Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 7
Fjölskyldan heima á ný: Frá vinstrl dóttirin Þórunn 13 ára, þá Sigríöur, og Lárus sem situr undirHjördísi Elínu9áraog kettinum sem ber það gríska nafn KíríosNelson eða herra Nelson. MyndSig.Mar. eítir klukkan átta þá héldum við að við hefðum eitthvað misskilið þetta boð eða þeir gleymt því þegar enginn var kominn. Svo að við elduðum bara kvöldmat en viti menn, um hálftíu er hringt og spurt „eruð þið ekki tilbúin?“ Við sögðum bara jú, og svo var farið á veitingastað. Grikkir fara nefnilega aldrei fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu út að borða en það vissum við auðvitað ekki. Og þeir fara oft út því maturinn er svo ódýr þarna.“ „Þó er nokkur verðbólga og gengið var fellt um 15% í fyrra- haust,“ segir Lárus. „Maður er ennþá að jafna sig á sjokkinu við að sjá verðlagið hér. Ég var úti í búð að versla 3 appelsínur og það kostaði heilar 60 krónur! Fyrir þá upphæð fæ ég að minnsta kosti átta kfló í Saloniki. Þetta myndu Grikkirnir aldrei láta bjóða sér, enda elska þeir mest af öllu að fara í mótmælagöngur út af öllum sköpuðum hlutum. Þeir eru ó- skaplega skrúðgönguglaðir og ef einhver er á gangi og mætir mót- mælahersingu þá skellir hann sér bara með án þess jafnvel að vita hverju er mótmælt. Og göngurn- ar hafa forgang um alla umferð, svo mikil virðing er borin fyrir nýfengnu skoðanafrelsi þeirra. Og annað sem gæti spilað inn í þetta er sú hefð sem er fyrir mælskulist í Hellas hinu forna. Menn eru ólmir í að segja sína skoðun en hlusta jafnframt á aðra líka. Og uppáhalds setning þeirra er örugglega „Þelo“ sem þýðir „ég vil“. En eitt finnst mér alveg óþolandi í fari þeirra og það er áráttan að krota á veggi og eigin- lega alls staðar þar sem hægt er. Allir veggir eru hreinlega útatað- ir í alls kyns áróðurskroti." Flugeldasýning á páskanótt Og gríski dansinn, hafa þau til- einkað sér sporin? „Það er nú svolítið flókið mál,“ svarar Lárus. „Ég bað vin minn eitt sinn að kenna mér nokkur spor en hann sagði mér að þau væri ekki eftir svo föstum reglum. Dansinn hefst yfirleitt þannig að einhver einn stendur allt í einu upp ef þannig liggur á honum, lyftir höndunum upp fyrir sig, smellir fingrum og rýkur útá gólf. Svo fylgja fleiri á eftir og þeir eiga að fylgja eftir þeim fyrsta og reyna að taka sömu spor og hann, en þau eru eftir vild hans og dansgleði. Manni brá stundum þegar einhver rauk á fætur og fór að dansa við borðið, kannski í miðri máltíð. Þetta gera þeir oft þegar vel liggur á þeim og það er stórkostlegt að sjá þetta. Og þeir eru miklir matmenn Grikkirnir, auk þess sem þeir hafa unun af að skemmta sér. Páskahald þeirra var mikil upplif- un fyrir okkur, enda mjög frá- brugðið okkar hefðum. Þannig var að faðir eins nemanda míns úr tónlistarskólanum bauð okkur í sumarhús sitt austur í landi þar sem heitir Stavros um páskana, en þeir héldu þá hátíðlega með miklu bænahaldi í lok apríl og byrjun maí. Um tvöleytið á laugardaginn fyrir páskadag býð- ur húsbóndinn upp á ouzo sem er mjög sterkur drykkur og fisk með, því að hans sögn er alveg bannað að drekka ouzo nema með mat. „Annars færðu illt í magann" sagði hann við mig. Við gutlum í víni fram eftir degi og um kvöldið er okkur boðið til messu að grísk-kaþólskum sið. Það var messað úti og presturinn byrjaði að söngla um hálftólf. Allir fengu kerti til að halda á og þetta var mjög hátíðlegt. En á mínútunni tólf þá hrópar prestur- inn skyndilega „Kristur er uppris- inn“ og upphófust þá þvflík læti og hamagangur að því verður ekki líkt við annað en gamlárs- kvöld hjá okkur. Rakettur og flugeldar þutu í loft upp og sprengjurnar sprungu við pilsfald prestsins. Ég hélt að þeir myndu enda með því að sprengja karlinn í loft upp, því að minnsta kosti tveir „kínverjar" sprungu undir hempunni hans! Og daginn eftir hélt svo gleðin áfram, heil geit var grilluð á teini og menn gerðu sér glaðan dag bæði í mat og drykk.