Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 16
Árið 1862 kom út í London frásögn Englendingsins And- rew James Symington af ferð hans til Færeyja og íslands sumarið 1859. í kafla þeim, sem hér birtist úr „Penna- og blýantsrissi" Symingtons, segir hann frá sjóferð sinni frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og ýmsu því, sem fyrir augu hans bar í þeim leiðangri. Myndir þær, sem hér birtast með frásögninni, eru tré- ristur W.J. Lintons eftir frummyndum Symingtons. Bóndabýli í Seyðisfirði. íslandssýning Eins og hvrtt kögur af gleri Sagt frá sjóferð frá Reykjavík til Seyðisfjarðar fyrir 127 árum Hinn 3. ágúst 1859 létti e/s „Arcturus" akkerum og fór frá Reykjavík á leið austur um land til Seyðisfjarðar. Faxaflói er mjög fagur í nágrenni Reykjavík- ur. Sérhver sprunga Esjunnar sést greinilega og hinn ákveðni litur og fögru blæbrigði fjalla- hringsins, bæði Esjunnar og fjall- anna fjær, sem augað nemur þeg- ar horft er frá Snæfellsjökli að Skaga, eru björt, fjölbreytileg og ólýsanlega falleg. Dökkblátt rennur saman við purpuralita og fjólubláa tinda og fölbleik engi. Silfurglitrandi snjó- og ísbreiður skipast á við rósbleikan og heit- sólbrúnan lit en í forgrunni svart hraunið. Himinninn uppyfir er blár og sjóndeildarhringurinn í norðri ber gullinn bjarma. Freigátan „Artemise", briggin „Agile“, danska skonnortan „Emma“ og nokkur kaupskip, sem liggja við akkeri, lífga upp á útsýnið. í fyrsta skipti síðan við fórum að heiman, sjáum við stjörnur. Ég gerði rissmynd af Snæfellsjökli eins og ég sá hann af háþiljum skipsins í 50 mílna fjar- lægð, og leit hann þá út eins og lág keila, sem reis upp úr sjónum. „Mjölpokinn" að baki Hinn 4. ágúst, þegar ég kom á dekk, vorum við komnir fyrir Reykjanes með stefnu á Vest- mannaeyjar. Eldey, klettur útlits eins og mjölpoki, er langt að baki. Staður minn við matborðið er á milli dr. Mackinlay og Haycock, en við hlið hans er rektor Jóns- son, sem er á leið til Kaupmanna- hafnar. Murray, Cleghorn, pró- fessor Chadbourne og dr. Living- stone sitja andspænis. Danirnir eru allir við hinn enda borðsins ásamt skipstjóranum. Klukkan 15.30 sást Eyjafjalla- jökull og Goðalandsjökull, Mýr- dalsjökull og Kötlugjá. Þetta eru syðstu snæfjöll íslands og að- greina sig og rísa yfir dökkgrænar og bleikar hæðir austan við, séð á bakborða frá okkur. Kuldahrollur í sólskini Er við siglum norð-austur með ströndinni sjáum við Breiða- merkurjökul og mynni Jökulsár, sem er aðeins ein eða tvær mílur að lengd. Dr. Mackinlay segir okkur að styttstu árnar á íslandi séu hættulegastar. Þær spretta fullburða undan jöklinum. Jök- ulsá á Breiðamerkursandi er ein sú hættulegasta. Hún á upptök sín í Breiðamerkurjökli, sem er skriðjökull og gengur suður úr hinum mikla jökli noröan við. Stundum er jökullinn lOmílurfrá ströndinni, stundum aðeins eina mflu. Lengd árinnar er samsvar- andi. Jökulsá er hálf mfla á breidd. Stundum kemur vöxtur í ána. Þá beljar hún undan jökulhvelfing- unni með þrumugný og miklum jakaburði og óstjórnlegum ofsa til sjávar. í sálbráð vaxaþessar ár hraðar en í rigningu. I nálægð þessara ógnandi jökulheima setti hroll að manni þótt sól skini í heiði og hitamælir (R), sýndi 100 gr. á hádegi. Hinn skærhvíti litur jökulsins og ljóskastið frá honum olli okkur augnverks. Þetta var bókstaflega: „Auðn, þar sem enginn kemur, eða hafði komið frá sköpun heimsins". Breytt um svip Þegar komið er til Hornafjarð- ar breytast fjöllin. í stað stórra, samfelldra jökulbreiða rísa marg- ir voldugir, einstakir tindar, kall- aðir „Horn“. Peir eru nærri snjó- lausir, með breytilegum litblæ, aðallega bleikum og brúnum og glóa í sólskininu. Einkenni fjall- garðanna á þessum stað og reyndar með ströndinni allri til Seyðisfjarðar, minna á Goatfell og Holy Island í Arranfirði við Clyde. Þeir eru aðeins hærri og skörðóttari auk þess sem þeir mynda forvitnilega og ævintýra- lega dranga. Skýjabólstrar hvfla oft á tindunum eða velta sak- leysislega milli þeirra. Tveir stórir flóar skerast inn