Þjóðviljinn - 27.07.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Qupperneq 8
SUNNUDAGSPISTILL Flöktandi sumarþankabrot Ekkert er eðlilegra en að sá sem líturyfir heiminn hristi hausinn og segi sem svo: æ, þetta er kolruglað, fáránlegt, brjálað, ég nenni þessu ekki lengur. Um leið og einhver telur sig hafa fundið skýrar línur eða sæmilegan málstað eða ótvíræð svör kemur einhver fjandinn upp að hlið hans og hvíslar í eyra upp- lýsingum og athugasemdum sem ganga þvert á þær brautir sem var að greiðast úr. Það er sama hvort menn líta sér nær eða fjær, hvort menn horfa á smámál eða meðalstór eða risa- vaxinn tilvistarvanda allrar mennskrar kindar. Hér heima stöndum við í rugl- andinni miðri eins og kunnugt er. Hún er nú helst fólgin í því, að þeir sem vilja skýr svör um sið- ferði embættismanna og stjórn- málamanna, þeir skulu sjálfir heita siðspilltir menn og illa inn- rættir og sjálfir þjófar. Altént er það víst, segja menn líka, að eng- inn er syndlaus. Allt grjótkast skal því niður falla. Ágæt umhverfisverndar- samtök eins og Greenpeace þró- ast yfir í það að vera einskonar engilsaxnesk dýraverndunar- samtök fólks, sem er komið svo langt frá náttúrunni, að það vill ekki af því vita að dýrum sé slátr- að. Nú síðast voru Greenpeace- menn staðnir að því að dreifa kvikmynd gegn kengúruveiðum í Ástralíu, þar sem sett var sérstak- lega á svið fyrir kvikmyndavél- arnar grimmd og skepnuskapur - sem áttu að þjóna þeim tilgangi að skapa andúð á kengúru- veiðum. Grannríki Suður-Afríku krefj- ast þess af umheiminum að lýst verði viðskiptabanni á stjórn kynþáttakúgara eins og sjálfsagt er. En þessi ríki sjálf segjast vera svo háð viðskiptum við Suður- Afríku að þau geti ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum. Langur listi Öll Arabaríki segjast styðja baráttu PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, en í raun hafa Sýrlendingar og Jórdanir greitt þeim samtökum verri og sárari högg en ísraelsher. Á hinn bóg- inn eru það lævísir vopnasalar í ísrael sem halda í gangi hernað- armaskínu klerkaveldisins í íran - sem lítur á þá sömu ísraela sem yngri bróður hins Stóra Satans. Reagan Bandaríkjaforseti lýsir yfir heilögu stríði gegn hermdar- verkamönnum en gerir sér lítið fyrir og skírir þá leigudáta sem fara með morðum og brennum 'um sveitir Nicaragua frelsishetjur og heimtar að Bandaríkjaþing styðji þá með miklu fé og her- gögnum. Efnilegur sósíalistaforingi fékk hreinan þingmeirihluta á Spáni m.a. út á loforð um að slá niður atvinnuleysi og taka Spán úr Nató - en er endurkjörinn fyrir skemmstu eftir að atvinnuleysi hefur tvöfaldast í landinu og það rekið rækilega inn í það sama og Nató. Kínverjar lýsa því yfir að jafn- aðarkröfur Maótímans hafi verið rugl eitt og vilja nú bjarga sósíal- ismanum með því að hver og einn verði ríkur á því að reka fjöl- skyldukapítalisma. Á meðan koma Sovétmenn sér niður á það, að áfengisbölið, sem þeir höfðu áratugum saman afskrifað sem samfélagsvandamál kapítalist- anna eða keisaradæmisins, væri í rauninni helstur fjötur um fót framfara hjá sér. Þeir segja líka að vænlegasta ráðið til að flytja ekki út bylting- una (sem er bannað í opinberum fræðum) sé að hafa her í Afgan- istan og berjast við Kana og Kín- verja, sem er þar ekki að finna. Óg svo er það