Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 4
_____________LEIPARI________
Frysting í kröggum
Frystingin í iandinu býr viö kreppu. Lærðir
reiknimeistarar Þjóöhagsstofnunar hafa aö
sönnu reiknað út aö meðaltalsfrystihúsið sé um
þessar mundir rekið með eitt prósent hagnaði.
En bæði er, að meðaltalsfrystihús er hvergi til
nema á skrifborðum tölfræðinganna, og svo
hitt, að aðilar í greininni hafa gagnrýnt þessa
niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar. Þeir ætla, að
kostnaður við rekstur frystingarinnar sé van-
metinn sem svarar til fimm prósenta, og halda
því fram að í dag sé því frystingin rekin með
umtalsverðu tapi.
Auðvitað eiga ekki öll frystihúsanna í jafn
kröppum dansi. Nú eru um 90 hús á landinu
öllu, og röskur fjórðungur þeirra, eða alls 22, á í
slæmum vanda. Hin eru mörg á lygnum sjó.
Það vekur hins vegar athygli að í þeim hópi, sem
illa er komið fyrir, eru mörg gamalgróin fyrirtæki,
þeirra á meðal hið gamla flaggskip einkafram-
taksins, Einar Guðfinnsson hf á Bolungarvík.
Þetta er nefnt sem dæmi um hversu alvarlegur
vandinn er.
Það má fullyrða, að skuldastaða frystihús-
anna í dag er vandi sem hefur safnast upp á
mörgum árum. Hann rekur rætur sínar til lang-
varandi tapreksturs í frystiiðnaðinum, og jafn-
framt til þess, hvernig fjárfestingum hefur verið
hagað í greininni.
Bandaríkjadalur hefur á síðustu sjö til átta
árum hækkað mikið í verði. Mörg þeirra frysti-
húsa sem nú standa verst eiga það sameigin-
legt, að hafa fjárfest mjög mikið í upphafi þessa
tímabils, og var þá af forráðamönnum lána-
stofnana beint í lántökur í bandarískum dölum.
Síðan snarhækkaði dalurinn og vextir sömu-
leiðis. Rekstur frystihúsanna var á tímabilinu
einatt með þeim hætti, að þeim hefur mistekist
að greiða niður skuldirnar, - og jafnvel fjár-
magnskostnaðinn líka.
A síðustu misserum hefur þróun bandaríkja-
dalsins að vísu snúist við. Dalurinn hefur rýrnað
að verðgildi um 40 prósent á síðustu 18 mánuð-
um. Það hefur aftur leitt til verulegs tekjutaps
frystihúsanna á þessum tíma, og enn aukið á
rekstrarerfiðleikana. Fjöldi frystihúsa hefur ekki
átt aðra leið úr kröggum en greiða tapið á rekstr-
inum niður með skammtímalánum, sem eru nú
að sliga frystihúsin.
Ýmislegt fleira hefur orðið ógæfu frystingar-
innar að vopni. Frystihúsin eiga mikinn hluta
óseldra skreiðarbirgða í landinu, og hafa þurft
að greiða miklar fjárhæðir í vexti af afurðalánum
meðan sölutekjur láta á sér standa. Aflasam-
setning er sömuleiðis breytileg eftir landshlut-
um og getur haft úrslitaáhrif til hins verra. Þann-
ig er samsetning á afla Suðurnesjatogaranna
með þeim hætti, að vinnsla á því svæði er stór-
um óhagkvæmari en víða annars staðar. Ekki
má heldur gleyma því að nýting húsanna hefur
víða ekki verið einsog best verður á kosið vegna
annars vegar stóraukningar á útflutningi á
ferskum fiski, og hins vegar aflatakmarkana.
En hvað er þá til ráða? - Flestum ber saman
um að gengisfelling sé engin lausn, og skapi í
sjálfu sér stærra vandamál en hún kynni að
leysa til skamms tíma. í rauninni eru einungis
tvær leiðir til, sem gætu borgið ástandinu í dag:
í fyrsta lagi lækkun vaxta. En versnandi
vaxtakjör hafa svo um hnúta búið, að nú eru
víða dæmi þess að fjármagnskostnaður sé jafn
mikill orðinn og launakostnaður. Það er auðvit-
að fáheyrt ástand.