í vesturströndina, Faxaflói og Breiðafjörður, en austurströnd- in, frá Hornafirði til Seyðisfjarð- ar, er vogskorin með litlum en mörgum fjörðum, sem ganga frá 10 til 18 mílur inn í landið og eru að jafnaði tvær mílur á breidd. Þeir eru aðskildir hver frá öðrum með háum fjallgörðum. Á Reyðarfirði og Berufirði virðast þessir fjallgarðar um 2 þús. feta á hæð, með mörgum bröttum og þverhníptum klettabeltum, helmingi lægri en þar sem hægt væri að láta stein falla af brún og í sjó niður. Af þessu má sjá, að firðirnir eru lokaðir á báðar hlið- ar af bröttum fjallglörðum, sem oft eru skýjum huldir og sumir stöðugt huldir snjó. Þessar klettóttu hlíðar eru ber- ar eins og þær væru nýmyndaðar, hvorki tré né runna að sjá og þögn fjarðanna aðeins rofin af hinum óhamda vatnanið á kletti. Fossin öskrar og hverfur niður í klettagljúfrið eða að vatns-fallið rennur eftir tröppulaga farvegi, fellur þrep af þrepi eins og hvítt kögur af gleri. Þessir firðir virðast hafa mynd- ast þegar landið hófst og þar sem sjónum sleppir, halda þeir áfram inn í landið, sem grænir dalir er ár renna eftir. Á stöðum, þar sem fjöll eru ófær, notast þessir árfar- vegir sem reiðvegir frá einum dal til annars. Gróðurinn er góður til fjárbeitar, gnægð fisks er í fjörð- um, aðallega þorskur, og nægur silungur í ánum. Skip geta siglt að ströndinni og fundið skjólgóðar hafnir og þannig gert sjóflutninga mögulega fyrir verslunina. Á þennan hátt nýtast uppsveitunum kostir strandarinnar. Hver öðrum líkir í sveitinni sérðu aldrei neitt í átt við þorp. Petta er byggð þar sem þú sérð bændabýli í dal, þyrpingu torfkofa fáum mílum ofar, kallaða þorp, og einhvers- staðar bústað hátt í hlíð í grennd- inni. Ef þar að auki skyldu vera svört timburhús nálægt vatns- bakka, með hvíta flaggstöng fyrir framan, er það kaupmannsversl- unin, sem gerir staðinn að kauptúni. Af skyldurækni var ég á þilfari mest alla nóttina og lagði mig að- eins smá stund í fötunum. Firðirnir á Austurlandi eru hver öðrum líkir og lýsingin hér á undan á að mestu við um þá alla. Ég mun því aðeins telja þá upp í röð, .frá Hornafirði til Seyðis- fjarðar, sem er um 100 mílna leið. Fyrstu 75 mílurnar var siglt í norð-austur en sfðustu 25 mflurn- ar var stefnan nærri norðri: Skarðsfjörður, Papafjörður, Lónsfjörður, Álftafjörður, Ham- arsfjörður, Berufjörður, Stöðv- arfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Norðfjörður og Mjóifjörður. Nöð til Seyðisfjarðar Á laugardagsmorgunn, á milli kl. 5 og 6, komum við til Seyðis- fjarðar, sigldum inn í fjarðarbotn og vörpuðum akkeri. Þar með vorum við komnir á leiðarenda. Þessi afskekkti fjörður á norð- austur strönd íslands er umluktur landi eins og Lochgoil eða Teignabraich á Skotlandi. Dalur- inn inn af firðinum sveigir til norðurs þannig að há fjöll eru umhverfis okkur á alla vegu. Suð- urfjöllin umlykja okkur eins og hringleikahús, þar til þau mæta norðurfjöllunum. Fjörðurinn er þannig innilokaður og dalurinn innaflokaður úti. Fjallahlíðarnar eru settar 16 eða 18 kletta- hjöllum, sem ganga lágrétt eftir hlíðunum og fullkomna byggingu „hringleikahússins". Frá kletta- hjöllunum sést kristalstært vatnið seytla um ótal farvegi allt um kring, ásamt fjallafossum, sem hafa gert sér djúp gil. Suðurhlíðarnar, sem sveigjast um staðinn og loka fyrir útsýnið, eru krýndar röð keilulaga fjalls- tinda, líkum reykháfum á gler- verksmiðju. Þeir eru settir snjór- ákum. Þokuslæður svífa með- fram þeim en í vestri eru tindarnir og fjallseggjarnar huldar þykkum skýjum, sem mynda fortjald sviðsins. Um dalinn fellur á út í fjörðinn. Þótt dalurinn sé grænn og gefi af sér hey er hann mýr- lendur og þarfnast framræslu, sem vegna halla landsins væri auðveld og eflaust arðsöm fjár- festing. ★ Hér látum við staðar numið að sinni. í næsta sunnudagsblaði verður væntanlega sagt nánar frá Seyðisfirði og dvölinni þar. ev/mhg Blaðbera vantar víðs vegar um borgina DIÚÐVIUINN Sími 681333 Brimnesfjall við Seyðisfjörð. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.