allrastærsta skrýtlan, sem enginn hefur nú um stundir meiri mætur á en Reagan forseti: hún er sú, að til þess að bjarga heiminum verði að tryggja að hægt sé að tortíma honum hundrað sinnum en ekki bara fimmtíu sinnum. Maður getur svosem haldið lengi áfram og af nógu er að taka. En til hvers? Til helvítis á fyrsta klassa Agnes Heller, ungverskur marxisti sem fer sínar eigin leiðir, hefur stundum talað um til- hneigingu sem hún kennir við „Hyldýpið á Grand Hótel“. „Þetta er afstaða", segir hún í viðtali, „sem kemur fram í því að við lýsum okkar heimi sem for- dæmdum, heimi þar sem ekki eru nginar leiðir færar út úr vandan- um, engin ráð eru til sem leyst geti þau vandamál sem við eigum við að glíma. Og þar eð ekki er nein leið fær, þá getum við hallað okkur og horft á heiminn farast. Vegna þess að ef við getum ekki gert neift, þá er örvæntingin eins konar huggun um leið, einskonar fagurfræðileg nautn“. Mikið rétt. Þessi freisting er til. Og kannski er önnur í næsta ná- grenni sem er enn verri. Henni lýsir Agnes Heller sem „Geð- sjúkrahúsinu þar sem illskan verður róttæk". Þar erum við ekki bara full með ugg (eilítið lostablöndnum) við sundurtætt- an heim - okkur þykir beiniínis gott að búa í slíkum heimi. Ánægjulegt. Menn ákveða að gera ekkert til að breyta neinu - en í staðinn bregða menn á það ráð að stunda ýmislegt persónu- legt „flipp", ganga upp í ímynd- unum sínum og draumórum... Huggun eða hvað? Nú hikstar ritvélin og vill ekki komast lengra. Og aftur stendur áðurnefnd spurning upp á þann sem dálka fyllir á siðferðilegri ag- úrkutíð: hvert ertu að fara? Ertu barasta að vorkenna sjálfum þér og öðrum yfir því hvað heimurinn er óþægur og langt frá því sem hann ætti að vera? Eða ætlarðu að fara að smíða þér einhverja nýja huggun? Til dæmis með samanburðarfræð- um: Vfst er allt fullt með glæpi og heimsku, þverstæður og ráðleysi - en samt erum við miklu betur settir en á þeim frægu kristnu miðöldum þegar himinn og haf skildi að kenningu og fram- kvæmd, og hver er ekki feginn að vera staddur óravegu í tíma frá viðurstyggð landvinninga Spán- verja í Ameríku og svo er Hitler dauður sem betur fer.... Allt er þetta rétt. Eða kannski ætlar þú af veikum mætti að draga yfir hausinn heimspekikuflinn og eygja út úr honum jákvæða glætu í heimsmyrkrinu? Kannski með því að segja sem svo, að þótt illt sé margt og ruglað, þá verðum við að halda áfram að vera til. Og að vera til er alltaf meira en að lifa af, því sá sem aðeins hugsar um að lifa af mun bæði týna lífi og frelsi. Og það eru alltaf til kostir sem eru betri en aðrir, og það er ekki búið að afturkalla rétt og rangt nema við endilega viljum það sjálf. Og það getur verið gott á sína vísu að heimurinn er ekki tvískiptur heldur margskiptur, að virkin eru mörg og dreifð, virki valdsins sem mennskan vill grafa undan. Það þýðir meðal annars, að það er ekki hægt að breyta heiminum í einu höggi, og um leið að það er alltaf hægt að breyta honum einhversstaðar í einhverju. Eða hvað? Er þetta kannski barasta af- straktrugl sem hvergi tyllir í al- vöru niður fæti? Maður má þó altént spyrja. Það er til gömul saga frá Vind- um sem Elias Canetti hefur kom- ið fyrir í lærðu riti um Fjöldann og valdið. Sagan er á þessa leið: Einu sinni var bóndastúlka í Desja, sem lagðist í grasið