
horfum íslendinga“ 1984, en eins-
og menn muna eflaust þá var
mikið flaggað þeirri niðurstöðu
úr sömu könnun að íslendingar
væru hamingjusamasta þjóð í
heimi.
Samkvæmt grein Holger Torp í
nýjasta eintaki Fjármálatíðinda
um þessa könnun þá telja 40% úr
fyrrnefndum hópum að áhrif
vinnuveitenda séu meiri en hæfi-
leg. Áhrif launþegasamtakanna
voru metin minni en hæfileg af
um 50% þeirra er störfuðu í sjáv-
arútvegi, opinberri þjónustu,
verslun og annarri þjónustu svo
og iðnaði. í öllum starfsgreinum
öðrum en landbúnaði virtist um
helmingur eða meira vera sam-
mála um að áhrif launþegasam-
takanna væru of lítil.
Einnig kemur fram í grein
Torps að í heild töldu aðeins 23%
að stéttarfélag þeirra gætti
hagsmuna þeirra fremur eða
mjög illa. Ef eingöngu er tekið
tillit til þeirra er létu í ljós já-
kvæða eða neikvæða afstöðu,
þ.e.a.s. þeim er sleppt sem svör-
uðu „hæfilega“ þá kom í ljós að
menn í opinberri þjónustu skipt-
ast í tvö horn, 46% létu í Ijós
óánægju en 30% ánægju. Hlut-
fallslega flestir í landbúnaði létu í
ljós óánægju eða 51%.
-vd.
Kjötútsalan
Þorsteinn
ekki á
skrifstofunni
Ráðherrarlítt sam-
stiga75 miljónir í nið-
urgreiðslur, teknar af
útflutningsbótum
„Eg talaði við Þorstein í morg-
un og hann hefur nú ákveðið að
75 miljónum verði varið til niður-
greiðsina á kindakjöti,“ sagði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Einhver misskilningur virðist
hafa orðið á milli ráðherranna í
þessu máli og segir Þorsteinn
Pálsson í Morgunblaðinu í gær að
ráðuneyti hans hafi ekki tekið
ákvörðun um hvort fé yrði veitt til
kindakjötsútsölunnar.
„Það er enginn ágreiningur um
að lækka kindakjöt í verði um
20% en ekki var búið að ákveða
nákvæmlega hve hárri upphæð
yrði varið til þessa,“ sagði Jón.
„Okkur Þorsteini var falið þetta
verkefni fyrir viku, en hann var
hins vegar ekki við á skrifstofu
sinni þegar endanlegir útreikn-
ingar lágu fyrir um það, hve
mikið fé þyrfti til að greiða niður
allar birgðirnar, 3500 tonn. Svo
verður að koma í ljós hve mikið
selst, en það er sparnaður fyrir
ríkissjóð að greiða kjötið niður
innanlands því útflutningsbætur
kosta okkur meira.“
Var þá einhver ástæða fyrir
Þorstein að gefa þessa yfirlýsingu
í Morgunblaðinu í gœr?
„Ég get ekki sagt um hver til-
gangur hans með því var. Það
getur verið að hann hafi ekki náð
í mig í gær.“
Aðspurður sagði Jón að lækk-
unin á kindakjöti væri meðal ann-
ars til þess að halda vísitölunni
fyrir neðan „rauða strikið“ svo-
nefnda sem samið var um í febrú-
ar. -vd.
Gekk út
Atlanta - „Ég er búinn að fá nóg,
ég er orðinn leiður og þreyttur á
þcssum töfum, ég er hættur, ég er
farinn.“
Það var flugmaður einn í
Bandaríkjunum sem sagði þetta
við farþega um borð í farþega-
þotu Eastern Airlines í fyrradag
þar sem hann beið eftir að fara í
loftið.