Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Blaðsíða 16
NðoviuiNN iitirifirirrtMR* Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Föstudagur 25. júlí 1986 165. tölublað 51. örgangur Selveiðar Spellvirki í látrunum Jón í Höfnum: Hringormanefnd völd að ólöglegum veiðum. „Selalátrin hjá Erni hafa líkast til verið eyðilögð af einhverjum viðvaningum, sem hafa verið að skjóta þarna fyrir austan sem og annars staðar“, sagði Jón Beni- diktsson í Höfnum, er hann var inntur álits á frétt Þjóðviljans í gær af aflabresti selveiðibóndans í Húsey, þar sem fengurinn í ár nemur aðeins um einum sjöunda þess sem áður var. Jón Ben idiktsson er formaður samtaka áhugamanna um sel- veiði, en þau voru stofnuð fyrir skömmu af selveiðibændum, í tvennum tilgangi: til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar og hins- vegar til að strfða gegn frumvarpi á Alþingi um að selveiði verði sett undir sjávarútvegsráðuneyt- ið í stað landbúnaðarráðuneytis- ins. „Við vildum að einungis viður- kenndir skotmenn fengju að veiða selinn, því viðvaningar spilla ekki aðeins selalátrunum heldur og æðarvarpi, sem gjarnan er í nánd við látrin. En einsog mál standa í dag, lít ég svo á að hringormanefnd sé völd að ólöglegu seladrápi, því þeir borga m.a. fyrir sel sem veiddur er í óleyfi. Dómsvaldið hefur heldur ekki staðið fyrir sínu, því þó við kærum menn fyrir að veiða í látr- unum hjá okkur, er ekkert gert í því. Ástæðan fyrir því að við vild- um ekki að selveiðar heyrðu undir sjávarráðuneytið er sú, að þá gæti sjávarútvegsráðherra gef- ið út allskyns reglugerðir varð- andi veiðina. Hringormanefnd fengi sennilega miklu um þær ráðið, hún vill selinn feigan og því mátti þetta ekki verða,“ sagði Jón. Hjá honum hefur selveiðin verið svipuð og áður eða 100 sel- ir, en hann óttaðist að nú gæti hann ekki staðið við sölusamning við Grænlendinga. Þeir ætluðu að kaupa af honum 500 skinn og var fyrirhugað að Örn Þorleifs- son í Húsey ætti þar 150 skinn, en einsog sagt var frá í gær, hefur hann aðeins veitt 30 seli í ár. s Arskógsströnd Tvö minkabú „Hér hefur verið góð heyskap- artfð í sumar og heyskapur kom- inn langt á veg hjá flestum,“ sagði Snorri Kristjánsson hreppstjóri á Arskógsströnd í samtaii við blað- ið. Sex bátar af stærðunum 45- 150 tonn gera út frá Árskógs- strönd og sagði Snorri að þar eð flestir þeirra hefðu klárað þorsk- kvóta sína þá gerðu þeir nú út á rækju, og sagði Snorri að rækju- veiðin væri nú eitthvað að glæð- ast. Á Árskógsströnd er nú verið að byggja hús fyrir tvö loðdýrabú sem hyggjast fá mink og taka til starfa í haust. Eitt refabú hefur verið rekið á staðnum síðan í fyrrahaust og mun það hafa gengið ágætlega. _vd> Gróðurvernd Höfuðborgarsvæðið girt af Skógrækt ríkisins tók að sér að girða afhöfuðborgarsvæðið. Girðing- in er orðin 30 km löng en á að verða rúmir 42 km. Girðingin er öll handunnin Skógrækt ríkisins tók að sér sem verktaki að girða af allt höfuðborgarsvæðið og er nú lok- ið við að girða rúma 30 km af þeim 42 sem girðingin verður þegar verkinu er lokið. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri sagði að verkið væri allt unnið á hönd- Pörungavinnslan Eignimar til sölu Heimamenn vilja kaupa. Kristján Þ. Krist- jánsson framkvæmdastjóri: Gylltasta iðnað- artœkifœrið Sverrir Hermannsson markaði þá stefnu að þetta fyrirtæki héldi áfram rekstri og yrði selt heimamönnum á viðundandi kjörum og að ríkisábyrgðarsjóð- ur létti af þörungavinnslunni langtímaskuldum. Albert Guð- mundsson framfyigdi þessu ekki og setti fyrirtækið á uppboð, sagði Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdastjóri Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum í sam- tali við blaðið, en eignir þrotabús fyrirtækisins hafa nú verið auglýstar til sölu. Fyrirtæki heimamanna, Þöru- ngaverksmiðjan hf. leigir nú Þörungavinnsluna og að sögn Kristjáns hefur reksturinn gengið vel og markaðsmál góð. Heildar- skuldir Þörungavinnslunnar hf. árið 1985 voru 121 miljón en eignir voru metnar á um 75-80 miljónir. Að sögn bústjóra þrota- búsins, Haralds Blöndal hrl., þá hafa engin tilboð borist enn, en frestur til að skila þeim og kröf- ulýsingum rennur út um næstu mánaðamót. Skýrist þá skulda- staðan betur. Heimamenn hafa fullan hug á að kaupa fyrirtækið en leigusamningur þeirra rennur út í lok ágúst. „Það er nú í hond- um ríkisábyrgðasjóðs að