Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 DJðDVIUINN Umsjón: Sigríður Arnardóttir stelpur að mæta Símon Ægir, Jens og Gunnar Þór á Weifarer í Nauthólsvík. Viö sigldum til Saltvíkur og ætlum nið- ur Rangá. Ljósm.E.ÓL. yrðu stórir. Símon og Gunnar sögðust líka stefna að því að eignast einhverntíma bát en Jens á nú þegar seglbát. „Ég sá auglýstan góðan seglbát fyrir 26 þúsund. Ég fékk helminginn af honum í fermingargjöf en bróðir minn keypti hinn helminginn.“ Vinnið þið eitthvað í sumar? Jens: „Bara ég. Ég vinn á gisti- heimili við að strauja og ryksuga o.fl.“ Er ekki erfitt að sigla á seglbát? „Jú, dálítið en ekki svo erfitt að maður fái harðsperrur." SA. „Við hvolfdum bátnum áðan, vorum tilneyddir til að vinka blaðamanni og ljósmyndara á örlagastundu og það kostaði okk- ur sjóbað. Og það er sko ekkert hollt að drekka manna,“ sögðu þeir Guðjón 14 ára og Hafstcinn 13 ára. Þeir voru að sögn að sigla á erfiðasta bátnum. Það er Flipp- er bátur og af því hve erfiður hann er er hann kallaður Pervert. „Að sigla er aðaláhugamál okkar. Við komum hingað svona 5-6 sinnum í viku. Við byrjuðum að læra að sigla þegar við vorum 10 ára og ætlum að stunda þetta næstu árin alla vega.“ Eru engar stelpur í klúbbnum? „Jú, en bara svona 3-4. Þær eru svo miklar pempíur. En þetta er ekkert of erfitt fyrir þær. Okkur finnst mjög svo leiðinlegt hve fáar stelpur eru í Siglunesi. Við skorum á fleiri stelpur að mæta. Birgir starfsmaöur í Nauthólsvík. „Nóg að gera við aö draga krakka upp úr sjónum." Ljósm.E.ÓL. „Svífum seglum þöndum svífum burt frá ströndum“ Rætt við strákana í Siglingaklúbbnum Siglunes „Á morgnana eru krakkar úr félagsmiðstöðvunum hérna í Nauthólsvík. Við siglum með þau út á Gróttu o.fl. á Jónasi feita, en það er stór bátur. Svo eru sigl- inganámskeið í gangi frá kl. 1-4. Eftir það geta allir komið og leigt sér báta til kl. 7, nema á fimmtu- dögum til kl.10. Á laugardögum er líka almenn leiga frá kl. 1-4,“ sagði Birgir starfsmaður í sigl- ingaklúbbnum í Nauthólsvík. Birgir sagði að leiga á bát væri 50 kr. fyrir yngri en 16 ára. Fyrir eldri kostaði 100 kr. Innifalið í þessu er að maður má nota hvaða bát sem er, eins lengi og opið er. Birgir sagði enn fremur að ef veður er vont er alltaf einn starfs- maður úti á gúmmíbát og hirðir upp þá sem detta. „Það er sko nóg að gera í því. Við sendum heldur ekki hvern sem er á hvaða bát sem er og svo fer enginn út nema í björgunarvesti.“ Aðspurður sagði Birgir að sumir krakkarnir væru pínulítið hræddir ef þeir detta en svo hlæja þeir bara að því eftir smá tíma. Siglum niður Rangá Guðjón og Hafsteinn leika listir sínar í Nauthólsvík. Skömmu seinna duttu þeir og þurftu að eigin sögn aö drekka manna. Skorum „Það var svo mikið rok fyrr í dag að við veltum bátnum og mastrið datt af og týndist, sögðu þeir Símon Ægir 12 ára, Jens 14 ára og Gunnar Þór 12 ára. En þeir eru allir meðlimir í Siglingaklúbbn- um Siglunes sem er starf- ræktur í Nauthólsvík á veg- um íþrótta- og tómstunda- ráðs. Strákarnir voru allir að sigla á seglbát þegar Glætan leit við í Nauthólsvík. „Við höfum aldrei verið skíthræddir þó við dettum í sjóinn því við vitum að hraðbát- urinn kemur alltaf að ná í okkur. Við þekkjum hins vegar strák sem horfir alltaf svo mikið á vídeó að þegar hann dettur út í sjó verður hann óður og æpir há- karl, hákarl. Hann heldur að þetta sé eins og í vídeómyndum." Komið þið oft hingað? „Já, svona 4-5 sinnum í viku. Við erum búnir að fara bæði á byrjenda- og framhaldsnám- skeið. Þess vegna fengum við að komast í klúbbinn Siglunes. Ef maður er í klúbbnum þá borgar maður 500 kr. árgjald og svo ekk- ert meir út árið. Maður má nota alla bátana og koma eins oft og maður vill. Siglunes fer líka í sigl- ingaferðir." „Nýlega sigldum við til Saltvík- ur. Það er árlegur viðburður hjá klúbbnum. Ferðin tók svona 4 tíma og svo gistum við eina nótt og sigldum svo til baka. Við sigld- um fyrir Gróttu, þetta getur verið hættulegt og var mjög spenn- andi.“ „S.ágúst förum við í aðra tveggja daga ferð. Við ætlurn að sigla niður Rangá. Við förum Þverá og niður Ytri Rangá að Þykkvabæ. Það fara 13 í ferðina og við verðum á 6 kanóum," sögðu þeir með glampa í augum af spenningi. Strákarnir sögðu að það væri markmiðið að verða umsjónar- menn í Nauthólsvík þegar þeir Opið 6 daga í viku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.