um miðjan dag og féll í svefn. Unn- usti hennar sat yfir henni og hugs- aði um það, hvernig hann gæti losað sig við stúlkuna. Þá kom Nónkonan og lagði fyrir hann spurningar. Eftir hvert svar lagði hún fyrir hann nýjar spurningar. Þegar klukkan sló eitt hætti hjarta hans að slá. Nónkonan hafði spurt hann í hel.... r ÁR Skýrsla bandarískrar þingnefndar Hvatt til herferðar gegn klómi Út hefur komiö í Bandaríkjunum mikill doörantur í tveim bindum, skýrsla um klámiönaöinn í landinu. Og verður ekki sagt annað en aö með skýrslunni sé skorin upp herör gegn iðnaði þessum í nafni betra siðgæöis. Aðalniðurstaða skýrslunnar er sú, að ef einstaklingur verði í rík- um mæli fyrir áhrifum „æsandi" myndefnis, sem ofbeldi er í blandað, þá leiði það til kynferð- isofbeldis. Formaður nefndar þeirrar sem saman tók skýrsluna, Henry Hudson, heldur því beinlínis fram, að „klámútgáfur þar sem sýnt er barnaklám og ofbeldis- kennd og niðurlægjandi meðferð á konum sé skaðleg fyrir samfé- lagið“. Með skýrslunni hafa andstæð- ingar kláms, hvort sem um er að ræða trúað fólk eða femínista, fengið allþungt vopn í hendur. Vegna þess að þar er hvatt til þess að þegnar landsins grípi sjálfir til aðgerða gegn klámiðnaðinum. Þeir eiga að kæra, þrýsta á dóm- stóla, hundsa verslanir sem hafa klámefni á hillum sínum. Skýrsl- an inniheldur meira að segja all- langan leiðarvísi um það hvernig má skipuleggja slíkar aðgerðir. Mönnum ber svo saman um að skýrslan veitti engar fullnægjandi skýringar á því hvað sé eiginlega klám, hvenær sé brýnt að grípa inn í með banni, lögregluaðgerð- um og öðru slíku (þótt vissulega sé nokkuð traust samstaða um að ráða niðurlögum kláms sem teng- ist misnotkun á börnum). Málið blandast svo saman við þá óvissu um hlutverk hins opinbera sem er stærri í Bandaríkjunum en víðast hvar annarsstaðar og birtist kannski í því, að einn og sami maður segir: „Enginn skal hafa vit fyrir mér!“ og: „Um þetta ætti að setja lög“. í raun og veru er það svo, að ef almenningsálitið á að ráða mestu um afdrif klámsins, þá er það feiknalega misjafnt eftir því hvar menn eru staddir í Bandaríkjun- um. í stórborginni New York er opinskátt seldur aðgangur að samfarasýningum, en í smábæj- um í ríkinu sem sama nafn ber, hefur sala á „herrablöðunum“ Playboy og Penthouse víða verið stöðvuð. Þetta blandast svo sam- an við margskonar tvöfeldni - í New York er búið að loka ódýr- um börum sem sýna nektardans, en barir sem selja drykki á tvöfalt hærra verði og hleypa körlum ekki inn nema þeir séu með bindi blómstra sem aldrei fyrr með samskonar „skemmtun". Auk þess finnst mörgum, að vilji menn berjast gegn ofbeldi í kvikmyndum og víðar, þá sé það tvöfeldni að útrýma því í tengsl- um við kynlíf, en lyfta því á stall ef það er sýnt á einhverjum öðr- um brautum. Klámnefnd sú sem fyrr var um getið ráðleggur, að farið sé var- lega í að banna prentaða texta klámfengna- hún vill bersýnilega forðast að upp úr siðvæðingunni spretti vafasamt tilhlaup til rit- skoðunar. En margir óttast - og hafa fulla ástæðu til - að svo verði - í þeim mörgu plássum þar sem siðavandir hafa vald til að fylgja eftir hótuninni „hér eru það við sem ráðum því hvað er klám...“ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN O.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.