Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 2
FLOSI
\iku
skammtur
af vísindaskyni
Margir telja að andlegt ástand íslendinga ein-
kennist öðru fremur af nokkru sem nefna mætti
„hópsálarlíf“. Fyrirbrigðið lýsir sér í því að
skyndilega, og einsog hendi sé veifað, getur öll
þjóðin með óútskýranlegum hætti öðlast sam-
eiginlegt áhugamál og er þá einsog eldur sé
laus í sinu eða faraldur geisi. Svartidauði, stóra-
bóla, spænska veikin og fjárkláðinn heyra sög-
unni til. í dag leggst íslenska hópsálin í knatt-
spyrnu, júróvisjónkeppni, fegurðarsamkeppni,
sólarlandaferðir, hjálpartæki ástarlífsins eða
jafnvel bindindi.
Um þessar mundir er síðasti faraldurinn að
ná hámarki og er vonandi í rénun en þetta er
sjúklegur áhugi á fyrirbrigði sem nefnt hefur
verið „siðferði".
Fessi faraldur náði hámarki í vikunni þegar
sjónvarpið efndi til umræðuþáttar um „pólitískt
siðferði", rétt einsog ekkert væri eölilegra.
Þarna voru mættir fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna og sögðu margt afar viturlegt um „pólitískt
siðferði". Svo voru þarna líkatveir prófessorar,
fulltrúar gyðjunnar með sverðið og vogina,
þessarar sem ég hélt alltaf, þegar ég var krakki,
að væri í skollaleik af því hún er með bundið fyrir
augun.
Annar prófessorinn sagði að íslendingar
hefðu of mikla tilhneigingu til formhyggju og að
stiórnmálamenn væru ekkert verri en aðrir, þó
þéir hefðu að vísu brugðist hlutverki sínu að
bæta siðferðið í landinu.
Hinn sagði að siðferðið væri félagslegur
veruleiki, rétt einsog tungumálið.
Þættinum lauk svo á því að stjórnandinn
sagðist hafa haft tíma til að einfalda málið fyrir
sér, hvað hægt væri að gera - eins og hann
orðaði það - „til að komast framhjá siðferði-
legum vandamálum".
Niðurstaðan var sú að maður ætti að segja
satt og standa við gefin loforð.
Semsagt einföld og hagkvæm aðferð til að
„komast framhjá siðferðilegum vandamálum".
En nú kem ég að því sem er mergurinn alls
þessa máls.
Fyrir réttri viku var þjóðinni semsagt kynnt
spáný aðferð til að komast framhjá siöferði-
legum vandamálum. Það var í útvarpsfréttunum
á sunnudaginn var, í viðtaii við bónda á Barð-,
aströndinni, að sjálft lausnarorðið bar á góma. í
vísindaskyni.
Hann beið þess semsagt með óþreyju að fá
leyfi til að hefja óleyfilegar hrefnuveiðar, í vís-
indaskyni.
Það var einsog ég hefði fengið vitrun.
Lausnin á siðferðisvanda íslensku þjóðarinnar
virtist í sjónmáli. Óheft athafnafrelsi hins frjálsa
framtaks blasti við. Lagabókstafurog samviska
yrðu manni ekki lengurtil trafala. Það sem áður
var kallað að fremja ódæði yrði nú drýgð dáð, í
vísindaskyni.
Þetta var lausnarorðið sem firrt gat íslenska
athafnamenn og þjóðina alla samviskubiti og
sektarkennd.
í vísindaskyni!
Og ég sé draumalandið fyrir mér: Hægri
menn gera vinstri mönnum bjarnargreiða í vís-
indaskvni, götustrákar berja gamlar konur
niðurí svaðið tii aö ná af beim ellilífeyrinum í
vísindaskyni, spekúlantar koma sér upp ábata-
sömum hundruðmiljónkróna fallíttum í vísinda-
skyni, faktúrur eru falsaðar í vísindaskyni, boss-
um og blókum mútað í vísindaskyni og afmælis-
gjafir gefnar í vísindaskyni.
Nú verður hægt að verða ölóður í vísinda-
skyni, berja kellinguna í mask í vísindaskyni, rífa
spjarirnar, í vísindaskyni, utanaf bláfátæku við-
haldinu og gera því svo lausaleiksbarn í vísinda-
skyni. Svo er náttúrlega hægt að kveikja í hverju
sem er í vísindaskyni, jafnvel frystihúsi þó eng-
um hafi nú enn dottið slíkt snjallræði í hug, ekki
einu sinni í vísindaskyni.
Nú verður það ekki bara hvalur og hrefna sem
við drepum í vísindaskyni. Nú drepum við
samviskuna í eitt skipti fyrir öll í vísindaskyni.
En af því - einsog prófessorinn sagði - að
íslendingar hafa svo mikla tilhneigingu til form-
hyggju, þá er kannske rétt að setja dálítinn vott
af þessari nýju siðfræði á þrykk:
1. Þú skalt ekki aðra guði hafa nema í vís-
indaskyni.
2. Þú skalt ekki leggja nafn drottins við hé-
góma, nema í vísindaskyni.
3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan í
vísindaskyni.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður í vís-
indaskyni.
5. Þú skal ekki morð fremja, nema í vísinda-
skyni.
6. Þú skalt ekki drýgja hór, nema í vísinda-
skyni.
7. Þú skalt ekki stela, nema í vísindaskyni.
8. Þú skalt ekki bera Ijúgvitni gegn náunga
þínum, nema í vísindaskyni.
9. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns,
nema í vísindaskyni.
10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns,
néiTiS í vísindaskyni, hvað þá þræl hans,
ambátt, uxa, asna eða nökkuð það sem
náungi þinn á, nema það sé óumdeilan-
lega í vísindaskyni.