í öðru lagi lenging lána. Með því væri létt á
greiðslubyrðinni sem víða er óhófleg. Raunar
felst vandi sumra stórra fyrirtækja fyrst og
fremst í allt of þungri greiðslubyrði af löngum
lánum.
Hinu skulu menn gera sér grein fyrir, að
jafnvel róttækar aðgerðir í þessa veru bjarga
ekki öllum úr háska. Það er staðreynd, að
allmörg frystihús eru orðin eignalítil eða hrein-
lega eignalaus. Þau hafa ekki lengur veð að
bjóða, og eiginfjárstaðan er komin niður fyrir
þau mörk sem bankar setja fyrir lánsvið-
skiptum. Lausn ávandaþeirraertorfundin. Það
er svo aftur dapurleg staðreynd að sum þeirra
eru burðarásar í atvinnulífi heilla byggðarlaga.
Hrun þeirra kynni því að leiða til mjög alvarlegs
ástands á viðkomandi stöðum.
Sjávarútvegsráðherra virðist gera sér liiia
grein fyrir hversu alvarleg staða er komin upp. í
stað þess að reyna að leita ráða til lausnar
þessum mikla vanda eyðir hann tíma sínum
fyrst og fremst til að flengjast á milli hvalafunda
erlendis. Jónas var ekki nema þrjá daga og
þrjár nætur í hvalnum, hermir bók bóka. En
Halldór Ásgrímsson tekur Jónasi fram, - hann
sýnist horfinn til langdvalar í maga hvalsins - og
á meðan heldur hagur frystihúsanna áfram að
versna.
-ÖS
KUPPT OG SKORID
P«M HD
Viðskipta-
þvinganir!
fiicAPAM
Viðskipta-
þvinganir!
Viðskipta-
þvinganir?
$ouTH AF&ICA í'mwrft •*é?y tyP
j Viðskipta- 1T 1 f Allir vita \
.þvinqanir! ] J ( aö þær \
V \ duga ekki J
3vri
Jón Baldvin
og Suður-Afríka
Fyrir nokkru birtist viðtal við,
Jón Baldvin Hannibalsson um al-
þjóðaráðstefnu jafnaðarmanna í
Lima, höfuðborg Perú. Par var
samþykktur stuðningur við við-
skiptabann á Suður-Afríku. Jóni
Baldvin líkaði bersýnilega ekki
sú afstaða. Hann sagði, rétt eins
og Margaret Thatcher, að við-
skiptaþvinganir bitnuðu á þeim
sem síst skyldi. Hann sagði, rétt
eins og Ronald Reagan, að við-
skiptabann bæri ekki árangur.
(Þess má þó geta að Reagan hef-
ur áður talið sjálfsagt og
nauðsynlegt að grípa til við-
skiptaþvingana gegn Nicaragua,
Póllandi og Líbýu).
Jón Baldvin kvaðst í Lima hafa
tekið upp hina siðferðilegu hlið
málsins. Hann sagði semsvo: ef
við teljum okkur bera siðferði-
lega skyldu til að grípa til aðgerða
gegn mannréttindabrotum í
Suður-Afríku, verðum við ekki
„að vera sjálfum okkur sam-
kvæmir og láta eitt yfir alla
ganga“ og grípa til hliðstæðra að-
gerða gegn öðrum ríkisstjórnum
sem beita þegna sína ofbeldi.
Þetta hér er haft eftir Jóni Bald-
vin:
„Ef við ætlum að byggja þetta á
siðferðilegum forsendum og setja
allsherjarbann á Suður-Afríku,
þá verður líka að setja aílsherjar-
bann á sovét-blokkina og reyndar
allar þær fasistastjórnir, bófafor-
ingjastjórnir, í löndum svörtu
Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og
í arabaheiminum."
Enginn geri neitt
Vangaveltur Jóns Baldvins eru
svosem ekkert einsdæmi. Það eru
að nokkru leyti eðlisskyldar
þeirri stefnu sem leiðarahöfund-
ar Morgunblaðsins, Magnús
Bjarnfreðsson og fleiri hafa hald-
ið uppi í Hafskipsmálum: úr því
margir eru syndugir, þá eru ekki
forsendur fyrir því að fordæma þá
sem uppvísir geta orðið „um af-
brot mörg og stór.“ Morgunblað-
ið hefur oft farið með svipaðar
röksemdafærslur í Suður-
Afríkumálum og Jón Baldvin,
bæði beint og undir rós. Til dæm-
is er síðast í gær birt allstór þýdd
grein í blaðinu sem heitir „Hverj-
ir kvarta undan mannréttinda-
brotum í Suður-Afríku?" Þar eru
upp talin ein níu samveldisríki
Breta í Afríku og í öllum þeirra
eru mannréttindi takmörkuð.