tryggja Íætta gylltasta iðnaðartækifæri á slandi í dag. Byggðin hér byggist á þessu fyrirtæki en við það starfa 25-30 manns auk sláttumanna sem eru 15-20,“ sagði Kristján Þór Kristjánsson að síðustu. -vd unum, enda væri það skoðun fróðra manna um girðingar á ís- landi að ef girðingar ættu að standa á íslandi yrði að handa vinna allt verkið. Kristinn Skæringsson hjá Skógræktinni sagði að byrjað hefði verið á þessu verki sumarið 1984 og síðan var unnið við það í fyrra sumar og í ár og fyrirhugað er að því ljúki næsta sumar. Girðingin leggur uppfrá Heið- mörk, milli Selfjalls og sumar- búðanna Kópasel upp að vegin- um hjá Sandskeiði og þaðan yfir heiðina í Tjarnhóla fyrir ofan Sel- vatn og vestur í Helgadal í Mos- fellssveit. Síðan á hún að liggja niður að Mógilsá og síðan að Kiðafelli í Kjós. í sumar var byrjað að girða við Seljabrekku og er fyrirhugað að komast að Mógilsá í sumar. Kristinn sagði að vegna þess að allt verkið er unnið á höndum sæi ekki spor eftir girðingamennina og væri haft orð á því hve vel þeir gehgju um þar sem girðingin liggur. Það er 12 manna flokkur sem vinnur að girðingunni um þessar mundir og er hann um þessar mundir við Leirvogsá. Girðing þessi er að sjálfsögðu reist til verndar gróðri fyrir ágangi sauðfjár. Það var Gestur Olafsson hjá Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, sem mest barðist fyrir því að þessi girðing yrði reist. -S.dór Tónleikar Jeny Lee Lewis á leiðiimi „Hið sjálfselska sóní“ eins og rokkskríbentar hafa kallað Jerry Lee Lewis, gengur hér berserks- gang á píanóinu. Hann er þekktur fyrir allt annað en prúða og pena sviðsframkomu og á stundum hafa áheyrendur þurft að sitja undir fúkyrðum og stóryrðum frá Jerry Píanóleikarinn og söngvarinn Jerry Lee Lewis er væntan- legur til íslands einhvern tímann á næstu mánuðum en eigendur veitingastaðarins Broadway hafa gert samkomulag við Jerry um tónleikahald hér á landi. Að sögn Jóhanns Frímanns- sonar framkvæmdastjóra Broad- way hafa tónleikarnir ekki verið fastsettir ennþá en allar líkur benda til þess að þeir verði haldn- ir í haust. Sjálfur vildi Jerry koma hingað strax í sumar, sagði Jó- hann, en sá tími hentar ekki til tónleikahalds á íslandi. Að- spurður hvort Jerry væri dýr sagði Jóhann hann rándýran og myndi líklega kosta það sama inn á tónleika með honum og t.d. Shadows, eða u.þ.b. 3000 krónur með mat. Jóhann tjáði blaðamanni að lokum að Jerry væri af mörgum talinn léttgeggjaður, skapmikill og frekur. „En maður heyrði nú sams konar sögur um ýmsa aðra tónlistarmenn sem hafa komið hingað sem reyndust síðan ýkjur. Þeir hafa tilhneigingu þessir kall- ar til þess að búa til svona ímynd af sér sjálfir svo að kjaftasögu- dálkarnir gleymi þeim ekki,“ sagði Jóhann að lokum. -K.ÓI. ■«*¥• é....■■■iiiji fcitoiriííi : . ..en ekki gefin. Forslðukötturinn missti af bráðinni. (mynd: EÓI) Hvalamálið Beðið eftir Halldori Ákvörðun um viðbrögð tekin á þriðjudag. Fundur með stjórnarandstöðunni í dag Hótanir viðskiptaráðherra Bandaríkjanna um að beita Islendinga efnahagsþvingunum ef þeir láti ekki af hvalveiðum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í gær. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórninni cn þau skila- boð bárust frá bandaríska við- skiptaráðherranum til íslenska sendiráðsins í Washington að hann hyggðist tala við Rcagan Bandaríkjaforseta um málið á næsta mánudag. Ekki náðist í Steingrím í gær en að sögn Magnúsar Torfa Ólafs- sonar blaðafulltrúa ríkisstjórnar- innar ræddu menn mál þetta mikið en engar ákvarðanir verða teknar fyrr en á næsta fundi þegar Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra kemur aftur til starfa. „Menn sjá ekki hvaða rétt Bandaríkin hafa til að skipta sér af viðskiptum íslands og Japans og það er ljóst að þetta er tauga- stríð af þeirra hálfu ennþá. Það er hins vegar ekki í valdi viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna að á- kveða þetta, Reagan hefur síð- asta orðið um hvað þeir munu gera,“ sagði Magnús Torfi. Þingflokkur Alþýðuflokksins sendi forsætisráðherra bréf í gær þar sem ríkisstjórnin er beðin um að gera stjómarandstöðunni ítar- lega grein fyrir stöðu málsins. Að sögn Jóns Helgasonar dóms- og landbúnaðarráðherra mun for- sætisráðherra því kalla saman fund í dag með fulltrúum allrar stjórnarandstöðunnar. -vd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.