Svo mörg eru þau orðin orðin.
Froskalappir
á borðum
Starfsmenn Byggöastofnunar
lepja ekki dauðann úr skel
þessa dagana. Því hefur veriö
heyrt fleygt aö kokkurinn þar í
bær ætti frekar heima hjá Ritz
hótelinu en í mötuneyti ríkis-
stofnunar. Kokkurinn hefuraö
því er virðist ótakmörkuð fjár-
ráö. Hann matreiðir, í hádeg-
inu hversdags, t.d. froska-
lappir, nautasteikur, jaröaber
og bláber ásamt ís og oftast
skreitt meö íslenska fánan-
um, kínverskum regnhlýfum
og ööru skrauti svo starfs-
mennirnir missi örugglega
ekki matarlistina. Grænmetis-
salar í bænum eru aö vonum
furöu lostnir því þeir hafa ekki
selt einni einustu ríkisstofnun
jafn mikið af aspas, berjum og
öðru góögæti í dýrari kantin-
um. Um daginn var kokkinum
boöiö á matvælasýningu í
Þýskalandi. Maðurinn verður
aö fylgjast meö til að geta
boðiö upp á það nýjasta og
flottasta í matargeróarlistinni.
Nú er bara að vona að starfs-
menn Byggðastofnunar
hlaupi ekki í spik. Er það mál
manna að hér sé komin
ástæöa þess að siarfsmenn
Byggðastofnunar gátu ekki
hugsað sér að flytja norður á
Akureyri. Kokkurinn mun hafa
verið tregur að flytjast í annað
hérað, enda fjarlægðin á
froskalappamarkað mun
lengri að norðan. ■
Ræðismaðurinn
og umboðið
Það vakti nokkra athygli í vik-
unni þegar það var tilkynnt að
Hekla h.f. hefði tekið við um-
boðinu á spönsku bifreiðun-
um Seat. Töggur h.f. hafði
umboðið, en Töggur h.f. er
SAAB-umboðið hér á landi og
SAAB er söluaðili Seat á
Norðurlöndum. Þá ber þess
og að geta, að það var einmitt
forstjóri Heklu sem bað þá hjá
Töggi h.f. að taka Seat-
umboðið hér á landi. Eftir að
Töggur h.f. var búinn að aug-
lýsa Seat bifreiðarnar upp hér
á landi og þær voru teknar að
rokseljast gerðist það svo allt í
einu að þeim er tilkynnt frá
Spáni að Hekla h.f. fái um-
boöið. Því var borið við að
Fólksvagnaverksmiðjurnar
þýsku hefðu keypt meirihluta í
Seat og Hekla h.f. hefði um-
boðið fyrir Fólksvagnana. Hitt
hefur ekki komið fram, að
Ingimundur Sigfússon for-
stjóri Heklu h.f. er ræðismað-
ur Spánar á íslandi og nú er
það orðið Ijóst að Seat bílarnir
eru farnir að seljast mjög vel.
Það var ekki vitað þegar
Töggur h.f. tók við umboð-
inu. ■
___________Rósin
og bæjarstjórinn
Ásmundi Einarssyni rit-
stjóra Reykjaness sem leynt
og Ijóst styður málstað Sjálf-
stæðismanna á Suðurne-
sjum, er mikiö niðri fyrir í nýj-
asta blaði sínu. Þar ræðst
hann harkalega að Vilhjálmi
Ketilssyni nýráðnum bæjar-
stjóra kratameirihlutans í
Keflavík sem hefur m.a. gerst
svo ósvífinn að sögn Ás-
mundar að neita að auglýsa
framar í Reykjanesi heldur
ætlar hann bæjarstjórinn ein-
göngu að auglýsa í Víkurfrétt-
um þar sem bróðir hans Páll
er einn ritstýrenda. Allt er
þetta að því er Ásmundur
heldur fram vegna þess að
hann hafi móðgað Ólaf
Björnsson stórkrata úr Kefla-
vík illilega á dögunum en sá er
tengdafaðir Vilhjálms bæjar-
stjóra.
En það eru ekki bara þeir
tengdafeðgar sem fá gusur
frá Asmundi heldur fær krata-
rósin líka sinn skammt sem
hér fer á eftir:
„Kratarósin er táknræn. Við
vitum ekki hvers konar hönd
er á rósarstilknum og enn
síður hvort rósin fær að lifa
eða deyja. Höndin er krafta-
leg, hún er líka ofbeldisleg.
Höndin gæti verið á vélmenni.
Líf rósarinnar hangir á blá-
l þræði. Við vitum ekki hvort
höndin er að lyfta rósinni eða
kyrkja hana.“
Svo mörg voru þau orð. ■
Helgi sjálfur
Við skýrðum frá því um síð-
ustu helgi að hótelstjórinn
sem hóf störf þegar Hótel Örk
opnaði en hætti svo nokkrum
dögum síðar, hefði látið af
störfum m.a. vegna þess að
hann þekkti ekki forseta ís-
lands þegar hann kom í heim-
sókn í hótelið. Þetta mun þó
ekki vera rétt, eftir því sem
okkurertjáð. Það varekki hót-
elstjórinn, sem var svona ó-
mannglöggur, heldur eigand-
inn Helgi Jónsson sjálfur,
segir sagan. En ástæðan fyrir
að hótelstjórinn lét af störfum
mun vera sú fyrst og fremst að
hann gat ekki unað við af-
skiptasemi eigandans varð-
andi stórt og smátt við rekstur
hótelsins í tíma og ótíma og þá
umgengni við starfsfólk, sem
hann helst vildi. ■
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1986