Þau mannréttindabrot sýnast að
sönnu mjög misstór (það er tölu-
verður munur á ástandinu í Ug-
anda, þar sem í rauninni hefur
geisað borgarastríð í mörg ár t.d.
Kenya þar sem „a.m.k. 20 manns
er haldið í fangelsi án dóms og
laga"). En meiningin er Ijós: það
er verið að segja að þessir aðilar
hafi svosem ekki mikinn siðferði-
legan rétt til að fordæma Suður-
Afríku. Og að Vesturveldin ættu
að fordæma þessi ríki, ekki síður
en Suður-Afríku.
En í rauninni ber allur þessi
málatilbúnaður að sama brunni:
að það sé í rauninni hvorki rétt né
mögulegt að efna til efnahags-
legra refsiaðgerða í þeim tilgangi
að draga úr mannréttindabrot-
um, efla lýðréttindi - hvorki i
Suður-Afríku né annars staðar.
Vond kenning
Sem er vond kenning.
í fyrsta lagi má finna mörg
dæmi þess, að með ýmis konar
þrýstingi, pólitískum og öðrum,
hafi verið hægt að bæta ástandið í
mannréttindamálum hér og þar í
ríkjum.
I öðru lagi er það svo, að enda
þótt það sé satt og rétt að
feiknamörg ríki gera sig sek um
mikil mannréttindabrot, þá er of-
beldi í þeim á mjög misjöfnu
stigi. Það ofbeldi sem birtist í ap-
artheid í Suður-Afríku er alveg
sérstaklega illkynjað og hefur að
auki þá sérstöðu, að á því eru
ekki j}ær „smugur" sem mildað
geta ranglæti af öðru tagi. Sér-
staða þess ranglætis sem byggir á
kynþáttakúgun er einmitt þess
eðlis, að það hefur í rauninni ver-
ið unnt að ná betri árangri í að
berjast gegn því en mörgu öðru.
Og barátta gegn tilteknu rang-
læti, sem árangur kann að bera,
getur eflt mönnum kjark til að
takast á við fleiri mannréttinda-
verkefni.
í þriðja lagi: setjum svo að t.d.
ýmis Afríkuríki hafi lítinn sið-
ferðilegan rétt til að fordæma
stjórnvöld í Suður-Afríku. En
það tekur væntanlega ekki rétt-
inn frá þeim ríkjum sem hafa sín
mannréttindamál í sæmilegu lagi.
í fjórða lagi: þegar heimtað er
að „eitt skuli yfir alla ganga“, þá
gleyma menn oftast einu: hafa
þeir sem kúgun bitnar á beðið um
efnahagsþvinganir gegn sínu yfir-
valdi eða ekki? Andófsmenn í so-
vétblokkinni biðja sjaldan um
slíkt (kannski af því m.a. að
COMECON-ríkin eru tiltölulega
fyrirferðarlítil í heimsverslun-
inni) - það er frekar að þeir biðji
menn um að hundsa t.d. vissar
tegundir menningarsamskipta.
En í Suður-Afríku er svo ástatt,
að talsmenn baráttunnar gegn
apartheid, hvort sem um er að
ræða Tutu biskup og hans menn
eða Afríska þjóðarráðið eða
mannréttindasamtökin UDF -
þeir biðja allir um viðskiptabann.
Sú siðferðilega spurning sem snýr
að Vesturlöndum er ekki síst
fólgin einmitt í þessu: hvernig
eigum við að bregðast við þeirra
áskorun? Og þá ber ekki síst að
hafa það í huga, að menn eins og
Tutu biskup telja, að efnahags-
þvinganir séu ein af fáum færu
leiðum, sem hugsanlega gætu
hrakið apartheidstjórnina á flótta
- án þess að til gífurlegs blóðbaðs
komi.
-ÁB
DJOÐVILJIHN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Garðar Guöjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Sigur-
dór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrtta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
LjÓ8myndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörð.
Ðílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiöslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglý8ingar: Síðumula 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentemiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júlí 1986