“ Mikið tónlistar- og leiklistarlíf Sigríður, þú settir upp óperu úti, hvernig gekk það? Sigríður hlær við áður en hún svarar: „Það var nú svolítið grískt allt saman og þá á ég við að menn eru rólegir í tíðinni með stóra hluti. Ég vann með um 300 krökkum úr tónlistarskólanum sem Lárus kenndi við, við að setja upp óperuna „Nóaflóðið," en hún hefur ekki verið frumsýnd ennþá. Það stóð til að sýna hana í þjóðleikhúsi Norður-Grikklands í Saloniki en þá kom í ljós að það hafði alveg farist fyrir að ganga frá samningum um húsið. Það var nú alveg dæmigert fyrir þá en það var ekkert verið að kippa sér of mikið upp við þetta. Óperan verður bara frumsýnd í haust í staðinn og þeir eru að biðja mig að koma aftur eftir að Tosca hef- ur verið frumsýnd hérna en ég er aðstoðarleikstjóri við hana. En ég er ekki viss um að af því geti orðið. Ég kynnti mér leiklist Grikkja einsog ég gat, fór mikið í leikhúsin og svo fór ég á marga gríska harmleiki sem sýndir eru utanhúss þegar veður leyfir og það leyfir yfirleitt alltaf! Þá hef ég hvergi séð færða upp á jafn lif- andi og skemmtilegan hátt. Þá tók ég þátt í alþjóðlegu leiklistar- þingi ásamt þeim Sigurði Karls- syni og Önnu S. Einarsdóttur, sem haldið var í Aþenu í sept- ember. Það voru haldnar margar hátíðir þarna úti, bæði leiklistar- og tónlistarhátíðir og í einni þeirri veglegustu tók Lárus reyndar þátt í og lék þá með fær- ustu trompetleikurum Evrópu. Svo fannst mér einstaklega gam- an að sjá þær gömlu grísku kvik- myndir sem voru sýndar á kvik- myndahátíð í fyrra, því þá gat ég séð þróunina í kvikmyndagerð- inni. En Grikkirnir leggja aftur á móti ekki mikið í að gera vandað sjónvarpsefni, þeim finnst líklega að þeir hafi nóg annað að gera en horfa á sjónvarp, og vandað barnaefni vantaði sárlega, einsog á svo mörgum stöðum í Evrópu. „Það má aldrei eyða neinu í börn- in.““ Einsog vítamínsprauta En hver var helsti munurinn á að kenna íslcnskum börnum og grískum börnum Lárus? „Það er nú helst að ef maður hvessir sig svolítið við íslensku krakkana þá leggja þau mikið á sig til að ná árangri en það þýðir ekki hót við þau grísku. Þau hristu bara hausinn og sögðu að nógur væri tíminn og þetta kæmi allt saman. Það vantar bara alveg í þau metnaðinn til að komast áfram og ná árangri. Rólegheitin einkenna krakkana alveg einsog þá eldri, enda eyða þau miklum tíma með þeim. Unglingum er ekki skipað í sérstakan bás einsog hér heima heldur fara þau allt með þeim eldri og hafa aðgang að öllum vínföngum þó aldrei sjái maður drukkinn ungling þarna. Þau bera mikla virðingu fyrir þeim sem eldri eru og ég man eftir einu skipti þar sem við vor- um á gangi að við mættum stórum hóp af mótorhjólagengi. Við vor- um að hugsa um að taka krók fram hjá þeim og stóð nú ekki alveg á sama en þá viku þeir allir sem einn fyrir okkur. Svona kurt- eisi einkennir Grikkja, svo og gestrisni þeirra. Hún er alveg ein- stök og þeir mundu sjóða fyrir þig síðustu hænuna sína ef þeir ættu ekki annað matarkyns þegar þú kemur í heimsókn!" Sigríður tekur nú við: „Já, við vorum aðnjótandi mikillar gestrisni og vinir okkar hafa sagt okkur að koma endilega aftur og vera í húsum þeirra, það er „ekkert mál“. Það er töluvert átak að rífa fjölskylduna svona upp og hverfa frá öllu til nýs lands og nýrrar menningar en svo sannarlega þess virði. Þetta var einsog vítam- ínsprauta og alveg stórkostleg upplifun í alla staði. Nú þegar við höfum öll lært eitthvað í málinu þá viljum við endilega halda því við svo það er öruggt að við eigum eftir að fara til Grikklands einhvern tímann aftur.“ Og með þeim orðum ljúkum við spjallinu við þau hjónin Sigríði Þorvalds- dóttur leikkonu og Lárus Sveins- son trompetleikara, og þökkum fyrir okkur. -vd. Sunnudagur 27. júií 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.